Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Tamiflu (oseltamivir) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J05AH02

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTamiflu
ATC-kóðiJ05AH02
Efnioseltamivir
FramleiðandiRoche Registration Ltd.

1.HEITI LYFS

Tamiflu 30 mg hart hylki

Tamiflu 45 mg hart hylki

Tamiflu 75 mg hart hylki

2.INNIHALDSLÝSING

Tamiflu 30 mg hörð hylki

Hvert hart hylki inniheldur oseltamivír fosfat samsvarandi 30 mg af oseltamivíri. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Tamiflu 45 mg hörð hylki

Hvert hart hylki inniheldur oseltamivír fosfat samsvarandi 45 mg af oseltamivíri. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Tamiflu 75 mg hörð hylki

Hvert hart hylki inniheldur oseltamivír fosfat samsvarandi 75 mg af oseltamivíri. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tamiflu 30 mg hörð hylki

Hart hylkið er úr ljósgulum ógegnsæjum hylkisbotni með áletruninni „ROCHE“ og ljósgulri ógegnsærri hettu með áletruninni „30 mg“. Áletranir eru bláar.

Tamiflu 45 mg hörð hylki

Hart hylkið er úr gráum ógegnsæjum hylkisbotni með áletruninni „ROCHE“ og grárri ógegnsærri hettu með áletruninni „45 mg“. Áletranir eru bláar.

Tamiflu 75 mg hörð hylki

Hart hylkið er úr gráum ógegnsæjum hylkisbotni með áletruninni „ROCHE“ og ljósgulri ógegnsærri hettu með áletruninni „75 mg“. Áletranir eru bláar.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við inflúensu

Tamiflu er ætlað fullorðnum og börnum, þ.m.t. nýburum eftir fulla meðgöngu, sem hafa dæmigerð inflúensueinkenni, þegar inflúensa er í gangi í samfélaginu. Sýnt hefur verið fram á virkni þegar meðferð er hafin innan tveggja daga frá því að fyrstu einkenni koma fram.

Vörn gegn inflúensu

-Vörn eftir útsetningu eftir samskipti við klínískt greint inflúensutilvik hjá einstaklingum 1 árs eða eldri þegar inflúensuveira er í gangi í samfélaginu.

-Viðeigandi notkun Tamiflu til varnar inflúensu skal ákvarða fyrir hvert tilvik fyrir sig eftir aðstæðum og hópnum sem þarf á vörn að halda. Í undantekningartilvikum (t.d. ef ekki er samræmi milli umgangs- og bóluefnisveirustofna, og við mjög útbreidda farsótt) er hægt að hafa í huga árstíðabundna vörn hjá einstaklingum eins árs eða eldri.

-Tamiflu er ætlað til varnar eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs á meðan á inflúensuheimsfaraldri stendur (sjá kafla 5.2).

Tamiflu kemur ekki í stað inflúensubólusetningar.

Notkun veirusýkingalyfja til meðferðar og varnar á inflúensu ætti að ákvarða á grundvelli viðurkenndra ráðlegginga. Við ákvörðun um notkun oseltamivírs til meðferðar og forvarna skal taka tillit til þess hvað vitað er um einkenni inflúensuveirunnar sem er í gangi, tiltækra upplýsinga um næmi veirustofna hvers tímabils fyrir inflúensulyfjum og áhrifa sjúkdómsins á ólíkum landfræðilegum svæðum og mismunandi sjúklingahópa (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Tamiflu hart hylki og Tamiflu mixtúruduft, dreifa eru jafngild lyfjaform, 75 mg skammta má gefa annaðhvort sem

-eitt 75 mg hylki eða

-eitt 30 mg hylki og eitt 45 mg hylki eða

-með því að gefa einn 30 mg skammt og einn 45 mg skammt af dreifu.

Tamiflu er fáanlegt sem tilbúið mixtúruduft, dreifa (6 mg/ml) og er það ákjósanlegasti kosturinn fyrir fullorðna og börn sem eiga erfitt með að gleypa hylki eða þurfa minni skammta.

Fullorðnir og unglingar 13 ára og eldri

Meðferð: Ráðlagður skammtur til inntöku er 75 mg af oseltamivíri tvisvar sinnum á dag í 5 daga fyrir unglinga (13 til 17 ára) og fullorðna.

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 5 daga

> 40 kg

75 mg tvisvar sinnum á dag

Meðferðina skal hefja eins fljótt og hægt er innan fyrstu tveggja dagana frá því að einkenni inflúensu koma fram.

Vörn eftir útsetningu: Ráðlagður skammtur til varnar gegn inflúensu eftir náin samskipti við sýktan einstakling er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í 10 daga fyrir unglinga (13 til 17 ára) og fullorðna.

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 10 daga

> 40 kg

75 mg einu sinni á dag

Hefja skal meðferðina eins fljótt og hægt er innan tveggja daga frá samskiptum við sýktan einstakling.

Vörn þegar inflúensufaraldur er í gangi í samfélaginu:

Ráðlagður skammtur til varnar gegn inflúensu þegar hún brýst út í samfélaginu er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í allt að 6 vikur.

Börn

Börn 1 til 12 ára

Tamiflu 30 mg, 45 mg og 75 mg hylki og mixtúra eru fáanleg fyrir ungbörn og börn 1 árs eða eldri.

Meðferð: Eftirfarandi skammtaáætlanir eftir þyngd eru ráðlagðar handa ungbörnum og börnum 1 árs eða eldri:

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 5 daga

10 kg til 15 kg

30 mg tvisvar sinnum á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg tvisvar sinnum á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg tvisvar sinnum á dag

> 40 kg

75 mg tvisvar sinnum á dag

Meðferðina skal hefja eins fljótt og hægt er innan fyrstu tveggja dagana frá því að einkenni inflúensu koma fram.

Vörn eftir útsetningu: Ráðlagður fyrirbyggjandi skammtur af Tamiflu eftir útsetningu er:

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 10 daga

10 gr til 15 kg

30 mg einu sinni á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg einu sinni á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg einu sinni á dag

> 40 kg

75 mg einu sinni á dag

Fyrirbyggjandi áhrif þegar inflúensuheimsfaraldur er til staðar í samfélaginu: Fyrirbyggjandi áhrif þegar inflúensuheimsfaraldur er til staðar í samfélaginu hafa ekki verið rannsökuð í börnum yngri en 12 ára.

Ungbörn 0 - 12 mánaða

Meðferð: Ráðlagður meðferðarskammtur fyrir ungbörn 0 - 12 mánaða er 3 mg/kg tvisvar sinnum á dag. Þetta byggist á upplýsingum um lyfjahvörf og öryggi sem benda til þess að þegar þessir skammtar eru gefnir ungbörnum 0 - 12 mánaða gefi þeir plasmaþéttni forlyfs og virks umbrotsefnis sem talin er hafa klíníska virkni og hefur svipað öryggissnið og sést hjá eldri börnum og fullorðnum (sjá kafla 5.2). Eftirfarandi skammtaáætlun er ráðlögð til meðferðar hjá ungbörnum 0 - 12 mánaða.

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 5 daga

3 kg

9 mg tvisvar á dag

4 kg

12 mg tvisvar á dag

5 kg

15 mg tvisvar á dag

6 kg

18 mg tvisvar á dag

7 kg

21 mg tvisvar á dag

8 kg

24 mg tvisvar á dag

9 kg

27 mg tvisvar á dag

10 kg

30 mg tvisvar á dag

* Töflunni er ekki ætlað að ná yfir líkamsþyngd allra í þessum sjúklingahópi. Nota á 3 mg/kg til að ákvarða skammta handa öllum sjúklingum yngri en 1 árs, óháð líkamsþyngd þeirra.

Meðferðina skal hefja eins fljótt og hægt er innan fyrstu tveggja dagana frá því að einkenni inflúensu koma fram.

Þessar skammtaráðleggingar eru ekki ætlaðar fyrirburum, þ.e. börnum sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað. Ófullnægjandi upplýsingar eru fyrirliggjandi fyrir þessa sjúklinga, þar sem mismunandi skömmtun getur verið nauðsynleg vegna vanþroskaðrar lífeðlisfræðilegrar starfsemi.

Vörn eftir útsetningu: Ráðlagður fyrirbyggjandi skammtur fyrir ungbörn yngri en 1 árs á meðan inflúensuheimsfaraldur stendur yfir er hálfur daglegur meðferðarskammtur. Þetta byggir á klínískum upplýsingum um ungbörn og börn 1 árs og eldri og fullorðna sem sýna að fyrirbyggjandi skammtur sem jafngildir hálfum meðferðarskammti er klínískt virkur til varnar gegn inflúensu. Eftirfarandi fyrirbyggjandi skammtur eftir aldri er ráðlagður handa ungbörnum 0 – 12 mánaða (sjá upplýsingar um líkan fyrir útsetningu í kafla 5.2):

Aldur

Ráðlagður skammtur fyrir 10 daga

0 - 12 mánaða

3 mg/kg einu sinni á dag

Þessar skammtaráðleggingar eru ekki ætlaðar fyrirburum, þ.e. börnum sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað. Ófullnægjandi upplýsingar eru fyrirliggjandi fyrir þessa sjúklinga, þar sem mismunandi skömmtun getur verið nauðsynleg vegna vanþroskaðrar lífeðlisfræðilegrar starfsemi.

Fyrirbyggjandi áhrif þegar inflúensuheimsfaraldur er til staðar í samfélaginu: Fyrirbyggjandi áhrif þegar inflúensuheimsfaraldur er til staðar í samfélaginu hafa ekki verið rannsökuð í börnum 0 - 12 mánaða.

Sjá leiðbeiningar um skyndiblöndun í kafla 6.6.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skammti hvorki til meðferðar né varnar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá börnum með lifrarsjúkdóm.

Skert nýrnastarfsemi

Meðferð við inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum og unglingum (13 til 17 ára) með miðlungi eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ráðlagðir skammtar eru skráðir í eftirfarandi töflu.

Kreatínín úthreinsun

Ráðlagður meðferðarskammtur

> 60 (ml/mín)

75 mg tvisvar sinnum á dag

> 30 til 60 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) tvisvar sinnum á dag

> 10 til 30 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) einu sinni á dag

10 (ml/mín)

Ekki ráðlagt (engin gögn fyrirliggjandi)

Sjúklingar í blóðskilun

30 mg eftir hverja blóðskilunarlotu

Sjúklingar í kviðskilun *

30 mg (mixtúra eða hylki) stakur skammtur

*Gögn úr rannsóknum á sjúklingum í samfelldri kviðskilun utan sjúkrahúss (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD); gera má ráð fyrir að úthreinsun oseltamivir karboxýlats sé meiri ef notuð er sjálfvirk kviðskilun (automated peritoneal dialysis, APD). Breyta má meðferðarhætti úr APD í CAPD ef sérfræðingur í nýrnasjúkdómum telur það nauðsynlegt.

Vörn gegn inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum og unglingum (13-17 ára) með miðlungi eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi eins og skráð er í eftirfarandi töflu.

Kreatínín úthreinsun

Ráðlagður skammtur til varnar

> 60 (ml/mín)

75 mg einu sinni á dag

> 30 til 60 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) einu sinni á dag

> 10 til 30 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) annan hvern dag

10 (ml/mín)

Ekki ráðlagt (engin gögn fyrirliggjandi)

Sjúklingar í blóðskilun

30 mg eftir aðra hverja blóðskilunarlotu

Sjúklingar í kviðskilun *

30 mg (mixtúra eða hylki) einu sinni í viku

*Gögn úr rannsóknum á sjúklingum í samfelldri kviðskilun utan sjúkrahúss (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD); gera má ráð fyrir að úthreinsun oseltamivir karboxýlats sé meiri ef notuð er sjálfvirk kviðskilun (automated peritoneal dialysis, APD). Breyta má meðferðarhætti úr APD í CAPD ef sérfræðingur í nýrnasjúkdómum telur það nauðsynlegt.

Ekki er hægt að ráðleggja skammta þar sem klínískar upplýsingar hjá ungbörnum og börnum (12 ára og yngri) með skerta nýrnastarfsemi eru ekki fullnægjandi.

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum, nema miðlungi eða alvarlega skert nýrnastarfsemi sé fyrir hendi.

Ónæmisbældir sjúklingar

Lengri árstíðabundin forvörn í allt að 12 vikur hefur verið metin hjá ónæmisbældum sjúklingum (sjá kafla 4.4, 4.8 og 5.1).

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Sjúklingar sem ekki geta gleypt hylki geta fengið viðeigandi skammta af Tamiflu mixtúru.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Oseltamivír er einungis virkt gegn veikindum af völdum inflúensuveiru. Ekkert bendir til þess að oseltamivír sé virkt gegn veikindum af völdum annars en inflúensuveira (sjá kafla 5.1).

Tamiflu kemur ekki í stað inflúensubólusetningar. Notkun Tamiflu má ekki hafa áhrif á mat einstaklinga fyrir árlega inflúensubólusetningu. Vörn gegn inflúensu varir ekki nema á meðan Tamiflu er gefið. Tamiflu á eingöngu að nota til varnar gegn inflúensu þegar áreiðanlegar faraldsfræðilegar upplýsingar gefa til kynna að inflúensa sé í gangi í samfélaginu.

Sýnt hefur verið fram á að næmi inflúensuveirustofna sem eru að ganga, fyrir oseltamivíri er mjög breytilegt (sjá kafla 5.1). Þeir sem ávísa lyfinu eiga því að taka mið af nýjustu tiltæku upplýsingum um næmi þeirra veirustofna sem eru að ganga, fyrir oseltamiviri áður en þeir ákveða að nota Tamiflu.

Annað alvarlegt ástand

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi öryggi og virkni oseltamivírs hjá sjúklingum með heilsufarsástand sem er það alvarlegt eða óstöðugt að talin sé vera yfirvofandi hætta á sjúkrahúsinnlögn.

Ónæmisbældir sjúklingar

Ekki hefur að fullu verið sýnt fram á virkni oseltamivírs hjá ónæmisbældum sjúklingum, hvorki við meðferð né sem forvörn gegn inflúensu (sjá kafla 5.1).

Hjarta / öndunarfærasjúkdómar

Ekki hefur verið sýnt fram á virkni oseltamivírs meðferðar hjá einstaklingum með langvarandi hjartasjúkdóma og/eða öndunarfærasjúkdóma. Enginn munur fannst á tíðni fylgikvilla milli meðferðar og lyfleysu hópa í þessu úrtaki (sjá kafla 5.1).

Börn

Ekki er hægt að gefa skammtaráðleggingar fyrir fyrirbura (börn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað) þar sem engar upplýsingar liggja fyrir á þessu stigi.

Alvarlega skert nýrnastarfsemi

Ráðlegt er að breyta skammti bæði fyrir meðferð og til varnar hjá unglingum (13 til 17 ára) og fullorðnum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ekki er hægt að ráðleggja skammta handa ungbörnum og börnum (1 árs og eldri) þar sem klínískar upplýsingar hjá börnum með skerta nýrnastarfsemi eru ekki fullnægjandi (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Tauga-geðrænar aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um tauga-geðrænar aukaverkanir (neuropsychiatric events) samtímis notkun Tamiflu hjá sjúklingum með inflúensu, einkum börnum og unglingum. Slík tilvik hafa einnig sést hjá sjúklingum með inflúensu sem ekki fengu oseltamivír. Fylgjast skal náið með atferlisbreytingum hjá sjúklingum og meta vandlega ávinning og áhættu áframhaldandi meðferðar fyrir hvern sjúkling (sjá kafla 4.8).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lyfjahvörf oseltamivírs, svo sem lág próteinbinding og umbrot óháð CYP450 og glúkúrónidasa kerfunum (sjá kafla 5.2), benda til þess að klínískt marktækar milliverkanir um þessi kerfi séu ólíklegar.

Próbenecíð

Ekki þarf að breyta skammti þegar lyfið er gefið ásamt próbencíði hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Samhliða gjöf próbencíðs, sem er öflugur hemill anjónískrar leiðar nýrnapípluseytingar, leiðir til u.þ.b. tvöfaldarar aukningar á útsetningu fyrir virku umbrotsefni oselatamivírs.

Amoxicillin

Oseltamivír hefur engar lyfjahvarfamilliverkanir við amoxicillín, sem skilst út eftir sömu leið sem bendir til þess að oselatamivír milliverkun eftir þessari leið sé ólíkleg.

Útskilnaður um nýru

Klínískt mikilvægar lyfjamilliverkanir sem fela í sér samkeppni um píplaseytingu í nýrum eru ólíklegar, vegna þekktra öryggismarka fyrir flest þessara efna, útskilnaðareiginleika virka umbrotsefnisins (gauklasíun og anjónísk píplaseyting) og losunargetu þessara leiða. Þó skal gæta varúðar þegar oseltamivír er ávísað handa sjúklingum þegar tekin eru lyf sem losna eftir sömu leið og hafa þröngt lækningalegt bil (t.d. klórprópamíð, metotrexat, fenýlbútazón).

Frekari upplýsingar

Engar lyfjahvarfamilliverkanir milli oseltamivírs eða aðalumbrotsefnis þess hafa komið fram þegar oselatamivírs er gefið ásamt parasetamóli, acetýlsalicýlsýru, címetidíni, sýrubindandi lyfjum (magnesíum og ál hýdroxíðum og kalsíum karbónötum), rimantadíni eða warfaríni (í einstaklingum sem eru ekki með inflúensu en eru stöðugir á warfaríni).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Þó engar stýrðar klínískar rannsóknir hafi verið gerðar á notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum, hefur upplýsingum um notkun á meðgöngu verið safnað eftir markaðssetningu og í áhorfsrannsóknum (sjá kafla 5.1 “Meðferð við inflúensu hjá þunguðum konum“; varðandi upplýsingar um útsetningu hjá þunguðum konum sjá kafla 5.2). Þessar upplýsingar ásamt dýrarannsóknum bentu hvorki til beinna né óbeinna skaðvænlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísisþroska, fósturþroska eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Þungaðar konur mega fá Tamiflu, eftir að skoðaðar hafa verið fyrirliggjandi öryggisupplýsingar, meinvirkni inflúensuveirustofnsins sem er í gangi og undirliggjandi heilsufarsástand þunguðu konunnar.

Brjóstagjöf

Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virkt umbrotsefni þess í mjólkina. Mjög takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um börn sem eru á brjósti hjá mæðrum sem taka oseltamivír og um það hvort oseltamivír berst í brjóstamjólk. Takmarkaðar upplýsingar sýndu að oseltamivír og virka umbrotsefni þess greindust í brjóstamjólk, þéttnin var þó lág, sem myndi leiða til skammts sem er undir lækningalegu gildi fyrir ungbarnið. Að teknu tilliti til þessara upplýsinga, meinvirkni inflúensuveirustofnsins sem er í gangi og undirliggjandi heilsufarsástands konunnar sem er með barn á brjósti, skal íhuga gjöf oseltamivírs þegar hugsanlegur ávinningur er augljós fyrir móður sem er með barn á brjósti.

Frjósemi

Forklínískar rannsóknir benda ekki til að Tamiflu hafi áhrif á frjósemi hjá körlum eða konum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Tamiflu hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Heildaröryggissnið Tamiflu er byggt á upplýsingum frá 6.049 fullorðnum/unglingum og 1.473 börnum meðhöndluðum með Tamiflu eða lyfleysu við inflúensu og upplýsingum frá

3.990 fullorðnum/unglingum og 253 börnum sem fengu Tamiflu eða lyfleysu/enga meðferð til varnar gegn inflúensu í klínískum rannsóknum. Auk þess fengu 475 ónæmisbældir sjúklingar (þar af 18 börn, 10 sem fengu Tamiflu og 8 sem fengu lyfleysu) Tamiflu eða lyfleysu til varnar gegn inflúensu.

Aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um hjá fullorðnum/unglingum voru ógleði og uppköst í meðferðarrannsóknunum og ógleði í forvarnarrannsóknunum. Flestar þessara aukaverkana voru tilkynntar sem stakt tilvik annaðhvort á fyrsta eða öðrum meðferðardegi og gengu til baka innan 1-2 daga. Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um hjá börnum var uppköst. Hjá meirihluta sjúklinga leiddu þessar aukaverkanir ekki til þess að hætta þyrfti notkun Tamiflu.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um eftirfarandi alvarlegar aukaverkanir síðan oseltamivír var markaðssett: Bráðaofnæmisviðbrögð og bráðaofnæmislík viðbrögð, truflun á lifrarstarfsemi (svæsna lifrarbólgu, óeðlilega lifrarstarfsemi og gulu), ofsabjúg, Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardreplos húðþekju, blæðingar í meltingarfærum og tauga-geðrænar raskanir. (Sjá kafla 4.4 fyrir tauga- geðrænar raskanir.)

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem taldar eru upp í eftirfarandi töflu eru samkvæmt eftirfarandi flokkun: Mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥1 /1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Aukaverkanirnar eru settar í viðeigandi flokka í töflunum samkvæmt samantektargreiningu úr klínískum rannsóknum.

Meðferð og vörn við inflúensu hjá fullorðnum og unglingum:

Algengustu aukaverkanir sem komu fyrir í meðferðar- og forvarnarrannsóknum á fullorðnum og unglingum við ráðlagða skammta (75 mg tvisvar á dag í 5 daga til meðferðar og 75 mg einu sinni á dag í allt að 6 vikur til fyrirbyggjandi meðferðar) eru sýndar í töflu 1.

Öryggissnið hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða skammta af Tamiflu til fyrirbyggjandi meðferðar (75 mg einu sinni á dag í allt að 6 vikur) var svipað og sást í meðferðarrannsóknum hvað tíðni varðar, þrátt fyrir lengra meðferðartímabil í forvarnarrannsóknum.

Tafla 1

Aukaverkanir í rannsóknum á Tamiflu til meðferðar og varnar við inflúensu hjá

 

fullorðnum og unglingum eða eftir markaðssetningu

 

Flokkun eftir

 

Aukaverkanir eftir tíðni

 

líffæri

 

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Sýkingar af

 

Barkabólga,

 

 

völdum sníkla

 

herpesveiru-

 

 

og sníkjudýra

 

sýkingar, kvef,

 

 

 

 

 

sýkingar í efri

 

 

 

 

 

loftvegum,

 

 

 

 

 

skútabólga

 

 

Blóð og eitlar

 

 

 

Blóðflagnafæð

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmisviðbrögð

Bráðaofnæmisviðbrögð,

 

 

 

 

 

bráðaofnæmislík

 

 

 

 

 

viðbrögð

Geðræn

 

 

 

 

Órósemi, óeðlileg

vandamál

 

 

 

 

hegðun, kvíði, ringlun,

 

 

 

 

 

hugvilla, óráð,

 

 

 

 

 

ofskynjanir, martraðir,

 

 

 

 

 

sjálfskaði

Taugakerfi

Höfuðverkur

Svefnleysi

Breytt

 

 

 

 

 

meðvitundarstig,

 

 

 

 

 

krampar

 

Augu

 

 

 

 

Sjóntruflanir

Hjarta

 

 

 

Hjartsláttartruflanir

 

Öndunarfæri,

 

Hósti,

 

 

brjósthol og

 

hálssærindi,

 

 

miðmæti

 

 

nefrennsli

 

 

Meltingarfæri

Ógleði

Uppköst,

 

Blæðingar frá

 

 

 

kviðverkur (þar

 

meltingarvegi,

 

 

 

með talinn

 

blæðandi ristilbólga

 

 

 

verkur í efri

 

 

 

 

 

hluta kviðar),

 

 

 

 

 

meltingartruflun

 

 

Lifur og gall

 

 

Hækkun

Svæsin lifrarbólga,

 

 

 

 

lifrarensíma

lifrarbilun, lifrarbólga

Húð og

 

 

 

Eksem, húðbólga,

Ofsabjúgur

undirhúð

 

 

 

útbrot, ofsakláði

(angioneurotic

 

 

 

 

 

oedema), regnbogaroði

 

 

 

 

 

(erythema multiforme),

 

 

 

 

 

Stevens – Johnson

 

 

 

 

 

heilkenni,

 

 

 

 

 

eitrunardreplos

 

 

 

 

 

húðþekju (toxic

 

 

 

 

 

epidermal necrolysis)

 

 

 

 

 

 

Almennar

 

 

Verkur, sundl

 

 

aukaverkanir

 

(þar með talinn

 

 

og

 

 

svimi), þreyta,

 

 

aukaverkanir

 

hiti, sársauki í

 

 

á íkomustað

 

útlimum

 

 

Meðferð og vörn við inflúensu hjá börnum:

Samtals tóku 1.473 börn (þ.m.t. börn sem voru heilbrigð að öðru leyti, á aldrinum 1-12 ára og börn með astma á aldrinum 6-12 ára) þátt í klínískum rannsóknum á oseltamivír til meðferðar við inflúensu. Af þeim fengu 851 barn meðferð með oseltamivír mixtúru. Samtals fengu 158 börn ráðlagðan skammt

af Tamiflu einu sinni á dag í rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð eftir að smit kom upp á heimilinu (n = 99), í 6 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi, árstíðabundinni notkun hjá börnum (n = 49) og í 12 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi, árstíðabundinni notkun hjá börnum með skert ónæmi (n = 10).

Tafla 2 sýnir aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um í klínískum rannsóknum hjá börnum.

Tafla 2 Aukaverkanir í meðferðar- og forvarnarrannsóknum á Tamiflu við inflúensu hjá börnum (skammtar háðir aldri/þyngd [30 mg til 75 mg einu sinni á dag]).

Flokkun eftir

 

Aukaverkanir eftir tíðni

 

líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

 

 

 

sjaldgæfar

Sýkingar af

 

Miðeyrnabólga

 

 

völdum sníkla og

 

 

 

 

sníkjudýra

 

 

 

 

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

 

 

Augu

 

Tárubólga (þar

 

 

 

 

með talin rauð

 

 

 

 

augu, útferð úr

 

 

 

 

augum og

 

 

 

 

augnverkur)

 

 

Eyru og

 

Eyrnaverkur

Kvilli í

 

völundarhús

 

 

hljóðhimnu

 

Öndunarfæri,

Hósti,

Nefrennsli

 

 

brjósthol og

nefstífla

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

Uppköst

Kviðverkur (þar

 

 

 

 

með talið í efri

 

 

 

 

hluta

 

 

 

 

kviðarhols),

 

 

 

 

meltingartruflun

 

 

 

 

, ógleði.

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

Húðbólga (þar

 

 

 

 

með talin

 

 

 

 

ofnæmishúðbólga

 

 

 

 

og barnaexem)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum:

 

 

 

Geðræn vandamál og taugakerfi

Inflúensa getur tengst ýmsum einkennum frá taugakerfi og hegðunarbreytingum, en meðal þeirra geta verið aukaverkanir svo sem ofskynjanir, óráð og afbrigðileg hegðun, sem stundum getur leitt til dauða. Þessar aukaverkanir geta komið fyrir í tengslum við heilabólgu eða heilakvilla, en það getur gerst án sýnilegra alvarlegra veikinda.

Skýrt hefur verið frá krömpum og óráði hjá sjúklingum með inflúensu sem fengu Tamiflu eftir markaðssetningu lyfsins (þ.m.t. einkenni svo sem breytt meðvitundarstig, rugl, afbrigðleg hegðun, ranghugmyndir, ofskynjanir, æsingur, kvíði og martraðir), sem örsjaldan hafa leitt til sjálfssköddunar eða dauða. Einkum hefur verið tilkynnt um þessar aukaverkanir hjá börnum og unglingum og hefjast þær oft mjög skyndilega og ganga hratt yfir. Tengsl Tamiflu við þessar aukaverkanir eru ekki þekkt. Tilkynnt hefur verið um svipaðar tauga-geðrænar aukaverkanir hjá sjúklingum með inflúensu sem ekki fengu Tamiflu.

Lifur og gall

Kvillar í lifur og gallvegum, þ.m.t. lifrarbólga og hækkuð gildi lifrarensíma hjá sjúklingum með inflúensulík veikindi. Meðal þessara tilfella er banvæn svæsin lifrarbólga/lifrarbilun.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar:

Börn (ungbörn yngri en eins árs)

Í tveimur rannsóknum sem gerðar voru til að meta lyfjahvörf, lyfhrif og öryggissnið meðferðar með oseltamivíri hjá 135 börnum yngri en eins árs sem sýkt voru af inflúensu var öryggissnið svipað milli aldurshópa og voru uppköst, niðurgangur og bleyjuútbrot algengustu aukaverkanir sem tilkynnt var um (sjá kafla 5.2). Ekki liggja fyrir næg gögn um ungbörn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað.

Fyrirliggjandi öryggisupplýsingar um notkun oseltamivírs til meðferðar á inflúensu hjá ungbörnum yngri en eins árs úr framvirkum og afturvirkum áhorfsrannsóknum (sem samanstóðu af fleiri en 2400 ungbörnum í þeim aldursflokki), faraldsfræðilegar gagnagrunnsrannsóknir og tilkynningar eftir markaðssetningu benda til þess að öryggi hjá ungbörnum yngri en eins árs sé svipað og það sem sýnt hefur verið fram á hjá börnum á aldrinum eins árs og eldri.

Aldraðir og sjúklingar með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma

Sjúklingar sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum á inflúensu voru bæði fullorðnir/unglingar sem voru heilbrigðir að öðru leyti fyrir meðferð og “áhættusjúklingar” (sjúklingar í aukinni hættu á að fá fylgikvilla inflúensu, t.d. aldraðir og sjúklingar með langvinna hjarta- eða lungnasjúkdóma). Almennt var tíðni aukaverkana hjá “áhættusjúklingum” svipuð og hjá sjúklingum sem voru heilbrigðir fyrir meðferð.

Ónæmisbældir sjúklingar

Í 12 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð hjá 475 ónæmisbældum sjúklingum, þ.m.t. 18 börn 1 til 12 ára og eldri,var öryggissnið hjá þeim 238 sjúklingum sem fengu oseltamivír í samræmi við það sem áður hefur komið fram í klínískum rannsóknum á fyrirbyggjandi meðferð með Tamiflu.

Börn sem voru með berkjuastma fyrir meðferð

Almennt var tíðni aukaverkana hjá börnum sem voru með berkjuastma fyrir meðferð svipuð og hjá börnum sem voru heilbrigð fyrir meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Tilkynningar um ofskömmtun hafa borist úr klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Meirihluti tilkynninga um ofskömmtun voru án tilkynninga um aukaverkanir.

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um í kjölfar ofskömmtunar eru sambærilegar í eðli og dreifingu og þær aukaverkanir sem tengjast meðferðarskömmtum Tamiflu, taldar upp í kafla 4.8 Aukaverkanir.

Ekkert sérstakt mótefni er til.

Börn

Oftar hefur verið tilkynnt um ofskömmtun hjá börnum en hjá fullorðnum og unglingum. Gæta skal varúðar við blöndun mixtúru og við gjöf Tamiflu hjá börnum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Veirusýkingalyf til almennrar verkunar, neuraminidasa hemlar, ATC flokkur: J05AH02.

Oseltamivírfosfat er forlyf virka umbrotsefnisins (oseltamivír karboxýlat). Virka umbrotsefnið er sérhæfður hemill á neuramínidasaensím inflúensuveiru, en það eru glýkóprótein sem finnast á yfirborði veira. Veiruvirkni neuramínidasaensíma er mikilvæg fyrir bæði aðgang veira inn í ósýktar frumur og til losunar á nýmynduðum veiruögnum smitaðra frumna og frekari dreifingu veirusýkingarinnar í líkamanum.

Oseltamvivír karboxýlat hamlar inflúensu A og B neuramínidösum in vitro. Oseltamivírfosfat hamlar sýkingu með inflúensu veiru og endurmyndun in vitro. Oseltamivír gefið til inntöku hamlar veirueftirmyndun og sýkingarmætti inflúensu A og B in vivo í dýralíkönum inflúensusýkingar þegar veirusýkingalyf eru fyrir hendi svipað því sem næst hjá mönnum sem fá 75 mg tvisvar sinnum á dag.

Rennt var stoðum undir veirusýkingavirkni oseltamivírs gegn inflúensu A og B hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum í örvunarrannsóknum í tilraunaskyni.

Neuroamínidasaensím IC50 gildi fyrir oseltamivír í klínískt einangruðum stofnum af inflúensu A var á bilinu 0,1 nM til 1,3 nM, og fyrir inflúensu B 2,6 nM. Hærri IC50 gildi fyrir inflúensu B, allt að miðgildi sem nemur 8,5 nM, hafa komið fram í tilraunum sem hafa verið birtar.

Klínískar rannsóknir

Meðferð við inflúensusýkingu

Ábendingin er byggð á klínískum rannsóknum á venjulegri inflúensu þar sem helsta sýkingin var inflúensa A.

Oseltamivír er einungis virkt gegn veikindum af völdum inflúensuveiru. Tölfræðigreining er því einungis fyrir inflúensusýkta einstaklinga. Í öllum meðferðarrannsóknarhópunum, sem tók bæði til inflúensu-jákvæðra og -neikvæðra einstaklinga (ITT) minnkaði frumvirkni í hlutfalli við fjölda inflúensu-neikvæðra einstaklinga. Í öllum meðferðarhópunum var inflúensusýking staðfest hjá 67 % (á bilinu 46 % - 74 %) nýrra sjúklinga. Af öldruðum einstaklingum, voru 64 % inflúensu-jákvæðir og af þeim sem voru með langvinna hjarta og/eða öndunarfæra sjúkdóma voru 62 % inflúensu-jákvæðir.

Í öllum III. stigs meðferðarrannsóknum voru nýir sjúklingar einungis skráðir á því tímabili sem inflúensa var í gangi á viðkomandi stað.

Fullorðnir og unglingar 13 ára og eldri: Sjúklingar komu til greina ef þeir tilkynntu sig innan 36 klst. frá því að einkenni komu fram, höfðu hita 37,8°C, og höfðu einnig a.m.k. eitt einkenni frá öndunarfærum (hósta, nefkvilla eða særindi í hálsi) og a.m.k. eitt almennt einkenni (vöðvaþrautir, hroll/svita, vanlíðan, þreytu eða höfuðverk). Í samantektargreiningu á öllum inflúensu-jákvæðum fullorðnum og unglingum (N = 2.413) sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum stytti oseltamivír 75 mg tvisvar sinnum á dag í 5 daga miðgildistíma inflúensuveikinda um u.þ.b. einn dag úr 5,2 dögum (95 % CI 4,9 – 5,5 dagar) í lyfleysu hópnum í 4,2 daga (95 % CI 4,0 – 4,4 dagar; p 0,0001).

Hlutfall sjúklinga sem fengu sérhæfða, kvilla í neðri hluta öndunarfæra (aðallega berkjubólgu) og voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum minnkað úr 12,7 % (135/1.063) í lyfleysuhópnum í 8,6 % (116/1.350) í oseltamivír hópnum (p = 0,0012).

Meðferð inflúensu hjá áhættusjúklingum: Miðgildistímalengd inflúensu veikinda hjá öldruðum (65 ára) og einstaklingum með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma sem fengu oseltamivír 75 mg tvisvar sinnum á dag í 5 daga styttist ekki marktækt. Heildartími sótthita styttist um einn dag í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri. Hjá inflúensu-jákvæðum öldruðum minnkaði

oseltamivír marktækt tíðni kvilla sem eru einkennandi fyrir neðrihluta öndunarvegar (aðallega berkjubólgu) þar sem þurfti að taka sýklalyf úr 19 % (52/268) í lyfleysuhópnum í 12 % (29/250) í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri (p = 0,0156).

Hjá inflúensu-jákvæðum sjúklingum með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma var heildar tíðni kvilla í neðri hluta öndunarfæra (aðallega berkjubólga) sem voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum 17 % (22/133) í lyfleysuhópnum og 14 % (16/118) í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri (p=0,5976).

Meðferð við inflúensu hjá þunguðum konum: Engar stýrðar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum, hins vegar hafa komið fram vísbendingar eftir markaðssetningu lyfsins og úr afturskyggnum áhorfsrannsóknum sem sýna fram á ávinning af núverandi skammtaáætlun hjá þessum sjúklingahahópi hvað varðar lægri dánartíðni/færri dauðsföll. Niðurstöður greininga á lyfjahvörfum benda til minni útsetningar fyrir virka umbrotsefninu, en ekki er þó ráðlagt að breyta skömmtum handa þunguðum konum sem fá meðferð við inflúensu eða fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu (sjá kafla 5.2, Lyfjahvörf, Sérstakir sjúklingahópar).

Meðferð við inflúensu hjá börnum: Í rannsókn á börnum, á aldrinum 1 til 12 ára (meðalaldur 5,3 ár), sem höfðu hita (≥ 37,8 °C) ásamt annaðhvort hósta eða nefkvefi en voru heilbrigð að öðru leyti (65 % inflúensu-jákvæð) voru 67 % inflúensu-jákvæðra sjúklinga smitaðir af inflúensu A og 33 % af inflúensu B. Oseltamivír meðferð sem hófst innan 48 klst. frá því að einkenni komu fram stytti tímann þar til enginn veikindi voru til staðar (skilgreint sem að samtímis náist eðlileg heilsa og virkni og hiti, hósti og nefkvef batni) um 1,5 dag (95 % CI 0,6 - 2,2 dagar; p < 0,0001) í samanburði við lyfleysu. Oseltamivír minnkaði tíðni bráðrar miðeyrabólgu úr 26,5 % (53/200) í lyfleysuhópnum í 16 % (29/183) hjá börnum sem voru meðhöndluð með oseltamivíri (p = 0,013).

Önnur rannsókn var gerð á 334 börnum með astma á aldrinum 6 til 12 ára þar sem 53,6 % voru inflúensu-jákvæð. Í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri styttist meðaltími veikinda ekki marktækt. Á 6. degi (síðasta degi meðferðar) hafði FEV1 aukist um 10,8 % hjá hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri samanborið við 4,7 % hjá lyfleysuhópnum (p = 0,0148) í þessu úrtaki.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Tamiflu hjá einum eða fleiri undirhópum barna við inflúensu. Sjá kafla 4.2 um notkun handa börnum.

Ábending fyrir börn yngri en 1 árs er byggð á framreikningi á virkniniðurstöðum úr rannsóknum á eldri börnum og ráðlagðir skammtar eru byggðir á niðurstöðum úr lyfjahvarfa líkönum (sjá kafla 5.2).

Meðferð við inflúensu B sýkingu: Í heild var 15 % af inflúensu-jákvæða hópnum sýkt af inflúensu B og var hlutfallið á bilinu 1 til 33 % í einstökum rannsóknum. Meðtaltími veikinda hjá einstaklingum sýktum af inflúensu B var ekki marktækt breytilegur eftir meðferðarhópum í einstökum rannsóknum. Upplýsingum frá 504 sjúklingum sýktum af inflúensu B var safnað saman úr öllum rannsóknunum til greiningar. Með oseltamivíri styttist tími allra einkenna að bata um 0,7 dag (95 % CI 0,1 – 1,6 dagur; p = 0,022) og tími með sótthita (≥ 37,8°C), hósta og nefkvefi um einn dag (95 % CI 0,4 – 1,7 dagar;

p < 0,001) samanborið við lyfleysu.

Vörn gegn inflúensusýkingu

Sýnt hefur verið fram á virkni oseltamivírs til varnar inflúensuveikindum af eðlilegum orsökum í forvarnarrannsókn eftir hugsanlegt smit heimilisfólks og tveimur árstíðabundnum forvarnarrannsóknum. Frumvirknistuðullinn í öllum þessum rannsóknum var tíðni inflúensu staðfest með rannsóknarstofuprófi. Meinvirkni inflúensufaraldra er ekki fyrirsjáanleg og er mismunandi innan svæða og frá einu tímabili til annars. Því er fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) til þess að varna einu tilviki inflúensuveikinda breytilegur.

Vörn eftir hugsanlegt smit: Í rannsókn á þeim (12,6 % bólusettir við inflúensu) sem höfðu komist í tæri við vísitilfelli inflúensu (index case influenza) var meðferð með oseltamivíri 75 mg einu sinni á dag hafin innan tveggja daga frá því að einkenni komu fram hjá vísitilfelli og töku haldið áfram í sjö daga. Inflúensa var staðfest hjá 163 af 377 vísitilfellum. Oseltamivír minnkaði marktækt tíðni klínískra

inflúensueinkenna sem komu fram hjá þeim sem höfðu komist í tæri við staðfest inflúensutilvik úr 24/200 (12 %) í lyfleysuhópnum í 2/205 (1 %) í oseltamivír hópnum (92 % minnkun, [95 % CI 6 – 16, p ≤ 0,0001]). Fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) hjá þeim sem raunverulega höfðu komist í tæri við inflúensutilvik var 10 (95 % CI 9 – 12) og 16 (95 % CI 15 – 19) meðal alls samfélagsins (ITT) án tillits til sýkingarástands hjá vísitilfellinu.

Sýnt hefur verið fram á virkni oseltamivírs til þess að fyrirbyggja inflúensuveikindi af eðlilegum orsökum í forvarnarrannsókn eftir hugsanlegt smit á heimilum þar sem fullorðnir, unglingar og börn á aldrinum 1 til 12 ára, voru bæði sem vísitilfelli og sem aðilar sem hafa verið í návígi við smitaða. Aðal mælikvarði fyrir virkni í þessari rannsókn var tíðni klínískrar inflúensu á heimilinu staðfest af rannsóknarstofu. Fyrirbyggjandi meðferð með oseltamivíri stóð í 10 daga. Í heildarþýðinu varð minnkun á tíðni staðfestrar inflúensu á heimilinum úr 20% (27/136) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 7% (10/135) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (62,7% minnkun, [95% CI 26,0 - 81,2; p = 0,0042]). Á heimilum með sýkt vísitilfelli af inflúensu varð minnkun í tíðni inflúensu úr 26% (23/89) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 11% (9/84) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (58,5% minnkun, [95% CI 15,6 – 79,6; p = 0,0114]).

Samkvæmt greiningu á undirhópi barna á aldrinum 1 til 12 ára lækkaði tíðni inflúensutilfella staðfestum af rannsóknarstofu hjá börnum marktækt úr 19% (21/111) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 7% (7/104) hjá hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (64,4% minnkun, [95% CI 15,8 - 85,0; p = 0,0188]). Hjá börnum þar sem veiran var ekki farin að dreifast við grunnlínu minnkaði tíðni klínískrar inflúensu úr 21% (15/70) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 4 % (2/47) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (80,1% minnkun, [95% CI 22,0 - 94,9]; p=0,0206]). Fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) í heildarþýði hjá börnum var 9 (95% CI

7 - 24) fyrir allt samfélagið og 8 (95% CI 6, efri mörk ekki metanleg) fyrir börn sem komust í tæri við sýkt vísitilfelli (ITTII).

Vörn eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs meðan á heimsfaraldri stendur:

Vörn meðan á inflúensuheimsfaraldri stendur hefur ekki verið rannsökuð í klínískum samanburðarrannsóknum hjá börnum á aldrinum 0-12 mánaða. Sjá upplýsingar um líkan fyrir útsetningu í kafla 5.2.

Vörn á meðan inflúensufaraldur stendur yfir í samfélaginu: Í samantektargreiningu á tveimur öðrum rannsóknum sem gerðar voru á óbólusettum að öðru leyti heilbrigðum fullorðnum, minnkaði oseltamivír 75 mg einu sinni á dag gefið í 6 vikur marktækt tíðni klínískra inflúensuveikinda úr 25/519 (4,8 %) í lyfleysu hópnum í 6/520 (1,2 %) í oseltamivír hópnum (76 % minnkun; [95 % CI 1,6 – 5,7; p = 0,0006]) þegar inflúensa var í gangi í samfélaginu. NNT í þessari rannsókn var 28 (95 % CI 24 – 50).

Í rannsókn á öldruðum á hjúkrunarheimilum þar sem 80 % þátttakenda höfðu verið bólusettir á meðan á rannsókninni stóð, minnkaði oseltamivír 75 mg einu sinni á dag gefið í 6 vikur tíðni klínískra inflúensuveikinda marktækt úr 12/272 (4,4 %) í lyfleysuhópnum í 1/276 (0,4 %) í oseltamivír hópnum (92 % minnkun, [95 % CI 1,5 – 6,6; p = 0,0015]). NNT í þessari rannsókn var 25 (95 % CI 23 - 62).

Inflúensuforvarnir hjá ónæmisbældum sjúklingum: Tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu var gerð á árstíðabundinni forvörn gegn inflúensu hjá 475 ónæmisbældum sjúklingum (388 sjúklingar með fasta líffæraígræðslu [195 lyfleysu; 193 oseltamivír], 87 sjúklingar með blóðstofnfrumuígræðslu [43 lyfleysu; 44 oseltamivír], enginn sjúklingur með annað ónæmisbælandi ástand), að meðtöldum 18 börnum 1 til 12 ára. Aðalendapunkturinn í þessari rannsókn var tíðni klínískrar inflúensu sem staðfest hafði verið á rannsóknastofu með veiruræktun og/eða ferfaldri hækkun á HAI mótefnum. Tíðni klínískrar inflúensu sem staðfest hafði verið á rannsóknastofu var

2,9 % (7/238) hjá lyfleysu hópnum og 2,1 % (5/237) hjá oseltamivírhópnum (95 % CI -2,3 %-4,1 %; p = 0,772).

Ekki hafa verið gerðar sértækar rannsóknir til að meta hvort hætta á fylgikvillum minnki.

Ónæmi gegn oseltamiviri

Klínískar rannsóknir: Hætta á inflúensuveirum með minnkað næmi eða ónæmi fyrir oseltamivíri hefur verið kannað í klínískum rannsóknum sem styrktar eru af Roche. Algengara var að ónæmi gegn

oseltamivíri kæmi fram meðan á meðferð stóð hjá börnum en fullorðnum og var tíðni frá því að vera minni en 1% hjá fullorðnum upp í 18% hjá ungbörnum yngri en 1 árs. Börn sem greindust með oseltamivír-ónæma veiru dreifðu henni yfirleitt í lengri tíma en sjúklingar sem báru næma veiru. Ónæmi gegn oseltamivíri sem kom fram meðan á meðferð stóð hafði þó ekki áhrif á svörun við meðferðinni og olli ekki framlengingu á inflúensueinkennum.

Sjúklingar

Sjúklingar með ónæmar stökkbreytingar (%)

Svipgerð*

Arf- og svipgerð*

Fullorðnir og unglingar

0,62% (14/2253)

0,67% (15/2253)

 

 

 

Börn (1-12 ára)

3,89% (66/1698)

4,24% (72/1698)

 

 

 

Ungbörn (<1 árs)

18,31% (13/71)

18,31% (13/71)

* Full ákvörðun arfgerðar var ekki framkvæmd í öllum rannsóknunum.

Hingað til eru ekki vísbendingar um að fram komi lyfjaónæmi í tengslum við notkun Tamiflu í klínískum rannsóknum eftir hugsanlegt smit (7 dagar), eftir hugsanlegt smit hjá heimilisfólki

(10 dagar) eða eftir árstíðabundnar (42 dagar) fyrirbyggjandi aðgerðir við inflúensu hjá sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Ekki varð vart við lyfjaónæmi í 12 vikna rannsókn á forvörnum hjá ónæmisbældum sjúklingum.

Klínískar upplýsingar og eftirlitsupplýsingar: Stökkbreytingar af náttúrulegum toga sem tengjast minnkuðu næmi fyrir oseltamivíri in vitro hafa fundist í inflúensu A og B veirum sem voru einangraðar úr sjúklingum sem ekki hafa verið útsettir fyrir oseltamivíri. Ónæmir stofnar, valdir meðan á meðferð með oseltamivír stendur, hafa verið einangraðir bæði úr ónæmisbældum sjúklingum og sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Hætta á myndun veirustofna sem eru ónæmir fyrir oseltamivíri meðan á meðferð stendur er meiri hjá ónæmisbældum einstaklingum og ungum börnum.

Komið hefur í ljós að oseltamivír-ónæmar veirur sem hafa verið einangraðar frá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með oseltamivíri og oseltamivír-ónæmir rannsóknarstofustofnar af inflúensuveirum innihalda stökkbreytingar í N1 og N2 neuramínidösum. Stökkbreytingar sem valda ónæmi eru oft sértækar fyrir undirgerðir veiru. Náttúrlega fram komið ónæmi sem tengist stökkbreytingunni H275Y í árstíðabundnum H1N1-stofnum hefur greinst einstöku sinnum síðan 2007. Næmi fyrir oseltamivíri og útbreiðsla slíkra veira virðast vera mismunandi eftir árstíðum og landsvæðum. Árið 2008 fannst H275Y í > 99 % af H1N1-stofnum inflúensuveiru sem var að ganga í Evrópu. H1N1-stofn inflúensu árið 2009 („svínaflensa“) reyndist nánast alltaf næmur fyrir oseltamivíri og var aðeins örsjaldan tilkynnt um ónæmi í tengslum við meðferð í lækningaskyni eða fyrirbyggjandi meðferð.

5.2Lyfjahvörf

Almennar upplýsingar

Frásog

Oseltamivír frásogast hratt úr meltingarveginum eftir gjöf oseltamivír fosfats (forlyf) til inntöku og breytist í miklum mæli, aðallega fyrir tilstilli lifraresterasa, í virka umbrotsefnið (oseltamivír karboxýlat). Að minnsta kosti 75 % skammts til inntöku nær út í almenna blóðrás sem virkt umbrotsefni. Útsetning fyrir forlyfinu er minni en 5 % í samanburði við virka umbrotsefnið. Plasmaþéttni bæði forlyfs og virks umbrotsefnis er í hlutfalli við skammt og breytist ekki við samhliða fæðuneyslu.

Dreifing

Meðaldreifingarrúmmál oseltamivír karboxýlats við jafnvægi er um 23 lítrar hjá mönnum en það er rúmmál samsvarandi líkamsvökva utan frumna. Þar sem virkni neuramínidasa er utanfrumu dreifist oseltamivír karboxýlat til allra staða sem inflúensuveirur dreifast til.

Binding oseltamivír karboxýlats við plasmaprótein í mönnum er óveruleg (um 3 %).

Umbrot

Oseltamivír breytist í miklum mæli í oseltamivír karboxýlat með esterasa sem aðallega er í lifur. In vitro rannsóknir sýndu fram á að hvorki oseltamivír né virka umbrotsefnið er hvarfefni fyrir, eða

hemill aðalísóforma cýtókróm P450. Engin 2. stigs afleiða hvors efnis fyrir sig hefur greinst in vivo.

Brotthvarf

Brotthvarf frásogaðs oseltamivírs er aðallega (> 90 %) með umbroti í oseltamivír karboxýlat. Það umbrotnar ekki frekar og skilst út með þvagi. Hámarksþéttni oseltamivír karboxýlats í plasma lækkar með helmingunartímann 6-10 klst. hjá flestum einstaklingum. Brotthvarf virka umbrotsefnisins er eingöngu með nýrnaútskilnaði. Nýrnaúthreinsun (18,8 l/klst.) fer yfir gauklasíunarhraða (7,5 l/klst.) sem bendir til þess að píplaseyting komi fram auk gauklasíunar. Minna en 20 % af geislamerktum skammti til inntöku skilst út með hægðum.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Börn

Ungbörn yngri en 1 árs: Mat hefur verið lagt á lyfjahvörf, lyfhrif og öryggissnið Tamiflu í tveimur opnum rannsóknum án samanburðar sem gerðar voru hjá börnum yngri en eins árs sem sýkt voru af inflúensu (n=135). Eftir að leiðrétt hefur verið fyrir líkamsþyngd minnkar hraði úthreinsunar virka umbrotsefnisins með aldri hjá börnum yngri en eins árs. Útsetning fyrir umbrotsefnum er einnig breytilegri hjá yngstu börnunum. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að útsetning eftir skammt sem nemur 3 mg/kg hjá ungbörnum á aldrinum 0-12 mánaða veiti útsetningu fyrir forlyfi og umbrotsefnum sem talin er virk og með öryggissnið svipað og sést hjá eldri börnum og fullorðnum sem fá samþykkta skammta (sjá kafla 4.1 og 4.2).Tilkynntar aukaverkanir voru svipaðar og áður hefur verið sýnt fram á hjá eldri börnum.

Engin gögn liggja fyrir um fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs eftir að þau eru útsett fyrir smiti. Fyrirbyggjandi meðferð meðan á inflúensufaraldri stendur í samfélaginu hefur ekki verið rannsökuð hjá börnum yngri en 12 ára.

Vörn eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs meðan á heimsfaraldri stendur:

Líkan af 3 mg/kg skammti einu sinni á dag hjá ungbörnum <1 árs sýnir útsetningu á sama bili eða meiri en eftir 75 mg skammt einu sinni á dag hjá fullorðnum. Útsetningin er ekki meiri en eftir meðferð hjá ungbörnum <1 árs (3 mg/kg tvisvar á dag) og er áætlað að öryggissniðið sé sambærilegt (sjá kafla 4.8). Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á vörn hjá ungbörnum <1 árs.

Ungbörn og börn 1 árs eða eldri: Lyfjahvörf oseltamivírs hafa verið metin í stakskammts lyfjahvarfarannsóknum hjá ungbörnum, börnum og unglingum á aldrinum 1 til 16 ára. Fjölskammtalyfjahvörf voru rannsökuð hjá fáeinum börnum sem tóku þátt í klínískri rannsókn á virkni. Yngri börnin losuðu sig bæði við forlyfið og virka umbrotsefnið hraðar en fullorðnir, sem leiðir til minni útsetningar fyrir gefnum skammti í mg/kg. Með 2 mg/kg skömmtum fæst oseltamivír karboxýlat í svipuðu magni og hjá fullorðnum sem fá einn 75 mg skammt (u.þ.b. 1 mg/kg). Lyfjahvörf oseltamivírs hjá börnum og unglingum 12 ára eða eldri eru svipuð og hjá fullorðnum.

Aldraðir

Útsetning fyrir virka umbrotsefninu við jafnvægi var 25 til 35 % meiri hjá öldruðum (65 til 78 ára) samanborið við fullorðna yngri en 65 ára sem fengu sambærilega skammta af oseltamivíri. Helmingunartímar sem fram komu hjá öldruðum voru álíka og þeir sem komu fram hjá ungu fólki. Á grundvelli aðgengis og þolanleika lyfsins þarf ekki að breyta skömmtum handa öldruðum nema ef merki eru um miðlungs til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun lægri en 60 ml/mín.) (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Gjöf 100 mg af oseltamivír fosfati tvisvar sinnum á dag í 5 daga hjá sjúklingum með mismikla nýrnastarfstruflun sýndi að það oseltamivír karboxýlat sem er fyrir hendi er í öfugu hlutfalli við minnkandi nýrnastarfsemi. Varðandi skömmtun, sjá kafla 4.2.

Skert lifrarstarfsemi

In vitro rannsóknir hafa sýnt að ekki er gert ráð fyrir að það oseltamivír sem er fyrir hendi aukist marktækt né að það virka umbrotsefni sem fyrir hendi er minnki marktækt hjá sjúklingum með lifrarstarfstruflun (sjá kafla 4.2).

Þungaðar konur

Sameiginleg þýðisgreining á lyfjahvörfum bendir til þess að sú skömmtun Tamiflu sem lýst er í kafla 4.2, Skammtar og lyfjagjöf, leiði til minni útsetningar fyrir virka umbrotsefninu hjá þunguðum

konum, borið saman við konur sem ekki eru þungaðar (að meðaltali 30% yfir allan meðgöngutímann). Þessi minnkaða ætlaða útsetning helst þó yfir hömlunarþéttni (IC95 gildi) og í lækningalegri þéttni gagnvart mörgum inflúensuveirustofnum. Að auki eru vísbendingar úr rannsóknum þar sem fylgst var með sjúklingum um ávinning af núverandi skömmtun fyrir þennan hóp sjúklinga. Því er ekki ráðlagt að breyta skömmtum handa þunguðum konum sem fá meðferð við inflúensu eða fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu (sjá kafla 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Niðurstöður hefðbundinna rannsókna á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá nagdýrum sýndu tilhneigingu til skammtaháðrar aukningar á tíðni sumra æxla sem eru einkennandi fyrir þær nagdýrategundir sem notaðar eru. Sé tekið tillit til innan hvaða marka útsetning er, miðað við útsetningu sem búast má við hjá mönnum, hafa þessar niðurstöður ekki áhrif á ávinning á móti áhættu af notkun Tamiflu við samþykktum ábendingum.

Rannsóknir á vansköpunarárhrifum hafa verið gerðar á rottum með skömmtum að 1.500 mg/kg/dag og á kanínum með 500 mg/kg/dag. Engin áhrif á fósturþroska komu fram. Rannsóknir á frjósemi hjá rottum í skammti sem nam allt að 1.500 mg/kg/dag sýndu engar aukaverkanir á hvorugt kyn fyrir sig. Í fyrir- og eftirburðarrannsóknum á rottum, kom fram lengri fæðing við 1.500 mg/kg/dag; öryggismörk milli útsetningar hjá mönnum og hæsta skammts sem ekki hefur áhrif (500 mg/kg/dag) hjá rottum eru 480 föld fyrir oseltamivír og 44 föld fyrir virka umbrotsefnið. Útsetning fyrir oseltamivír hjá rottu- og kanínufóstrum var um 15 til 20 % miðað við móður.

Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virka umbrotsefnið í mjólkina. Takmarkaðar upplýsingar benda til þess að oseltamivír og virka umbrotsefni þess berist í brjóstamjólk. Framreiknað úr dýraupplýsingum er það áætlað 0,01 mg/dag og 0,3 mg/dag fyrir hvort efni fyrir sig.

Mögulegt húðnæmi fyrir oseltamivíri kom fram við hámarkssvörunarprófanir í naggrísum. Um 50 % prófaðra dýra sem voru meðhöndluð með óbreyttu virku efni sýndu útbrot eftir að meðhöndlað dýr hafði verið örvað. Tímabundin erting í augum kanína kom fram.

Mjög stórir, stakir skammtar af oseltamivír fosfatsalti til inntöku, allt upp í stærsta skammt sem prófaður var (1.310 mg/kg), höfðu engin óæskileg áhrif hjá fullorðnum rottum en slíkir skammtar leiddu hins vegar til eiturverkunar hjá ungum, 7 daga gömlum rottuungum, að meðtöldum dauða. Þessi verkun sást við skammta sem námu 657 mg/kg og þar yfir. Engar aukaverkanir sáust við 500 mg/kg, heldur ekki við langvinna meðferð (500 mg/kg/dag gefið frá 7. til 21. dags eftir fæðingu).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Tamiflu 30 mg hörð hylki

Hylkiskjarni

Formeðhöndluð sterkja (úr maís sterkju)

Talkúm

Póvídón

Kroskarmellós natríum

Natríum sterýl fúmarat

Skel hylkja

Matarlím

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Títantvíoxíð (E171)

Prentblek

Shellac

Titantvíoxíð (E171)

FD og C blátt 2 (indígókarmín, E132)

Tamiflu 45 mg hörð hylki

Hylkiskjarni

Formeðhöndluð sterkja (úr maís sterkju)

Talkúm

Póvídón

Kroskarmellós natríum

Natríum sterýl fúmarat

Skel hylkja

Matarlím

Svart járnoxíð (E172)

Títantvíoxíð (E171)

Prentblek

Shellac

Titantvíoxíð (E171)

FD og C blátt 2 (indígókarmín, E132)

Tamiflu 75 mg hörð hylki

Hylkiskjarni

Formeðhöndluð sterkja (úr maís sterkju)

Talkúm

Póvídón

Kroskarmellós natríum

Natríum sterýl fúmarat

Skel hylkja

Matarlím

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Svart járnoxíð (E172)

Títantvíoxíð (E171)

Prentblek

Shellac

Titantvíoxíð (E171)

FD og C blátt 2 (indígókarmín, E132)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

Tamiflu 30 mg hörð hylki 7 ár

Tamiflu 45 mg hörð hylki 7 ár

Tamiflu 75 mg hörð hylki 10 ár

Geymsla dreifu sem hefur verið blönduð í apóteki.

Geymsluþol er 10 dagar við lægri hita en 25°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C.

Fyrir geymslu dreifu sem hefur verið blönduð í apóteki, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Þreföld þynnupakkning (PVC/PE/PVDC innsiglaðri álþynnu). Pakkningastærð, 10 hylki.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Skyndiblöndun

Þegar Tamiflu mixtúruduft, dreifa er ekki fáanlegt

Tamiflu er fáanlegt sem tilbúið mixtúruduft, dreifa (6 mg/ml) og er það besti kosturinn fyrir fullorðna og börn sem eiga erfitt með að gleypa hylki eða þurfa minni skammta. Ef Tamiflu mixtúruduft, dreifa er ekki fáanlegt, er hægt að blanda dreifu (6 mg/ml) úr Tamiflu hylkjum í apóteki eða sjúklingar geta blandað dreifuna úr hylkjum heima fyrir.

Æskilegra er að skammtarnir séu blandaðir í apóteki en heima fyrir. Ítarlegar leiðbeiningar um er að finna í fylgiseðli með Tamiflu hylkjum undir fyrirsögninni „Blöndun Tamiflu mixtúru heima fyrir“.

Útvega ætti sprautur af viðeigandi rúmmáli og með viðeigandi merkingum til að gefa skammta sem blandaðir eru í apóteki og til blöndunar skammta heima fyrir. Í báðum tilfellum er æskilegast að rétt rúmmál sé merkt á sprautunum.

Blöndun í apóteki

Blöndun 6 mg/ml dreifu úr hylkjum, í apóteki

Fullorðnir, unglingar og ungbörn og börn 1 árs og eldri sem ekki geta gleypt hylki í heilu lagi

Þessi aðferð lýsir blöndun á 6 mg/ml dreifu sem tryggir einum sjúklingi lyf fyrir 5 daga meðferð eða 10 daga fyrirbyggjandi aðgerð.

Lyfjafræðingurinn getur blandað 6 mg/ml dreifu úr Tamiflu 30 mg, 45 mg eða 75 mg hylkjum með því að nota vatn sem inniheldur 0,05 w/v natríum benzóat sem rotvarnarefni.

Í fyrsta lagi skal reikna heildarrúmmálið sem þarf að blanda og útvega til 5 daga meðferðar eða

10 daga fyrirbyggjandi aðgerðar fyrir sjúklinginn. Heildarrúmmálið ákvarðast af þyngd sjúklingsins samkvæmt ráðleggingum í eftirfarandi töflu. Til að unnt sé að draga upp með nákvæmni allt að

10 skömmtum (2 skipti gefa daglegan meðferðarskammt, í 5 daga), á að fylgja dálkinum þar sem tekið er tillit til rýrnunar við mælingu við blöndun lyfsins.

Rúmmál blandaðrar 6 mg/ml dreifu í apóteki útbúið eftir þyngd sjúklings

Líkamsþyngd

Heildarrúmmál sem þarf að

Heildarrúmmál sem þarf að

(kg)

blanda miðað við þyngd sjúklings

blanda miðað við þyngd sjúklings

 

(ml)

(ml)

 

Ekki tekið tillit til rýrnunar við

Tekið tillit til rýrnunar við

 

mælingu

mælingu

10 kg til 15 kg

50 ml

60 ml eða 75 ml*

> 15 kg til 23 kg

75 ml

90 ml eða 100 ml*

> 23 kg til 40 kg

100 ml

125 ml

> 40 kg

125 ml

137,5 ml (eða 150 ml)*

* Fer eftir því hve sterk hylki eru notuð.

Í öðru lagi skal ákveða fjölda hylkja og magn hjálparefnis (vatn með 0,05 % w/v af natrium benzóati sem rotvarnarefni) sem þarf í heildarrúmmálið (reiknað út frá töflunni hér að framan) af blandaðri

6 mg/ml dreifu í apóteki eins og sýnt er í töflunni hér á eftir:

Fjöldi hylkja og magn hjálparefnis sem þarf í heildarrúmmál 6 mg/ml dreifu blandaðrar í apóteki

Heildarrúmmál

Fjöldi Tamiflu hylkja sem þarf

 

dreifu sem á að

 

(mg af oseltamivíri)

 

Rúmmál sem þarf af

blanda

75 mg

 

45 mg

 

30 mg

hjálparefni

60 ml

Notið annan

 

8 hylki

 

12 hylki

59,5 ml

 

styrkleika

 

(360 mg)

 

(360 mg)

 

 

hylkja*

 

 

 

 

 

75 ml

6 hylki

 

10 hylki

 

15 hylki

74 ml

 

(450 mg)

 

(450 mg)

 

(450 mg)

 

90 ml

Notið annan

 

12 hylki

 

18 hylki

89 ml

 

styrkleika

 

(540 mg)

 

(540 mg)

 

 

hylkja*

 

 

 

 

 

100 ml

8 hylki

 

Notið annan

 

20 hylki

98,5 ml

 

(600 mg)

 

styrkleika

 

(600 mg)

 

 

 

 

hylkja*

 

 

 

125 ml

10 hylki

 

Notið annan

 

25 hylki

123,5 ml

 

(750 mg)

 

styrkleika

 

(750 mg)

 

 

 

 

hylkja*

 

 

 

137,5 ml

11 hylki

 

Notið annan

 

Notið annan

136 ml

 

(825 mg)

 

styrkleika

 

styrkleika

 

 

 

 

hylkja*

 

hylkja*

 

*Ekki er hægt að nota heila tölu hylkja af þessum styrkleika til að ná réttum styrk; vinsamlega notið annan styrkleika hylkja.

Í þriðja lagi á að fylgja leiðbeiningum hér á eftir við blöndun í apóteki á 6 mg/ml dreifunni úr Tamiflu hylkjum:

1.Mælið tilskilið rúmmál af vatni, sem inniheldur 0,05 % w/v natríum benzóat sem rotvarnarefni, í bikarglas af hæfilegri stærð.

2.Opnið tilskilinn fjölda Tamiflu hylkja og bætið innihaldi hylkjanna við vatnið í bikarglasinu.

3.Hrærið í 2 mínútur með hentugu áhaldi.

(Athugið: Virka efnið, oseltamivír fosfat, leysist greiðlega í vatni. Gruggið stafar af hjálparefnum úr Tamiflu hylkjunum, sem eru óleysanleg.)

4.Setjið dreifuna í gulbrúna glerflösku eða gulbrúna pólýetýlentereptalat (PET) flösku. Nota má trekt til að ekkert fari til spillis.

5.Lokið flöskunni með barnaöryggisloki.

6.Setjið minnismiða á flöskuna með áletruninni „Hristið varlega fyrir notkun“.

(Athugið: Hrista á blandað lyfið gætilega áður en það er gefið, til að draga úr hættu á að loftbólur myndist í lausninni.)

7.Gefið foreldrum eða umönnunaraðilanum leiðbeiningar um að eftir að sjúklingur hefur lokið meðferðinni verði að fleygja öllu sem eftir er af lyfinu. Mælt er með því að setja annað hvort minnismiða á flöskuna eða bæta við upplýsingum á merkimiðann frá apótekinu.

8.Setjið viðeigandi fyrningardagsetningu á merkimiðann samkvæmt geymsluskilyrðum (sjá kafla 6.3).

Setjið merkimiða á flöskuna þar sem fram kemur nafn sjúklings, skammtaleiðbeiningar, fyrningardagsetning, lyfjaheiti og aðrar upplýsingar sem þarf í samræmi við gildandi reglur í apótekinu. Sjá töfluna hér á eftir varðandi viðeigandi skammtaleiðbeiningar:

Skammtakort fyrir 6 mg/ml dreifu sem blönduð er úr Tamiflu hylkjum í apóteki fyrir ungbörn og börn 1 árs eða eldri

 

 

Rúmmál í

 

Fyrirbyggjandi

Líkamsþyngd

Skammtur

skammti

Meðferðarskammtur

skammtur

(kg)

(mg)

6 mg/ml

(fyrir 5 daga)

(fyrir 10 daga)

10 kg til 15 kg

30 mg

5 ml

5 ml tvisvar sinnum á dag

5 ml einu sinni á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg

7,5 ml

7,5 ml tvisvar sinnum á dag

7,5 ml einu sinni á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg

10 ml

10 ml tvisvar sinnum á dag

10 ml einu sinni á dag

> 40 kg

75 mg

12,5 ml

12,5 ml tvisvar sinnum á dag

12,5 ml einu sinni á dag

Afhendið dreifuna sem var blönduð í apóteki ásamt kvarðaðri sprautu til að hægt sé að mæla lítið magn af dreifu. Ef hægt er skal merkja kvarða á sprautuna með viðeigandi skammti (samkvæmt skammtatöflunni hér fyrir ofan) fyrir hvern sjúkling.

Umönnunaraðili verður að blanda viðeigandi skammti við jafnmikið magn af sætri fæðu, svo sem við sykurvatn, súkkulaðisíróp, kirsuberjasíróp, eftirréttarsósur (eins og karamellu eða sæta sósu) til að hylja beiska bragðið.

Ungbörn yngri en 1 árs

Þessi aðferð lýsir blöndun á 6 mg/ml dreifu sem tryggir einum sjúklingi lyf fyrir 5 daga meðferð eða 10 daga fyrirbyggjandi aðgerð.

Lyfjafræðingurinn getur blandað 6 mg/ml dreifu úr Tamiflu 30 mg, 45 mg eða 75 mg hylkjum með því að nota vatn sem inniheldur 0,05 % w/v natríum benzóat sem rotvarnarefni.

Í fyrsta lagi skal reikna heildarrúmmálið sem þarf að blanda og afhenda hverjum sjúklingi. Heildarrúmmálið ákvarðast af þyngd sjúklingsins samkvæmt ráðleggingum í töflunni hér á eftir. Til að unnt sé að draga upp með nákvæmni allt að 10 skömmtum (2 skipti gefa daglegan meðferðarskammt, í 5 daga), á að fylgja dálkinum þar sem tekið er tillit til rýrnunar við mælingu við blöndun lyfsins.

Rúmmál blandaðrar 6 mg/ml dreifu í apóteki útbúið eftir þyngd sjúklings

Líkamsþyngd

Heildarrúmmál sem þarf að blanda

Heildarrúmmál sem þarf að

(kg)

miðað við þyngd sjúklings

blanda miðað við þyngd sjúklings

 

(ml)

(ml)

 

Ekki tekið tillit til rýrnunar við

Tekið tillit til rýrnunar við

 

mælingu

mælingu

≤ 7 kg

allt að 40 ml

50 ml

> 7 kg til 10 kg

50 ml

60 ml eða 75 ml*

* Fer eftir því hve sterk hylki eru notuð.

Í öðru lagi skal ákveða fjölda hylkja og magn hjálparefnis (vatn með 0,05 % w/v af natrium benzóati sem rotvarnarefni) sem þarf í heildarrúmmálið (reiknað út frá töflunni hér að framan) af blandaðri

6 mg/ml dreifu í apóteki eins og sýnt er í töflunni hér á eftir:

Fjöldi hylkja og magn hjálparefnis sem þarf í heildarrúmmál 6 mg/ml blandaðrar dreifu í apóteki

Heildarrúmmál

Fjöldi Tamiflu hylkja sem þarf

 

dreifu sem á að

 

(mg af oseltamivíri)

 

Rúmmál sem þarf

blanda

75 mg

45 mg

30 mg

af hjálparefni

50 ml

4 hylki

Notið annan

10 hylki

49,5 ml

 

(300 mg)

styrkleika hylkja*

(300 mg)

 

60 ml

Notið annan

8 hylki

12 hylki

59,5 ml

 

styrkleika

(360 mg)

(360 mg)

 

 

hylkja*

 

 

 

75 ml

6 hylki

10 hylki

15 hylki

74 ml

 

(450 mg)

(450 mg)

(450 mg)

 

*Ekki er hægt að nota heila tölu hylkja af þessum styrkleika til að ná réttum styrk; vinsamlega notið annan styrkleika hylkja.

Í þriðja lagi á að fylgja leiðbeiningum hér á eftir við blöndun á 6 mg/ml dreifunni úr Tamiflu hylkjum:

1.Mælið tilskilið rúmmál af vatni, sem inniheldur 0,05 % w/v natríum benzóat sem rotvarnarefni, í bikarglas af hæfilegri stærð.

2.Opnið tilskilinn fjölda Tamiflu hylkja og bætið innihaldi hylkjanna við vatnið í bikarglasinu.

3.Hrærið í 2 mínútur með hentugu áhaldi.

(Athugið: Virka efnið, oseltamivír fosfat, leysist greiðlega í vatni. Gruggið stafar af hjálparefnum úr Tamiflu hylkjunum, sem eru óleysanleg.)

4.Setjið dreifuna í gulbrúna glerflösku eða gulbrúna pólýetýlentereptalat (PET) flösku. Nota má trekt til að ekkert fari til spillis.

5.Lokið flöskunni með barnaöryggisloki.

6.Setjið minnismiða á flöskuna með áletruninni „Hristið varlega fyrir notkun“.

(Athugið: Hrista á blandað lyfið gætilega áður en það er gefið, til að draga úr hættu á að loftbólur myndist í lausninni.)

7.Gefið foreldrum eða umönnunaraðilanum leiðbeiningar um að eftir að sjúklingur hefur lokið meðferðinni verði að fleygja öllu sem eftir er af lyfinu. Mælt er með því að setja annað hvort minnismiða á flöskuna eða bæta við upplýsingum á merkimiðann frá apótekinu.

8.Setjið viðeigandi fyrningardagsetningu á merkimiðann samkvæmt geymsluskilyrðum (sjá kafla 6.3).

Setjið merkimiða á flöskuna þar sem fram kemur nafn sjúklings, skammtaleiðbeiningar, fyrningardagsetning, lyfjaheiti og aðrar upplýsingar sem þarf í samræmi við gildandi reglur í apótekinu. Sjá töfluna hér á eftir varðandi viðeigandi skammtaleiðbeiningar:

Skammtakort fyrir 6 mg/ml dreifu sem blönduð er úr Tamiflu hylkjum í apóteki fyrir ungbörn yngri en eins árs

Líkams-

Skammt

Rúmmál í

Meðferðarskammt

Fyrirbyggjandi

Sprautustærð

þyngd

ur (mg)

skammti

ur

skammtur

sem nota á

(rúnnað af í

 

(6 mg/ml)

(fyrir 5 daga)

(fyrir 10 daga)

(0,1 ml skali)

næstu

 

 

 

 

 

0,5 kg)

 

 

 

 

 

3 kg

9 mg

1,5 ml

1,5 ml tvisvar

1,5 ml einu sinni á

2,0 ml eða 3,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

3,5 kg

10,5 mg

1,8 ml

1,8 ml tvisvar

1,8 ml einu sinni á

2,0 ml eða 3,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

4 kg

12 mg

2,0 ml

2,0 ml tvisvar

2,0 ml einu sinni á

3,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

4,5 kg

13,5 mg

2,3 ml

2,3 ml tvisvar

2,3 ml einu sinni á

3,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

5 kg

15 mg

2,5 ml

2,5 ml tvisvar

2,5 ml einu sinni á

3,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

5,5 kg

16,5 mg

2,8 ml

2,8 ml tvisvar

2,8 ml einu sinni á

3,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

6 kg

18 mg

3,0 ml

3,0 ml tvisvar

3,0 ml einu sinni á

3,0 ml (eða 5,0 ml)

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

6,5 kg

19,5 mg

3,3 ml

3,3 ml tvisvar

3,3 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

7 kg

21 mg

3,5 ml

3,5ml tvisvar

3,5 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

7,5 kg

22,5 mg

3,8 ml

3,8 ml tvisvar

3,8 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

8 kg

24 mg

4,0 ml

4,0 ml tvisvar

4,0 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

8,5 kg

25,5 mg

4,3 ml

4,3 ml tvisvar

4,3 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

9 kg

27 mg

4,5 ml

4,5 ml tvisvar

4,5 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

9,5 kg

28,5 mg

4,8 ml

4,8 ml tvisvar

4,8 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

10 kg

30 mg

5,0 ml

5,0 ml tvisvar

5,0 ml einu sinni á

5,0 ml

 

 

 

sinnum á dag

dag

 

Afhendið dreifuna sem er blönduð í apótekinu ásamt kvarðaðri sprautu til að hægt sé að mæla lítið magn af dreifu. Ef hægt er skal merkja kvarða á sprautuna með viðeigandi skammti (samkvæmt skammtatöflunni hér fyrir ofan) fyrir hvern sjúkling.

Umönnunaraðili verður að blanda viðeigandi skammti við jafnmikið magn af sætri fæðu, svo sem við sykurvatn, súkkulaðisíróp, kirsuberjasíróp, eftirréttarsósur (eins og karamellu eða sæta sósu) til að hylja beiska bragðið.

Blöndun heima fyrir

Þegar Tamiflu mixtúruduft, dreifa er ekki fáanlegt, verður að nota Tamiflu dreifu sem blönduð er í apóteki úr Tamiflu hylkjum (ítarlegar leiðbeiningar hér að ofan). Ef hvorki Tamiflu mixtúruduft, dreifa né dreifa sem blönduð er í apóteki er fáanleg er hægt að blanda Tamiflu dreifu heima fyrir.

Þegar hylki af réttum styrkleika eru tiltæk er skammturinn gefinn með því að opna hylkið og blanda innihaldi þess við mest eina teskeið af hentugum sætum matvælum. Hægt er að hylja beiska bragðið með matvælum á borð við sykurvatn, súkkulaðisíróp, kirsuberjasíróp, eftirréttarsósur (t.d. karamellusósu eða aðra sæta sósu). Hræra á blönduna og gefa sjúklingnum allt magnið. Mixtúruna verður að gleypa um leið og búið er að blanda hana.

Ef aðeins 75 mg hylki eru tiltæk og þörf er á 30 mg eða 45 mg skömmtum, fer blöndun Tamiflu dreifu fram í fleiri skrefum. Ítarlegar leiðbeiningar er að finna í kafla 3 í fylgiseðlinum með Tamiflu hylkjum undir fyrirsögninni „Blöndun Tamiflu mixtúru heima fyrir“.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Roche Registration Limited

6 Falcon Way

Shire Park

Welwyn Garden City

AL7 1TW

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Tamiflu 30 mg hörð hylki

EU/1/02/222/003

Tamiflu 45 mg hörð hylki

EU/1/02/222/004

Tamiflu 75 mg hörð hylki

EU/1/02/222/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. júní 2002

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. maí 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Tamiflu 6 mg/ml mixtúruduft, dreifa.

2. INNIHALDSLÝSING

Eftir blöndun inniheldur hver ml af blandaðri dreifu oseltamivír fosfat sem samsvarar 6 mg af oseltamivíri.

Ein flaska af blandaðri mixtúru (65 ml) inniheldur 390 mg af oseltamivíri.

Hjálparefni með þekkta verkun:

5 ml af oseltamivír mixtúru gefur 0,9 g af sorbitóli. 7,5 ml af oseltamivír mixtúru gefur 1,3 g af sorbitóli. 10 ml af oseltamivír mixtúru gefur 1,7 g af sorbitóli. 12,5 ml af oseltamivír mixtúru gefur 2,1 g af sorbitóli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Mixtúruduft, dreifa.

Duftið er kyrni eða klumpur kyrnis og er hvítt til ljósgult að lit.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Meðferð við inflúensu

Tamiflu er ætlað fullorðnum og börnum, þ.m.t. nýburum eftir fulla meðgöngu, sem hafa dæmigerð inflúensueinkenni, þegar inflúensa er í gangi í samfélaginu. Sýnt hefur verið fram á virkni þegar meðferð er hafin innan tveggja daga frá því að fyrstu einkenni koma fram.

Vörn gegn inflúensu

-Vörn eftir útsetningu eftir samskipti við klínískt greint inflúensutilvik hjá einstaklingum 1 árs eða eldri þegar inflúensuveira er í gangi í samfélaginu.

-Viðeigandi notkun Tamiflu til varnar inflúensu skal ákvarða fyrir hvert tilvik fyrir sig eftir aðstæðum og hópnum sem þarf á vörn að halda. Í undantekningartilvikum (t.d. ef ekki er samræmi milli umgangs- og bóluefnisveirustofna, og við mjög útbreidda farsótt) er hægt að hafa í huga árstíðabundna vörn hjá einstaklingum eins árs eða eldri.

-Tamiflu er ætlað til varnar eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs á meðan á inflúensuheimsfaraldri stendur (sjá kafla 5.2).

Tamiflu kemur ekki í stað inflúensubólusetningar.

Notkun veirusýkingalyfja til meðferðar og varnar á inflúensu ætti að ákvarða á grundvelli viðurkenndra ráðlegginga. Við ákvörðun um notkun oseltamivírs til meðferðar og forvarna skal taka tillit til þess hvað vitað er um einkenni inflúensuveirunnar sem er í gangi, tiltækra upplýsinga um næmi veirustofna hvers tímabils fyrir inflúensulyfjum og áhrifa sjúkdómsins á ólíkum landfræðilegum svæðum og mismunandi sjúklingahópa (sjá kafla 5.1).

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Tamiflu mixtúruduft, dreifa og Tamiflu hörð hylki eru jafngild lyfjaform, 75 mg skammta má gefa annaðhvort sem

-eitt 75 mg hylki eða

-eitt 30 mg hylki og eitt 45 mg hylki eða

-með því gefa einn 30 mg skammt og einn 45 mg skammt af mixtúru.

Fullorðnir, unglingar eða börn (> 40 kg) sem geta gleypt hylki geta fengið viðeigandi skammta af Tamiflu hylkjum.

Meðferð

Meðferðina skal hefja eins fljótt og hægt er innan fyrstu tveggja dagana frá því að einkenni inflúensu koma fram.

Unglingar (13 til 17 ára) og fullorðnir: Ráðlagður skammtur til inntöku er 75 mg af oseltamivíri tvisvar sinnum á dag í 5 daga.

Börn

Ungbörn og börn 1 árs gömul eða eldri: Ráðlagður skammtur af Tamiflu 6 mg/ml mixtúru er í eftirfarandi töflu. Tamiflu 30 mg hylki og 45 mg hylki eru fáanleg sem valkostur við ráðlagða skammta af Tamiflu 6 mg/ml mixtúru.

Eftirfarandi skammtar eftir þyngd eru ráðlagðir handa ungbörnum og börnum 1 árs eða eldri:

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 5 daga

Skammtur af mixtúru

10 kg til 15 kg

30 mg tvisvar sinnum á dag

5 ml tvisvar á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg tvisvar sinnum á dag

7,5 ml tvisvar á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg tvisvar sinnum á dag

10 ml tvisvar á dag

> 40 kg

75 mg tvisvar sinnum á dag

12,5 ml tvisvar á dag

Börn sem vega > 40 kg og geta gleypt hylki geta fengið meðferð fyrir fullorðna með 75 mg hylkjum tvisvar á dag í 5 daga sem annan valkost í stað ráðlagðs skammts af Tamiflu mixtúru.

Ungbörn yngri en 1 árs gömul: Ráðlagður meðferðarskammtur fyrir börn 0 - 12 mánaða er 3 mg/kg tvisvar á dag. Þetta er byggt á gögnum um lyfjahvörf og öryggi sem benda til þess að þegar þessir skammtar eru gefnir ungbörnum 0 - 12 mánaða gefi þeir plasmaþéttni forlyfs og virks umbrotsefnis sem talin er hafa klíníska verkun og hefur svipað öryggissnið og sést hjá eldri börnum og fullorðnum (sjá kafla 5.2).

Nota á 3 ml sprautu (0,1 ml kvarðaða) til að gefa börnum 0 - 12 mánaða lyfið, sem þurfa 1 ml til 3 ml af Tamiflu 6 mg/ml mixtúru. Fyrir stærri skammta á að nota 10 ml sprautu. Eftirfarandi skömmtunaráætlun er ráðlögð til meðferðar ungbarna yngri en 1 árs:

Skammtatafla fyrir oseltamivír handa börnum yngri en 1 árs: 3 mg/kg tvisvar á dag

Líkamsþyngd

 

Ráðlagður

Skammtur af

Sprautustærð

 

 

skammtur í 5

mixtúru

sem á að nota

 

 

daga

 

 

3 kg

 

9 mg tvisvar á dag

1,5 ml tvisvar á

3 ml

 

 

 

dag

 

3,5 kg

 

10,5 mg tvisvar á

1,8 ml tvisvar á

3 ml

 

 

dag

dag

 

4 kg

 

12 mg tvisvar á

2,0 ml tvisvar á

3 ml

 

 

dag

dag

 

4,5 kg

 

13,5 mg tvisvar á

2,3 ml tvisvar á

3 ml

 

 

dag

dag

 

5 kg

 

15 mg tvisvar á

2,5 ml tvisvar á

3 ml

 

 

dag

dag

 

5,5 kg

 

16,5 mg tvisvar á

2,8 ml tvisvar á

3 ml

 

 

dag

dag

 

6 kg

 

18 mg tvisvar á

3,0 ml tvisvar á

3 ml

 

 

dag

dag

 

> 6 - 7 kg

 

21 mg tvisvar á

3,5 ml tvisvar á

10 ml

 

 

dag

dag

 

> 7 - 8 kg

 

24 mg tvisvar á

4,0 ml tvisvar á

10 ml

 

 

dag

dag

 

> 8 - 9 kg

 

27 mg tvisvar á

4,5 ml tvisvar á

10 ml

 

 

dag

dag

 

> 9 - 10 kg

 

30 mg tvisvar á

5,0 ml tvisvar á

10 ml

 

 

dag

dag

 

* Töflunni er ekki ætlað að ná yfir líkamsþyngd allra í þessum sjúklingahópi.

Þessar skammtaleiðbeiningar eru ekki ætlaðar fyrir fyrirbura, þ.e. börn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað. Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um þessa sjúklinga og hugsanlega þarf að nota aðra skömmtun hjá þeim vegna þess að líkamsstarfsemi þeirra er ekki fullþroskuð.

Vörn

Vörn eftir útsetningu

Unglingar (13 til 17 ára) og fullorðnir: Ráðlagður skammtur til varnar gegn inflúensu eftir náin samskipti við sýktan einstakling er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í 10 daga. Hefja skal meðferðina eins fljótt og hægt er innan tveggja daga frá samskiptum við sýktan einstakling.

Ungbörn og börn 1 árs eða eldri: Tamiflu 30 mg hylki og 45 mg hylki eru fáanleg sem valkostur við ráðlagða skammta af Tamiflu 6 mg/ml mixtúru.

Ráðlagður fyrirbyggjandi skammtur af Tamiflu eftir útsetningu er:

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 10 daga

Skammtur af mixtúru

10 kg til 15 kg

30 mg einu sinni á dag

5 ml einu sinni á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg einu sinni á dag

7,5 ml einu sinni á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg einu sinni á dag

10 ml einu sinni á dag

> 40 kg

75 mg einu sinni á dag

12,5 ml einu sinni á dag

Börn sem vega > 40 kg og geta gleypt hylki geta fengið fyrirbyggjandi meðferð með 75 mg hylki einu sinni á dag í 10 daga sem annan valkost í stað ráðlagðs skammts af Tamiflu mixtúru.

Ungbörn yngri en 1 árs: Ráðlagður fyrirbyggjandi skammtur fyrir börn yngri en 12 mánaða meðan á heimsfaraldri inflúensu stendur er hálfur meðferðarskammtur. Þetta er byggt á klínískum niðurstöðum hjá börnum > 1 árs og fullorðnum, sem sýndu að fyrirbyggjandi skammtur sem nemur hálfum meðferðarskammti hefur klíníska verkun til fyrirbyggingar inflúensu (sjá upplýsingar um líkan fyrir útsetningu í kafla 5.2)

Ef um heimsfaraldur er að ræða skal nota 3 ml skammtasprautu (0,1 ml kvarðaða) til að gefa börnum undir 1 árs lyfið, sem þurfa 1 ml til 3 ml af Tamiflu 6 mg/ml mixtúru. Fyrir stærri skammta á að nota 10 ml sprautu.

Eftirfarandi skammtar eru ráðlagðir fyrir ungbörn yngri en 1 árs:

Skammtatafla fyrir oseltamivír handa börnum yngri en eins árs: 3 mg/kg einu sinni á dag

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í

Skammtur af mixtúru

Sprautustærð sem

 

10 daga

 

á að nota

3 kg

9 mg einu sinni á dag

1,5 ml einu sinni á dag

3 ml

3,5 kg

10,5 mg einu sinni á dag

1,8 ml einu sinni á dag

3 ml

4 kg

12 mg einu sinni á dag

2,0 ml einu sinni á dag

3 ml

4,5 kg

13,5 mg einu sinni á dag

2,3 ml einu sinni á dag

3 ml

5 kg

15 mg einu sinni á dag

2,5 ml einu sinni á dag

3 ml

5,5 kg

16,5 mg einu sinni á dag

2,8 ml einu sinni á dag

3 ml

6 kg

18 mg einu sinni á dag

3,0 ml einu sinni á dag

3 ml

> 6 - 7 kg

21 mg einu sinni á dag

3,5 ml einu sinni á dag

10 ml

> 7 - 8 kg

24 mg einu sinni á dag

4,0 ml einu sinni á dag

10 ml

> 8 - 9 kg

27 mg einu sinni á dag

4,5 ml einu sinni á dag

10 ml

> 9 - 10 kg

30 mg einu sinni á dag

5,0 ml einu sinni á dag

10 ml

* Töflunni er ekki ætlað að ná yfir líkamsþyngd allra í þessum sjúklingahópi.

Þessar skammtaleiðbeiningar eru ekki ætlaðar fyrir fyrirbura, þ.e. börn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað. Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um þessa sjúklinga og hugsanlega þarf að nota aðra skömmtun hjá þeim vegna þess að líkamsstarfsemi þeirra er ekki fullþroskuð.

Vörn þegar inflúensufaraldur er í gangi í samfélaginu

Fyrirbyggjandi meðferð á meðan á inflúensufaraldri stendur hefur ekki verið rannsökuð hjá börnum yngri en 12 ára. Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna og unglinga til varnar gegn inflúensu þegar hún brýst út í samfélaginu er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í allt að 6 vikur.

Sérstakir hópar

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skammti hvorki til meðferðar né varnar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar hjá börnum með lifrarsjúkdóm.

Skert nýrnastarfsemi

Meðferð við inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum og unglingum (13 til 17 ára) með miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ráðlagðir skammtar eru skráðir í eftirfarandi töflu.

Kreatínín úthreinsun

Ráðlagður meðferðarskammtur

> 60 (ml/mín.)

75 mg tvisvar sinnum á dag

> 30 til 60 (ml/mín.)

30 mg (dreifa eða hylki) tvisvar sinnum á dag

> 10 til 30 (ml/mín.)

30 mg (dreifa eða hylki) einu sinni á dag

≤ 10 (ml/mín.)

Ekki ráðlagt (engin gögn til)

Sjúklingar í blóðskilun

30 mg eftir hverja blóðskilun

Sjúklingar í kviðskilun*

30 mg (dreifa eða hylki) stakur skammtur

*Niðurstöður úr rannsóknum á sjúklingum á göngudeild í stöðugri kviðskilun (CAPD), sýna að gera má ráð fyrir að útskilnaður oseltamívir karboxýlats sé hraðari þegar sjálfvirk kviðskilun er notuð (APD). Hægt er að breyta meðferð úr ADP yfir í CADP ef nýrnasérfræðingur telur það nauðsynlegt.

Vörn gegn inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum og unglingum (13 til 17 ára) með miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi eins og skráð er í eftirfarandi töflu.

Kreatínín úthreinsun

Ráðlagður skammtur til varnar

> 60 (ml/mín.)

75 mg einu sinni á dag

> 30 til 60 (ml/mín.)

30 mg (dreifa eða hylki) einu sinni á dag

> 10 til 30 (ml/mín.)

30 mg (dreifa eða hylki) annan hvern dag

10 (ml/mín.)

Ekki ráðlagt (engin gögn til)

Sjúklingar í blóðskilun

30 mg eftir aðra hverja blóðskilun

Sjúklingar í kviðskilun*

30 mg (dreifa eða hylki) einu sinni í viku

*Niðurstöður úr rannsóknum á sjúklingum á göngudeild í stöðugri kviðskilun (CAPD), sýna að gera má ráð fyrir að útskilnaður oseltamívir karboxýlats sé hraðari þegar sjálfvirk kviðskilun er notuð (APD). Hægt er að breyta meðferð úr ADP yfir í CADP ef nýrnasérfræðingur telur það nauðsynlegt.

Ekki er hægt að ráðleggja skammta þar sem klínískar upplýsingar hjá ungbörnum og börnum (12 ára og yngri) með skerta nýrnastarfsemi eru ekki fullnægjandi.

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum, nema miðlungi eða alvarlega skert nýrnastarfsemi sé fyrir hendi.

Ónæmisbældir sjúklingar

Lengri árstíðabundin forvörn í allt að 12 vikur hefur verið metin hjá ónæmisbældum sjúklingum (sjá kafla 4.4, 4.8 og 5.1).

Lyfjagjöf

Til skömmtunar fylgja 3 ml og 10 ml skammtasprautur með í öskjunni.

Ráðlagt er að Tamiflu mixtúruduft, dreifa sé blandað af lyfjafræðingi áður en það er afhent sjúklingi (sjá kafla 6.6).

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Oseltamivír er einungis virkt gegn veikindum af völdum inflúensuveiru. Ekkert bendir til þess að oseltamivír sé virkt gegn veikindum af völdum annars en inflúensuveira (sjá kafla 5.1).

Tamiflu kemur ekki í stað inflúensubólusetningar. Notkun Tamiflu má ekki hafa áhrif á mat einstaklinga fyrir árlega inflúensubólusetningu. Vörn gegn inflúensu varir ekki nema á meðan Tamiflu er gefið. Tamiflu á eingöngu að nota til varnar gegn inflúensu þegar áreiðanlegar faraldsfræðilegar upplýsingar gefa til kynna að inflúensa sé í gangi í samfélaginu.

Sýnt hefur verið fram á að næmi inflúensuveirustofna sem eru að ganga, fyrir oseltamivíri er mjög breytilegt (sjá kafla 5.1). Þeir sem ávísa lyfinu eiga því að taka mið af nýjustu tiltæku upplýsingum um næmi þeirra veirustofna sem eru að ganga, fyrir oseltamiviri áður en þeir ákveða að nota Tamiflu.

Annað alvarlegt ástand

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi öryggi og virkni oseltamivírs hjá sjúklingum með heilsufarsástand sem er það alvarlegt eða óstöðugt að talin sé vera yfirvofandi hætta á sjúkrahúsinnlögn.

Ónæmisbældir sjúklingar

Ekki hefur að fullu verið sýnt fram á virkni oseltamivírs hjá ónæmisbældum sjúklingum, hvorki við meðferð né sem forvörn gegn inflúensu (sjá kafla 5.1).

Hjarta / öndunarfærasjúkdómar

Ekki hefur verið sýnt fram á virkni oseltamivírs meðferðar hjá einstaklingum með langvarandi hjartasjúkdóma og/eða öndunarfærasjúkdóma. Enginn munur fannst á tíðni fylgikvilla milli meðferðar og lyfleysu hópa í þessu úrtaki (sjá kafla 5.1).

Börn

Ekki er hægt að gefa skammtaráðleggingar fyrir fyrirbura (börn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað) þar sem engar upplýsingar liggja fyrir á þessu stigi.

Alvarlega skert nýrnastarfsemi

Ráðlegt er að breyta skammti bæði fyrir meðferð og til varnar hjá unglingum (13 til 17 ára) og fullorðnum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ekki er hægt að ráðleggja skammta handa ungbörnum og börnum (1 árs eða eldri) þar sem klínískar upplýsingar hjá börnum með skerta nýrnastarfsemi eru ekki fullnægjandi (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Tauga-geðrænar aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um tauga-geðrænar aukaverkanir (neuropsychiatric events) samtímis notkun Tamiflu hjá sjúklingum með inflúensu, einkum börnum og unglingum. Slík tilvik hafa einnig sést hjá sjúklingum með inflúensu sem ekki fengu oseltamivír. Fylgjast skal náið með atferlisbreytingum hjá sjúklingum og meta vandlega ávinning og áhættu áframhaldandi meðferðar fyrir hvern sjúkling (sjá kafla 4.8).

Þetta lyf inniheldur sorbitól. Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt frúktósaóþol eiga ekki að taka þetta lyf.

Sorbitól getur haft væg hægðalosandi áhrif.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lyfjahvörf oseltamivírs, svo sem lág próteinbinding og umbrot óháð CYP450 og glúkúrónidasa kerfunum (sjá kafla 5.2), benda til þess að klínískt marktækar milliverkanir um þessi kerfi séu ólíklegar.

Próbenecíð

Ekki þarf að breyta skammti þegar lyfið er gefið ásamt próbencíði hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Samhliða gjöf próbencíðs, sem er öflugur hemill anjónískrar leiðar nýrnapípluseytingar leiðir til u.þ.b. tvöfaldarar aukningar á útsetningu fyrir virku umbrotsefni oselatamivírs.

Amoxicillín

Oseltamivír hefur engar lyfjahvarfamilliverkanir við amoxicillín, sem skilst út eftir sömu leið sem bendir til þess að oseltamivír milliverkun eftir þessari leið sé ólíkleg.

Útskilnaður un nýru

Klínískt mikilvægar lyfjamilliverkanir sem fela í sér samkeppni um píplaseytingu í nýrum eru ólíklegar, vegna þekktra öryggismarka fyrir flest þessara efna, útskilnaðareiginleika virka umbrotsefnisins (gauklasíun og anjónísk píplaseyting) og losunargetu þessara leiða. Þó skal gæta varúðar þegar oseltamivír er ávísað handa sjúklingum þegar tekin eru lyf sem losna eftir sömu leið og hafa þröngt lækningalegt bil (t.d. klórprópamíð, metotrexat, fenýlbútazón).

Frekari upplýsingar

Engar lyfjahvarfamilliverkanir milli oseltamivírs eða aðalumbrotsefnis þess hafa komið fram þegar oseltamivír er gefið ásamt parasetamóli, acetýlsalicýlsýru, címetidíni, sýrubindandi lyfjum (magnesíum og ál hýdroxíðum og kalsíum karbónötum), rimantadíni eða warfaríni (í einstaklingum sem eru ekki með inflúensu en eru stöðugir á warfaríni).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Þó engar stýrðar klínískar rannsóknir hafi verið gerðar á notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum, hefur upplýsingum um notkun á meðgöngu verið safnað eftir markaðssetningu og í rannsóknum þar sem fylgst var með sjúklingum (sjá kafla 5.1 “Meðferð við inflúensu hjá þunguðum konum“; fyrir upplýsingar um útsetningu hjá þunguðum konum sjá kafla 5.2). Þessar upplýsingar ásamt dýrarannsóknum bentu hvorki til beinna né óbeinna skaðvænlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísisþroska, fósturþroska eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Þungaðar konur mega fá Tamiflu, eftir að skoðaðar hafa verið fyrirliggjandi öryggisupplýsingar, meinvirkni inflúensuveirustofnsins sem er í gangi og undirliggjandi heilsufarsástand þunguðu konunnar.

Brjóstagjöf

Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virkt umbrotsefni þess í mjólkina. Mjög takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um börn sem eru á brjósti hjá mæðrum sem taka oseltamivír og um það hvort oseltamivír berst í brjóstamjólk. Takmarkaðar upplýsingar sýndu að oseltamivír og virka umbrotsefni þess greindust í brjóstamjólk, þéttnin var þó lág, sem myndi leiða til skammts sem er undir lækningalegu gildi fyrir ungbarnið. Að teknu tilliti til þessara upplýsinga, meinvirkni inflúensuveirustofnsins sem er í gangi og undirliggjandi heilsufarsástands konunnar sem er með barn á brjósti, skal íhuga gjöf oseltamivírs þegar hugsanlegur ávinningur er augljós fyrir móður sem er með barn á brjósti.

Frjósemi

Forklínískar rannsóknir benda ekki til að Tamiflu hafi áhrif á frjósemi hjá körlum eða konum (sjá kafla 5.3).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Tamiflu hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Heildaröryggissnið Tamiflu er byggt á upplýsingum frá 6.049 fullorðnum/unglingum og 1.473 börnum meðhöndluðum með Tamiflu eða lyfleysu við inflúensu og upplýsingum frá

3.990 fullorðnum/unglingum og 253 börnum sem fengu Tamiflu eða lyfleysu/enga meðferð til varnar gegn inflúensu í klínískum rannsóknum. Auk þess fengu 475 ónæmisbældir sjúklingar (þar af

18 börn,10 sem fengu Tamiflu og 8 sem fengu lyfleysu) Tamiflu eða lyfleysu til varnar gegn inflúensu.

Aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um hjá fullorðnum/unglingum voru ógleði og uppköst í meðferðarrannsóknunum, og ógleði í forvarnarrannsóknunum. Flestar þessara aukaverkana voru tilkynntar sem stakt tilvik annaðhvort á fyrsta eða öðrum meðferðardegi og gengu til baka innan 1-2 daga. Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um hjá börnum var uppköst. Hjá meirihluta sjúklinga leiddu þessar aukaverkanir ekki til þess að hætta þyrfti notkun Tamiflu.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um eftirfarandi alvarlegar aukaverkanir síðan oseltamivír var markaðssett: Bráðaofnæmisviðbrögð og bráðaofnæmislík viðbrögð, truflun á lifrarstarfsemi (svæsna lifrarbólgu, óeðlilega lifrarstarfsemi og gulu), ofsabjúg, Stevens-Johnson

heilkenni og eitrunardreplos húðþekju, blæðingar í meltingarfærum og tauga-geðrænar raskanir. (Sjá kafla 4.4 fyrir tauga- geðrænar raskanir.)

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem taldar eru upp í eftirfarandi töflu eru samkvæmt eftirfarandi flokkun: Mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥1 /1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), örsjaldan koma fyrir (< 1/10.000). Aukaverkanirnar eru settar í viðeigandi flokka í töflunum samkvæmt samantektargreiningu úr klínískum rannsóknum.

Meðferð og vörn við inflúensu hjá fullorðnum og unglingum:

Algengustu aukaverkanir sem komu fyrir í meðferðar- og forvarnarrannsóknum á fullorðnum og unglingum við ráðlagða skammta (75 mg tvisvar á dag í 5 daga til meðferðar og 75 mg einu sinni á dag í allt að 6 vikur til fyrirbyggjandi meðferðar) eru sýndar í töflu 1.

Öryggissnið hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða skammta af Tamiflu til fyrirbyggjandi meðferðar (75 mg einu sinni á dag í allt að 6 vikur) var svipað og sást í meðferðarrannsóknum hvað tíðni varðar, þrátt fyrir lengra meðferðartímabil í forvarnarrannsóknum.

Tafla 1

Aukaverkanir í rannsóknum á Tamiflu til meðferðar og varnar við inflúensu hjá

 

fullorðnum og unglingum eða eftir markaðssetningu

 

Flokkun eftir

 

Aukaverkanir eftir tíðni

 

líffæri

 

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Sýkingar af

 

Barkabólga,

 

 

völdum sníkla

 

herpesveiru-

 

 

og sníkjudýra

 

sýkingar, kvef,

 

 

 

 

 

sýkingar í efri

 

 

 

 

 

loftvegum,

 

 

 

 

 

skútabólga

 

 

Blóð og eitlar

 

 

 

Blóðflagnafæð

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmisviðbrögð

Bráðaofnæmisviðbrögð,

 

 

 

 

 

bráðaofnæmislík

 

 

 

 

 

viðbrögð

Geðræn

 

 

 

 

Órósemi, óeðlileg

vandamál

 

 

 

 

hegðun, kvíði, ringlun,

 

 

 

 

 

hugvilla, óráð,

 

 

 

 

 

ofskynjanir, martraðir,

 

 

 

 

 

sjálfskaði

Taugakerfi

Höfuðverkur

Svefnleysi

Breytt

 

 

 

 

 

meðvitundarstig,

 

 

 

 

 

krampar

 

Augu

 

 

 

 

Sjóntruflanir

Hjarta

 

 

 

Hjartsláttartruflanir

 

Öndunarfæri,

 

Hósti,

 

 

brjósthol og

 

hálssærindi,

 

 

miðmæti

 

 

nefrennsli

 

 

Meltingarfæri

Ógleði

Uppköst,

 

Blæðingar frá

 

 

 

kviðverkur (þar

 

meltingarvegi,

 

 

 

með talinn

 

blæðandi ristilbólga

 

 

 

verkur í efri

 

 

 

 

 

hluta kviðar),

 

 

 

 

 

meltingartruflun

 

 

Lifur og gall

 

 

Hækkun

Svæsin lifrarbólga,

 

 

 

 

lifrarensíma

lifrarbilun, lifrarbólga

Húð og

 

 

 

Eksem, húðbólga,

Ofsabjúgur

undirhúð

 

 

 

útbrot, ofsakláði

(angioneurotic

 

 

 

 

 

oedema), regnbogaroði

 

 

 

 

 

(erythema multiforme),

 

 

 

 

 

Stevens – Johnson

 

 

 

 

 

heilkenni,

 

 

 

 

 

eitrunardreplos

 

 

 

 

 

húðþekju (toxic

 

 

 

 

 

epidermal necrolysis)

 

 

 

 

 

 

Almennar

 

 

Verkur, sundl

 

 

aukaverkanir

 

(þar með talinn

 

 

og

 

 

svimi), þreyta,

 

 

aukaverkanir

 

hiti, sársauki í

 

 

á íkomustað

 

útlimum

 

 

Meðferð og vörn við inflúensu hjá börnum:

Samtals tóku 1.473 börn (þ.m.t. börn sem voru heilbrigð að öðru leyti, á aldrinum 1-12 ára og börn með astma á aldrinum 6-12 ára) þátt í klínískum rannsóknum á oseltamivír til meðferðar við inflúensu. Af þeim fengu 851 barn meðferð með oseltamivír mixtúru. Samtals fengu 158 börn ráðlagðan skammt

af Tamiflu einu sinni á dag í rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð eftir að smit kom upp á heimilinu (n = 99), í 6 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi, árstíðabundinni notkun hjá börnum (n = 49) og í 12 vikna rannsókna á fyrirbyggjandi, árstíðabundinni notkun hjá börnum með skert ónæmi (n = 10). Tafla 2 sýnir aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um í klínískum rannsóknum hjá börnum.

Tafla 2 Aukaverkanir í meðferðar og forvarnarrannsóknum á Tamiflu við inflúensu hjá börnum (skammtar háðir aldri/þyngd [30 mg til 75 mg einu sinni á dag]).

Flokkun eftir

 

Aukaverkanir eftir tíðni

 

líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

 

 

 

sjaldgæfar

Sýkingar af

 

Miðeyrnabólga

 

 

völdum sníkla og

 

 

 

 

sníkjudýra

 

 

 

 

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

 

 

Augu

 

Tárubólga (þar

 

 

 

 

með talin rauð

 

 

 

 

augu, útferð úr

 

 

 

 

augum og

 

 

 

 

augnverkur)

 

 

Eyru og

 

Eyrnaverkur

Kvilli í

 

völundarhús

 

 

hljóðhimnu

 

Öndunarfæri,

Hósti,

Nefrennsli

 

 

brjósthol og

nefstífla

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

Uppköst

Kviðverkur (þar

 

 

 

 

með talið í efri

 

 

 

 

hluta

 

 

 

 

kviðarhols),

 

 

 

 

meltingartruflun

 

 

 

 

, ógleði.

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

Húðbólga (þar

 

 

 

 

með talin

 

 

 

 

ofnæmishúðbólga

 

 

 

 

og barnaexem)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum:

 

 

 

Geðræn vandamál og taugakerfi

Inflúensa getur tengst ýmsum einkennum frá taugakerfi og hegðunarbreytingum, en meðal þeirra geta verið aukaverkanir svo sem ofskynjanir, óráð og afbrigðileg hegðun, sem stundum getur leitt til dauða. Þessar aukaverkanir geta komið fyrir í tengslum við heilabólgu eða heilakvilla, en það getur gerst án sýnilegra alvarlegra veikinda.

Skýrt hefur verið frá krömpum og óráði hjá sjúklingum með inflúensu sem fengu Tamiflu eftir markaðssetningu lyfsins (þ.m.t. einkenni svo sem breytt meðvitundarstig, rugl, afbrigðleg hegðun, ranghugmyndir, ofskynjanir, æsingur, kvíði og martraðir), sem örsjaldan hafa leitt til sjálfssköddunar eða dauða. Einkum hefur verið tilkynnt um þessar aukaverkanir hjá börnum og unglingum og hefjast þær oft mjög skyndilega og ganga hratt yfir. Tengsl Tamiflu við þessar aukaverkanir eru ekki þekkt. Tilkynnt hefur verið um svipaðar tauga-geðrænar aukaverkanir hjá sjúklingum með inflúensu sem ekki fengu Tamiflu.

Lifur og gall

Kvillar í lifur og gallvegum, þ.m.t. lifrarbólga og hækkuð gildi lifrarensíma hjá sjúklingum með inflúensulík veikindi. Meðal þessara tilfella er banvæn svæsin lifrarbólga/lifrarbilun.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Börn (ungbörn yngri en eins árs)

Í tveimur rannsóknum sem gerðar voru til að meta lyfjahvörf, lyfhrif og öryggissnið meðferðar með oseltamivíri hjá 135 börnum yngri en eins árs sem sýkt voru af inflúensu var öryggissnið svipað milli aldurshópa og voru uppköst, niðurgangur og bleyjuútbrot algengustu aukaverkanir sem tilkynnt var um (sjá kafla 5.2). Ekki liggja fyrir næg gögn um ungbörn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað.

Fyrirliggjandi öryggisupplýsingar um notkun oseltamivírs til meðferðar á inflúensu hjá ungbörnum yngri en eins árs úr framvirkum og afturvirkum áhorfsrannsóknum (sem samanstóðu af fleiri en 2.400 ungbörnum í þeim aldursflokki), faraldsfræðilegar gagnagrunnsrannsóknir og tilkynningar eftir markaðssetningu benda til þess að öryggi hjá ungbörnum yngri en eins árs sé svipað og það sem sýnt hefur verið fram á hjá börnum á aldrinum eins árs og eldri.

Aldraðir og sjúklingar með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma

Sjúklingar sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum á inflúensu voru bæði fullorðnir/unglingar sem voru heilbrigðir að öðru leyti fyrir meðferð og “áhættusjúklingar” (sjúklingar í aukinni hættu á að fá fylgikvilla inflúensu, t.d. aldraðir og sjúklingar með langvinna hjarta- eða lungnasjúkdóma). Almennt var tíðni aukaverkana hjá “áhættusjúklingum” svipuð og hjá sjúklingum sem voru heilbrigðir fyrir meðferð.

Ónæmisbældir sjúklingar

Í 12 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð hjá 475 ónæmisbældum sjúklingum, þ.m.t. 18 börn 1 til 12 ára og eldri,var öryggissnið hjá þeim 238 sjúklingum sem fengu oseltamivír í samræmi við það sem áður hefur komið fram í klínískum rannsóknum á fyrirbyggjandi meðferð með Tamiflu.

Börn sem voru með berkjuastma fyrir meðferð

Almennt var tíðni aukaverkana hjá börnum sem voru með berkjuastma fyrir meðferð svipuð og hjá börnum sem voru heilbrigð fyrir meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Tilkynningar um ofskömmtun hafa borist úr klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Meirihluti tilkynninga um ofskömmtun voru án tilkynninga um aukaverkanir.

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um í kjölfar ofskömmtunar eru sambærilegar í eðli og dreifingu og þær aukaverkanir sem tengjast meðferðarskömmtum Tamiflu, taldar upp í kafla 4.8 Aukaverkanir.

Ekkert sérstakt mótefni er til.

Börn

Oftar hefur verið tilkynnt um ofskömmtun hjá börnum en hjá fullorðnum og unglingum. Gæta skal varúðar við blöndun mixtúru og við gjöf Tamiflu hjá börnum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Veirusýkingalyf til almennrar verkunar, neuraminidasa hemlar, ATC flokkur: J05AH02.

Oseltamivírfosfat er forlyf virka umbrotsefnisins (oseltamivír karboxýlat). Virka umbrotsefnið er sérhæfður hemill á neuramínidasaensím inflúensuveiru, en það eru glýkóprótein sem finnast á yfirborði veira. Veiruvirkni neuramínidasaensíma er mikilvæg fyrir bæði aðgang veira inn í ósýktar frumur og til losunar á nýmynduðum veiruögnum smitaðra frumna og frekari dreifingu veirusýkingarinnar í líkamanum.

Oseltamvivír karboxýlat hamlar inflúensu A og B neuramínidösum in vitro. Oseltamivírfosfat hamlar sýkingu með inflúensu veiru og endurmyndun in vitro. Oseltamivír gefið til inntöku hamlar veirueftirmyndun og sýkingarmætti inflúensu A og B in vivo í dýralíkönum inflúensusýkingar þegar veirusýkingalyf eru fyrir hendi svipað því sem næst hjá mönnum sem fá 75 mg tvisvar sinnum á dag.

Rennt var stoðum undir veirusýkingavirkni oseltamivírs gegn inflúensu A og B hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum í örvunarrannsóknum í tilraunaskyni.

Neuroamínidasaensím IC 50 gildi fyrir oseltamivír í klínískum einangrunum af infúensu A var á bilinu 0,1 nM til 1,3 nM og fyrir inflúensu B 2,6 nM. Hærri IC50 gildi fyrir inflúensu B, allt að miðgildi sem nemur 8,5 nM, hafa komið fram í tilraunum sem hafa verið birtar.

Klínískar rannsóknir

Meðferð við inflúensusýkingu

Ábendingin er byggð á klínískum rannsóknum á venjulegri inflúensu þar sem helsta sýkingin var inflúensa A. Oseltamivír er einungis virkt gegn veikindum af völdum inflúensuveiru. Tölfræðigreining er því einungis fyrir inflúensusýkta einstaklinga. Í öllum meðferðarrannsóknarhópunum, sem tók bæði til inflúensu-jákvæðra og -neikvæðra einstaklinga (ITT) minnkaði frumvirkni í hlutfalli við fjölda inflúensu-neikvæðra einstaklinga. Í öllum meðferðarhópunum var inflúensusýking staðfest hjá 67 % (á bilinu 46 % - 74 %) nýrra sjúklinga. Af öldruðum einstaklingum, voru 64 % inflúensu-jákvæðir og af þeim sem voru með langvinna hjarta og/eða öndunarfæra sjúkdóma voru 62 % inflúensu-jákvæðir.

Í öllum III. stigs meðferðarrannsóknum voru nýir sjúklingar einungis skráðir á því tímabili sem inflúensa var í gangi á viðkomandi stað.

Fullorðnir og unglingar 13 ára og eldri: Sjúklingar komu til greina í rannsóknir ef þeir tilkynntu sig innan 36 klst. frá því að einkenni komu fram, höfðu hita 37,8°C, og höfðu einnig a.m.k. eitt einkenni frá öndunarfærum (hósta, nefkvilla eða særindi í hálsi) og a.m.k. eitt almennt einkenni (vöðvaþrautir, hroll/svita, vanlíðan, þreytu eða höfuðverk). Í samantektargreiningu á öllum inflúensu-jákvæðum fullorðnum og unglingum (N = 2.413) sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum stytti oseltamivír 75 mg tvisvar sinnum á dag í 5 daga miðgildistíma inflúensuveikinda um u.þ.b. einn dag úr 5,2 dögum (95 % CI 4,9 – 5,5dagar) í lyfleysu hópnum í 4,2 daga (95 % CI 4,0 – 4,4 dagar; p 0,0001).

Hlutfall sjúklinga sem fengu sérhæfða kvilla í neðri hluta öndunarfæra (aðallega berkjubólgu) og voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum minnkaði úr 12,7 % (135/1.063) í lyfleysuhópnum í 8,6 % (116/1.350) í oseltamivír hópnum (p = 0,0012).

Meðferð inflúensu hjá áhættusjúklingum: Miðgildistímalengd inflúensu veikinda hjá öldruðum (65 ára) og einstaklingum með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma sem fengu oseltamivír 75 mg tvisvar sinnum á dag í 5 daga styttist ekki marktækt. Heildartími sótthita styttist um einn dag í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri. Hjá inflúensu-jákvæðum öldruðum minnkaði oseltamivír marktækt tíðni kvilla sem eru einkennandi fyrir neðrihluta öndunarvegar (aðallega berkjubólgu) þar sem þurfti að taka sýklalyf, úr 19 % (52/268) í lyfleysuhópnum í 12 % (29/250) í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri (p = 0,0156).

Hjá inflúensu-jákvæðum sjúklingum með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma var heildar tíðni kvilla í neðri hluta öndunarfæra (aðallega berkjubólga) sem voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum 17 % (22/133) í lyfleysuhópnum og 14 % (16/118) í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivír (p = 0,5976).

Meðferð við inflúensu hjá þunguðum konum: Engar stýrðar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum, hins vegar hafa komið fram vísbendingar eftir markaðssetningu lyfsins og úr afturskyggnum áhorfsrannsóknum sem sýna fram á ávinning af núverandi skammtaáætlun hjá þessum sjúklingahahópi hvað varðar lægri dánartíðni/færri dauðsföll. Niðurstöður greininga á lyfjahvörfum benda til minni útsetningar fyrir virka umbrotsefninu, en ekki er þó ráðlagt að breyta skömmtum handa þunguðum konum sem fá meðferð við inflúensu eða fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu (sjá kafla 5.2, Lyfjahvörf, Sérstakir sjúklingahópar).

Meðferð við inflúensu hjá börnum: Í rannsókn á börnum, á aldrinum 1 til 12 ára (meðalaldur 5,3 ár), sem höfðu hita (≥ 37,8°C) ásamt annaðhvort hósta eða nefkvefi en voru heilbrigð að öðru leyti (65 % inflúensu-jákvæð) voru 67 % inflúensu-jákvæðra sjúklinga voru smitaðir af inflúensu A og 33 % af inflúensu B. Oseltamivír meðferð sem hófst innan 48 klst. frá því að einkenni komu fram, stytti tímann þar til engin veikindi voru til staðar (skilgreint þar sem á sama tíma heilsa og virkni urðu eðlileg að nýju hiti, hósti og nefkvef batnaði) um 1,5 dag (95 % CI 0,6 - 2,2 dagar; p < 0,0001)) í samanburði við lyfleysu. Oseltamivír minnkaði tíðni bráðrar miðeyrabólgu úr 26,5 % (53/200) í lyfleysuhópnum í

16 % (29/183) hjá börnum sem voru meðhöndluð með oseltamivíri (p = 0,013).

Önnur rannsókn var gerð á 334 börnum með astma á aldrinum 6 til 12 ára þar sem 53,6 % voru inflúensu-jákvæð. Í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri styttist meðaltími veikinda ekki marktækt. Á 6. degi (síðasta degi meðferðar) hafði FEV1 aukist um 10,8 % hjá hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri samanborið við 4,7 % hjá lyfleysuhópnum (p = 0,0148) í þessum úrtaki.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Tamiflu hjá einum eða fleiri undirhópum barna við inflúensu. Sjá kafla 4.2 um notkun handa börnum.

Ábending fyrir börn yngri en 1 árs er byggð á framreikningi á virkniniðurstöðum úr rannsóknum á eldri börnum og ráðlagðir skammtar eru byggðir á niðurstöðum úr lyfjahvarfa líkönum (sjá kafla 5.2).

Meðferð við inflúensu B sýkingu: Í heild var 15 % af inflúensu-jákvæða hópnum sýkt af inflúensu B og var hlutfallið á bilinu 1 til 33 % í einstökum rannsóknum. Meðaltími veikinda hjá einstaklingum sýktum af inflúensu B var ekki marktækt breytilegur eftir meðferðarhópum í einstökum rannsóknum. Upplýsingum frá 504 sjúklingum sýktum af inflúensu B var safnað saman úr öllum rannsóknunum til greiningar. Með oseltamivíri styttist tími allra einkenna að bata um 0,7 dag (95 % CI 0,1 - 1,6 dagur; p = 0,022) og tíma með sótthita (≥ 37,8°C), hósta og nefkvefi um einn dag (95 % CI 0,4 - 1,7 dagar;

p < 0,001) samanborið við lyfleysu.

Vörn gegn inflúensusýkingu

Sýnt hefur verið fram á virkni oseltamivírs til varnar inflúensuveikindum af eðlilegum orsökum í forvarnarrannsókn eftir hugsanlegt smit heimilisfólks og tveimur árstíðabundnum forvarnarrannsóknum. Frumvirknistuðullinn í öllum þessum rannsóknum var tíðni inflúensu staðfest með rannsóknarstofuprófi.

Meinvirkni inflúensufaraldra er ekki fyrirsjáanleg og er mismunandi innan svæða og frá einu tímabili til annars. Því er fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) til þess að varna einu tilviki inflúensuveikinda breytilegur.

Vörn eftir hugsanlegt smit: Í rannsókn á þeim (12,6 % bólusettir við inflúensu) sem höfðu komist í tæri við vísitilfelli inflúensu (index case influenza) var meðferð með oseltamivíri 75 mg einu sinni á dag hafin innan tveggja daga frá því að einkenni komu fram hjá vísitilfellum og töku haldið áfram í sjö daga. Inflúensa var staðfest hjá 163 af 377 vísitilfellum. Oseltamivír minnkaði marktækt tíðni klínískra inflúensueinkenna sem komu fram hjá þeim sem höfðu komist í tæri við staðfest inflúensutilvik úr 24/200 (12 %) í lyfleysuhópnum í 2/205 (1 %) í oseltamivír hópnum (92 % minnkun [95 % CI 6 - 16,

p ≤ 0,0001]). Fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) hjá þeim sem raunverulega höfðu komist í tæri við infúensutilvik var 10 (95 % CI 9 – 12) og 16 (95 % CI 15 – 19) meðal alls samfélagsins (ITT) án tillits til sýkingarástands hjá vísitilfellinu.

Sýnt hefur verið fram á virkni oseltamivírs til þess að fyrirbyggja inflúensuveikindi af eðlilegum orsökum í forvarnarrannsókn eftir hugsanlegt smit á heimilum þar sem fullorðnir, unglingar og börn á aldrinum 1 til 12 ára, voru bæði sem vísitilfelli og sem aðilar sem hafa verið í návígi við smitaða. Aðal mælikvarði fyrir virkni í þessari rannsókn var tíðni klínískrar inflúensu á heimilinu staðfest af rannsóknarstofu. Fyrirbyggjandi meðferð með oseltamivíri stóð í 10 daga. Í heildarþýðinu varð minnkun í tíðni klínískrar inflúensu á heimilinum staðfest af rannsóknarstofu úr 20% (27/136) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 7% (10/135) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (62,7% minnkun [95% CI 26,0 - 81,2]; p = 0,0042). Á heimilum með vísitilfelli sýktum af inflúensu varð minnkun í tíðni inflúensu úr 26% (23/89) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi

meðferð í 11% (9/84) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (58,5% minnkun [95% CI 15,6 - 79,6; p = 0,0114]).

Samkvæmt greiningu á undirhópi barna á aldrinum 1 til 12 ára lækkaði tíðni inflúensutilfella staðfestum af rannsóknarstofu hjá börnum marktækt úr 19% (21/111) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 7% (7/104) hjá hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (64,4% minnkun [95% CI 15,8 - 85,0; p = 0,0188]). Hjá börnum þar sem veiran var ekki farin að dreifast við grunnlínu minnkaði tíðni staðfestrar inflúensu úr 21% (15/70) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 4 % (2/47) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (80,1% minnkun [95% CI 22,0 - 94,9;

p = 0,0206]). Fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) í heildarþýði hjá börnum var 9 (95% CI

7 - 24) fyrir allt samfélagið og 8 (95% CI 6, efri mörk ekki metanleg) fyrir börn sem komust í tæri við sýkt vísitilfelli (ITTII).

Vörn eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs meðan á heimsfaraldri stendur:

Vörn meðan á inflúensuheimsfaraldri stendur hefur ekki verið rannsökuð í klínískum samanburðarrannsóknum hjá börnum á aldrinum 0-12 mánaða. Sjá upplýsingar um líkan fyrir útsetningu í kafla 5.2.

Vörn á meðan inflúensufaraldur stendur yfir í samfélaginu: Í samantektargreiningu á tveimur öðrum rannsóknum sem gerðar voru á óbólusettum að öðru leyti heilbrigðum fullorðnum, minnkaði oseltamivír 75 mg einu sinni á dag gefið í 6 vikur marktækt tíðni klínískra inflúensuveikinda úr 25/519 (4,8 %) í lyfleysu hópnum í 6/520 (1,2 %) í oseltamivír hópnum (76 % minnkun [(95 % CI 1,6 – 5,7; p = 0,0006]) þegar inflúensa var í gangi í samfélaginu. NNT í þessari rannsókn var 28 (95 % CI 24 - 50). Í rannsókn á öldruðum á hjúkrunarheimilum þar sem 80 % þátttakenda höfðu verið bólusettir á meðan á rannsókninni stóð, minnkaði oseltamivír 75 mg einu sinni á dag gefið í 6 vikur tíðni klínískra inflúensuveikinda marktækt úr 12/272 (4,4 %) í lyfleysuhópnum í 1/276 (0,4 %) í oseltamivír hópnum (92 % minnkun, [95 % CI 1,5 – 6,6; p = 0,0015]). NNT í þessari rannsókn var 25 (95 % CI 23 - 62).

Inflúensuforvarnir hjá ónæmisbældum sjúklingum: Tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu var gerð á árstíðabundinni forvörn gegn inflúensu hjá 475 ónæmisbældum sjúklingum (388 sjúklingar með fasta líffæraígræðslu [195 lyfleysu; 193 oseltamivír], 87 sjúklingar með blóðstofnfrumuígræðslu [43 lyfleysu; 44 oseltamivír], enginn sjúklingur með annað ónæmisbælandi ástand), að meðtöldum 18 börnum 1 til 12 ára. Aðalendapunkturinn í þessari rannsókn var tíðni klínískrar inflúensu sem staðfest hafði verið á rannsóknastofu með veiruræktun og/eða ferfaldri hækkun á HAI mótefnum. Tíðni klínískrar inflúensu sem staðfest hafði verið á rannsóknastofu var

2,9 % (7/238) hjá lyfleysu hópnum og 2,1 % (5/237) hjá oseltamivírhópnum (95 % CI -2,3 %-4,1 %; p = 0,772).

Ekki hafa verið gerðar sértækar rannsóknir til að meta hvort hætta á fylgikvillum minnki.

Ónæmi gegn oseltamiviri

Klínískar rannsóknir: Hætta á inflúensuveirum með minnkað næmi eða ónæmi fyrir oseltamivíri hefur verið kannað í klínískum rannsóknum sem styrktar eru af Roche. Algengara var að ónæmi gegn oseltamivíri kæmi fram meðan á meðferð stóð hjá börnum en fullorðnum og var tíðni frá því að vera minni en 1% hjá fullorðnum upp í 18% hjá ungbörnum yngri en 1 árs. Börn sem greindust með

oseltamivír-ónæma veiru dreifðu henni yfirleitt í lengri tíma en sjúklingar sem báru næma veiru. Ónæmi gegn oseltamivíri sem kom fram meðan á meðferð stóð hafði þó ekki áhrif á svörun við meðferðinni og olli ekki framlengingu á inflúensueinkennum.

Sjúklingar

Sjúklingar með ónæmar stökkbreytingar (%)

Svipgerð*

Arf- og svipgerð*

Fullorðnir og unglingar

0,62% (14/2253)

0,67% (15/2253)

 

 

 

Börn (1-12 ára)

3,89% (66/1698)

4,24% (72/1698)

 

 

 

Ungbörn (<1 árs)

18,31% (13/71)

18,31% (13/71)

* Full ákvörðun arfgerðar var ekki framkvæmd í öllum rannsóknunum.

Hingað til eru ekki vísbendingar um að fram komi lyfjaónæmi í tengslum við notkun Tamiflu í klínískum rannsóknum eftir hugsanlegt smit (7 dagar), eftir hugsanlegt smit hjá heimilisfólki

(10 dagar) eða eftir árstíðabundnar (42 dagar) fyrirbyggjandi aðgerðir við inflúensu hjá sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Ekki varð vart við lyfjaónæmi í 12 vikna rannsókn á forvörnum hjá ónæmisbældum sjúklingum.

Klínískar upplýsingar og eftirlitsupplýsingar: Stökkbreytingar af náttúrulegum toga sem tengjast minnkuðu næmi fyrir oseltamivíri in vitro hafa fundist í inflúensu A og B veirum sem voru einangraðar úr sjúklingum sem ekki hafa verið útsettir fyrir oseltamivíri. Ónæmir stofnar, valdir meðan á meðferð með oseltamivír stendur, hafa verið einangraðir bæði úr ónæmisbældum sjúklingum og sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Hætta á myndun veirustofna sem eru ónæmir fyrir oseltamivíri meðan á meðferð stendur er meiri hjá ónæmisbældum einstaklingum og ungum börnum.

Komið hefur í ljós að oseltamivír-ónæmar veirur sem hafa verið einangraðar frá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með oseltamivíri og oseltamivír-ónæmir rannsóknarstofustofnar af inflúensuveirum innihalda stökkbreytingar í N1 og N2 neuramínidösum. Stökkbreytingar sem valda ónæmi eru oft sértækar fyrir undirgerðir veiru. Náttúrlega fram komið ónæmi sem tengist stökkbreytingunni H275Y í árstíðabundnum H1N1-stofnum hefur greinst einstöku sinnum síðan 2007. Næmi fyrir oseltamivíri og útbreiðsla slíkra veira virðast vera mismunandi eftir árstíðum og landsvæðum. Árið 2008 fannst H275Y í > 99 % af H1N1-stofnum inflúensuveiru sem var að ganga í Evrópu. H1N1-stofn inflúensu árið 2009 („svínaflensa“) reyndist nánast alltaf næmur fyrir oseltamivíri og var aðeins örsjaldan tilkynnt um ónæmi í tengslum við meðferð í lækningaskyni eða fyrirbyggjandi meðferð.

5.2 Lyfjahvörf

Almennar upplýsingar

Frásog

Oseltamivír frásogast hratt úr meltingarveginum eftir gjöf oseltamivír fosfats (forlyf) til inntöku og breytist í miklum mæli, aðallega fyrir tilstilli lifraresterasa, í virka umbrotsefnið (oseltamivír karboxýlat). Að minnsta kosti 75 % skammts til inntöku nær út í almenna blóðrás sem virkt umbrotsefni. Útsetning fyrir forlyfinu er minni en 5 % í samanburði við virka umbrotsefnið. Plasmaþéttni bæði forlyfs og virks umbrotsefnis er í hlutfalli við skammt og breytist ekki við samhliða fæðuneyslu.

Dreifing

Meðaldreifingarrúmmál oseltamivír karboxýlats við jafnvægi er um 23 lítrar hjá mönnum en það er rúmmál samsvarandi líkamsvökva utan frumna. Þar sem virkni neuramínidasa er utanfrumu dreifist oseltamivír karboxýlat til allra staða sem inflúensuveirur dreifast til.

Binding oselatamivír karboxýlats við plasmaprótein í mönnum er óveruleg (um 3 %).

Umbrot

Oseltamivír breytist í miklum mæli í oseltamivír karboxýlat með esterasa sem aðallega er í lifur. In vitro rannsóknir sýndu fram á að hvorki oseltamivír né virka umbrotsefnið er hvarfefni fyrir, eða

hemill aðalísóforma cýtókróm P450. Engin 2. stigs afleiða hvors efnis fyrir sig hefur greinst in vivo.

Brotthvarf

Brotthvarf frásogaðs oseltamivírs er aðallega (> 90 %) með umbroti í oseltamivír karboxýlat. Það umbrotnar ekki frekar og skilst út með þvagi. Hámarksþéttni oseltamivír karboxýulats í plasma lækkar með helmingunartímann 6-10 klst. hjá flestum einstaklingum. Brotthvarf virka umbrotsefnisins er eingöngu með nýrnaútskilnaði. Nýrnaúthreinsun (18,8 l/klst.) fer yfir gauklasíunarhraða (7,5 l/klst.) sem bendir til þess að píplaseyting komi fram auk gauklasíunar. Minna en 20 % af geislamerktum skammti til inntöku skilst út með hægðum.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Börn

Ungbörn yngri en 1 árs: Mat hefur verið lagt á lyfjahvörf, lyfhrif og öryggissnið Tamiflu í tveimur opnum rannsóknum án samanburðar sem gerðar voru hjá börnum yngri en eins árs sem sýkt voru af inflúensu (n=135). Eftir að leiðrétt hefur verið fyrir líkamsþyngd minnkar hraði úthreinsunar virka umbrotsefnisins með aldri hjá börnum yngri en eins árs. Útsetning fyrir umbrotsefnum er einnig breytilegri hjá yngstu börnunum. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að útsetning eftir skammt sem nemur 3 mg/kg hjá ungbörnum á aldrinum 0-12 mánaða veiti útsetningu fyrir forlyfi og umbrotsefnum sem talin er virk og með öryggissnið svipað og sést hjá eldri börnum og fullorðnum sem fá samþykkta skammta (sjá kafla 4.1 og 4.2).Tilkynntar aukaverkanir voru svipaðar og áður hefur verið sýnt fram á hjá eldri börnum.

Engin gögn liggja fyrir um fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs eftir að þau eru útsett fyrir smiti. Fyrirbyggjandi meðferð meðan á inflúensufaraldri stendur í samfélaginu hefur ekki verið rannsökuð hjá börnum yngri en 12 ára.

Vörn eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs meðan á heimsfaraldri stendur:

Líkan af 3 mg/kg skammti einu sinni á dag hjá ungbörnum <1 árs sýnir útsetningu á sama bili eða meiri en eftir 75 mg skammt einu sinni á dag hjá fullorðnum. Útsetningin er ekki meiri en eftir meðferð hjá ungbörnum <1 árs (3 mg/kg tvisvar á dag) og er áætlað að öryggissniðið sé sambærilegt (sjá kafla 4.8). Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á vörn hjá ungbörnum <1 árs.

Ungbörn og börn 1 árs eða eldri: Lyfjahvörf oseltamivírs hafa verið metin í stakskammts lyfjahvarfarannsóknum hjá ungbörnum, börnum og unglingum 1 til 16 ára. Fjölskammtalyfjahvörf voru rannsökuð hjá fáeinum börnum sem tóku þátt í klínískri rannsókn á virkni. Yngri börnin losuðu sig bæði við forlyfið og virka umbrotsefnið hraðar en fullorðnir, sem leiðir til minni útsetningar fyrir gefnum skammti í mg/kg. Með 2 mg/kg skömmtum fæst oseltamivír karboxýlat í svipuðu magni og hjá fullorðnum sem fá einn 75 mg skammt (u.þ.b. 1 mg/kg). Lyfjahvörf oseltamivírs hjá börnum og unglingum 12 ára eða eldri eru svipuð og hjá fullorðnum.

Aldraðir

Útsetning fyrir virka umbrotsefninu við jafnvægi var 25 til 35 % meiri hjá öldruðum (65 til 78 ára) samanborið við fullorðna yngri en 65 ára sem fengu sambærilega skammta af oseltamivíri. Helmingunartímar sem fram komu hjá öldruðum voru álíka og þeir sem komu fram hjá ungu fólki. Á grundvelli aðgengis og þolanleika lyfsins þarf ekki að breyta skömmtum handa öldruðum nema ef merki eru um miðlungs til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun lægri en 60 ml/mín.) (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Gjöf 100 mg af oseltamivír fosfati tvisvar sinnum á dag í 5 daga hjá sjúklingum með mismikla nýrnastarfstruflun sýndi að það oseltamivír karboxýlat sem er fyrir hendi er í öfugu hlutfalli við minnkandi nýrnastarfsemi. Varðandi skömmtun, sjá kafla 4.2.

Skert lifrarstarfsemi

In vitro rannsóknir hafa sýnt að ekki er gert ráð fyrir að það oseltamivír sem er fyrir hendi aukist marktækt né að það virka umbrotsefni sem fyrir hendi er minnki marktækt hjá sjúklingum með lifrarstarfstruflun (sjá kafla 4.2).

Þungaðar konur

Sameiginleg þýðisgreining á lyfjahvörfum bendir til þess að sú skömmtun Tamiflu sem lýst er í kafla 4.2, Skammtar og lyfjagjöf, leiði til minni útsetningar fyrir virka umbrotsefninu hjá þunguðum

konum, borið saman við konur sem ekki eru þungaðar (að meðaltali 30% yfir allan meðgöngutímann). Þessi minnkaða ætlaða útsetning helst þó yfir hömlunarþéttni (IC95 gildi) og í lækningalegri þéttni gagnvart mörgum inflúensuveirustofnum. Að auki eru vísbendingar úr rannsóknum þar sem fylgst var með sjúklingum um ávinning af núverandi skömmtun fyrir þennan hóp sjúklinga. Því er ekki ráðlagt að breyta skömmtum handa þunguðum konum sem fá meðferð við inflúensu eða fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu (sjá kafla 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf).

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni. Niðurstöður hefðbundinna rannsókna á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá nagdýrum sýndu tilhneigingu til skammtaháðrar aukningar á tíðni sumra æxla sem eru einkennandi fyrir þær nagdýrategundir sem notaðar eru. Sé tekið tillit til innan hvaða marka útsetning er, miðað við útsetningu sem búast má við hjá mönnum, hafa þessar niðurstöður ekki áhrif á ávinning á móti áhættu af notkun Tamiflu við samþykktum ábendingum.

Rannsóknir á vansköpunaráhrifum hafa verið gerðar á rottum með skömmtum að 1500 mg/kg/dag og á kanínum með 500 mg/kg/dag. Engin áhrif á fósturþroska komu fram. Rannsóknir á frjósemi hjá rottum í skammti sem nam allt að 1500 mg/kg/dag sýndu engar aukaverkanir á hvorugt kyn fyrir sig. Í fyrir- og eftirburðarrannsóknum á rottum, kom fram lengri fæðing við 1500 mg/kg/dag; öryggismörk milli útsetningar fyrir menn og hæsta skammts sem ekki hefur áhrif (500 mg/kg/dag) hjá rottum eru 480 föld fyrir oseltamivír og 44 föld fyrir virka umbrotsefnið. Útsetning fyrir oseltamivír hjá rottu- og kanínufóstrum var um 15 til 20 % miðað við móður.

Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virka umbrotsefnið í mjólkina. Takmarkaðar upplýsingar benda til þess að oseltamivír og virka umbrotsefni þess berist í brjóstamjólk. Framreiknað úr dýraupplýsingum er það áætlað 0,01 mg/dag og 0,3 mg/dag fyrir hvort efni fyrir sig.

Mögulegt húðnæmi fyrir oseltamivír kom fram við hámarkssvörunarprófanir í naggrísum. Um 50 % prófaðra dýra sem voru meðhöndluð með óbreyttu virku efni sýndu útbrot eftir að meðhöndlað dýr hafði verið örvað. Tímabundin erting í augum kanína kom fram.

Mjög stórir, stakir skammtar af oseltamivír fosfatsalti til inntöku, allt upp í stærsta skammt sem prófaður var (1310 mg/kg), höfðu engin óæskileg áhrif hjá fullorðnum rottum en slíkir skammtar leiddu hins vegar til eiturverkunar hjá ungum, 7 daga gömlum rottuungum, að meðtöldum dauða. Þessi verkun sást við skammta sem námu 657 mg/kg og þar yfir. Engar aukaverkanir sáust við 500 mg/kg, heldur ekki við langvinna meðferð (500 mg/kg/dag gefið frá 7. til 21. dags eftir fæðingu).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Sorbitól (E420)

Natríum tvíhýdrógen cítrat (E331[a]) Xantan gúmmí (E415)

Natríum benzóat (E211) Sakkarínnatríum (E954) Títantvíoxíð (E171)

Tutti frutti bragðefni (þar á meðal maltodextrín [maís], própýlen glýkól, arabic gúmmí E414) og náttúrulegt bragðefni (aðallega samsett úr banana-, ananas- og ferskjubragðefni).

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

4 ár

Eftir blöndun, geymið við lægri hita en 25°C í 10 daga.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C.

Fyrir geymsluþol lyfsins eftir blöndun, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

100 ml gulbrún glerflaska (með barnaöryggis pólýprópýlen skrúfloki, ytra byrði: pólýetýlen, innra byrði: pólýprópýlen, fóðring: pólýetýlen) með 13 g af dufti fyrir mixtúru, millistykki úr plasti (lágþéttni pólýetýleni), 3 ml (0,1 ml kvörðun) og 10 ml (0,5 ml kvörðun) skammtasprautur fyrir inntöku (sprauta og stimpill: pólýprópýlen, sílíkon þéttihringur) og mælibikar úr plasti (pólýprópýlen). Pakkningastærð, ein flaska.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Mælt er með að Tamiflu mixtúra, sé blönduð af lyfjafræðingi áður en hún er afgreidd sjúklingi.

Eftir blöndun með 55 ml af vatni, fæst nýtanlegt rúmmál af mixtúru í samtals tíu 30 mg skammta af oseltamivíri.

Blöndun mixtúru

1.Sláið létt og varlega í lokaða flöskuna nokkrum sinnum til þess að losa um duftið.

2.Mælið 55 ml af vatni með því að fylla mælibikarinn að réttu marki (mælibikar er í öskjunni).

3.Bætið öllum 55 ml af vatninu í flöskuna, setjið skrúflokið aftur á og hristið lokaða flöskuna vandlega í 15 sekúndur.

4.Takið lokið af og þrýstið millistykkinu niður í flöskuhálsinn.

5.Lokið flöskunni þétt með lokinu (efst á millistykki flöskunnar). Þetta tryggir að millistykki flöskunnar sitji í réttri stöðu í flöskunni.

Tamiflu mixtúra verður mött og hvít til ljósgul dreifa eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Roche Registration Limited

6 Falcon Way

Shire Park

Welwyn Garden City

AL7 1TW

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/02/222/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 28. nóvember 2011

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. maí 2012

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Tamiflu 12 mg/ml mixtúruduft, dreifa

2. INNIHALDSLÝSING

Eftir blöndun inniheldur hver ml af blandaðri dreifu oseltamivír fosfat sem samsvarar 12 mg af oseltamivíri.

Ein flaska af blandaðri mixtúru (75 ml) inniheldur 900 mg af oseltamivíri.

Hjálparefni með þekkta verkun:

30 mg af oseltamivír mixtúru gefur 0,9 g af sorbitóli. 45 mg af oseltamivír mixtúru gefur 1,3 g af sorbitóli. 60 mg af oseltamivír mixtúru gefur 1,7 g af sorbitóli. 75 mg af oseltamivír mixtúru gefur 2,1 g af sorbitóli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Mixtúruduft, dreifa.

Duftið er kyrni eða klumpur kyrnis og er hvítt til ljósgult að lit.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Meðferð við inflúensu

Tamiflu er ætlað fullorðnum og börnum, þ.m.t. nýburum eftir fulla meðgöngu, sem hafa dæmigerð inflúensueinkenni, þegar inflúensa er í gangi í samfélaginu. Sýnt hefur verið fram á virkni þegar meðferð er hafin innan tveggja daga frá því að fyrstu einkenni koma fram.

Vörn gegn inflúensu

-Vörn eftir útsetningu eftir samskipti við klínískt greint inflúensutilvik hjá einstaklingum 1 árs eða eldri þegar inflúensuveira er í gangi í samfélaginu.

-Viðeigandi notkun Tamiflu til varnar inflúensu skal ákvarða fyrir hvert tilvik fyrir sig eftir aðstæðum og hópnum sem þarf á vörn að halda. Í undantekningartilvikum (t.d. ef ekki er samræmi milli umgangs- og bóluefnisveirustofna, og við mjög útbreidda farsótt) er hægt að hafa í huga árstíðabundna vörn hjá einstaklingum eins árs eða eldri.

-Tamiflu er ætlað til varnar eftir útsetningu inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs á meðan á inflúensuheimsfaraldri stendur (sjá kafla 5.2).

Tamiflu kemur ekki í stað inflúensubólusetningar.

Notkun veirusýkingalyfja til meðferðar og varnar á inflúensu ætti að ákvarða á grundvelli viðurkenndra ráðlegginga. Við ákvörðun um notkun oseltamivírs til meðferðar og forvarna skal taka tillit til þess hvað vitað er um einkenni inflúensuveirunnar sem er í gangi, tiltækra upplýsinga um næmi veirustofna hvers tímabils fyrir inflúensulyfjum og áhrifa sjúkdómsins á ólíkum landfræðilegum svæðum og mismunandi sjúklingahópa (sjá kafla 5.1).

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Tamiflu mixtúruduft, dreifa og Tamiflu hörð hylki eru jafngild lyfjaform, 75 mg skammta má gefa annaðhvort sem

-eitt 75 mg hylki eða

-eitt 30 mg hylki og eitt 45 mg hylki eða

-með því gefa einn 30 mg skammt og einn 45 mg skammt af mixtúru.

Fullorðnir, unglingar eða börn (>40 kg) sem geta gleypt hylki geta fengið viðeigandi skammta af Tamiflu hylkjum.

Ungbörn yngri en 1 árs: Þetta lyfjaform hentar ekki til gjafar hjá ungbörnum yngri en 1 árs. Sjá nánari upplýsingar hér á eftir.

Meðferð

Meðferðina skal hefja eins fljótt og hægt er innan fyrstu tveggja daganna frá því að einkenni inflúensu koma fram.

Unglingar (13 til 17 ára) og fullorðnir: Ráðlagður skammtur til inntöku er 75 mg af oseltamivíri tvisvar sinnum á dag í 5 daga.

Börn

Ungbörn og börn 1 árs eða eldri: Ráðlagður skammtur af Tamiflu mixtúru er í eftirfarandi töflu. Tamiflu 30 mg hylki og 45 mg hylki eru fáanleg sem valkostur við ráðlagða skammta af Tamiflu mixtúru.

Eftirfarandi skammtar eftir þyngd eru ráðlagðir handa ungbörnum og börnum 1 árs eða eldri:

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 5 daga

10 kg til 15 kg

30 mg tvisvar sinnum á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg tvisvar sinnum á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg tvisvar sinnum á dag

> 40 kg

75 mg tvisvar sinnum á dag

Börn sem vega > 40 kg og geta gleypt hylki geta fengið meðferð fyrir fullorðna með 75 mg hylkjum tvisvar á dag í 5 daga sem annan valkost í stað ráðlagðs skammts af Tamiflu mixtúru.

Ungbörn yngri en 1 árs: Þetta lyfjaform (Tamiflu 12 mg/ml mixtúruduft, dreifa) hentar ekki, þar sem sprautan sem fylgir pakkningunni (með mg merkingum) gerir nauðsynlega skammtaaðlögun ekki mögulega og notkun sprautna með ml merkingum getur leitt til óásættanlegrar ónákvæmni í skömmtun. Ef 6 mg/ml mixtúra er ekki fáanleg er æskilegast að nota skammta sem blandaðir eru í apóteki. Vinsamlega kynnið ykkur samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir 30 mg, 45 mg og 75 mg hylki (kafli 6.6).

Vörn

Vörn eftir útsetningu

Unglingar (13 til 17 ára) og fullorðnir: Ráðlagður skammtur til varnar gegn inflúensu eftir náin samskipti við sýktan einstakling er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í 10 daga. Hefja skal meðferðina eins fljótt og hægt er innan tveggja daga frá samskiptum við sýktan einstakling.

Ungbörn og börn 1 árs eða eldri: Tamiflu 30 mg hylki og 45 mg hylki eru fáanleg sem valkostur við ráðlagða skammta af Tamiflu mixtúru.

Ráðlagður fyrirbyggjandi skammtur af Tamiflu eftir útsetningu er:

Líkamsþyngd

Ráðlagður skammtur í 10 daga

10 kg til 15 kg

30 mg einu sinni á dag

> 15 kg til 23 kg

45 mg einu sinni á dag

> 23 kg til 40 kg

60 mg einu sinni á dag

> 40 kg

75 mg einu sinni á dag

Börn sem vega > 40 kg og geta gleypt hylki geta fengið fyrirbyggjandi meðferð með 75 mg hylki einu sinni á dag í 10 daga sem annan valkost í stað ráðlagðs skammts af Tamiflu mixtúru.

Ungbörn yngri en 1 árs: Þetta lyfjaform (Tamiflu 12 mg/ml mixtúruduft, dreifa) hentar ekki, þar sem sprautan sem fylgir pakkningunni (með mg merkingum) gerir nauðsynlega skammtaaðlögun ekki mögulega og notkun sprauta með ml merkingum getur leitt til óásættanlegrar ónákvæmni í skömmtun. Ef viðeigandi lyfjaform (6 mg/ml mixtúra) er ekki fáanlegt er æskilegast að nota skammta sem blandaðir eru í apóteki. Vinsamlega kynnið ykkur samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir 30 mg, 45 mg og 75 mg hylki (kafli 4.2).

Vörn þegar inflúensufaraldur er í gangi í samfélaginu

Fyrirbyggjandi meðferð á meðan á inflúensufaraldri stendur hefur ekki verið rannsökuð hjá börnum yngri en 12 ára. Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna og unglinga til varnar gegn inflúensu þegar hún brýst út í samfélaginu er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í allt að 6 vikur.

Sérstakir hópar

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skammti hvorki til meðferðar né varnar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar hjá börnum með lifrarsjúkdóm.

Skert nýrnastarfsemi

Meðferð við inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum og unglingum (13 til 17 ára) með miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ráðlagðir skammtar eru skráðir í eftirfarandi töflu.

Kreatínín úthreinsun

Ráðlagður meðferðarskammtur

> 60 (ml/mín)

75 mg tvisvar sinnum á dag

> 30 til 60 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) tvisvar sinnum á dag

> 10 til 30 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) einu sinni á dag

≤ 10 (ml/mín)

Ekki ráðlagt (engin gögn fyrirliggjandi)

Sjúklingar í blóðskilun

30 mg eftir hverja blóðskilunarlotu

Sjúklingar í kviðskilun *

30 mg (mixtúra eða hylki) stakur skammtur

*Gögn úr rannsóknum á sjúklingum í samfelldri kviðskilun utan sjúkrahúss (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD); gera má ráð fyrir að úthreinsun oseltamivir karboxýlats sé meiri ef notuð er sjálfvirk kviðskilun (automated peritoneal dialysis, APD). Breyta má meðferðarhætti úr APD í CAPD ef sérfræðingur í nýrnasjúkdómum telur það nauðsynlegt.

Vörn gegn inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum og unglingum (13 til 17 ára) með miðlungs eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi eins og skráð er í eftirfarandi töflu.

Kreatínín úthreinsun

Ráðlagður skammtur til varnar

> 60 (ml/mín)

75 mg einu sinni á dag

> 30 til 60 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) einu sinni á dag

> 10 til 30 (ml/mín)

30 mg (mixtúra eða hylki) annan hvern dag

≤ 10 (ml/mín)

Ekki ráðlagt (engin gögn fyrirliggjandi)

Sjúklingar í blóðskilun

30 mg eftir aðra hverja blóðskilunarlotu

Sjúklingar í kviðskilun*

30 mg (mixtúra eða hylki) einu sinni í viku

*Gögn úr rannsóknum á sjúklingum í samfelldri kviðskilun utan sjúkrahúss (continuous ambulatory peritoneal dialysis, CAPD); gera má ráð fyrir að úthreinsun oseltamivir karboxýlats sé meiri ef notuð er sjálfvirk kviðskilun (automated peritoneal dialysis, APD). Breyta má meðferðarhætti úr APD í CAPD ef sérfræðingur í nýrnasjúkdómum telur það nauðsynlegt.

Ekki er hægt að ráðleggja skammta þar sem klínískar upplýsingar hjá ungbörnum og börnum (12 ára og yngri) með skerta nýrnastarfsemi eru ekki fullnægjandi.

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum, nema miðlungi eða alvarlega skert nýrnastarfsemi sé fyrir hendi.

Ónæmisbældir sjúklingar

Lengri árstíðabundin forvörn í allt að 12 vikur hefur verið metin hjá ónæmisbældum sjúklingum (sjá kafla 4.4, 4.8 og 5.1).

Lyfjagjöf

Til að skammta fylgir skammtari með 30 mg, 45 mg og 60 mg kvarða í öskjunni. Til þess að skömmtun sé nákvæm á einungis að nota skammtarann sem fylgir (ekki er hægt að nota sprautu með ml merkingum).

Ráðlagt er að Tamiflu mixtúruduft, dreifa sé blandað af lyfjafræðingi áður en það er afhent sjúklingi (sjá kafla 6.6).

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Oseltamivír er einungis virkt gegn veikindum af völdum inflúensuveiru. Ekkert bendir til þess að oseltamivír sé virkt gegn veikindum af völdum annars en inflúensuveira (sjá kafla 5.1).

Tamiflu kemur ekki í stað inflúensubólusetningar. Notkun Tamiflu má ekki hafa áhrif á mat einstaklinga fyrir árlega inflúensubólusetningu. Vörn gegn inflúensu varir ekki nema á meðan Tamiflu er gefið. Tamiflu á eingöngu að nota til varnar gegn inflúensu þegar áreiðanlegar faraldsfræðilegar upplýsingar gefa til kynna að inflúensa sé í gangi í samfélaginu.

Sýnt hefur verið fram á að næmi inflúensuveirustofna sem eru að ganga, fyrir oseltamivíri er mjög breytilegt (sjá kafla 5.1). Þeir sem ávísa lyfinu eiga því að taka mið af nýjustu tiltæku upplýsingum um næmi þeirra veirustofna sem eru að ganga, fyrir oseltamiviri áður en þeir ákveða að nota Tamiflu.

Annað alvarlegt ástand

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi öryggi og virkni oseltamivírs hjá sjúklingum með heilsufarsástand sem er það alvarlegt eða óstöðugt að talin sé vera yfirvofandi hætta á sjúkrahúsinnlögn.

Ónæmisbældir sjúklingar

Ekki hefur að fullu verið sýnt fram á virkni oseltamivírs hjá ónæmisbældum sjúklingum, hvorki við meðferð né sem forvörn gegn inflúensu (sjá kafla 5.1).

Hjarta / öndunarfærasjúkdómar

Ekki hefur verið sýnt fram á virkni oseltamivírs meðferðar hjá einstaklingum með langvarandi hjartasjúkdóma og/eða öndunarfærasjúkdóma. Enginn munur fannst á tíðni fylgikvilla milli meðferðar og lyfleysu hópa í þessu úrtaki (sjá kafla 5.1)

Börn

Ekki er hægt að gefa skammtaráðleggingar fyrir fyrirbura (börn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað) þar sem engar upplýsingar liggja fyrir á þessu stigi.

Alvarlega skert nýrnastarfsemi

Ráðlegt er að breyta skammti bæði fyrir meðferð og til varnar hjá unglingum (13 til 17 ára) og fullorðnum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ekki er hægt að ráðleggja skammta handa ungbörnum og börnum (1 árs eða eldri) þar sem klínískar upplýsingar hjá börnum með skerta nýrnastarfsemi eru ekki fullnægjandi (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Tauga-geðrænar aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um tauga-geðrænar aukaverkanir (neuropsychiatric events) samtímis notkun Tamiflu hjá sjúklingum með inflúensu, einkum börnum og unglingum. Slík tilvik hafa einnig sést hjá sjúklingum með inflúensu sem ekki fengu oseltamivír. Fylgjast skal náið með atferlisbreytingum hjá sjúklingum og meta vandlega ávinning og áhættu áframhaldandi meðferðar fyrir hvern sjúkling (sjá kafla 4.8).

Þetta lyf inniheldur sorbitól. Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt frúktósaóþol eiga ekki að taka þetta lyf.

Sorbitól getur haft væg hægðalosandi áhrif.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lyfjahvörf oseltamivírs, svo sem lág próteinbinding og umbrot óháð CYP450 og glúkúrónidasa kerfunum (sjá kafla 5.2), benda til þess að klínískt marktækar milliverkanir um þessi kerfi séu ólíklegar.

Próbencíð

Ekki þarf að breyta skammti þegar lyfið er gefið ásamt próbencíði hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Samhliða gjöf próbencíðs, sem er öflugur hemill anjónískrar leiðar nýrnapípluseytingar leiðir til u.þ.b. tvöfaldarar aukningar á útsetningu fyrir virku umbrotsefni oselatamivírs.

Amoxicillín

Oseltamivír hefur engar lyfjahvarfamilliverkanir við amoxicillín, sem skilst út eftir sömu leið sem bendir til þess að oseltamivír milliverkun eftir þessari leið sé ólíkleg.

Útskilnaður um nýru

Klínískt mikilvægar lyfjamilliverkanir sem fela í sér samkeppni um píplaseytingu í nýrum eru ólíklegar, vegna þekktra öryggismarka fyrir flest þessara efna, útskilnaðareiginleika virka umbrotsefnisins (gauklasíun og anjónísk píplaseyting) og losunargetu þessara leiða. Þó skal gæta varúðar þegar oseltamivír er ávísað handa sjúklingum þegar tekin eru lyf sem losna eftir sömu leið og hafa þröngt lækningalegt bil (t.d. klórprópamíð, metotrexat, fenýlbútazón).

Frekari upplýsingar

Engar lyfjahvarfamilliverkanir milli oseltamivírs eða aðalumbrotsefnis þess hafa komið fram þegar oseltamivír er gefið ásamt parasetamóli, acetýlsalicýlsýru, címetidíni, sýrubindandi lyfjum (magnesíum og ál hýdroxíðum og kalsíum karbónötum), rimantadíni eða warfaríni (í einstaklingum sem eru ekki með inflúensu en eru stöðugir á warfaríni).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Þó engar stýrðar klínískar rannsóknir hafi verið gerðar á notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum, hefur upplýsingum um notkun á meðgöngu verið safnað eftir markaðssetningu og í rannsóknum þar sem fylgst var með sjúklingum (sjá kafla 5.1 “Meðferð við inflúensu hjá þunguðum konum“; fyrir upplýsingar um útsetningu hjá þunguðum konum sjá kafla 5.2). Þessar upplýsingar ásamt dýrarannsóknum bentu hvorki til beinna né óbeinna skaðvænlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísisþroska, fósturþroska eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Þungaðar konur mega fá Tamiflu, eftir að skoðaðar hafa verið fyrirliggjandi öryggisupplýsingar, meinvirkni inflúensuveirustofnsins sem er í gangi og undirliggjandi heilsufarsástand þunguðu konunnar.

Brjóstagjöf

Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virkt umbrotsefni þess í mjólkina. Mjög takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um börn sem eru á brjósti hjá mæðrum sem taka oseltamivír og um það hvort oseltamivír berst í brjóstamjólk. Takmarkaðar upplýsingar sýndu að oseltamivír og virka

umbrotsefni þess greindust í brjóstamjólk, þéttnin var þó lág, sem myndi leiða til skammts sem er undir lækningalegu gildi fyrir ungbarnið. Að teknu tilliti til þessara upplýsinga, meinvirkni inflúensuveirustofnsins sem er í gangi og undirliggjandi heilsufarsástands konunnar sem er með barn á brjósti, skal íhuga gjöf oseltamivírs þegar hugsanlegur ávinningur er augljós fyrir móður sem er með barn á brjósti.

Frjósemi

Forklínískar rannsóknir benda ekki til að Tamiflu hafi áhrif á frjósemi hjá körlum eða konum (sjá kafla 5.3).

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Tamiflu hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Heildaröryggissnið Tamiflu er byggt á upplýsingum frá 6.049 fullorðnum/unglingum og 1.473 börnum meðhöndluðum með Tamiflu eða lyfleysu við inflúensu og upplýsingum frá

3.990 fullorðnum/unglingum og 253 börnum sem fengu Tamiflu eða lyfleysu/enga meðferð til varnar gegn inflúensu í klínískum rannsóknum. Auk þess fengu 475 ónæmisbældir sjúklingar (þar af

18 börn,10 sem fengu Tamiflu og 8 sem fengu lyfleysu) Tamiflu eða lyfleysu til varnar gegn inflúensu.

Aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um hjá fullorðnum/unglingum voru ógleði og uppköst í meðferðarrannsóknunum, og ógleði í forvarnarrannsóknunum. Flestar þessara aukaverkana voru tilkynntar sem stakt tilvik annaðhvort á fyrsta eða öðrum meðferðardegi og gengu til baka innan 1-2 daga. Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um hjá börnum var uppköst. Hjá meirihluta sjúklinga leiddu þessar aukaverkanir ekki til þess að hætta þyrfti notkun Tamiflu.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um eftirfarandi alvarlegar aukaverkanir síðan oseltamivír var markaðssett: Bráðaofnæmisviðbrögð og bráðaofnæmislík viðbrögð, truflun á lifrarstarfsemi (svæsna lifrarbólgu, óeðlilega lifrarstarfsemi og gulu), ofsabjúg, Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardreplos húðþekju, blæðingar í meltingarfærum og tauga-geðrænar raskanir. (Sjá kafla 4.4 fyrir tauga- geðrænar raskanir.)

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem taldar eru upp í eftirfarandi töflu eru samkvæmt eftirfarandi flokkun: Mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥1 /1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Aukaverkanirnar eru settar í viðeigandi flokka í töflunum samkvæmt samantektargreiningu úr klínískum rannsóknum.

Meðferð og vörn við inflúensu hjá fullorðnum og unglingum:

Algengustu aukaverkanir sem komu fyrir í meðferðar- og forvarnarrannsóknum á fullorðnum og unglingum við ráðlagða skammta (75 mg tvisvar á dag í 5 daga til meðferðar og 75 mg einu sinni á dag í allt að 6 vikur til fyrirbyggjandi meðferðar) eru sýndar í töflu 1.

Öryggissnið hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða skammta af Tamiflu til fyrirbyggjandi meðferðar (75 mg einu sinni á dag í allt að 6 vikur) var svipað og sást í meðferðarrannsóknum hvað tíðni varðar, þrátt fyrir lengra meðferðartímabil í forvarnarrannsóknum.

Tafla 1

Aukaverkanir í rannsóknum á Tamiflu til meðferðar og varnar við inflúensu hjá

 

fullorðnum og unglingum eða eftir markaðssetningu

 

Flokkun eftir

 

Aukaverkanir eftir tíðni

 

líffæri

 

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Sýkingar af

 

Barkabólga,

 

 

völdum sníkla

 

herpesveiru-

 

 

og sníkjudýra

 

sýkingar, kvef,

 

 

 

 

 

sýkingar í efri

 

 

 

 

 

loftvegum,

 

 

 

 

 

skútabólga

 

 

Blóð og eitlar

 

 

 

Blóðflagnafæð

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmisviðbrögð

Bráðaofnæmisviðbrögð,

 

 

 

 

 

bráðaofnæmislík

 

 

 

 

 

viðbrögð

Geðræn

 

 

 

 

Órósemi, óeðlileg

vandamál

 

 

 

 

hegðun, kvíði, ringlun,

 

 

 

 

 

hugvilla, óráð,

 

 

 

 

 

ofskynjanir, martraðir,

 

 

 

 

 

sjálfskaði

Taugakerfi

Höfuðverkur

Svefnleysi

Breytt

 

 

 

 

 

meðvitundarstig,

 

 

 

 

 

krampar

 

Augu

 

 

 

 

Sjóntruflanir

Hjarta

 

 

 

Hjartsláttartruflanir

 

Öndunarfæri,

 

Hósti,

 

 

brjósthol og

 

hálssærindi,

 

 

miðmæti

 

 

nefrennsli

 

 

Meltingarfæri

Ógleði

Uppköst,

 

Blæðingar frá

 

 

 

kviðverkur (þar

 

meltingarvegi,

 

 

 

með talinn

 

blæðandi ristilbólga

 

 

 

verkur í efri

 

 

 

 

 

hluta kviðar),

 

 

 

 

 

meltingartruflun

 

 

Lifur og gall

 

 

Hækkun

Svæsin lifrarbólga,

 

 

 

 

lifrarensíma

lifrarbilun, lifrarbólga

Húð og

 

 

 

Eksem, húðbólga,

Ofsabjúgur

undirhúð

 

 

 

útbrot, ofsakláði

(angioneurotic

 

 

 

 

 

oedema), regnbogaroði

 

 

 

 

 

(erythema multiforme),

 

 

 

 

 

Stevens – Johnson

 

 

 

 

 

heilkenni,

 

 

 

 

 

eitrunardreplos

 

 

 

 

 

húðþekju (toxic

 

 

 

 

 

epidermal necrolysis)

 

 

 

 

 

 

Almennar

 

 

Verkur, sundl

 

 

aukaverkanir

 

(þar með talinn

 

 

og

 

 

svimi), þreyta,

 

 

aukaverkanir

 

hiti, sársauki í

 

 

á íkomustað

 

útlimum

 

 

Meðferð og vörn við inflúensu hjá börnum:

Samtals tóku 1.473 börn (þ.m.t. börn sem voru heilbrigð að öðru leyti, á aldrinum 1-12 ára og börn með astma á aldrinum 6-12 ára) þátt í klínískum rannsóknum á oseltamivír til meðferðar við inflúensu. Af þeim fengu 851 barn meðferð með oseltamivír mixtúru. Samtals fengu 158 börn ráðlagðan skammt

af Tamiflu einu sinni á dag í rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð eftir að smit kom upp á heimilinu (n = 99), í 6 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi, árstíðabundinni notkun hjá börnum (n = 49) og í 12 vikna rannsókna á fyrirbyggjandi, árstíðabundinni notkun hjá börnum með skert ónæmi (n = 10). Tafla 2 sýnir aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um í klínískum rannsóknum hjá börnum.

Tafla 2 Aukaverkanir í meðferðar og forvarnarrannsóknum á Tamiflu við inflúensu hjá börnum (skammtar háðir aldri/þyngd [30 mg til 75 mg einu sinni á dag]).

Flokkun eftir

 

Aukaverkanir eftir tíðni

 

líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

 

 

 

sjaldgæfar

Sýkingar af

 

Miðeyrnabólga

 

 

völdum sníkla og

 

 

 

 

sníkjudýra

 

 

 

 

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

 

 

Augu

 

Tárubólga (þar

 

 

 

 

með talin rauð

 

 

 

 

augu, útferð úr

 

 

 

 

augum og

 

 

 

 

augnverkur)

 

 

Eyru og

 

Eyrnaverkur

Kvilli í

 

völundarhús

 

 

hljóðhimnu

 

Öndunarfæri,

Hósti,

Nefrennsli

 

 

brjósthol og

nefstífla

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

Uppköst

Kviðverkur (þar

 

 

 

 

með talið í efri

 

 

 

 

hluta

 

 

 

 

kviðarhols),

 

 

 

 

meltingartruflun

 

 

 

 

, ógleði.

 

 

Húð og undirhúð

 

 

Húðbólga (þar

 

 

 

 

með talin

 

 

 

 

ofnæmishúðbólga

 

 

 

 

og barnaexem)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum:

 

 

 

Geðræn vandamál og taugakerfi

Inflúensa getur tengst ýmsum einkennum frá taugakerfi og hegðunarbreytingum, en meðal þeirra geta verið aukaverkanir svo sem ofskynjanir, óráð og afbrigðileg hegðun, sem stundum getur leitt til dauða. Þessar aukaverkanir geta komið fyrir í tengslum við heilabólgu eða heilakvilla, en það getur gerst án sýnilegra alvarlegra veikinda.

Skýrt hefur verið frá krömpum og óráði hjá sjúklingum með inflúensu sem fengu Tamiflu eftir markaðssetningu lyfsins (þ.m.t. einkenni svo sem breytt meðvitundarstig, rugl, afbrigðleg hegðun, ranghugmyndir, ofskynjanir, æsingur, kvíði og martraðir), sem örsjaldan hafa leitt til sjálfssköddunar eða dauða. Einkum hefur verið tilkynnt um þessar aukaverkanir hjá börnum og unglingum og hefjast þær oft mjög skyndilega og ganga hratt yfir. Tengsl Tamiflu við þessar aukaverkanir eru ekki þekkt. Tilkynnt hefur verið um svipaðar tauga-geðrænar aukaverkanir hjá sjúklingum með inflúensu sem ekki fengu Tamiflu.

Lifur og gall

Kvillar í lifur og gallvegum, þ.m.t. lifrarbólga og hækkuð gildi lifrarensíma hjá sjúklingum með inflúensulík veikindi. Meðal þessara tilfella er banvæn svæsin lifrarbólga/lifrarbilun.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar:

Börn (ungbörn yngri en eins árs)

Í tveimur rannsóknum sem gerðar voru til að meta lyfjahvörf, lyfhrif og öryggissnið meðferðar með oseltamivíri hjá 135 börnum yngri en eins árs sem sýkt voru af inflúensu var öryggissnið svipað milli aldurshópa og voru uppköst, niðurgangur og bleyjuútbrot algengustu aukaverkanir sem tilkynnt var um (sjá kafla 5.2). Ekki liggja fyrir næg gögn um ungbörn sem fæðast innan 36 vikna eftir getnað.

Fyrirliggjandi öryggisupplýsingar um notkun oseltamivírs til meðferðar á inflúensu hjá ungbörnum yngri en eins árs úr framvirkum og afturvirkum áhorfsrannsóknum (sem samanstóðu af fleiri en 2400 ungbörnum í þeim aldursflokki), faraldsfræðilegar gagnagrunnsrannsóknir og tilkynningar eftir markaðssetningu benda til þess að öryggi hjá ungbörnum yngri en eins árs sé svipað og það sem sýnt hefur verið fram á hjá börnum á aldrinum eins árs og eldri.

Aldraðir og sjúklingar með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma

Sjúklingar sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum á inflúensu voru bæði fullorðnir/unglingar sem voru heilbrigðir að öðru leyti fyrir meðferð og “áhættusjúklingar” (sjúklingar í aukinni hættu á að fá fylgikvilla inflúensu, t.d. aldraðir og sjúklingar með langvinna hjarta- eða lungnasjúkdóma). Almennt var tíðni aukaverkana hjá “áhættusjúklingum” svipuð og hjá sjúklingum sem voru heilbrigðir fyrir meðferð.

Ónæmisbældir sjúklingar

Í 12 vikna rannsókn á fyrirbyggjandi meðferð hjá 475 ónæmisbældum sjúklingum, þ.m.t. 18 börn 1 til 12 ára og eldri,var öryggissnið hjá þeim 238 sjúklingum sem fengu oseltamivír í samræmi við það sem áður hefur komið fram í klínískum rannsóknum á fyrirbyggjandi meðferð með Tamiflu.

Börn sem voru með berkjuastma fyrir meðferð

Almennt var tíðni aukaverkana hjá börnum sem voru með berkjuastma fyrir meðferð svipuð og hjá börnum sem voru heilbrigð fyrir meðferð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Tilkynningar um ofskömmtun hafa borist úr klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Meirihluti tilkynninga um ofskömmtun voru án tilkynninga um aukaverkanir.

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um í kjölfar ofskömmtunar eru sambærilegar í eðli og dreifingu og þær aukaverkanir sem tengjast meðferðarskömmtum Tamiflu, taldar upp í kafla 4.8 Aukaverkanir.

Ekkert sérstakt mótefni er til.

Börn

Oftar hefur verið tilkynnt um ofskömmtun hjá börnum en hjá fullorðnum og unglingum. Gæta skal varúðar við blöndun mixtúru og við gjöf Tamiflu hjá börnum.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Veirusýkingalyf til almennrar verkunnar, neuraminidasa hemlar, ATC flokkur: J05AH02.

Oseltamivírfosfat er forlyf virka umbrotsefnisins (oseltamivír karboxýlat). Virka umbrotsefnið er sérhæfður hemill á neuramínidasaensím inflúensuveiru, en það eru glýkóprótein sem finnast á yfirborði veira. Veiruvirkni neuramínidasaensíma er mikilvæg fyrir bæði aðgang veira inn í ósýktar frumur og til losunar á nýmynduðum veiruögnum smitaðra frumna og frekari dreifingu veirusýkingarinnar í líkamanum.

Oseltamvivír karboxýlat hamlar inflúensu A og B neuramínidösum in vitro. Oseltamivírfosfat hamlar sýkingu með inflúensu veiru og endurmyndun in vitro. Oseltamivír gefið til inntöku hamlar veirueftirmyndun og sýkingarmætti inflúensu A og B in vivo í dýralíkönum inflúensusýkingar þegar veirusýkingalyf eru fyrir hendi svipað því sem næst hjá mönnum sem fá 75 mg tvisvar sinnum á dag.

Rennt var stoðum undir veirusýkingavirkni oseltamivírs gegn inflúensu A og B hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum í örvunarrannsóknum í tilraunaskyni.

Neuroamínidasaensím IC50 gildi fyrir oseltamivír í klínískum einangrunum af infúensu A var á bilinu 0,1 nM til 1,3 nM og fyrir inflúensu B 2,6 nM. Hærri IC50 gildi fyrir inflúensu B, allt að miðgildi sem nemur 8,5 nM, hafa komið fram í tilraunum sem hafa verið birtar.

Klínískar rannsóknir

Meðferð við inflúensusýkingu

Ábendingin er byggð á klínískum rannsóknum á venjulegri inflúensu þar sem helsta sýkingin var inflúensa A.

Oseltamivír er einungis virkt gegn veikindum af völdum inflúensuveiru. Tölfræðigreining er því einungis fyrir inflúensusýkta einstaklinga. Í öllum meðferðarrannsóknarhópunum, sem tók bæði til inflúensu-jákvæðra og -neikvæðra einstaklinga (ITT) minnkaði frumvirkni í hlutfalli við fjölda inflúensu-neikvæðra einstaklinga. Í öllum meðferðarhópunum var inflúensusýking staðfest hjá 67 % (á bilinu 46 % - 74 %) nýrra sjúklinga. Af öldruðum einstaklingum, voru 64 % inflúensu-jákvæðir og af þeim sem voru með langvinna hjarta og/eða öndunarfæra sjúkdóma voru 62 % inflúensu-jákvæðir.

Í öllum III. stigs meðferðarrannsóknum voru nýir sjúklingar einungis skráðir á því tímabili sem inflúensa var í gangi á viðkomandi stað.

Fullorðnir og unglingar 13 ára og eldri: Sjúklingar komu til greina í rannsóknir ef þeir tilkynntu sig innan 36 klst. frá því að einkenni komu fram, höfðu hita 37,8°C, og höfðu einnig a.m.k. eitt einkenni frá öndunarfærum (hósta, nefkvilla eða særindi í hálsi) og a.m.k. eitt almennt einkenni (vöðvaþrautir, hroll/svita, vanlíðan, þreytu eða höfuðverk). Í samantektargreiningu á öllum inflúensu-jákvæðum fullorðnum og unglingum (N = 2.413) sem tóku þátt í meðferðarrannsóknum stytti oseltamivír 75 mg tvisvar sinnum á dag í 5 daga miðgildistíma inflúensuveikinda um u.þ.b. einn dag úr 5,2 dögum (95 % CI 4,9 – 5,5 dagar) í lyfleysu hópnum í 4,2 daga (95 % CI 4,0 – 4,4 dagar; p 0,0001).

Hlutfall sjúklinga sem fengu sérhæfða kvilla í neðri hluta öndunarfæra (aðallega berkjubólgu) og voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum minnkaði úr 12,7 % (135/1.063) í lyfleysuhópnum í 8,6 % (116/1.350) í oseltamivír hópnum (p = 0,0012).

Meðferð inflúensu hjá áhættusjúklingum: Miðgildistímalengd inflúensu veikinda hjá öldruðum (65 ára) og einstaklingum með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma sem fengu oseltamivír 75 mg tvisvar sinnum á dag í 5 daga styttist ekki marktækt. Heildartími sótthita styttist um einn dag í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri. Hjá inflúensu-jákvæðum öldruðum minnkaði oseltamivír marktækt tíðni kvilla sem eru einkennandi fyrir neðrihluta öndunarvegar (aðallega

berkjubólgu) þar sem þurfti að taka sýklalyf, úr 19 % (52/268) í lyfleysuhópnum í 12 % (29/250) í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri (p = 0,0156).

Hjá inflúensu-jákvæðum sjúklingum með langvinna hjarta- og/eða öndunarfærasjúkdóma var heildar tíðni kvilla í neðri hluta öndunarfæra (aðallega berkjubólga) sem voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum 17 % (22/133) í lyfleysuhópnum og 14 % (16/118) í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivír (p = 0,5976).

Meðferð við inflúensu hjá þunguðum konum: Engar stýrðar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum, hins vegar hafa komið fram vísbendingar eftir markaðssetningu lyfsins og úr afturskyggnum áhorfsrannsóknum sem sýna fram á ávinning af núverandi skammtaáætlun hjá þessum sjúklingahahópi hvað varðar lægri dánartíðni/færri dauðsföll. Niðurstöður greininga á lyfjahvörfum benda til minni útsetningar fyrir virka umbrotsefninu, en ekki er þó ráðlagt að breyta skömmtum handa þunguðum konum sem fá meðferð við inflúensu eða fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu (sjá kafla 5.2, Lyfjahvörf, Sérstakir sjúklingahópar).

Meðferð við inflúensu hjá börnum: Í rannsókn á börnum, á aldrinum 1 til 12 ára (meðalaldur 5,3 ár), sem höfðu hita (≥ 37,8°C) ásamt annaðhvort hósta eða nefkvefi en voru heilbrigð að öðru leyti (65 % inflúensu-jákvæð) voru 67 % inflúensu-jákvæðra sjúklinga voru smitaðir af inflúensu A og 33 % af inflúensu B. Oseltamivír meðferð sem hófst innan 48 klst. frá því að einkenni komu fram, stytti tímann þar til engin veikindi voru til staðar (skilgreint þar sem á sama tíma heilsa og virkni urðu eðlileg að nýju hiti, hósti og nefkvef batnaði) um 1,5 dag (95 % CI 0,6 - 2,2 dagar; p < 0,0001)) í samanburði við lyfleysu. Oseltamivír minnkaði tíðni bráðrar miðeyrabólgu úr 26,5 % (53/200) í lyfleysuhópnum í

16 % (29/183) hjá börnum sem voru meðhöndluð með oseltamivíri (p = 0,013).

Önnur rannsókn var gerð á 334 börnum með astma á aldrinum 6 til 12 ára þar sem 53,6 % voru inflúensu-jákvæð. Í hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri styttist meðaltími veikinda ekki marktækt. Á 6. degi (síðasta degi meðferðar) hafði FEV1 aukist um 10,8 % hjá hópnum sem var meðhöndlaður með oseltamivíri samanborið við 4,7 % hjá lyfleysuhópnum (p = 0,0148) í þessum úrtaki.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Tamiflu hjá einum eða fleiri undirhópum barna við inflúensu. Sjá kafla 4.2 um notkun handa börnum.

Ábending fyrir börn yngri en 1 árs er byggð á framreikningi á virkniniðurstöðum úr rannsóknum á eldri börnum og ráðlagðir skammtar eru byggðir á niðurstöðum úr lyfjahvarfa líkönum (sjá kafla 5.2).

Meðferð við inflúensu B sýkingu: Í heild var 15 % af inflúensu-jákvæða hópnum sýkt af inflúensu B og var hlutfallið á bilinu 1 til 33 % í einstökum rannsóknum. Meðaltími veikinda hjá einstaklingum sýktum af inflúensu B var ekki marktækt breytilegur eftir meðferðarhópum í einstökum rannsóknum. Upplýsingum frá 504 sjúklingum sýktum af inflúensu B var safnað saman úr öllum rannsóknunum til greiningar. Með oseltamivíri styttist tími allra einkenna að bata um 0,7 dag (95 % CI 0,1 - 1,6 dagur; p = 0,022) og tíma með sótthita (≥ 37,8°C), hósta og nefkvefi um einn dag (95 % CI 0,4 - 1,7 dagar;

p < 0,001) samanborið við lyfleysu.

Vörn gegn inflúensusýkingu

Sýnt hefur verið fram á virkni oseltamivírs til varnar inflúensuveikindum af eðlilegum orsökum í forvarnarrannsókn eftir hugsanlegt smit heimilisfólks og tveimur árstíðabundnum forvarnarrannsóknum. Frumvirknistuðullinn í öllum þessum rannsóknum var tíðni inflúensu staðfest með rannsóknarstofuprófi.

Meinvirkni inflúensufaraldra er ekki fyrirsjáanleg og er mismunandi innan svæða og frá einu tímabili til annars. Því er fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) til þess að varna einu tilviki inflúensuveikinda breytilegur.

Vörn eftir hugsanlegt smit: Í rannsókn á þeim (12,6 % bólusettir við inflúensu) sem höfðu komist í tæri við vísitilfelli inflúensu (index case influenza) var meðferð með oseltamivíri 75 mg einu sinni á dag hafin innan tveggja daga frá því að einkenni komu fram hjá vísitilfellum og töku haldið áfram í sjö

daga. Inflúensa var staðfest hjá 163 af 377 vísitilfellum. Oseltamivír minnkaði marktækt tíðni klínískra inflúensueinkenna sem komu fram hjá þeim sem höfðu komist í tæri við staðfest inflúensutilvik úr 24/200 (12 %) í lyfleysuhópnum í 2/205 (1 %) í oseltamivír hópnum (92 % minnkun [95 % CI 6 - 16, p ≤ 0,0001]). Fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) hjá þeim sem raunverulega höfðu komist í tæri við infúensutilvik var 10 (95 % CI 9 – 12) og 16 (95 % CI 15 – 19) meðal alls samfélagsins (ITT) án tillits til sýkingarástands hjá vísitilfellinu.

Sýnt hefur verið fram á virkni oseltamivírs til þess að fyrirbyggja inflúensuveikindi af eðlilegum orsökum í forvarnarrannsókn eftir hugsanlegt smit á heimilum þar sem fullorðnir, unglingar og börn á aldrinum 1 til 12 ára, voru bæði sem vísitilfelli og sem aðilar sem hafa verið í návígi við smitaða. Aðal mælikvarði fyrir virkni í þessari rannsókn var tíðni klínískrar inflúensu á heimilinu staðfest af rannsóknarstofu. Fyrirbyggjandi meðferð með oseltamivíri stóð í 10 daga. Í heildarþýðinu varð minnkun í tíðni klínískrar inflúensu á heimilinum staðfest af rannsóknarstofu úr 20% (27/136) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 7% (10/135) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (62,7% minnkun [95% CI 26,0 - 81,2]; p = 0,0042). Á heimilum með vísitilfelli sýktum af inflúensu varð minnkun í tíðni inflúensu úr 26% (23/89) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi

meðferð í 11% (9/84) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (58,5% minnkun [95% CI 15,6 - 79,6; p = 0,0114]).

Samkvæmt greiningu á undirhópi barna á aldrinum 1 til 12 ára lækkaði tíðni inflúensutilfella staðfestum af rannsóknarstofu hjá börnum marktækt úr 19% (21/111) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 7% (7/104) hjá hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (64,4% minnkun [95% CI 15,8 - 85,0; p = 0,0188]). Hjá börnum þar sem veiran var ekki farin að dreifast við grunnlínu minnkaði tíðni staðfestrar inflúensu úr 21% (15/70) í hópnum sem ekki fékk fyrirbyggjandi meðferð í 4 % (2/47) í hópnum sem fékk fyrirbyggjandi meðferð (80,1% minnkun [95% CI 22,0 - 94,9;

p = 0,0206]). Fjöldi þeirra sem þarf að meðhöndla (NNT) í heildarþýði hjá börnum var 9 (95% CI

7 - 24) fyrir allt samfélagið og 8 (95% CI 6, efri mörk ekki metanleg) fyrir börn sem komust í tæri við sýkt vísitilfelli (ITTII).

Vörn á meðan inflúensufaraldur stendur yfir í samfélaginu: Í samantektargreiningu á tveimur öðrum rannsóknum sem gerðar voru á óbólusettum að öðru leyti heilbrigðum fullorðnum, minnkaði oseltamivír 75 mg einu sinni á dag gefið í 6 vikur marktækt tíðni klínískra inflúensuveikinda úr 25/519 (4,8 %) í lyfleysu hópnum í 6/520 (1,2 %) í oseltamivír hópnum (76 % minnkun [(95 % CI 1,6 – 5,7; p = 0,0006]) þegar inflúensa var í gangi í samfélaginu. NNT í þessari rannsókn var 28 (95 % CI 24 - 50). Í rannsókn á öldruðum á hjúkrunarheimilum þar sem 80 % þátttakenda höfðu verið bólusettir á meðan á rannsókninni stóð, minnkaði oseltamivír 75 mg einu sinni á dag gefið í 6 vikur tíðni klínískra inflúensuveikinda marktækt úr 12/272 (4,4 %) í lyfleysuhópnum í 1/276 (0,4 %) í oseltamivír hópnum (92 % minnkun, [95 % CI 1,5 – 6,6; p = 0,0015]). NNT í þessari rannsókn var 25 (95 % CI 23 - 62).

Inflúensuforvarnir hjá ónæmisbældum sjúklingum: Tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu var gerð á árstíðabundinni forvörn gegn inflúensu hjá 475 ónæmisbældum sjúklingum (388 sjúklingar með fasta líffæraígræðslu [195 lyfleysu; 193 oseltamivír], 87 sjúklingar með blóðstofnfrumuígræðslu [43 lyfleysu; 44 oseltamivír], enginn sjúklingur með annað ónæmisbælandi ástand), að meðtöldum 18 börnum 1 til 12 ára. Aðalendapunkturinn í þessari rannsókn var tíðni klínískrar inflúensu sem staðfest hafði verið á rannsóknastofu með veiruræktun og/eða ferfaldri hækkun á HAI mótefnum. Tíðni klínískrar inflúensu sem staðfest hafði verið á rannsóknastofu var

2,9 % (7/238) hjá lyfleysu hópnum og 2,1 % (5/237) hjá oseltamivírhópnum (95 % CI -2,3 %-4,1 %; p = 0,772).

Ekki hafa verið gerðar sértækar rannsóknir til að meta hvort hætta á fylgikvillum minnki.

Ónæmi gegn oseltamiviri

Klínískar rannsóknir: Hætta á inflúensuveirum með minnkað næmi eða ónæmi fyrir oseltamivíri hefur verið kannað í klínískum rannsóknum sem styrktar eru af Roche. Algengara var að ónæmi gegn oseltamivíri kæmi fram meðan á meðferð stóð hjá börnum en fullorðnum og var tíðni frá því að vera minni en 1% hjá fullorðnum upp í 18% hjá ungbörnum yngri en 1 árs. Börn sem greindust með oseltamivír-ónæma veiru dreifðu henni yfirleitt í lengri tíma en sjúklingar sem báru næma veiru.

Ónæmi gegn oseltamivíri sem kom fram meðan á meðferð stóð hafði þó ekki áhrif á svörun við meðferðinni og olli ekki framlengingu á inflúensueinkennum.

Sjúklingar

Sjúklingar með ónæmar stökkbreytingar (%)

Svipgerð*

Arf- og svipgerð*

Fullorðnir og unglingar

0,62% (14/2253)

0,67% (15/2253)

 

 

 

Börn (1-12 ára)

3,89% (66/1698)

4,24% (72/1698)

 

 

 

Ungbörn (<1 árs)

18,31% (13/71)

18,31% (13/71)

* Full ákvörðun arfgerðar var ekki framkvæmd í öllum rannsóknunum.

Hingað til eru ekki vísbendingar um að fram komi lyfjaónæmi í tengslum við notkun Tamiflu í klínískum rannsóknum eftir hugsanlegt smit (7 dagar), eftir hugsanlegt smit hjá heimilisfólki

(10 dagar) eða eftir árstíðabundnar (42 dagar) fyrirbyggjandi aðgerðir við inflúensu hjá sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Ekki varð vart við lyfjaónæmi í 12 vikna rannsókn á forvörnum hjá ónæmisbældum sjúklingum.

Klínískar upplýsingar og eftirlitsupplýsingar: Stökkbreytingar af náttúrulegum toga sem tengjast minnkuðu næmi fyrir oseltamivíri in vitro hafa fundist í inflúensu A og B veirum sem voru einangraðar úr sjúklingum sem ekki hafa verið útsettir fyrir oseltamivíri. Ónæmir stofnar, valdir meðan á meðferð með oseltamivír stendur, hafa verið einangraðir bæði úr sjúklingum með heilbrigt ónæmiskerfi og ónæmisbældum sjúklingum. Hætta á myndun veirustofna sem eru ónæmir fyrir oseltamivíri meðan á meðferð stendur er meiri hjá ónæmisbældum einstaklingum og ungum börnum.

Komið hefur í ljós að oseltamivír-ónæmar veirur sem hafa verið einangraðar frá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með oseltamivíri og oseltamivír-ónæmir rannsóknarstofustofnar af inflúensuveirum innihalda stökkbreytingar í N1 og N2 neuramínidösum. Stökkbreytingar sem valda ónæmi eru oft sértækar fyrir undirgerðir veiru. Náttúrlega fram komið ónæmi sem tengist stökkbreytingunni H275Y í árstíðabundnum H1N1-stofnum hefur greinst einstöku sinnum síðan 2007. Næmi fyrir oseltamivíri og útbreiðsla slíkra veira virðast vera mismunandi eftir árstíðum og landsvæðum. Árið 2008 fannst H275Y í > 99 % af H1N1-stofnum inflúensuveiru sem var að ganga í Evrópu. H1N1-stofn inflúensu árið 2009 („svínaflensa“) reyndist nánast alltaf næmur fyrir oseltamivíri og var aðeins örsjaldan tilkynnt um ónæmi í tengslum við meðferð í lækningaskyni eða fyrirbyggjandi meðferð.

5.2 Lyfjahvörf

Almennar upplýsingar

Frásog

Oseltamivír frásogast hratt úr meltingarveginum eftir gjöf oseltamivír fosfats (forlyf) til inntöku og breytist í miklum mæli, aðallega fyrir tilstilli lifraresterasa, í virka umbrotsefnið (oseltamivír karboxýlat). Að minnsta kosti 75 % skammts til inntöku nær út í almenna blóðrás sem virkt umbrotsefni. Útsetning fyrir forlyfinu er minni en 5 % í samanburði við virka umbrotsefnið. Plasmaþéttni bæði forlyfs og virks umbrotsefnis er í hlutfalli við skammt og breytist ekki við samhliða fæðuneyslu.

Dreifing

Meðaldreifingarrúmmál oseltamivír karboxýlats við jafnvægi er um 23 lítrar hjá mönnum en það er rúmmál samsvarandi líkamsvökva utan frumna. Þar sem virkni neuramínidasa er utanfrumu dreifist oseltamivír karboxýlat til allra staða sem inflúensuveirur dreifast til.

Binding oselatamivír karboxýlats við plasmaprótein í mönnum er óveruleg (um 3 %).

Umbrot

Oseltamivír breytist í miklum mæli í oseltamivír karboxýlat með esterasa sem aðallega er í lifur. In vitro rannsóknir sýndu fram á að hvorki oseltamivír né virka umbrotsefnið er hvarfefni fyrir, eða

hemill aðalísóforma cýtókróm P450. Engin 2. stigs afleiða hvors efnis fyrir sig hefur greinst in vivo.

Brotthvarf

Brotthvarf frásogaðs oseltamivírs er aðallega (> 90 %) með umbroti í oseltamivír karboxýlat. Það umbrotnar ekki frekar og skilst út með þvagi. Hámarksþéttni oseltamivír karboxýulats í plasma lækkar með helmingunartímann 6-10 klst. hjá flestum einstaklingum. Brotthvarf virka umbrotsefnisins er eingöngu með nýrnaútskilnaði. Nýrnaúthreinsun (18,8 l/klst.) fer yfir gauklasíunarhraða (7,5 l/klst.) sem bendir til þess að píplaseyting komi fram auk gauklasíunar. Minna en 20 % af geislamerktum skammti til inntöku skilst út með hægðum.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Börn

Ungbörn yngri en 1 árs: Mat hefur verið lagt á lyfjahvörf, lyfhrif og öryggissnið Tamiflu í tveimur opnum rannsóknum án samanburðar sem gerðar voru hjá börnum yngri en eins árs sem sýkt voru af inflúensu (n=135). Eftir að leiðrétt hefur verið fyrir líkamsþyngd minnkar hraði úthreinsunar virka umbrotsefnisins með aldri hjá börnum yngri en eins árs. Útsetning fyrir umbrotsefnum er einnig breytilegri hjá yngstu börnunum. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að útsetning eftir skammt sem nemur 3 mg/kg hjá ungbörnum á aldrinum 0-12 mánaða veiti útsetningu fyrir forlyfi og umbrotsefnum sem talin er virk og með öryggissnið svipað og sést hjá eldri börnumog fullorðnum sem fá samþykkta skammta (sjá kafla 4.1 og 4.2).Tilkynntar aukaverkanir voru svipaðar og áður hefur verið sýnt fram á hjá eldri börnum.

Engin gögn liggja fyrir um fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu hjá ungbörnum yngri en 1 árs eftir að þau eru útsett fyrir smiti. Fyrirbyggjandi meðferð meðan á inflúensufaraldri stendur í samfélaginu hefur ekki verið rannsökuð hjá börnum yngri en 12 ára.

Ungbörn og börn 1 árs eða eldri: Lyfjahvörf oseltamivírs hafa verið metin í stakskammts lyfjahvarfarannsóknum hjá ungbörnum, börnum og unglingum á aldrinum 1 til 16 ára. Fjölskammtalyfjahvörf voru rannsökuð hjá fáeinum börnum sem tóku þátt í klínískri rannsókn á virkni. Yngri börnin losuðu sig bæði við forlyfið og virka umbrotsefnið hraðar en fullorðnir, sem leiðir til minni útsetningar fyrir gefnum skammti í mg/kg. Með 2 mg/kg skömmtum fæst oseltamivír karboxýlat í svipuðu magni og hjá fullorðnum sem fá einn 75 mg skammt (u.þ.b. 1 mg/kg). Lyfjahvörf oseltamivírs hjá börnum og unglingum 12 ára eða eldri eru svipuð og hjá fullorðnum.

Aldraðir

Útsetning fyrir virka umbrotsefninu við jafnvægi var 25 til 35 % meiri hjá öldruðum (65 til 78 ára) samanborið við fullorðna yngri en 65 ára sem fengu sambærilega skammta af oseltamivíri. Helmingunartímar sem fram komu hjá öldruðum voru álíka og þeir sem komu fram hjá ungu fólki. Á grundvelli aðgengis og þolanleika lyfsins þarf ekki að breyta skömmtum handa öldruðum nema ef merki eru um miðlungs til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun lægri en 60 ml/mín.) (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Gjöf 100 mg af oseltamivír fosfati tvisvar sinnum á dag í 5 daga hjá sjúklingum með mismikla nýrnastarfstruflun sýndi að það oseltamivír karboxýlat sem er fyrir hendi er í öfugu hlutfalli við minnkandi nýrnastarfsemi. Varðandi skömmtun, sjá kafla 4.2.

Skert lifrarstarfsemi

In vitro rannsóknir hafa sýnt að ekki er gert ráð fyrir að það oseltamivír sem er fyrir hendi aukist marktækt né að það virka umbrotsefni sem fyrir hendi er minnki marktækt hjá sjúklingum með lifrarstarfstruflun (sjá kafla 4.2).

Þungaðar konur

Sameiginleg þýðisgreining á lyfjahvörfum bendir til þess að sú skömmtun Tamiflu sem lýst er í kafla 4.2, Skammtar og lyfjagjöf, leiði til minni útsetningar fyrir virka umbrotsefninu hjá þunguðum

konum, borið saman við konur sem ekki eru þungaðar (að meðaltali 30% yfir allan meðgöngutímann). Þessi minnkaða ætlaða útsetning helst þó yfir hömlunarþéttni (IC95 gildi) og í lækningalegri þéttni gagnvart mörgum inflúensuveirustofnum. Að auki eru vísbendingar úr rannsóknum þar sem fylgst var með sjúklingum um ávinning af núverandi skömmtun fyrir þennan hóp sjúklinga. Því er ekki ráðlagt að breyta skömmtum handa þunguðum konum sem fá meðferð við inflúensu eða fyrirbyggjandi meðferð gegn inflúensu (sjá kafla 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf).

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni. Niðurstöður hefðbundinna rannsókna á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá nagdýrum sýndu tilhneigingu til skammtaháðrar aukningar á tíðni sumra æxla sem eru einkennandi fyrir þær nagdýrategundir sem notaðar eru. Sé tekið tillit til innan hvaða marka útsetning er, miðað við útsetningu sem búast má við hjá mönnum, hafa þessar niðurstöður ekki áhrif á ávinning á móti áhættu af notkun Tamiflu við samþykktum ábendingum.

Rannsóknir á vansköpunaráhrifum hafa verið gerðar á rottum með skömmtum að 1500 mg/kg/dag og á kanínum með 500 mg/kg/dag. Engin áhrif á fósturþroska komu fram. Rannsóknir á frjósemi hjá rottum í skammti sem nam allt að 1500 mg/kg/dag sýndu engar aukaverkanir á hvorugt kyn fyrir sig. Í fyrir- og eftirburðarrannsóknum á rottum, kom fram lengri fæðing við 1500 mg/kg/dag; öryggismörk milli útsetningar fyrir menn og hæsta skammts sem ekki hefur áhrif (500 mg/kg/dag) hjá rottum eru 480 föld fyrir oseltamivír og 44 föld fyrir virka umbrotsefnið. Útsetning fyrir oseltamivír hjá rottu- og kanínufóstrum var um 15 til 20 % miðað við móður.

Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virka umbrotsefnið í mjólkina. Takmarkaðar upplýsingar benda til þess að oseltamivír og virka umbrotsefni þess berist í brjóstamjólk. Framreiknað úr dýraupplýsingum er það áætlað 0,01 mg/dag og 0,3 mg/dag fyrir hvort efni fyrir sig.

Mögulegt húðnæmi fyrir oseltamivír kom fram við hámarkssvörunarprófanir í naggrísum. Um 50 % prófaðra dýra sem voru meðhöndluð með óbreyttu virku efni sýndu útbrot eftir að meðhöndlað dýr hafði verið örvað. Tímabundin erting í augum kanína kom fram.

Mjög stórir, stakir skammtar af oseltamivír fosfatsalti til inntöku, allt upp í stærsta skammt sem prófaður var (1310 mg/kg), höfðu engin óæskileg áhrif hjá fullorðnum rottum en slíkir skammtar leiddu hins vegar til eiturverkunar hjá ungum, 7 daga gömlum rottuungum, að meðtöldum dauða. Þessi verkun sást við skammta sem námu 657 mg/kg og þar yfir. Engar aukaverkanir sáust við 500 mg/kg, heldur ekki við langvinna meðferð (500 mg/kg/dag gefið frá 7. til 21. dags eftir fæðingu).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Sorbitól (E420)

Natríum tvíhýdrógen cítrat (E331[a]) Xantan gúmmí (E415)

Natríum benzóat (E211) Sakkarínnatríum (E954) Títantvíoxíð (E171)

Tutti frutti bragðefni (þar á meðal maltodextrín [maís], própýlen glýkól, arabic gúmmí E414) og náttúrulegt bragðefni (aðallega samsett úr banana-, ananas- og ferskjubragðefni).

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár

Eftir blöndun, geymið við lægri hita en 25°C í 10 daga eða í kæli (2 °C – 8 °C) í 17 daga.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C.

Fyrir geymsluþol lyfsins eftir blöndun, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

100 ml gulbrún glerflaska (með barnaöryggis pólýprópýlen skrúfloki, ytra byrði: pólýetýlen, innra byrði: pólýprópýlen, fóðring: pólýetýlen) með 30 g af dufti fyrir mixtúru, millistykki úr plasti (lágþéttni pólýetýleni), skammtasprauta fyrir inntöku úr plasti (30 mg, 45 mg og 60 mg kvörðun) (sprauta og stimpill: pólýprópýlen, sílíkon þéttihringur) og mælibikar úr plasti (pólýprópýlen).

Pakkningastærð, ein flaska.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Mælt er með að Tamiflu mixtúra, sé blönduð af lyfjafræðingi áður en hún er afgreidd sjúklingi.

Eftir blöndun með 52 ml af vatni, fæst nýtanlegt rúmmál af mixtúru í samtals tíu 75 mg skammta af oseltamivíri.

Eingöngu ætti að nota sprautuna sem fylgir pakkningunni, þar sem skammtar eru merktir í mg. Ekki er hægt að nota sprautu með ml merkingum í staðinn.

Blöndun mixtúru

1)Sláið létt og varlega í lokaða flöskuna nokkrum sinnum til þess að losa um duftið.

2)Mælið 52 ml af vatni með því að fylla mælibikarinn að réttu marki (mælibikar er í öskjunni).

3)Bætið öllum 52 ml af vatninu í flöskuna, setjið skrúflokið aftur á og hristið lokaða flöskuna vandlega í 15 sekúndur.

4)Takið lokið af og þrýstið millistykkinu niður í flöskuhálsinn.

5)Lokið flöskunni þétt með lokinu (efst á millistykki flöskunnar). Þetta tryggir að millistykki flöskunnar sitji í réttri stöðu í flöskunni.

Tamiflu mixtúra verður mött og hvít til ljósgul dreifa eftir blöndun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Roche Registration Limited

6 Falcon Way

Shire Park

Welwyn Garden City

AL7 1TW

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/02/222/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. júní 2002

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. maí 2012

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf