Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Telmisartan Teva Pharma (telmisartan) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C09CA07

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTelmisartan Teva Pharma
ATC-kóðiC09CA07
Efnitelmisartan
FramleiðandiTeva B.V.

1.HEITI LYFS

Telmisartan Teva Pharma 20 mg töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 20 mg telmisartan.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 21,4 mg sorbitól (E420).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Töflur.

Hvítar eða drapplitar, sporöskjulaga töflur: Í aðra hliðina er grafið númerið „93“. Í hina hliðina er grafið númerið „7458“.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Háþrýstingur

Meðferð við háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum.

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

Til að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma hjá fullorðnum með:

staðfestan hjarta- og æðasjúkdóm vegna æðakölkunar og segamyndunar (saga um kransæðasjúkdóm, slag eða útslagæðakvilla) eða

sykursýki af tegund 2 með staðfestum skemmdum í marklíffærum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Meðferð háþrýstings

Venjulega hefur 40 mg skammtur einu sinni á dag tilætluð áhrif. Hjá sumum sjúklingum getur 20 mg skammtur þó nægt. Þegar æskilegur blóðþrýstingur næst ekki má auka telmisartanskammtinn í mest 80 mg einu sinni á dag. Einnig má nota telmisartan samtímis þvagræsilyfjum af flokki tíazíða sem hafa reynst hafa samleggjandi áhrif á blóðþrýstingslækkandi verkun telmisartans. Þegar skammtaaukning er hugleidd skal hafa í huga að hámarks blóðþrýstingslækkandi áhrif nást venjulega fjórum til átta vikum eftir að meðferð hefst (sjá kafla 5.1).

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

Ráðlagður skammtur er 80 mg einu sinni á dag. Ekki er vitað hvort lægri skammtar en 80 mg af telmisartani eru virkir í að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum.

Við upphaf meðferðar með telmisartan til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma er mælt með nákvæmu eftirliti með blóðþrýstingi og ef við á getur aðlögun skammta lyfja sem lækka blóðþrýsting verið nauðsynleg.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Takmörkuð reynsla hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða sjúklingum í blóðskilun er fyrirliggjandi. Mælt er með minni upphafsskammti eða 20 mg hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4.). Ekki þarf að breyta skammti hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Telmisartan Teva Pharma er ekki ætla til notkunar hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3).Hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta lifrarstarfsemi ætti skammtur ekki að vera stærri en 40 mg einu sinni á dag (sjá kafla 4.4).

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Telmisartan Teva Pharma hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í köflum 5.1 og 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Telmisartan töflur eru til notkunar einu sinni á sólarhring og á að taka inn með vökva, með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Kvilli vegna þrengingar í gallvegum.

Alvarlega skert lifrarstarfsemi.

Ekki má nota Telmisartan Teva Pharma samhliða lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi (GFR < 60 ml/mín./1,73 m2 ) (sjá kafla 4.5 og 5.1).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Meðganga

Ekki skal hefja meðferð með angíótensín II blokkum á meðgöngu. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II blokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II blokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við (sjá kafla 4.3. og 4.6).

Skert lifrarstarfsemi

Telmisartan Teva Pharma á ekki að gefa sjúklingum með gallteppu, kvilla vegna þrengingar í gallvegum eða alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3) þar sem brotthvarf telmisartans verður að mestu leyti í galli. Búast má við að lifrarúthreinsun telmisartans sé skert hjá þessum sjúklingum. Telmisartan Teva Pharma á aðeins að nota með varúð hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta lifrarstarfsemi.

Nýrnaæðaháþrýstingur

Aukin hætta er á alvarlegum lágþrýstingi og skertri nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með tvíhliða nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í nýrnaslagæð í einu starfhæfu nýra ef þeir eru meðhöndlaðir með lyfjum sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið.

Skert nýrnastarfsemi og nýraígræðsla

Þegar Telmisartan Teva Pharma er notað handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, er mælt með reglulegum mælingum á kalíum- og kreatíníngildum í sermi. Engin reynsla er af gjöf Telmisartan Teva Pharma handa sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýraígræðslu.

Blóðþurrð í æðum

Lágþrýstingur með einkennum (symptomatic hypotension) getur komið fram, einkum eftir fyrsta skammt af Telmisartan Teva Pharma, hjá sjúklingum sem hafa skert blóðrúmmál og/eða natríumskort eftir öfluga þvagræsandi meðferð, saltsnautt fæði, niðurgang eða uppköst. Slíkt ástand skal lagfæra áður en Telmisartan Teva Pharma er gefið. Skert blóðrúmmál og/eða natríumskort skal lagfæra áður en Telmisartan Teva Pharma er gefið.

Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu

Vísbendingar eru um að samhliðanotkun ACE hemla, angíótensín II viðtakablokka eða aliskirens auki hættu á blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun). Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni er þess vegna ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Ef meðferð sem tvöfaldar hömlun er talin bráðnauðsynleg skal hún einungis fara fram undir eftirliti sérfræðings og með tíðu eftirliti með nýrnastarfsemi, blóðsöltum og blóðþrýstingi.

Ekki skal nota ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

Annað ástand þar sem renín-angíótensín-aldósterónkerfið er örvað

Hjá sjúklingum þar sem æðaþan og nýrnastarfsemi er einkum háð virkni renín-angíótensín-aldósterón- kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun (congestive heart failure) eða undirliggjandi nýrnasjúkdóm, þar með talið nýrnaslagæðaþrengsli) hefur meðhöndlun með lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi eins og telmisartan, verið tengd bráðum lágþrýstingi, blóðnituraukningu, þvagþurrð eða í örfáum tilvikum bráðri nýrnabilun (sjá kafla 4.8).

Aldósterónheilkenni (primary aldosteronism)

Sjúklingar með aldósterónheilkenni munu almennt ekki svara háþrýstilyfjum sem verka með því að hemja renín-angíótensínkerfið. Því er ekki mælt með notkun telmisartans.

Ósæðar- og míturlokuþrengsli, hjartavöðvakvilli með þrengingum og hjartastækkun (obstructive hypertrophic cardiomyopathy)

Eins og með önnur æðavíkkandi lyf, skal gæta sérstakrar varúðar hjá sjúklingum, sem eru með ósæðar- eða míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilla með þrengingum og hjartastækkun.

Sykursýkissjúklingar sem eru á meðferð með insúlíni eða blóðsykurslækkandi lyfjum

Hjá þessum sjúklingum getur blóðsykurslækkun átt sér stað við meðferð með telmisartani. Þess vegna skal íhuga viðeigandi eftirlit með blóðsykri hjá þessum sjúklingum og nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúlíni eða blóðsykurslækkandi lyfjum þar sem við á.

Blóðkalíumhækkun

Notkun lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið getur valdið blóðkalíumhækkun. Hjá öldruðum, sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, sykursýkissjúklingum, sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með öðrum lyfjum sem geta aukið kalíumþéttni og/eða sjúklingum með kvilla sem geta haft áhrif í þessu sambandi, getur blóðkalíumhækkun verið lífshættuleg.

Áður en íhuguð er samhliða notkun lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið skal meta hlutfall ávinnings-áhættu.

Helstu áhættuþættir fyrir blóðkalíumhækkun, sem hafa skal í huga, eru:

-Sykursýki, skert nýrnastarfsemi, aldur (> 70 ára)

-Samhliða notkun með einu eða fleiri lyfjum sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið og/eða kalíumuppbót. Lyf eða lyfjaflokkar sem geta valdið blóðkalíumhækkun eru saltuppbót sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi þvagræsilyf, ACE-hemlar, angíótensín II viðtakablokkar, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) (þar með talið sértækir COX-2 hemlar), heparín, ónæmisbælandi lyf (ciclosporín eða takrólímus) og trímetóprím.

-Kvillar sem geta haft áhrif í þessu sambandi, einkum ofþornun, bráð ómeðhöndluð einkenni frá hjarta, efnaskiptablóðsýring, versnun á nýrnastarfsemi, skyndileg versnun á ástandi nýrna (t.d. smitsjúkdómar), frumurof (t.d. bráð blóðþurrð í útlim, rákvöðvalýsa, mikill áverki).

Nákvæmt eftirlit með kalíum í sermi hjá sjúklingum í áhættuhópi er ráðlagt (sjá kafla 4.5).

Sorbitól

Þetta lyf inniheldur sorbitól (E420). Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol sem er mjög sjaldgæft eiga ekki að taka Telmisartan Teva Pharma.

Mismunur vegna kynþáttar

Eins og sést hefur við notkun ACE-hemla (angiotensin converting enzyme inhibitors) eru telmisartan og aðrir angíótensín II blokkar greinilega minna virkir til lækkunar blóðþrýstings hjá fólki af svörtum kynstofni en öðrum, líklega vegna hærri tíðni lágra reníngilda hjá svertingjum með háþrýsting.

Annað

Eins og á við um önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, getur of mikil blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum með hjartakvilla með blóðþurrð eða hjarta- og æðasjúkdóm með blóðþurrð valdið hjartadrepi eða heilablóðfalli.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Dígoxín

Þegar telmisartan var gefið samhliða dígoxíni var miðgildi hækkunar á hámarksþéttni dígoxins í plasma 49% og miðgildi hækkunar lágstyrks um 20%. Þegar meðferð með telmisartan er hafin, breytt og hætt, skal fylgjast með dígoxíngildum til að viðhalda styrk innan ráðlagðs bils.

Eins og á við um önnur lyf sem virka á renín-angíótensín-aldósterón kerfið getur telmisartan valdið blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.4). Aukin hætta getur verið við samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem einnig geta valdið blóðkalíumhækkun (saltuppbót sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi þvagræsilyf, ACE-hemlar, angíótensín II viðtakablokkar, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID, þar með talið sértækir COX-2 hemlar), heparín, ónæmisbælandi lyf (ciclosporín eða takrólímus) og trímetóprím).

Blóðkalíumhækkun er háð sameinuðum áhættuþáttum. Hættan er aukin þegar lyfið er notað ásamt þeim meðferðum sem nefndar eru hér að ofan. Hættan er sérstaklega mikil þegar samhliða eru notuð kalíumsparandi þvagræsilyf og þegar lyfið er notað samhliða saltuppbót sem inniheldur kalíum. Hættan er minni við samhliða notkun til dæmis ACE-hemla eða bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), að því tilskildu að varúðarreglum við notkun sé fylgt nákvæmlega.

Samhliða notkun sem ekki er ráðlögð

Kalíumsparandi þvagræsilyf eða kalíumuppbót

Angíótensín II blokkar eins og telmisartan draga úr kalíumtapi vegna þvagræsingar. Kalíumsparandi þvagræsilyf, t.d. spírónólaktón, eplerenón, tríamteren eða amiloríð, kalíumuppbót eða saltuppbót sem inniheldur kalíum getur valdið marktækri hækkun á kalíum í sermi. Ef nota þarf þessi lyf samtímis vegna staðfests blóðkalíumtaps skal nota þau með varúð og gera tíðar mælingar á kalíum í sermi.

Litíum

Tilkynnt hefur verið um afturkræfa hækkun á litíumþéttni í sermi og eiturverkanir við samtímis gjöf litíums og ACE-hemla og í mjög sjaldgæfum tilvikum við samtímis gjöf angíótensín II blokka, þar á

meðal telmisartan. Ef samhliða notkun þessara lyfja reynist nauðsynleg er ráðlagt að fylgjast vandlega með litíumgildum í sermi.

Samhliða notkun sem fylgjast þarf með

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID)

Bólgueyðandi gigtarlyf (þ.e. asetýlsalisýlsýra í bólgueyðandi skömmtum, COX-2 hemlar og ósértæk bólgueyðandi gigtarlyf) geta minnkað blóðþrýstingslækkandi verkun angíótensín II blokka.

Hjá sumum sjúklingum með minnkaða nýrnastarfsemi (t.d. sjúklingar með ofþornun eða aldraðir sjúklingar með minnkaða nýrnastarfsemi) getur samhliða notkun angíótensín II blokka og lyfja sem hamla cýcló-oxýgenasa valdið frekari skerðingu á nýrnastarfsemi, þar með talin bráð nýrnabilun sem venjulega gengur til baka. Því skal nota þessar samsetningar með varúð, einkum hjá öldruðum. Sjúklingar skulu fá nægilegan vökva og íhuga skal eftirlit með nýrnastarfseminni eftir að samhliða meðferð er hafin og síðan með reglulega millibili.

Í einni rannsókn leiddi samhliða gjöf telmisartans og ramipríls til hækkunar allt að 2,5 falt á AUC0-24 og Cmax fyrir ramipríl og ramiprílat. Klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna er ekki þekkt.

Þvagræsilyf (tíazíð eða mikilvirk þvagræsilyf (loop-diuretics)

Þegar meðferð með telmisartani er hafin getur undanfarandi meðferð með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum eins og fúrósemíði (mikilvirkt þvagræsilyf) og hýdróklórtíazíði (tíazíð þvagræsilyf) valdið rúmmálsskerðingu og hættu á lágum blóðþrýstingi.

Taka þarf tillit til við samhliða meðferð

Önnur blóðþrýstingslækkandi lyf

Blóðþrýstingslækkandi áhrif telmisartans geta aukist við samhliða notkun annarra blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Upplýsingar úr klínískri rannsókn hafa sýnt að tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni tengist hærri tíðni aukaverkana eins og blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun) samanborið við notkun á einu lyfi sem hamlar renín-angíótensín- aldósterónkerfinu (sjá kafla 4.3, 4.4 og 5.1).

Byggt á lyfjafræðilegum eiginleikum eftirtalinna lyfja má búast við að þau auki blóðþrýstingslækkandi áhrif allra blóðþrýstingslækkandi lyfja þar með talið telmisartans: Baklófen, amífostín. Enn fremur getur áfengi, barbitúröt, sefandi lyf (narcotics) og þunglyndislyf aukið hættu á stöðubundnum lágþrýstingi.

Barksterar (almenn (systemic) notkun)

Minnkun á blóðþrýstingslækkandi verkun.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki er mælt með notkun angíótensín II blokka á fyrsta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.4). Ekki má nota angíótensín II blokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun Telmisartan Teva Pharma á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Faraldsfræðileg gögn um hættuna á vansköpum af völdum ACE-hemla á fyrsta þriðjungi meðgöngu eru ekki fullnægjandi, hins vegar er ekki hægt að útiloka lítillega aukna áhættu. Engin faraldsfræðileg gögn eru til um áhættu við notkun angíótensín II blokka en búast má við að hún sé svipuð fyrir þennan lyfjaflokk. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra

blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II blokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II blokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við.

Vitað er að notkun angíótensín II blokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu hefur skaðleg áhrif á fóstur (skert starfsemi nýrna, legvatnsbrestur, skert beinmyndun höfuðkúpu) og skaðleg áhrif á nýbura (nýrnabilun, lágþrýstingur, blóðkalíumhækkun). (Sjá kafla 5.3 Forklínískar upplýsingar).

Mælt er með ómskoðun nýrna og höfuðkúpu ef angíótensín II blokkar hafa verið notaðir frá öðrum þriðjungi meðgöngu.

Fylgjast skal vel með hvort lágþrýstingur komi fram hjá ungbörnum mæðra sem notað hafa angíótensín II blokka (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Brjóstagjöf

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Telmisartan Teva Pharma meðan á brjóstagjöf stendur, er ekki mælt með notkun Telmisartan Teva Pharma hjá konum sem hafa barn á brjósti. Ákjósanlegra er að veita lyfjameðferð þar sem nánari upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar meðan á brjóstagjöf stendur, sérstaklega þegar um nýbura eða fyrirbura er að ræða.

Frjósemi

Í forklínískum rannsóknum komu ekki fram áhrif á frjósemi karl- og kvendýra af völdum telmisartans.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Við akstur eða notkun véla skal þó hafa í huga að við meðferð við háþrýstingi eins og með Telmisartan Teva Pharma getur stöku sinnum komið fram sundl eða slen.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisþáttum

Alvarlegar aukaverkanir eru m.a. bráðaofnæmisviðbrögð og ofsabjúgur sem geta mjög sjaldan komið fyrir (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), og bráð nýrnabilun.

Heildartíðni aukaverkana sem greint er frá fyrir telmisartan var venjulega sambærileg við lyfleysu (41,4% á móti 43,9%) í samanburðarrannsóknum hjá sjúklingum á meðferð við háþrýstingi. Tíðni aukaverkana var ekki skammtaháð og engin tengsl sáust við kyn, aldur eða kynþátt sjúklinganna.

Upplýsingar um öryggi lyfsins hjá sjúklingum á meðferð til að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma voru sambærilegar við það sem sást hjá sjúklingum með háþrýsting.

Í neðangreindri töflu eru skráðar aukaverkanir sem sjúklingar fengu sem meðhöndlaðir voru við háum blóðþrýstingi í klíniskum íhlutunarrannsóknum en einnig eru eru skráðar aukaverkanir sem tilkynntar voru eftir markaðssetningu lyfsins. Skráin nær einnig til alvarlegra aukaverkana og aukaverkana sem leiddu til brottfalls úr þremur klíniskum langtímarannsóknum með 21.642 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með telmisartan í allt að 6 ár. Markmið meðferðarinnar var að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkunum er raðað eftir tíðni að viðtekinni venju samanber eftirfarandi:

Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Sjaldgæfar:

Þvagfærasýking þar með talin blöðrubólga, sýking í efri hluta

 

öndunarfæra þar með talin kokbólga og skútabólga.

Mjög sjaldgæfar:

Blóðsýking sem leitt getur til dauða1.

Blóð og eitlar

 

Sjaldgæfar:

Blóðleysi.

Mjög sjaldgæfar:

Eosínfíklafjöld, blóðflagnafæð.

Ónæmiskerfi

 

Mjög sjaldgæfar:

Bráðaofnæmisviðbrögð, ofnæmi.

Efnaskipti og næring

 

Sjaldgæfar:

Blóðkalíumhækkun.

Mjög sjaldgæfar:

Blóðsykurslækkun (hjá sykursjúkum).

Geðræn vandamál

 

Sjaldgæfar:

Svefnleysi, þunglyndi.

Mjög sjaldgæfar:

Kvíði.

Taugakerfi

 

Sjaldgæfar:

Yfirlið.

Mjög sjaldgæfar:

Svefnhöfgi

Augu

 

Mjög sjaldgæfar:

Sjóntruflanir.

Eyru og völundarhús

 

Sjaldgæfar:

Svimi.

Hjarta

 

Sjaldgæfar:

Hægtaktur.

Mjög sjaldgæfar:

Hraðtaktur.

Æðar

Lágþrýstingur2, stöðubundinn lágþrýstingur.

Sjaldgæfar:

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Sjaldgæfar:

Mæði, hósti.

Koma örsjalda fyrir:

Millivefssjúkdómur í lungum4

Meltingarfæri

 

Sjaldgæfar:

Kviðverkur, niðurgangur, meltingartruflun, uppþemba, uppköst.

Mjög sjaldgæfar:

Munnþurrkur, magaóþægindi, bragðskynstruflun.

Lifur og gall

Óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarkvilli3.

Mjög sjaldgæfar:

Húð og undirhúð

 

Sjaldgæfar:

Kláði, aukin svitamyndun, útbrot.

Mjög sjaldgæfar:

Ofsabjúgur (einnig banvænn), exem, hörundsroði, ofsakláði,

 

lyfjaútþot, eitrunarútþot.

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Sjaldgæfar:

Bakverkur (t.d. settaugabólga), vöðvakrampar, vöðvaverkur.

Mjög sjaldgæfar:

Liðverkur, verkir í útlimum, verkir í sinum (einkenni lík

 

sinabólgu)

 

Nýru og þvagfæri

 

Sjaldgæfar:

Skert nýrnastarfsemi, þar með talin bráð nýrnabilun.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar:

Brjóstverkur, þróttleysi.

Mjög sjaldgæfar:

Inflúensulík veikindi.

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar: Mjög sjaldgæfar:

Aukning á kreatíníni í blóði.

Minnkun á blóðrauða, aukning á þvagsýru í blóði, aukning á lifrarensímum, hækkun á kreatínfosfókínasa í blóði.

1, 2, 3, 4: Varðandi frekari lýsingu sjá undirkafla „Lýsing á völdum aukaverkunum“

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóðeitrun

Í PRoFESS rannsókninni kom fram aukin tíðni blóðsýkinga við notkun telmisartans miðað við lyfleysu. Þessi niðurstaða getur verið tilviljun eða tengd verkun sem er ekki enn þekkt (sjá einnig kafla 5.1).

Lágþrýstingur

Samkvæmt birtum gögnum var lágþrýstingur algengur hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með telmisartan til viðbótar hefðbundinni blóðþrýstingsmeðferð í því skyni að lækka tilfelli hjarta og æðasjúkdóma.

Óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarsjúkdómar

Flest tilvik óeðlilegrar lifrarstarfsemi/lifrarsjúkdóma eftir markaðssetningu komu fram hjá japönskum sjúklingum. Japanskir sjúklingar eru líklegri til að fá þessar aukaverkanir.

Millivefssjúkdómur í lungum

Greint hefur verið frá tilvikum millivefssjúkdóms í lungum eftir markaðssetningu lyfsins hjá sjúklingum sem tóku telmisartan. Hinsvegar hefur orsakasamband ekki verið staðfest.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun í mönnum.

Einkenni

Helstu merki um ofskömmtun telmisartans voru lágþrýstingur og hraðtaktur Hægtaktur, sundl, hækkun á kreatíníni í sermi og bráð nýrnabilun hafa einnig komið fram.

Meðhöndlun

Ekki er hægt að fjarlægja telmisartan með blóðskilun. Fylgjast skal náið með sjúklingi og veita einkenna- og stuðningsmeðferð. Meðferð fer eftir þeim tíma sem liðið hefur síðan lyfið var tekið inn og hve einkenni eru alvarleg. Mælt er með því að gefa uppsölulyf og/eða framkvæma magaskolun. Við meðferð við ofskömmtun getur verið gagnlegt að nota virk lyfjakol. Gera skal tíðar mælingar á

söltum í sermi og kreatíníni. Lækki blóðþrýstingur skal láta sjúklinginn liggja á bakinu og gefa salta- og vökvauppbót strax.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Angíótensín II blokkar, óblandaðir, ATC flokkur: C 09 CA 07.

Verkunarháttur

Telmisartan, sem er virkt eftir inntöku, er sértækur angíótensín II viðtakablokki (tegund AT1). Telmisartan skiptir út angíótensín II með mikilli sækni frá bindistað þess á AT1-viðtakaundirflokki, en við hann er bundin hin þekkta verkun angíótensíns II. Telmisartan hefur ekki neina örvandi verkun (partial agonist acitivity) við AT1-viðtakann. Telmisartan binst sértækt við AT1-viðtakann. Bindingin er langvarandi. Telmisartan sýnir ekki sækni í aðra viðtaka, þar á meðal AT2 og aðra minna þekkta AT-viðtaka. Hlutverk þessara viðtaka er ekki þekkt og heldur ekki áhrif þeirra við hugsanlega oförvun af völdum angíótensíns II er magn þess eykst fyrir tilstilli telmisartans. Aldósteróngildi í plasma lækka vegna áhrifa telmisartans. Telmisartan hemur ekki renín í plasma manna né lokar jónagöngum. Telmisartan hemur ekki ACE (angiotensin converting enzym) (kínasa II), ensímið sem umbrýtur einnig bradýkínín. Því er ekki búist við að það auki á aukaverkanir sem verða fyrir tilstilli bradýkíníns.

Hjá mönnum kemur 80 mg skammtur af telmisartan nær alveg í veg fyrir blóðþrýstingshækkun af völdum angíótensíns II. Þessi hamlandi áhrif haldast í 24 klst. og eru mælanleg í allt að 48 klst.

Verkun og öryggi

Meðferð háþrýstings

Eftir gjöf fyrsta skammts af telmisartani koma blóðþrýstingslækkandi áhrif smám saman fram innan 3 klst. Hámarks blóðþrýstingslækkun næst venjulega 4 til 8 vikum eftir að meðferð hefst og helst við langtímameðferð.

Blóðþrýstingslækkandi áhrif haldast stöðug í 24 klst. eftir lyfjagjöf og þar með talið eru síðustu 4 klst. fyrir næstu lyfjagjöf eins og hefur sést við sólarhrings blóðþrýstingsmælingu hjá sjúklingum. Þetta er staðfest í samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem hlutfall lágþéttni/háþéttni helst stöðugt yfir 80% eftir 40 mg og 80 mg skammta af telmisartani. Það er greinileg tilhneiging til fylgni skammta við þann tíma sem líður þar til upphafs slagbilsþrýstingur (SBP) næst aftur. Hvað þetta varðar eru upplýsingar um þanbilsþrýsting (DBP) mótsagnakenndar.

Hjá sjúklingum með háþrýsting lækkar telmisartan bæði slagbils- og þanbilsþrýsting án þess að hafa áhrif á hjartsláttarhraða. Það hefur ekki verið skýrt ennþá hvaða hlutverki þvagræsandi og natríumræsandi eiginleikar lyfsins gegna varðandi blóðþrýstingslækkandi áhrif þess. Blóðþrýstingslækkandi áhrif telmisartans eru sambærileg við áhrif efna í öðrum flokkum blóðþrýstingslækkandi lyfja (staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum við amlódipín, atenólól, enalapríl, hýdróklórtíazíð og lisínópríl).

Þegar meðferð með telmisartani er skyndilega hætt breytist blóðþrýstingur smám saman í upphafleg gildi á nokkrum dögum án þess að fram komi viðbragðs háþrýstingur (rebound hypertension).

Þurr hósti kom marktækt sjaldnar fyrir hjá sjúklingum í meðferð með telmisartani en hjá þeim sem voru meðhöndlaðir með ACE-hemlum í klínískum rannsóknum, þar sem beinn samanburður var gerður á þessum tveimur blóðþrýstingslækkandi meðferðum.

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

ONTARGET rannsóknin (ONgoing Telmisartan Alone and in Combination with Ramipril Global Endpoint Trial) bar saman áhrif telmisartans, ramipríls og samsetningu telmisartans og ramipríls á hjarta- og æðasjúkdóma hjá 25.620 sjúklingum 55 ára og eldri með sögu um kransæðasjúkdóma, slag,

skammvinna blóðþurrð í heila, útslagæðakvilla eða sykursýki af tegund 2 ásamt einkennum um skemmdir í marklíffærum (t.d. sjónukvilli, stækkun vinstri slegils, makró- eða míkróalbúmínmiga) sem er hópur í áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Sjúklingum var slembiraðað í einn af þremur eftirfarandi meðferðarhópum: telmisartan 80 mg (n=8.542), ramipríl 10 mg (n=8.576) eða samsetningu telmisartans 80 mg og ramipríls 10 mg (n=8.502) og var þeim fylgt eftir í að meðaltali 4,5 ár.

Telmisartan sýndi svipuð áhrif og ramipríl við að lækka samsetta aðalendapunktinn sem samanstóð af dauða vegna hjarta-og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða, slagi sem ekki leiddi til dauða eða sjúkrahúslegu vegna hjartabilunar. Tíðni aðalendapunktsins var svipuð hjá hópnum sem fékk telmisartan (16,7%) og hópnum sem fékk ramipríl (16,5%). Áhættuhlutfallið fyrir telmisartan á móti ramipríli var 1.01 (97,5% CI 0,93 - 1,10, p (jafngildi) = 0,0019 við skekkjumörk 1,13). Hlutfall dánartíðni af öllum orsökum var 11,6% hjá sjúklingum á meðferð með telmisartani og 11,8% hjá sjúklingum á meðferð með ramipríli.

Í tveimur stórum slembiröðuðum samanburðarrannsóknum, ONTARGET (ONgoing Telmisartan Alone and in combination with Ramipril Global Endpoint Trial) og VA NEPHRON D (The Veterans Affairs Nephropathy in Diabetes) var samsett meðferð með ACE-hemli og angíótensín II viðtakablokka rannsökuð.

ONTARGET rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sögu um hjarta- og æðasjúkdóm eða sjúkdóm í heilaæðum, eða sykursýki af tegund 2 ásamt vísbendingum um skemmdir í marklíffæri.

VA NEPHRON D rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og nýrnakvilla vegna sykursýki.

Þessar rannsóknir sýndu engan marktækan ávinning af meðferð hvað varðar nýru og/eða hjarta- og æðakerfi eða dánartíðni en á hinn bóginn kom fram aukin hætta á blóðkalíumhækkun, bráðum nýrnaskaða og/eða lágþrýstingi samanborið við einlyfjameðferð.

Vegna líkra lyfhrifa þessara lyfja eiga þessar niðurstöður einnig við aðra ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka.

Þess vegna skal ekki nota ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

ALTITUDE (Aliskiren Trial in Type 2 Diabetes Using Cardiovascular and Renal Disease Endpoints) rannsóknin var hönnuð til að kanna ávinnning af því að bæta aliskireni við hefðbundna meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og langvinnan nýrnasjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóm eða hvort tveggja. Rannsóknin var stöðvuð snemma vegna aukinnar hættu á aukaverkunum. Dauðsfall vegna hjarta- og æðasjúkdóms og heilablóðfall voru algengari hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu og oftar var tilkynnt um aukaverkanir og þær alvarlegu aukaverkanir sem sérstaklega var fylgst með (blóðkalíumhækkun, lágþrýstingur og vanstarfsemi nýrna) hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu.

Telmisartan hafði svipuð áhrif og ramipríl á fyrirfram skilgreinda aukaendapunktinn sem samanstóð af dauða vegna hjarta-og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða og slagi sem ekki leiddi til dauða [0,99 (97,5% CI 0,90 - 1,08), p (jafngildi) = 0,0004], aðalendapunkturinn í viðmiðunarrannsókninni HOPE (The Heart Outcomes Prevention Evaluation Study), sem skoðaði áhrif ramipríls borið saman við lyfleysu.

TRANSCEND slembiraðaði sjúklingum sem ekki þoldu ACE hemla með að öðru leyti svipuð viðmið við innskráningu eins og ONTARGET, á telmisartan 80 mg (n=2.954) eða lyfleysu (n=2.972), bæði gefin til viðbótar við venjulega meðferð. Meðaltímalengd eftirfylgni var 4 ár og 8 mánuðir. Enginn tölfræðilega marktækur munur sást á tíðni samsetta aðalendapunktsins (dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadrep sem ekki leiddi til dauða, slag sem ekki leiddi til dauða eða sjúkrahúslega vegna hjartabilunar) [15,7% hjá telmisartan hópnum og 17,0% hjá lyfleysu hópnum með áhættuhlutfalli 0,92 (95% CI 0,81-1,05, p=0,22)]. Sýnt var fram á ávinning af notkun telmisartans miðað við lyfleysu í fyrirfram skilgreinda aukaendapunktinum sem samanstóða af dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða og slags sem ekki leiddi til dauða [0,87 (95% CI 0,76 -1,00, p = 0,048)]. Ekki var sýnt fram á ávinning hvað varðar dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma (áhættuhlutfall 1,03, 95% CI 0,85 - 1,24).

Sjaldnar var greint frá hósta og ofsabjúg hjá sjúklingum á meðferð með telmisartani en hjá sjúklingum á meðferð með ramipríli, aftur á móti var oftar greint frá lágþrýstingi við meðferð með telmisartani.

Samsetning telmisartans og ramipríls hafði ekki í för með sér meiri ávinning en ramipríl eða telmisartan eitt sér. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dánartíðni af öllum orsökum var hærri við notkun samsetningarinnar. Til viðbótar var marktækt aukin tíðni blóðkalíumhækkunar, nýrnabilunar, lágþrýstings og yfirliða hjá hópnum sem fékk samsetninguna. Þess vegna er notkun samsetningar telmisartans og ramipríls ekki ráðlögð hjá þessum sjúklingahópi.

Í PRoFESS rannsókninni (Prevention Regimen For Effectively avoiding Second Strokes) hjá sjúklingum 50 ára og eldri, sem nýlega höfðu fengið slag, kom fram aukin tíðni blóðsýkinga við notkun telmisartans miðað við lyfleysu, 0,70% samanborið við 0,49% [RR 1,43 (95% öryggisbil 1,00

– 2,06)]. Tíðni blóðsýkinga sem leiddu til dauða jókst hjá sjúklingum sem fengu telmisartan (0,33%) samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu (0,16%) [RR 2,07 (95% öryggisbil 1,14 – 3,76)]. Aukin tíðni blóðsýkinga sem komu fram í tengslum við notkun telmisartans getur verið tilviljun eða tengst verkun sem er ekki enn þekkt.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Telmisartan Teva Pharma hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Blóðþrýstingslækkandi verkun tveggja skammta af telmisartani var metin hjá 76 sjúklingum sem voru með háþrýsting og voru mikið yfir kjörþyngd. Sjúklingarnir voru á aldrinum 6 til <18 ára (líkamsþyngd ≥20 kg og ≤120 kg, meðalþyngd 74,6 kg) og fengu 1 mg/kg (n = 29 meðhöndlaðir ) eða 2 mg/kg (n = 31 meðhöndlaðir) af telmisartani á fjögurra vikna meðferðartímabili. Ekki var rannsakað hvort um afleiddan (secondary) háþrýsting væri að ræða. Skammtarnir sem voru notaðir hjá sumum sjúklingum í rannsókninni voru stærri en ráðlagður skammtur til meðferðar við háþrýstingi hjá fullorðnum, en þeir náðu sólarhringsskammti sem var sambærilegur við 160 mg og voru rannsakaðir hjá fullorðnum. Eftir aðlögun að aldurshópi voru áhrif meðalbreytinga á blóðþrýstingi í slagbili frá grunnlínu (meginmarkmið) -14,5 (1,7) mmHg hjá hópnum sem fékk 2 mg/kg af telmisartani,

-9,7 (1,7) mmHg hjá hópnum sem fékk 1 mg/kg af telmisartani og -6,0 (2,4) hjá hópnum sem fékk lyfleysu. Eftir aðlögun voru breytingar á blóðþrýstingi í þanbili frá grunnlínu -8,4 (1,5) mmHg,

-4,5 (1,6) mmHg og -3,5 (2,1) mmHg, talið upp í sömu röð. Breytingin var skammtaháð. Niðurstöður þessarar rannsóknar varðandi öryggi hjá sjúklingum á aldrinum 6 til <18 ára virðast almennt svipaðar og hjá fullorðnum. Ekki var lagt mat á öryggi langtímameðferðar með telmisartani hjá börnum og unglingum.

Fjölgun eósínfíkla sem greint var frá hjá þessum hópi sjúklinga hefur ekki verið skráð hjá fullorðnum. Klínískt mikilvægi og þýðing þess er ekki þekkt.

Á grundvelli þessara klínísku upplýsinga er ekki hægt að draga ályktun um verkun og öryggi telmisartans hjá börnum með háþrýsting.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Telmisartan frásogast hratt en það magn sem frásogast getur verið breytilegt. Meðalgildi heildaraðgengis (absolute bioavailability) telmisartans er um 50%. Þegar telmisartan er tekið inn með máltíð minnkar flatarmál undir plasmaþéttni-tímaferli (AUC0- ) fyrir telmisartan um 6% (40 mg skammtur) til um 19% (160 mg skammtur). 3 klst. eftir inntöku er plasmaþéttni sú sama hvort sem telmisartan er tekið fastandi eða með fæðu.

Línulegt/ólínulegt samband

Þessi litla minnkun í AUC er ekki talin minnka lyfhrifin. Ekki er línulegt samband milli skammta og plasmagilda. Cmax eykst og í minna mæli AUC, ekki í réttu hlutfalli við skammta stærri en 40 mg.

Dreifing

Telmisartan er í miklum mæli bundið plasmapróteinum (>99,5%), aðallega albúmíni og alfa-1 sýru glýkópróteini. Meðaltal dreifingarrúmmáls (apparent volume of distribution) við jafnvægi (Vdss) er um 500 l.

Umbrot

Telmisartan umbrotnar með samtengingu upprunalega efnisins við glúkúróníð. Lyfhrif hafa ekki sést af völdum samtengda efnisins.

Brotthvarf

Brotthvarf telmisartans einkennist af tveggja veldisstiga (biexponential) lyfjahvörfum með lokahelmingurnartíma brotthvarfs >20 klst. Hámarks plasmaþéttni (Cmax) og í minna mæli flatarmálið undir plasmaþéttni-tímaferlinu (AUC) eykst ekki í réttu hlutfalli við skammt. Við ráðlagða skammta eru ekki nein merki um uppsöfnun telmisartans sem hefur klíníska þýðingu. Plasmaþéttni var hærri hjá konum en körlum án þess að það hafi þýðingu varðandi verkun.

Eftir gjöf til inntöku (og gjöf í bláæð) skilst telmisartan nær eingöngu út í hægðum og aðallega á óbreyttu formi. Uppsafnaður útskilnaður í þvagi er <1% af skammti. Heildar plasmaúthreinsun (Cltot), er mikil (um 1.000 ml/mín.) samanborið við blóðstreymi um lifur (um 1.500 ml/mín.)

Sérstakir hópar

Börn

Lyfjahvörf tveggja skammta af telmisartani voru metin sem undirmarkmið hjá sjúklingum með háþrýsting (n = 57) á aldrinum 6 til <18 ára eftir inntöku 1 mg/kg eða 2 mg/kg af telmisartani á fjögurra vikna meðferðartímabili. Markmið með rannsókn á lyfjahvörfum var m.a. að ákvarða jafnvægi (steady-state) telmisartans hjá börnum og unglingum og að rannsaka aldurstengdan mismun. Þó að rannsóknin hafi verið of lítil fyrir grundvallarmat á lyfjahvörfum hjá börnum yngri en 12 ára, eru niðurstöðurnar almennt í samræmi við niðurstöður hjá fullorðnum og staðfesta ólínulegt samband lyfjahvarfa telmisartans, sérstaklega fyrir Cmax.

Kyn

Mismunur sást á plasmaþéttni milli kynja en Cmax er um 3 sinnum hærra hjá konum en hjá körlum og AUC um 2 sinnum stærra.

Aldraðir

Lyfjahvörf telmisartans eru eins hjá öldruðum og þeim sem eru yngri en 65 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi og alvarlega skerta nýrnastarfsemi sást tvöföldun á þéttni í plasma. Hins vegar sást lægri plasmaþéttni hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi sem gengust undir himnuskilun. Telmisartan er mikið bundið plasmapróteinum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og ekki er hægt að fjarlægja það með himnuskilun. Helmingunartími brotthvarfs er óbreyttur hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Í rannsóknum á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi var aukning á heildaraðgengi (absolute bioavailability) upp í næstum 100%. Helmingunartími brotthvarfs er óbreyttur hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í forklínískum rannsóknum á öryggi leiddu skammtar, sem gáfu samsvarandi útsetningu og sést á klínísku skammtabili til lækkunar á rauðkornagildum (rauðkornum, blóðrauða, blóðkornaskilum), breytinga á blóðrás í nýrum (hækkað þvagefni og kreatínín) sem og hækkunar kalíums í sermi hjá dýrum með eðlilegan blóðþrýsting. Hjá hundum sást útvíkkun og visnun í nýrnapíplum. Einnig sást sköddun á magaslímhúð (fleiður, sár eða bólga) hjá rottum og hundum. Hægt var að komast hjá

þessum aukaverkunum sem tengjast lyfhrifum og eru þekktar úr forklínískum rannsóknum með bæði ACE-hemla og angíótensín II blokka, með því að gefa að auki jafnþrýstna saltvatnslausn til inntöku.

Hjá báðum dýrategundum sást aukin renínvirkni í plasma og stækkun (hypertrophy/hyperplasia) á nálægum frumum við gaukulfrumur (juxtaglomerular cells). Þessar breytingar, sem eru einkennandi fyrir lyf af flokki ACE-hemla og annarra angíótensín II blokka, virðast ekki hafa klíníska þýðingu.

Engar skýrar vísbendingar um vanskapandi áhrif komu fram en við eitrunarskammta telmisartans komu hins vegar fram áhrif á þroska afkvæmis eftir fæðingu eins og minni líkamsþungi og seinkun á opnun augna.

Engin merki voru um stökkbreytingar eða litningaskemmandi áhrif í in vitro rannsóknum og engin vísbending var um krabbameinsvaldandi áhrif hjá rottum og músum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Örkristallaður sellulósi (Avicel PH 102) Natríum sterkjuglýcólat (Type A) Póloxamerar

Meglúmín

Póvidón (PVP K-30) Sorbitól (E420) Magnesíumsterat.

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Stakskammta ál-álþynnupakkningar með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af og stakskammta ál-álþynnupakkningar með rifgötum.

Þynnupakkningar með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af innihalda 14x1, 28x1, 30x1, 40x1, 56x1, 60x1, 84x1, 90x1, 98x1, 100x1 töflu.

Þynnupakkningar með rifgötum innihalda 14x1, 28x1, 30x1, 40x1, 56x1, 60x1, 84x1, 90x1, 98x1, 100x1 töflu.

Ál-álþynnupakkning : inniheldur 28 töflur í pakkningu

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/719/001

Öskjur með 14x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/002

Öskjur með 28x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/003

Öskjur með 30x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/004

Öskjur með 40x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/005

Öskjur með 56x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/006

Öskjur með 60x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/007

Öskjur með 84x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/008

Öskjur með 90x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/009

Öskjur með 98x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/010

Öskjur með 100x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem

 

hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/011

Öskjur með 14x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

blisters

EU/1/11/719/012

Öskjur með 28x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/013

Öskjur með 30x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/014

Öskjur með 40x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/015

Öskjur með 56x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/016

Öskjur með 60x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/017

Öskjur með 84x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/018

Öskjur með 90x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/019

Öskjur með 98x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/020

Öskjur með 100x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/063

Askja með 28 töflum í ál-álþynnupakkningu

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3-10-2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Telmisartan Teva Pharma 40 mg töflur.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 40 mg telmisartan.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 42,8 mg sorbitól (E420).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Töflur.

Hvítar eða drapplitar, sporöskjulaga töflur: Í aðra hliðina er grafið númerið „93“. Í hina hliðina er grafið númerið „7459“.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Háþrýstingur

Meðferð við háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum.

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

Til að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma hjá fullorðnum með:

staðfestan hjarta- og æðasjúkdóm vegna æðakölkunar og segamyndunar (saga um kransæðasjúkdóm, slag eða útslagæðakvilla) eða

sykursýki af tegund 2 með staðfestum skemmdum í marklíffærum.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Meðferð háþrýstings

Venjulega hefur 40 mg skammtur einu sinni á dag tilætluð áhrif. Hjá sumum sjúklingum getur 20 mg skammtur þó nægt. Þegar æskilegur blóðþrýstingur næst ekki má auka telmisartanskammtinn í mest 80 mg einu sinni á dag. Einnig má nota telmisartan samtímis þvagræsilyfjum af flokki tíazíða sem hafa reynst hafa samleggjandi áhrif á blóðþrýstingslækkandi verkun telmisartans. Þegar skammtaaukning er hugleidd skal hafa í huga að hámarks blóðþrýstingslækkandi áhrif nást venjulega fjórum til átta vikum eftir að meðferð hefst (sjá kafla 5.1).

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

Ráðlagður skammtur er 80 mg einu sinni á dag. Ekki er vitað hvort lægri skammtar en 80 mg af telmisartani eru virkir í að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum.

Við upphaf meðferðar með telmisartan til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma er mælt með nákvæmu eftirliti með blóðþrýstingi og ef við á getur aðlögun skammta lyfja sem lækka blóðþrýsting verið nauðsynleg.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Takmörkuð reynsla hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða sjúklingum í blóðskilun er fyrirliggjandi. Mælt er með minni upphafsskammti eða 20 mg hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4.).Ekki þarf að breyta skammti hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Telmisartan Teva Pharma er ekki ætla til notkunar hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3). Hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta lifrarstarfsemi ætti skammtur ekki að vera stærri en 40 mg einu sinni á dag (sjá kafla 4.4).

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Telmisartan Teva Pharma hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í köflum 5.1 og 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Telmisartan töflur eru til notkunar einu sinni á sólarhring og á að taka inn með vökva, með eða án matar.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Kvilli vegna þrengingar í gallvegum.

Alvarlega skert lifrarstarfsemi.

Ekki má nota Telmisartan Teva Pharma samhliða lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi (GFR < 60 ml/mín./1,73 m2 ) (sjá kafla 4.5 og 5.1).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Meðganga

Ekki skal hefja meðferð með angíótensín II blokkum á meðgöngu. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II blokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II blokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við (sjá kafla 4.3. og 4.6).

Skert lifrarstarfsemi

Telmisartan Teva Pharma á ekki að gefa sjúklingum með gallteppu, kvilla vegna þrengingar í gallvegum eða alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3) þar sem brotthvarf telmisartans verður að mestu leyti í galli. Búast má við að lifrarúthreinsun telmisartans sé skert hjá þessum sjúklingum. Telmisartan Teva Pharma á aðeins að nota með varúð hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta lifrarstarfsemi.

Nýrnaæðaháþrýstingur

Aukin hætta er á alvarlegum lágþrýstingi og skertri nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með tvíhliða nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í nýrnaslagæð í einu starfhæfu nýra ef þeir eru meðhöndlaðir með lyfjum sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið.

Skert nýrnastarfsemi og nýraígræðsla

Þegar Telmisartan Teva Pharma er notað handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, er mælt með reglulegum mælingum á kalíum- og kreatíníngildum í sermi. Engin reynsla er af gjöf Telmisartan Teva Pharma handa sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýraígræðslu.

Blóðþurrð í æðum

Lágþrýstingur með einkennum (symptomatic hypotension) getur komið fram, einkum eftir fyrsta skammt af Telmisartan Teva Pharma, hjá sjúklingum sem hafa skert blóðrúmmál og/eða natríumskort eftir öfluga þvagræsandi meðferð, saltsnautt fæði, niðurgang eða uppköst. Slíkt ástand skal lagfæra áður en Telmisartan Teva Pharma er gefið. Skert blóðrúmmál og/eða natríumskort skal lagfæra áður en Telmisartan Teva Pharma er gefið.

Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu

Vísbendingar eru um að samhliðanotkun ACE hemla, angíótensín II viðtakablokka eða aliskirens auki hættu á blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun). Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni er þess vegna ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Ef meðferð sem tvöfaldar hömlun er talin bráðnauðsynleg skal hún einungis fara fram undir eftirliti sérfræðings og með tíðu eftirliti með nýrnastarfsemi, blóðsöltum og blóðþrýstingi.

Ekki skal nota ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

Annað ástand þar sem renín-angíótensín-aldósterónkerfið er örvað

Hjá sjúklingum þar sem æðaþan og nýrnastarfsemi er einkum háð virkni renín-angíótensín-aldósterón- kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun (congestive heart failure) eða undirliggjandi nýrnasjúkdóm, þar með talið nýrnaslagæðaþrengsli) hefur meðhöndlun með lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi eins og telmisartan, verið tengd bráðum lágþrýstingi, blóðnituraukningu, þvagþurrð eða í örfáum tilvikum bráðri nýrnabilun (sjá kafla 4.8).

Aldósterónheilkenni (primary aldosteronism)

Sjúklingar með aldósterónheilkenni munu almennt ekki svara háþrýstilyfjum sem verka með því að hemja renín-angíótensínkerfið. Því er ekki mælt með notkun telmisartans.

Ósæðar- og míturlokuþrengsli, hjartavöðvakvilli með þrengingum og hjartastækkun (obstructive hypertrophic cardiomyopathy)

Eins og með önnur æðavíkkandi lyf, skal gæta sérstakrar varúðar hjá sjúklingum, sem eru með ósæðar- eða míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilla með þrengingum og hjartastækkun.

Sykursýkissjúklingar sem eru á meðferð með insúlíni eða blóðsykurslækkandi lyfjum

Hjá þessum sjúklingum getur blóðsykurslækkun átt sér stað við meðferð með telmisartani. Þess vegna skal íhuga viðeigandi eftirlit með blóðsykri hjá þessum sjúklingum og nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúlíni eða blóðsykurslækkandi lyfjum þar sem við á.

Blóðkalíumhækkun

Notkun lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið getur valdið blóðkalíumhækkun. Hjá öldruðum, sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, sykursýkissjúklingum, sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með öðrum lyfjum sem geta aukið kalíumþéttni og/eða sjúklingum með kvilla sem geta haft áhrif í þessu sambandi, getur blóðkalíumhækkun verið lífshættuleg.

Áður en íhuguð er samhliða notkun lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið skal meta hlutfall ávinnings-áhættu.

Helstu áhættuþættir fyrir blóðkalíumhækkun, sem hafa skal í huga, eru:

-Sykursýki, skert nýrnastarfsemi, aldur (> 70 ára)

-Samhliða notkun með einu eða fleiri lyfjum sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið og/eða kalíumuppbót. Lyf eða lyfjaflokkar sem geta valdið blóðkalíumhækkun eru saltuppbót sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi þvagræsilyf, ACE-hemlar, angíótensín II viðtakablokkar, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) (þar með talið sértækir COX-2 hemlar), heparín, ónæmisbælandi lyf (ciclosporín eða takrólímus) og trímetóprím.

-Kvillar sem geta haft áhrif í þessu sambandi, einkum ofþornun, bráð ómeðhöndluð einkenni frá hjarta, efnaskiptablóðsýring, versnun á nýrnastarfsemi, skyndileg versnun á ástandi nýrna (t.d. smitsjúkdómar), frumurof (t.d. bráð blóðþurrð í útlim, rákvöðvalýsa, mikill áverki).

Nákvæmt eftirlit með kalíum í sermi hjá sjúklingum í áhættuhópi er ráðlagt (sjá kafla 4.5).

Sorbitól

Þetta lyf inniheldur sorbitól (E420). Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol sem er mjög sjaldgæft eiga ekki að taka Telmisartan Teva Pharma.

Mismunur vegna kynþáttar

Eins og sést hefur við notkun ACE-hemla (angiotensin converting enzyme inhibitors) eru telmisartan og aðrir angíótensín II blokkar greinilega minna virkir til lækkunar blóðþrýstings hjá fólki af svörtum kynstofni en öðrum, líklega vegna hærri tíðni lágra reníngilda hjá svertingjum með háþrýsting.

Annað

Eins og á við um önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, getur of mikil blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum með hjartakvilla með blóðþurrð eða hjarta- og æðasjúkdóm með blóðþurrð valdið hjartadrepi eða heilablóðfalli.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Dígoxín

Þegar telmisartan var gefið samhliða dígoxíni var miðgildi hækkunar á hámarksþéttni dígoxins í plasma 49% og miðgildi hækkunar lágstyrks um 20%. Þegar meðferð með telmisartan er hafin, breytt og hætt, skal fylgjast með dígoxíngildum til að viðhalda styrk innan ráðlagðs bils.

Eins og á við um önnur lyf sem virka á renín-angíótensín-aldósterón kerfið getur telmisartan valdið blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.4). Aukin hætta getur verið við samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem einnig geta valdið blóðkalíumhækkun (saltuppbót sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi þvagræsilyf, ACE-hemlar, angíótensín II viðtakablokkar, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID, þar með talið sértækir COX-2 hemlar), heparín, ónæmisbælandi lyf (ciclosporín eða takrólímus) og trímetóprím).

Blóðkalíumhækkun er háð sameinuðum áhættuþáttum. Hættan er aukin þegar lyfið er notað ásamt þeim meðferðum sem nefndar eru hér að ofan. Hættan er sérstaklega mikil þegar samhliða eru notuð kalíumsparandi þvagræsilyf og þegar lyfið er notað samhliða saltuppbót sem inniheldur kalíum. Hættan er minni við samhliða notkun til dæmis ACE-hemla eða bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), að því tilskildu að varúðarreglum við notkun sé fylgt nákvæmlega.

Samhliða notkun sem ekki er ráðlögð

Kalíumsparandi þvagræsilyf eða kalíumuppbót

Angíótensín II blokkar eins og telmisartan draga úr kalíumtapi vegna þvagræsingar. Kalíumsparandi þvagræsilyf, t.d. spírónólaktón, eplerenón, tríamteren eða amiloríð, kalíumuppbót eða saltuppbót sem inniheldur kalíum getur valdið marktækri hækkun á kalíum í sermi. Ef nota þarf þessi lyf samtímis vegna staðfests blóðkalíumtaps skal nota þau með varúð og gera tíðar mælingar á kalíum í sermi.

Litíum

Tilkynnt hefur verið um afturkræfa hækkun á litíumþéttni í sermi og eiturverkanir við samtímis gjöf litíums og ACE-hemla og í mjög sjaldgæfum tilvikum við samtímis gjöf angíótensín II blokka, þar á meðal telmisartan. Ef samhliða notkun þessara lyfja reynist nauðsynleg er ráðlagt að fylgjast vandlega með litíumgildum í sermi.

Samhliða notkun sem fylgjast þarf með

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID)

Bólgueyðandi gigtarlyf (þ.e. asetýlsalisýlsýra í bólgueyðandi skömmtum, COX-2 hemlar og ósértæk bólgueyðandi gigtarlyf) geta minnkað blóðþrýstingslækkandi verkun angíótensín II blokka.

Hjá sumum sjúklingum með minnkaða nýrnastarfsemi (t.d. sjúklingar með ofþornun eða aldraðir sjúklingar með minnkaða nýrnastarfsemi) getur samhliða notkun angíótensín II blokka og lyfja sem hamla cýcló-oxýgenasa valdið frekari skerðingu á nýrnastarfsemi, þar með talin bráð nýrnabilun sem venjulega gengur til baka. Því skal nota þessar samsetningar með varúð, einkum hjá öldruðum. Sjúklingar skulu fá nægilegan vökva og íhuga skal eftirlit með nýrnastarfseminni eftir að samhliða meðferð er hafin og síðan með reglulega millibili.

Í einni rannsókn leiddi samhliða gjöf telmisartans og ramipríls til hækkunar allt að 2,5 falt á AUC0-24 og Cmax fyrir ramipríl og ramiprílat. Klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna er ekki þekkt.

Þvagræsilyf (tíazíð eða mikilvirk þvagræsilyf (loop-diuretics)

Þegar meðferð með telmisartani er hafin getur undanfarandi meðferð með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum eins og fúrósemíði (mikilvirkt þvagræsilyf) og hýdróklórtíazíði (tíazíð þvagræsilyf) valdið rúmmálsskerðingu og hættu á lágum blóðþrýstingi.

Taka þarf tillit til við samhliða meðferð

Önnur blóðþrýstingslækkandi lyf

Blóðþrýstingslækkandi áhrif telmisartans geta aukist við samhliða notkun annarra blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Upplýsingar úr klínískri rannsókn hafa sýnt að tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni tengist hærri tíðni aukaverkana eins og blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun) samanborið við notkun á einu lyfi sem hamlar renín-angíótensín- aldósterónkerfinu (sjá kafla 4.3, 4.4 og 5.1).

Byggt á lyfjafræðilegum eiginleikum eftirtalinna lyfja má búast við að þau auki blóðþrýstingslækkandi áhrif allra blóðþrýstingslækkandi lyfja þar með talið telmisartans: Baklófen, amífostín. Enn fremur getur áfengi, barbitúröt, sefandi lyf (narcotics) og þunglyndislyf aukið hættu á stöðubundnum lágþrýstingi.

Barksterar (almenn (systemic) notkun)

Minnkun á blóðþrýstingslækkandi verkun.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki er mælt með notkun angíótensín II blokka á fyrsta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.4). Ekki má nota angíótensín II blokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun Telmisartan Teva Pharma á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Faraldsfræðileg gögn um hættuna á vansköpum af völdum ACE-hemla á fyrsta þriðjungi meðgöngu eru ekki fullnægjandi, hins vegar er ekki hægt að útiloka lítillega aukna áhættu. Engin faraldsfræðileg gögn eru til um áhættu við notkun angíótensín II blokka en búast má við að hún sé svipuð fyrir þennan lyfjaflokk. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II blokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II blokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við.

Vitað er að notkun angíótensín II blokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu hefur skaðleg áhrif á fóstur (skert starfsemi nýrna, legvatnsbrestur, skert beinmyndun höfuðkúpu) og skaðleg áhrif á nýbura (nýrnabilun, lágþrýstingur, blóðkalíumhækkun). (Sjá kafla 5.3 Forklínískar upplýsingar).

Mælt er með ómskoðun nýrna og höfuðkúpu ef angíótensín II blokkar hafa verið notaðir frá öðrum þriðjungi meðgöngu.

Fylgjast skal vel með hvort lágþrýstingur komi fram hjá ungbörnum mæðra sem notað hafa angíótensín II blokka (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Brjóstagjöf

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Telmisartan Teva Pharma meðan á brjóstagjöf stendur, er ekki mælt með notkun Telmisartan Teva Pharma hjá konum sem hafa barn á brjósti. Ákjósanlegra er að veita lyfjameðferð þar sem nánari upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar meðan á brjóstagjöf stendur, sérstaklega þegar um nýbura eða fyrirbura er að ræða.

Frjósemi

Í forklínískum rannsóknum komu ekki fram áhrif á frjósemi karl- og kvendýra af völdum telmisartans.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Við akstur eða notkun véla skal þó hafa í huga að við meðferð við háþrýstingi eins og með Telmisartan Teva Pharma getur stöku sinnum komið fram sundl eða slen.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggisþáttum

Alvarlegar aukaverkanir eru m.a. bráðaofnæmisviðbrögð og ofsabjúgur sem geta mjög sjaldan komið fyrir (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), og bráð nýrnabilun.

Heildartíðni aukaverkana sem greint er frá fyrir telmisartan var venjulega sambærileg við lyfleysu (41,4% á móti 43,9%) í samanburðarrannsóknum hjá sjúklingum á meðferð við háþrýstingi. Tíðni aukaverkana var ekki skammtaháð og engin tengsl sáust við kyn, aldur eða kynþátt sjúklinganna.

Upplýsingar um öryggi lyfsins hjá sjúklingum á meðferð til að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma voru sambærilegar við það sem sást hjá sjúklingum með háþrýsting.

Í neðangreindri töflu eru skráðar aukaverkanir sem sjúklingar fengu sem meðhöndlaðir voru við háum blóðþrýstingi í klíniskum íhlutunarrannsóknum en einnig eru eru skráðar aukaverkanir sem tilkynntar voru eftir markaðssetningu lyfsins. Skráin nær einnig til alvarlegra aukaverkana og aukaverkana sem leiddu til brottfalls úr þremur klíniskum langtímarannsóknum með 21.642 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með telmisartan í allt að 6 ár. Markmið meðferðarinnar var að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkunum er raðað eftir tíðni að viðtekinni venju samanber eftirfarandi:

Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Sýkingar af völdum sýkla og

 

sníkjudýra

 

Sjaldgæfar:

Þvagfærasýking þar með talin blöðrubólga, sýking í efri hluta

 

öndunarfæra þar með talin kokbólga og skútabólga

Mjög sjaldgæfar:

Blóðsýking sem leitt getur til dauða1.

Blóð og eitlar

 

 

Sjaldgæfar:

Blóðleysi.

Mjög sjaldgæfar:

Eosínfíklafjöld, blóðflagnafæð.

Ónæmiskerfi

 

Mjög sjaldgæfar:

Bráðaofnæmisviðbrögð, ofnæmi.

Efnaskipti og næring

 

Sjaldgæfar:

Blóðkalíumhækkun.

Mjög sjaldgæfar:

Blóðsykurslækkun (hjá sykursjúkum).

Geðræn vandamál

 

Sjaldgæfar:

Svefnleysi, þunglyndi.

Mjög sjaldgæfar:

Kvíði.

Taugakerfi

 

Sjaldgæfar:

Yfirlið.

Mjög sjaldgæfar:

Svefnhöfgi.

Augu

 

Mjög sjaldgæfar:

Sjóntruflanir.

Eyru og völundarhús

 

Sjaldgæfar:

Svimi.

Hjarta

 

Sjaldgæfar:

Hægtaktur.

Mjög sjaldgæfar:

Hraðtaktur.

Æðar

Lágþrýstingur2, stöðubundinn lágþrýstingur.

Sjaldgæfar:

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Sjaldgæfar:

Mæði, hósti.

Koma örsjaldan fyrir:

Millivefssjúkdómur í lungum4.

Meltingarfæri

Kviðverkur, niðurgangur, meltingartruflun, uppþemba, uppköst.

Sjaldgæfar:

Mjög sjaldgæfar:

Munnþurrkur, magaóþægindi, bragðskynstruflun.

 

Lifur og gall

Óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarkvilli3.

Mjög sjaldgæfar:

Húð og undirhúð

 

Sjaldgæfar:

Kláði, aukin svitamyndun, útbrot.

Mjög sjaldgæfar:

Ofsabjúgur (einnig banvænn), exem, hörundsroði, ofsakláði,

 

lyfjaútþot, eitrunarútþot.

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Sjaldgæfar:

Bakverkur (t.d. settaugabólga), vöðvakrampar, vöðvaverkur.

Mjög sjaldgæfar:

Liðverkur, verkir í útlimum, verkir í sinum (einkenni lík

 

sinabólgu).

Nýru og þvagfæri

 

Sjaldgæfar:

Skert nýrnastarfsemi, þar með talin bráð nýrnabilun.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar:

Brjóstverkur, þróttleysi.

Mjög sjaldgæfar:

Inflúensulík veikindi.

 

Rannsóknaniðurstöður
Sjaldgæfar Mjög sjaldgæfar:

Aukning á kreatíníni í blóði.

Minnkun á blóðrauða, aukning á þvagsýru í blóði, aukning á lifrarensímum, hækkun á kreatínfosfókínasa í blóði.

.

1, 2, 3, 4: Varðandi frekari lýsingu sjá undirkafla „Lýsing á völdum aukaverkunum“

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóðeitrun

Í PRoFESS rannsókninni kom fram aukin tíðni blóðsýkinga við notkun telmisartans miðað við lyfleysu. Þessi niðurstaða getur verið tilviljun eða tengd verkun sem er ekki enn þekkt (sjá einnig kafla 5.1).

Lágþrýstingur

Samkvæmt birtum gögnum var lágþrýstingur algengur hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með telmisartan til viðbótar hefðbundinni blóðþrýstingsmeðferð í því skyni að lækka tilfelli hjarta og æðasjúkdóma.

Óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarsjúkdómar

Flest tilvik óeðlilegrar lifrarstarfsemi/lifrarsjúkdóma eftir markaðssetningu komu fram hjá japönskum sjúklingum. Japanskir sjúklingar eru líklegri til að fá þessar aukaverkanir.

Millivefssjúkdómur í lungum

Greint hefur verið frá tilvikum millivefssjúkdóms í lungum eftir markaðssetningu lyfsins hjá sjúklingum sem tóku telmisartan. Hinsvegar hefur orsakasamband ekki verið staðfest.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun í mönnum.

Einkenni

Helstu merki um ofskömmtun telmisartans voru lágþrýstingur og hraðtaktur. Hægtaktur, sundl, hækkun á kreatíníni í sermi og bráð nýrnabilun hafa einnig komið fram.

Meðhöndlun

Ekki er hægt að fjarlægja telmisartan með blóðskilun. Fylgjast skal náið með sjúklingi og veita einkenna- og stuðningsmeðferð. Meðferð fer eftir þeim tíma sem liðið hefur síðan lyfið var tekið inn og hve einkenni eru alvarleg. Mælt er með því að gefa uppsölulyf og/eða framkvæma magaskolun. Við meðferð við ofskömmtun getur verið gagnlegt að nota virk lyfjakol. Gera skal tíðar mælingar á söltum í sermi og kreatíníni. Lækki blóðþrýstingur skal láta sjúklinginn liggja á bakinu og gefa salta- og vökvauppbót strax.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Angíótensín II blokkar, óblandaðir, ATC flokkur: C 09 CA 07.

Verkunarháttur

Telmisartan, sem er virkt eftir inntöku, er sértækur angíótensín II viðtakablokki (tegund AT1). Telmisartan skiptir út angíótensín II með mikilli sækni frá bindistað þess á AT1-viðtakaundirflokki, en við hann er bundin hin þekkta verkun angíótensíns II. Telmisartan hefur ekki neina örvandi verkun (partial agonist acitivity) við AT1-viðtakann. Telmisartan binst sértækt við AT1-viðtakann. Bindingin er langvarandi. Telmisartan sýnir ekki sækni í aðra viðtaka, þar á meðal AT2 og aðra minna þekkta AT-viðtaka. Hlutverk þessara viðtaka er ekki þekkt og heldur ekki áhrif þeirra við hugsanlega oförvun af völdum angíótensíns II er magn þess eykst fyrir tilstilli telmisartans. Aldósteróngildi í plasma lækka vegna áhrifa telmisartans. Telmisartan hemur ekki renín í plasma manna né lokar jónagöngum. Telmisartan hemur ekki ACE (angiotensin converting enzym) (kínasa II), ensímið sem umbrýtur einnig bradýkínín. Því er ekki búist við að það auki á aukaverkanir sem verða fyrir tilstilli bradýkíníns.

Hjá mönnum kemur 80 mg skammtur af telmisartan nær alveg í veg fyrir blóðþrýstingshækkun af völdum angíótensíns II. Þessi hamlandi áhrif haldast í 24 klst. og eru mælanleg í allt að 48 klst.

Verkun og öryggi

Meðferð háþrýstings

Eftir gjöf fyrsta skammts af telmisartani koma blóðþrýstingslækkandi áhrif smám saman fram innan 3 klst. Hámarks blóðþrýstingslækkun næst venjulega 4 til 8 vikum eftir að meðferð hefst og helst við langtímameðferð.

Blóðþrýstingslækkandi áhrif haldast stöðug í 24 klst. eftir lyfjagjöf og þar með talið eru síðustu 4 klst. fyrir næstu lyfjagjöf eins og hefur sést við sólarhrings blóðþrýstingsmælingu hjá sjúklingum. Þetta er staðfest í samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem hlutfall lágþéttni/háþéttni helst stöðugt yfir 80% eftir 40 mg og 80 mg skammta af telmisartani. Það er greinileg tilhneiging til fylgni skammta við þann tíma sem líður þar til upphafs slagbilsþrýstingur (SBP) næst aftur. Hvað þetta varðar eru upplýsingar um þanbilsþrýsting (DBP) mótsagnakenndar.

Hjá sjúklingum með háþrýsting lækkar telmisartan bæði slagbils- og þanbilsþrýsting án þess að hafa áhrif á hjartsláttarhraða. Það hefur ekki verið skýrt ennþá hvaða hlutverki þvagræsandi og natríumræsandi eiginleikar lyfsins gegna varðandi blóðþrýstingslækkandi áhrif þess. Blóðþrýstingslækkandi áhrif telmisartans eru sambærileg við áhrif efna í öðrum flokkum blóðþrýstingslækkandi lyfja (staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum við amlódipín, atenólól, enalapríl, hýdróklórtíazíð og lisínópríl).

Þegar meðferð með telmisartani er skyndilega hætt breytist blóðþrýstingur smám saman í upphafleg gildi á nokkrum dögum án þess að fram komi viðbragðs háþrýstingur (rebound hypertension).

Þurr hósti kom marktækt sjaldnar fyrir hjá sjúklingum í meðferð með telmisartani en hjá þeim sem voru meðhöndlaðir með ACE-hemlum í klínískum rannsóknum, þar sem beinn samanburður var gerður á þessum tveimur blóðþrýstingslækkandi meðferðum.

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

ONTARGET rannsóknin (ONgoing Telmisartan Alone and in Combination with Ramipril Global Endpoint Trial) bar saman áhrif telmisartans, ramipríls og samsetningu telmisartans og ramipríls á hjarta- og æðasjúkdóma hjá 25.620 sjúklingum 55 ára og eldri með sögu um kransæðasjúkdóma, slag, skammvinna blóðþurrð í heila, útslagæðakvilla eða sykursýki af tegund 2 ásamt einkennum um skemmdir í marklíffærum (t.d. sjónukvilli, stækkun vinstri slegils, makró- eða míkróalbúmínmiga) sem er hópur í áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Sjúklingum var slembiraðað í einn af þremur eftirfarandi meðferðarhópum: telmisartan 80 mg (n=8.542), ramipríl 10 mg (n=8.576) eða samsetningu telmisartans 80 mg og ramipríls 10 mg (n=8.502) og var þeim fylgt eftir í að meðaltali 4,5 ár.

Telmisartan sýndi svipuð áhrif og ramipríl við að lækka samsetta aðalendapunktinn sem samanstóð af dauða vegna hjarta-og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða, slagi sem ekki leiddi til

dauða eða sjúkrahúslegu vegna hjartabilunar. Tíðni aðalendapunktsins var svipuð hjá hópnum sem fékk telmisartan (16,7%) og hópnum sem fékk ramipríl (16,5%). Áhættuhlutfallið fyrir telmisartan á móti ramipríli var 1.01 (97,5% CI 0,93 - 1,10, p (jafngildi) = 0,0019 við skekkjumörk 1,13). Hlutfall dánartíðni af öllum orsökum var 11,6% hjá sjúklingum á meðferð með telmisartani og 11,8% hjá sjúklingum á meðferð með ramipríli.

Í tveimur stórum slembiröðuðum samanburðarrannsóknum, ONTARGET (ONgoing Telmisartan Alone and in combination with Ramipril Global Endpoint Trial) og VA NEPHRON D (The Veterans Affairs Nephropathy in Diabetes) var samsett meðferð með ACE-hemli og angíótensín II viðtakablokka rannsökuð.

ONTARGET rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sögu um hjarta- og æðasjúkdóm eða sjúkdóm í heilaæðum, eða sykursýki af tegund 2 ásamt vísbendingum um skemmdir í marklíffæri.

VA NEPHRON D rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og nýrnakvilla vegna sykursýki.

Þessar rannsóknir sýndu engan marktækan ávinning af meðferð hvað varðar nýru og/eða hjarta- og æðakerfi eða dánartíðni en á hinn bóginn kom fram aukin hætta á blóðkalíumhækkun, bráðum nýrnaskaða og/eða lágþrýstingi samanborið við einlyfjameðferð.

Vegna líkra lyfhrifa þessara lyfja eiga þessar niðurstöður einnig við aðra ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka.

Þess vegna skal ekki nota ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

ALTITUDE (Aliskiren Trial in Type 2 Diabetes Using Cardiovascular and Renal Disease Endpoints) rannsóknin var hönnuð til að kanna ávinnning af því að bæta aliskireni við hefðbundna meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og langvinnan nýrnasjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóm eða hvort tveggja. Rannsóknin var stöðvuð snemma vegna aukinnar hættu á aukaverkunum. Dauðsfall vegna hjarta- og æðasjúkdóms og heilablóðfall voru algengari hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu og oftar var tilkynnt um aukaverkanir og þær alvarlegu aukaverkanir sem sérstaklega var fylgst með (blóðkalíumhækkun, lágþrýstingur og vanstarfsemi nýrna) hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu.

Telmisartan hafði svipuð áhrif og ramipríl á fyrirfram skilgreinda aukaendapunktinn sem samanstóð af dauða vegna hjarta-og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða og slagi sem ekki leiddi til dauða [0,99 (97,5% CI 0,90 - 1,08), p (jafngildi) = 0,0004], aðalendapunkturinn í viðmiðunarrannsókninni HOPE (The Heart Outcomes Prevention Evaluation Study), sem skoðaði áhrif ramipríls borið saman við lyfleysu.

TRANSCEND slembiraðaði sjúklingum sem ekki þoldu ACE hemla með að öðru leyti svipuð viðmið við innskráningu eins og ONTARGET, á telmisartan 80 mg (n=2.954) eða lyfleysu (n=2.972), bæði gefin til viðbótar við venjulega meðferð. Meðaltímalengd eftirfylgni var 4 ár og 8 mánuðir. Enginn tölfræðilega marktækur munur sást á tíðni samsetta aðalendapunktsins (dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadrep sem ekki leiddi til dauða, slag sem ekki leiddi til dauða eða sjúkrahúslega vegna hjartabilunar) [15,7% hjá telmisartan hópnum og 17,0% hjá lyfleysu hópnum með áhættuhlutfalli 0,92 (95% CI 0,81-1,05, p=0,22)]. Sýnt var fram á ávinning af notkun telmisartans miðað við lyfleysu í fyrirfram skilgreinda aukaendapunktinum sem samanstóða af dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða og slags sem ekki leiddi til dauða [0,87 (95% CI 0,76 -1,00, p = 0,048)]. Ekki var sýnt fram á ávinning hvað varðar dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma (áhættuhlutfall 1,03, 95% CI 0,85 - 1,24).

Sjaldnar var greint frá hósta og ofsabjúg hjá sjúklingum á meðferð með telmisartani en hjá sjúklingum á meðferð með ramipríli, aftur á móti var oftar greint frá lágþrýstingi við meðferð með telmisartani.

Samsetning telmisartans og ramipríls hafði ekki í för með sér meiri ávinning en ramipríl eða telmisartan eitt sér. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dánartíðni af öllum orsökum var hærri við notkun samsetningarinnar. Til viðbótar var marktækt aukin tíðni blóðkalíumhækkunar, nýrnabilunar, lágþrýstings og yfirliða hjá hópnum sem fékk samsetninguna. Þess vegna er notkun samsetningar telmisartans og ramipríls ekki ráðlögð hjá þessum sjúklingahópi.

Í PRoFESS rannsókninni (Prevention Regimen For Effectively avoiding Second Strokes) hjá sjúklingum 50 ára og eldri sem nýlega höfðu fengið slag, kom fram aukin tíðni blóðsýkinga við notkun telmisartans miðað við lyfleysu, 0,70% samanborið við 0,49% [RR 1,43 (95% öryggisbil 1,00

– 2,06)]. Tíðni blóðsýkinga sem leiddu til dauða jókst hjá sjúklingum sem fengu telmisartan (0,33%) samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu (0,16%) [RR 2,07 (95% öryggisbil 1,14 – 3,76)]. Aukin tíðni blóðsýkinga sem komu fram í tengslum við notkun telmisartans getur verið tilviljun eða tengst verkun sem er ekki enn þekkt.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Telmisartan Teva Pharma hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Blóðþrýstingslækkandi verkun tveggja skammta af telmisartani var metin hjá 76 sjúklingum sem voru með háþrýsting og voru mikið yfir kjörþyngd. Sjúklingarnir voru á aldrinum 6 til <18 ára (líkamsþyngd ≥20 kg og ≤120 kg, meðalþyngd 74,6 kg) og fengu 1 mg/kg (n = 29 meðhöndlaðir ) eða 2 mg/kg (n = 31 meðhöndlaðir) af telmisartani á fjögurra vikna meðferðartímabili. Ekki var rannsakað hvort um afleiddan (secondary) háþrýsting væri að ræða. Skammtarnir sem voru notaðir hjá sumum sjúklingum í rannsókninni voru stærri en ráðlagður skammtur til meðferðar við háþrýstingi hjá fullorðnum, en þeir náðu sólarhringsskammti sem var sambærilegur við 160 mg og voru rannsakaðir hjá fullorðnum. Eftir aðlögun að aldurshópi voru áhrif meðalbreytinga á blóðþrýstingi í slagbili frá grunnlínu (meginmarkmið) -14,5 (1,7) mmHg hjá hópnum sem fékk 2 mg/kg af telmisartani,

-9,7 (1,7) mmHg hjá hópnum sem fékk 1 mg/kg af telmisartani og -6,0 (2,4) hjá hópnum sem fékk lyfleysu. Eftir aðlögun voru breytingar á blóðþrýstingi í þanbili frá grunnlínu -8,4 (1,5) mmHg,

-4,5 (1,6) mmHg og -3,5 (2,1) mmHg, talið upp í sömu röð. Breytingin var skammtaháð. Niðurstöður þessarar rannsóknar varðandi öryggi hjá sjúklingum á aldrinum 6 til <18 ára virðast almennt svipaðar og hjá fullorðnum. Ekki var lagt mat á öryggi langtímameðferðar með telmisartani hjá börnum og unglingum.

Fjölgun eósínfíkla sem greint var frá hjá þessum hópi sjúklinga hefur ekki verið skráð hjá fullorðnum. Klínískt mikilvægi og þýðing þess er ekki þekkt.

Á grundvelli þessara klínísku upplýsinga er ekki hægt að draga ályktun um verkun og öryggi telmisartans hjá börnum með háþrýsting.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Telmisartan frásogast hratt en það magn sem frásogast getur verið breytilegt. Meðalgildi heildaraðgengis (absolute bioavailability) telmisartans er um 50%. Þegar telmisartan er tekið inn með

máltíð minnkar flatarmál undir plasmaþéttni-tímaferli (AUC0- ) fyrir telmisartan um 6% (40 mg skammtur) til um 19% (160 mg skammtur). 3 klst. eftir inntöku er plasmaþéttni sú sama hvort sem telmisartan er tekið fastandi eða með fæðu.

Línulegt/ólínulegt samband

Þessi litla minnkun í AUC er ekki talin minnka lyfhrifin. Ekki er línulegt samband milli skammta og plasmagilda. Cmax eykst og í minna mæli AUC, ekki í réttu hlutfalli við skammta stærri en 40 mg.

Dreifing

Telmisartan er í miklum mæli bundið plasmapróteinum (>99,5%), aðallega albúmíni og alfa-1 sýru glýkópróteini. Meðaltal dreifingarrúmmáls (apparent volume of distribution) við jafnvægi (Vdss) er um 500 l.

Umbrot

Telmisartan umbrotnar með samtengingu upprunalega efnisins við glúkúróníð. Lyfhrif hafa ekki sést af völdum samtengda efnisins.

Brotthvarf

Brotthvarf telmisartans einkennist af tveggja veldisstiga (biexponential) lyfjahvörfum með lokahelmingurnartíma brotthvarfs >20 klst. Hámarks plasmaþéttni (Cmax) og í minna mæli flatarmálið

undir plasmaþéttni-tímaferlinu (AUC) eykst ekki í réttu hlutfalli við skammt. Við ráðlagða skammta eru ekki nein merki um uppsöfnun telmisartans sem hefur klíníska þýðingu. Plasmaþéttni var hærri hjá konum en körlum án þess að það hafi þýðingu varðandi verkun.

Eftir gjöf til inntöku (og gjöf í bláæð) skilst telmisartan nær eingöngu út í hægðum og aðallega á óbreyttu formi. Uppsafnaður útskilnaður í þvagi er <1% af skammti. Heildar plasmaúthreinsun (Cltot), er mikil (um 1.000 ml/mín.) samanborið við blóðstreymi um lifur (um 1.500 ml/mín.).

Sérstakir hópar

Börn

Lyfjahvörf tveggja skammta af telmisartani voru metin sem undirmarkmið hjá sjúklingum með háþrýsting (n = 57) á aldrinum 6 til <18 ára eftir inntöku 1 mg/kg eða 2 mg/kg af telmisartani á fjögurra vikna meðferðartímabili. Markmið með rannsókn á lyfjahvörfum var m.a. að ákvarða jafnvægi (steady-state) telmisartans hjá börnum og unglingum og að rannsaka aldurstengdan mismun. Þó að rannsóknin hafi verið of lítil fyrir grundvallarmat á lyfjahvörfum hjá börnum yngri en 12 ára, eru niðurstöðurnar almennt í samræmi við niðurstöður hjá fullorðnum og staðfesta ólínulegt samband lyfjahvarfa telmisartans, sérstaklega fyrir Cmax.

Kyn

Mismunur sást á plasmaþéttni milli kynja, Cmax er um 3 sinnum hærra hjá konum en hjá körlum og AUC um 2 sinnum stærra.

Aldraðir

Lyfjahvörf telmisartans eru eins hjá öldruðum og þeim sem eru yngri en 65 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi og alvarlega skerta nýrnastarfsemi sást tvöföldun á þéttni í plasma. Hins vegar sást lægri plasmaþéttni hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi sem gengust undir himnuskilun. Telmisartan er mikið bundið plasmapróteinum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og ekki er hægt að fjarlægja það með himnuskilun. Helmingunartími brotthvarfs er óbreyttur hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Í rannsóknum á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi var aukning á heildaraðgengi (absolute bioavailability) upp í næstum 100%. Helmingunartími brotthvarfs er óbreyttur hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Í forklínískum rannsóknum á öryggi leiddu skammtar, sem gáfu samsvarandi útsetningu og sést á klínísku skammtabili til lækkunar á rauðkornagildum (rauðkornum, blóðrauða, blóðkornaskilum), breytinga á blóðrás í nýrum (hækkað þvagefni og kreatínín) sem og hækkunar kalíums í sermi hjá dýrum með eðlilegan blóðþrýsting. Hjá hundum sást útvíkkun og visnun í nýrnapíplum. Einnig sást sköddun á magaslímhúð (fleiður, sár eða bólga) hjá rottum og hundum. Hægt var að komast hjá þessum aukaverkunum sem tengjast lyfhrifum og eru þekktar úr forklínískum rannsóknum með bæði ACE-hemla og angíótensín II blokka, með því að gefa að auki jafnþrýstna saltvatnslausn til inntöku.

Hjá báðum dýrategundum sást aukin renínvirkni í plasma og stækkun (hypertrophy/hyperplasia) á nálægum frumum við gaukulfrumur (juxtaglomerular cells). Þessar breytingar, sem eru einkennandi fyrir lyf af flokki ACE-hemla og annarra angíótensín II blokka, virðast ekki hafa klíníska þýðingu.

Engar skýrar vísbendingar um vanskapandi áhrif komu fram en við eitrunarskammta telmisartans komu hins vegar fram áhrif á þroska afkvæmis eftir fæðingu eins og minni líkamsþungi og seinkun á opnun augna.

Engin merki voru um stökkbreytingar eða litningaskemmandi áhrif í in vitro rannsóknum og engin vísbending var um krabbameinsvaldandi áhrif hjá rottum og músum.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Örkristallaður sellulósi (Avicel PH 102) Natríum sterkjuglýcólat (Type A) Póloxamerar

Meglúmín

Póvidón (PVP K-30) Sorbitól (E420) Magnesíumsterat.

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5 Gerð íláts og innihald

Stakskammta ál-álþynnupakkningar með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af og stakskammta ál-álþynnupakkningar með rifgötum.

Þynnupakkningar með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af innihalda 14x1, 28x1, 30x1, 40x1, 56x1, 60x1, 84x1, 90x1, 98x1, 100x1 töflu.

Þynnupakkningar með rifgötum 14x1, 28x1, 30x1, 40x1, 56x1, 60x1, 84x1, 90x1, 98x1, 100x1 töflu. Ál-álþynnupakkning : inniheldur 28 og 30 töflur í pakkningu

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/719/021 Öskjur með 14x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/022

Öskjur með 28x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/023

Öskjur með 30x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/024

Öskjur með 40x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/025

Öskjur með 56x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/026

Öskjur með 60x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/027

Öskjur með 84x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/028

Öskjur með 90x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/029

Öskjur með 98x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/030

Öskjur með 100x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/031

Öskjur með 14x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/032

Öskjur með 28x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/033

Öskjur með 30x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/034

Öskjur með 40x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/035

Öskjur með 56x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/036

Öskjur með 60x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/037

Öskjur með 84x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/038

Öskjur með 90x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/039

Öskjur með 98x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/040

Öskjur með 100x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/061

Askja með 30 töflum í ál-álþynnupakkningu

EU/1/11/719/064

Askja með 28 töflum í ál-álþynnupakkningu

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3-10-2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Telmisartan Teva Pharma 80 mg töflur.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 80 mg telmisartan.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 85,6 mg sorbitól (E420).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Töflur.

Hvítar eða drapplitar, sporöskjulaga töflur: Í aðra hliðina er grafið númerið „93“. Í hina hliðina er grafið númerið „7460“.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Háþrýstingur

Meðferð við háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum.

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

Til að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma hjá fullorðnum með:

staðfestan hjarta- og æðasjúkdóm vegna æðakölkunar og segamyndunar (saga um kransæðasjúkdóm, slag eða útslagæðakvilla) eða

sykursýki af tegund 2 með staðfestum skemmdum í marklíffærum

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Meðferð háþrýstings

Venjulega hefur 40 mg skammtur einu sinni á dag tilætluð áhrif. Hjá sumum sjúklingum getur 20 mg skammtur þó nægt. Þegar æskilegur blóðþrýstingur næst ekki má auka telmisartanskammtinn í mest 80 mg einu sinni á dag. Einnig má nota telmisartan samtímis þvagræsilyfjum af flokki tíazíða sem hafa reynst hafa samleggjandi áhrif á blóðþrýstingslækkandi verkun telmisartans. Þegar skammtaaukning er hugleidd skal hafa í huga að hámarks blóðþrýstingslækkandi áhrif nást venjulega fjórum til átta vikum eftir að meðferð hefst (sjá kafla 5.1).

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

Ráðlagður skammtur er 80 mg einu sinni á dag. Ekki er vitað hvort lægri skammtar en 80 mg af telmisartani eru virkir í að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum.

Við upphaf meðferðar með telmisartan til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma er mælt með nákvæmu eftirliti með blóðþrýstingi og ef við á getur aðlögun skammta lyfja sem lækka blóðþrýsting verið nauðsynleg.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Takmörkuð reynsla hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eða sjúklingum í blóðskilun er fyrirliggjandi. Mælt er með minni upphafsskammti eða 20 mg hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4.).Ekki þarf að breyta skammti hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Telmisartan Teva Pharma er ekki ætla til notkunar hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3). Hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta lifrarstarfsemi ætti skammtur ekki að vera stærri en 40 mg einu sinni á dag (sjá kafla 4.4).

Aldraðir

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruðum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Telmisartan Teva Pharma hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í köflum 5.1 og 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Telmisartan töflur eru til notkunar einu sinni á sólarhring og á að taka inn með vökva, með eða án matar.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Kvilli vegna þrengingar í gallvegum.

Alvarlega skert lifrarstarfsemi.

Ekki má nota Telmisartan Teva Pharma samhliða lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi (GFR < 60 ml/mín./1,73 m2 ) (sjá kafla 4.5 og 5.1).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Meðganga

Ekki skal hefja meðferð með angíótensín II blokkum á meðgöngu. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II blokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II blokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við (sjá kafla 4.3. og 4.6).

Skert lifrarstarfsemi

Telmisartan Teva Pharma á ekki að gefa sjúklingum með gallteppu, kvilla vegna þrengingar í gallvegum eða alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3) þar sem brotthvarf telmisartans verður að mestu leyti í galli. Búast má við að lifrarúthreinsun telmisartans sé skert hjá þessum sjúklingum. Telmisartan Teva Pharma á aðeins að nota með varúð hjá sjúklingum með vægt- til meðalskerta lifrarstarfsemi.

Nýrnaæðaháþrýstingur

Aukin hætta er á alvarlegum lágþrýstingi og skertri nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með tvíhliða nýrnaslagæðaþrengsli eða þrengsli í nýrnaslagæð í einu starfhæfu nýra ef þeir eru meðhöndlaðir með lyfjum sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið.

Skert nýrnastarfsemi og nýraígræðsla

Þegar Telmisartan Teva Pharma er notað handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, er mælt með reglulegum mælingum á kalíum- og kreatíníngildum í sermi. Engin reynsla er af gjöf Telmisartan Teva Pharma handa sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýraígræðslu.

Blóðþurrð í æðum

Lágþrýstingur með einkennum (symptomatic hypotension) getur komið fram, einkum eftir fyrsta skammt af Telmisartan Teva Pharma, hjá sjúklingum sem hafa skert blóðrúmmál og/eða natríumskort eftir öfluga þvagræsandi meðferð, saltsnautt fæði, niðurgang eða uppköst. Slíkt ástand skal lagfæra áður en Telmisartan Teva Pharma er gefið. Skert blóðrúmmál og/eða natríumskort skal lagfæra áður en Telmisartan Teva Pharma er gefið.

Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu

Vísbendingar eru um að samhliðanotkun ACE hemla, angíótensín II viðtakablokka eða aliskirens auki hættu á blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun). Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni er þess vegna ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Ef meðferð sem tvöfaldar hömlun er talin bráðnauðsynleg skal hún einungis fara fram undir eftirliti sérfræðings og með tíðu eftirliti með nýrnastarfsemi, blóðsöltum og blóðþrýstingi.

Ekki skal nota ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

Annað ástand þar sem renín-angíótensín-aldósterónkerfið er örvað

Hjá sjúklingum þar sem æðaþan og nýrnastarfsemi er einkum háð virkni renín-angíótensín-aldósterón- kerfisins (t.d. sjúklingar með alvarlega hjartabilun (congestive heart failure) eða undirliggjandi nýrnasjúkdóm, þar með talið nýrnaslagæðaþrengsli) hefur meðhöndlun með lyfjum, sem hafa áhrif á þetta kerfi eins og telmisartan, verið tengd bráðum lágþrýstingi, blóðnituraukningu, þvagþurrð eða í örfáum tilvikum bráðri nýrnabilun (sjá kafla 4.8).

Aldósterónheilkenni (primary aldosteronism)

Sjúklingar með aldósterónheilkenni munu almennt ekki svara háþrýstilyfjum sem verka með því að hemja renín-angíótensínkerfið. Því er ekki mælt með notkun telmisartans.

Ósæðar- og míturlokuþrengsli, hjartavöðvakvilli með þrengingum og hjartastækkun (obstructive hypertrophic cardiomyopathy)

Eins og með önnur æðavíkkandi lyf, skal gæta sérstakrar varúðar hjá sjúklingum, sem eru með ósæðar- eða míturlokuþrengsli eða hjartavöðvakvilla með þrengingum og hjartastækkun.

Sykursýkissjúklingar sem eru á meðferð með insúlíni eða blóðsykurslækkandi lyfjum

Hjá þessum sjúklingum getur blóðsykurslækkun átt sér stað við meðferð með telmisartani. Þess vegna skal íhuga viðeigandi eftirlit með blóðsykri hjá þessum sjúklingum og nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúlíni eða blóðsykurslækkandi lyfjum þar sem við á.

Blóðkalíumhækkun

Notkun lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið getur valdið blóðkalíumhækkun. Hjá öldruðum, sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, sykursýkissjúklingum, sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með öðrum lyfjum sem geta aukið kalíumþéttni og/eða sjúklingum með kvilla sem geta haft áhrif í þessu sambandi, getur blóðkalíumhækkun verið lífshættuleg.

Áður en íhuguð er samhliða notkun lyfja sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið skal meta hlutfall ávinnings-áhættu.

Helstu áhættuþættir fyrir blóðkalíumhækkun, sem hafa skal í huga, eru:

-Sykursýki, skert nýrnastarfsemi, aldur (> 70 ára)

-Samhliða notkun með einu eða fleiri lyfjum sem hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterónkerfið og/eða kalíumuppbót. Lyf eða lyfjaflokkar sem geta valdið blóðkalíumhækkun eru saltuppbót sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi þvagræsilyf, ACE-hemlar, angíótensín II viðtakablokkar, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) (þar með talið sértækir COX-2 hemlar), heparín, ónæmisbælandi lyf (ciclosporín eða takrólímus) og trímetóprím.

-Kvillar sem geta haft áhrif í þessu sambandi, einkum ofþornun, bráð ómeðhöndluð einkenni frá hjarta, efnaskiptablóðsýring, versnun á nýrnastarfsemi, skyndileg versnun á ástandi nýrna (t.d. smitsjúkdómar), frumurof (t.d. bráð blóðþurrð í útlim, rákvöðvalýsa, mikill áverki).

Nákvæmt eftirlit með kalíum í sermi hjá sjúklingum í áhættuhópi er ráðlagt (sjá kafla 4.5).

Sorbitól

Þetta lyf inniheldur sorbitól (E420). Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol sem er mjög sjaldgæft eiga ekki að taka Telmisartan Teva Pharma.

Mismunur vegna kynþáttar

Eins og sést hefur við notkun ACE-hemla (angiotensin converting enzyme inhibitors) eru telmisartan og aðrir angíótensín II blokkar greinilega minna virkir til lækkunar blóðþrýstings hjá fólki af svörtum kynstofni en öðrum, líklega vegna hærri tíðni lágra reníngilda hjá svertingjum með háþrýsting.

Annað

Eins og á við um önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, getur of mikil blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum með hjartakvilla með blóðþurrð eða hjarta- og æðasjúkdóm með blóðþurrð valdið hjartadrepi eða heilablóðfalli.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Dígoxín

Þegar telmisartan var gefið samhliða dígoxíni var miðgildi hækkunar á hámarksþéttni dígoxins í plasma 49% og miðgildi hækkunar lágstyrks um 20%. Þegar meðferð með telmisartan er hafin, breytt og hætt, skal fylgjast með dígoxíngildum til að viðhalda styrk innan ráðlagðs bils.

Eins og á við um önnur lyf sem virka á renín-angíótensín-aldósterón kerfið getur telmisartan valdið blóðkalíumhækkun (sjá kafla 4.4). Aukin hætta getur verið við samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem einnig geta valdið blóðkalíumhækkun (saltuppbót sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi þvagræsilyf, ACE-hemlar, angíótensín II viðtakablokkar, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID, þar með talið sértækir COX-2 hemlar), heparín, ónæmisbælandi lyf (ciclosporín eða takrólímus) og trímetóprím).

Blóðkalíumhækkun er háð sameinuðum áhættuþáttum. Hættan er aukin þegar lyfið er notað ásamt þeim meðferðum sem nefndar eru hér að ofan. Hættan er sérstaklega mikil þegar samhliða eru notuð kalíumsparandi þvagræsilyf og þegar lyfið er notað samhliða saltuppbót sem inniheldur kalíum. Hættan er minni við samhliða notkun til dæmis ACE-hemla eða bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), að því tilskildu að varúðarreglum við notkun sé fylgt nákvæmlega.

Samhliða notkun sem ekki er ráðlögð

Kalíumsparandi þvagræsilyf eða kalíumuppbót

Angíótensín II blokkar eins og telmisartan draga úr kalíumtapi vegna þvagræsingar. Kalíumsparandi þvagræsilyf, t.d. spírónólaktón, eplerenón, tríamteren eða amiloríð, kalíumuppbót eða saltuppbót sem inniheldur kalíum getur valdið marktækri hækkun á kalíum í sermi. Ef nota þarf þessi lyf samtímis vegna staðfests blóðkalíumtaps skal nota þau með varúð og gera tíðar mælingar á kalíum í sermi.

Litíum

Tilkynnt hefur verið um afturkræfa hækkun á litíumþéttni í sermi og eiturverkanir við samtímis gjöf litíums og ACE-hemla og í mjög sjaldgæfum tilvikum við samtímis gjöf angíótensín II blokka, þar á meðal telmisartan. Ef samhliða notkun þessara lyfja reynist nauðsynleg er ráðlagt að fylgjast vandlega með litíumgildum í sermi.

Samhliða notkun sem fylgjast þarf með

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID)

Bólgueyðandi gigtarlyf (þ.e. asetýlsalisýlsýra í bólgueyðandi skömmtum, COX-2 hemlar og ósértæk bólgueyðandi gigtarlyf) geta minnkað blóðþrýstingslækkandi verkun angíótensín II blokka.

Hjá sumum sjúklingum með minnkaða nýrnastarfsemi (t.d. sjúklingar með ofþornun eða aldraðir sjúklingar með minnkaða nýrnastarfsemi) getur samhliða notkun angíótensín II blokka og lyfja sem hamla cýcló-oxýgenasa valdið frekari skerðingu á nýrnastarfsemi, þar með talin bráð nýrnabilun sem venjulega gengur til baka. Því skal nota þessar samsetningar með varúð, einkum hjá öldruðum. Sjúklingar skulu fá nægilegan vökva og íhuga skal eftirlit með nýrnastarfseminni eftir að samhliða meðferð er hafin og síðan með reglulega millibili.

Í einni rannsókn leiddi samhliða gjöf telmisartans og ramipríls til hækkunar allt að 2,5 falt á AUC0-24 og Cmax fyrir ramipríl og ramiprílat. Klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna er ekki þekkt.

Þvagræsilyf (tíazíð eða mikilvirk þvagræsilyf (loop-diuretics)

Þegar meðferð með telmisartani er hafin getur undanfarandi meðferð með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum eins og fúrósemíði (mikilvirkt þvagræsilyf) og hýdróklórtíazíði (tíazíð þvagræsilyf) valdið rúmmálsskerðingu og hættu á lágum blóðþrýstingi.

Taka þarf tillit til við samhliða meðferð

Önnur blóðþrýstingslækkandi lyf

Blóðþrýstingslækkandi áhrif telmisartans geta aukist við samhliða notkun annarra blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Upplýsingar úr klínískri rannsókn hafa sýnt að tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni tengist hærri tíðni aukaverkana eins og blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun) samanborið við notkun á einu lyfi sem hamlar renín-angíótensín- aldósterónkerfinu (sjá kafla 4.3, 4.4 og 5.1).

Byggt á lyfjafræðilegum eiginleikum eftirtalinna lyfja má búast við að þau auki blóðþrýstingslækkandi áhrif allra blóðþrýstingslækkandi lyfja þar með talið telmisartans: Baklófen, amífostín. Enn fremur getur áfengi, barbitúröt, sefandi lyf (narcotics) og þunglyndislyf aukið hættu á stöðubundnum lágþrýstingi.

Barksterar (almenn (systemic) notkun)

Minnkun á blóðþrýstingslækkandi verkun.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki er mælt með notkun angíótensín II blokka á fyrsta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.4). Ekki má nota angíótensín II blokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun Telmisartan Teva Pharma á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Faraldsfræðileg gögn um hættuna á vansköpum af völdum ACE-hemla á fyrsta þriðjungi meðgöngu eru ekki fullnægjandi, hins vegar er ekki hægt að útiloka lítillega aukna áhættu. Engin faraldsfræðileg gögn eru til um áhættu við notkun angíótensín II blokka en búast má við að hún sé svipuð fyrir þennan lyfjaflokk. Sjúklingar sem ráðgera að verða barnshafandi skulu skipta yfir í aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem sýnt hefur verið fram á öryggi á meðgöngu, nema nauðsynlegt sé talið að halda áfram meðferð með angíótensín II blokkum. Þegar þungun hefur verið staðfest skal tafarlaust hætta meðferð með angíótensín II blokkum og hefja meðferð með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum ef það á við.

Vitað er að notkun angíótensín II blokka á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu hefur skaðleg áhrif á fóstur (skert starfsemi nýrna, legvatnsbrestur, skert beinmyndun höfuðkúpu) og skaðleg áhrif á nýbura (nýrnabilun, lágþrýstingur, blóðkalíumhækkun). (Sjá kafla 5.3 Forklínískar upplýsingar).

Mælt er með ómskoðun nýrna og höfuðkúpu ef angíótensín II blokkar hafa verið notaðir frá öðrum þriðjungi meðgöngu.

Fylgjast skal vel með hvort lágþrýstingur komi fram hjá ungbörnum mæðra sem notað hafa angíótensín II blokka (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Brjóstagjöf

Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Telmisartan Teva Pharma meðan á brjóstagjöf stendur, er ekki mælt með notkun Telmisartan Teva Pharma hjá konum sem hafa barn á brjósti. Ákjósanlegra er að veita lyfjameðferð þar sem nánari upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar meðan á brjóstagjöf stendur, sérstaklega þegar um nýbura eða fyrirbura er að ræða.

Frjósemi

Í forklínískum rannsóknum komu ekki fram áhrif á frjósemi karl- og kvendýra af völdum telmisartans.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Við akstur eða notkun véla skal þó hafa í huga að við meðferð við háþrýstingi eins og með Telmisartan Teva Pharma getur stöku sinnum komið fram sundl eða slen.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggisþáttum

Alvarlegar aukaverkanir eru m.a. bráðaofnæmisviðbrögð og ofsabjúgur sem geta mjög sjaldan komið fyrir (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), og bráð nýrnabilun.

Heildartíðni aukaverkana sem greint er frá fyrir telmisartan var venjulega sambærileg við lyfleysu (41,4% á móti 43,9%) í samanburðarrannsóknum hjá sjúklingum á meðferð við háþrýstingi. Tíðni aukaverkana var ekki skammtaháð og engin tengsl sáust við kyn, aldur eða kynþátt sjúklinganna.

Upplýsingar um öryggi lyfsins hjá sjúklingum á meðferð til að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma voru sambærilegar við það sem sást hjá sjúklingum með háþrýsting.

Í neðangreindri töflu eru skráðar aukaverkanir sem sjúklingar fengu sem meðhöndlaðir voru við háum blóðþrýstingi í klíniskum íhlutunarrannsóknum en einnig eru eru skráðar aukaverkanir sem tilkynntar voru eftir markaðssetningu lyfsins. Skráin nær einnig til alvarlegra aukaverkana og aukaverkana sem leiddu til brottfalls úr þremur klíniskum langtímarannsóknum með 21.642 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með telmisartan í allt að 6 ár. Markmið meðferðarinnar var að fækka tilvikum hjarta- og æðasjúkdóma.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkunum er raðað eftir tíðni að viðtekinni venju samanber eftirfarandi:

Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Sýkingar af völdum sýkla og

 

sníkjudýra

 

Sjaldgæfar:

Þvagfærasýking þar með talin blöðrubólga, sýking í efri hluta

 

öndunarfæra þar með talin kokbólga og skútabólga.Blóðsýking

Mjög sjaldgæfar:

sem leitt getur til dauða1.

Blóð og eitlar

 

 

Sjaldgæfar:

Blóðleysi.

Mjög sjaldgæfar:

Eosínfíklafjöld, blóðflagnafæð.

Ónæmiskerfi

 

Mjög sjaldgæfar:

Bráðaofnæmisviðbrögð, ofnæmi.

Efnaskipti og næring

 

Sjaldgæfar:

Blóðkalíumhækkun.

Mjög sjaldgæfar:

Blóðsykurslækkun (hjá sykursjúkum).

Geðræn vandamál

 

Sjaldgæfar:

Svefnleysi, þunglyndi.

Mjög sjaldgæfar:

Kvíði.

Taugakerfi

 

Sjaldgæfar:

Yfirlið.

Mjög sjaldgjæfar:

Svefnhöfgi

Augu

 

Mjög sjaldgæfar:

Sjóntruflanir.

Eyru og völundarhús

 

Sjaldgæfar:

Svimi.

Hjarta

 

Sjaldgæfar:

Hægtaktur.

Mjög sjaldgæfar:

Hraðtaktur.

Æðar

Lágþrýstingur2, stöðubundinn lágþrýstingur.

Sjaldgæfar:

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Sjaldgæfar:

Mæði, hósti.

Koma örsjaldan fyrir:

Millivefssjúkdómur í lungum4

Meltingarfæri

Kviðverkur, niðurgangur, meltingartruflun, uppþemba, uppköst.

Sjaldgæfar:

Mjög sjaldgæfar:

Munnþurrkur, magaóþægindi, bragðskynstruflun.

Lifur og gall

Óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarkvilli3.

Mjög sjaldgæfar:

Húð og undirhúð

 

Sjaldgæfar:

Kláði, aukin svitamyndun, útbrot.

Mjög sjaldgæfar:

Ofsabjúgur (einnig banvænn), exem, hörundsroði, ofsakláði.

 

lyfjaútþot, eitrunarútþot.

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Sjaldgæfar:

Bakverkur (t.d. settaugabólga), vöðvakrampar, vöðvaverkur.

Mjög sjaldgæfar:

Liðverkur, verkir í útlimum, verkir í sinum (einkenni lík

 

sinabólgu).

Nýru og þvagfæri

 

Sjaldgæfar:

Skert nýrnastarfsemi, þar með talin bráð nýrnabilun.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar:

Brjóstverkur, þróttleysi.

Mjög sjaldgæfar:

Inflúensulík veikindi.

 

Rannsóknaniðurstöður

Aukning á kreatíníni í blóði.

Sjaldgæfar:

Mjög sjaldgæfar:

Minnkun á blóðrauða, aukning á þvagsýru í blóði, aukning á

 

lifrarensímum , hækkun á kreatínfosfókínasa í blóði.

1, 2, 3, 4: Varðandi frekari lýsingu sjá undirkafla „Lýsing á völdum aukaverkunum“

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóðeitrun

Í PRoFESS rannsókninni kom fram aukin tíðni blóðsýkinga við notkun telmisartans miðað við lyfleysu. Þessi niðurstaða getur verið tilviljun eða tengd verkun sem er ekki enn þekkt (sjá einnig kafla 5.1).

Lágþrýstingur

Samkvæmt birtum gögnum var lágþrýstingur algengur hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með telmisartan til viðbótar hefðbundinni blóðþrýstingsmeðferð í því skyni að lækka tilfelli hjarta og æðasjúkdóma.

Óeðlileg lifrarstarfsemi/lifrarsjúkdómar

Flest tilvik óeðlilegrar lifrarstarfsemi/lifrarsjúkdóma eftir markaðssetningu komu fram hjá japönskum sjúklingum. Japanskir sjúklingar eru líklegri til að fá þessar aukaverkanir.

Millivefssjúkdómur í lungum

Greint hefur verið frá tilvikum millivefssjúkdóms í lungum eftir markaðssetningu lyfsins hjá sjúklingum sem tóku telmisartan. Hinsvegar hefur orsakasamband ekki verið staðfest.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun í mönnum.

Einkenni

Helstu merki um ofskömmtun telmisartans voru lágþrýstingur og hraðtaktur. Hægtaktur, sundl, hækkun á kreatíníni í sermi og bráð nýrnabilun hafa einnig komið fram.

Meðhöndlun

Ekki er hægt að fjarlægja telmisartan með blóðskilun. Fylgjast skal náið með sjúklingi og veita einkenna- og stuðningsmeðferð. Meðferð fer eftir þeim tíma sem liðið hefur síðan lyfið var tekið inn og hve einkenni eru alvarleg. Mælt er með því að gefa uppsölulyf og/eða framkvæma magaskolun. Við meðferð við ofskömmtun getur verið gagnlegt að nota virk lyfjakol. Gera skal tíðar mælingar á söltum í sermi og kreatíníni. Lækki blóðþrýstingur skal láta sjúklinginn liggja á bakinu og gefa salta- og vökvauppbót strax.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Angíótensín II blokkar, óblandaðir, ATC flokkur: C 09 CA 07.

Verkunarháttur

Telmisartan, sem er virkt eftir inntöku, er sértækur angíótensín II viðtakablokki (tegund AT1). Telmisartan skiptir út angíótensín II með mikilli sækni frá bindistað þess á AT1-viðtakaundirflokki, en við hann er bundin hin þekkta verkun angíótensíns II. Telmisartan hefur ekki neina örvandi verkun (partial agonist acitivity) við AT1-viðtakann. Telmisartan binst sértækt við AT1-viðtakann. Bindingin er langvarandi. Telmisartan sýnir ekki sækni í aðra viðtaka, þar á meðal AT2 og aðra minna þekkta AT-viðtaka. Hlutverk þessara viðtaka er ekki þekkt og heldur ekki áhrif þeirra við hugsanlega oförvun af völdum angíótensíns II er magn þess eykst fyrir tilstilli telmisartans. Aldósteróngildi í plasma lækka vegna áhrifa telmisartans. Telmisartan hemur ekki renín í plasma manna né lokar jónagöngum. Telmisartan hemur ekki ACE (angiotensin converting enzym) (kínasa II), ensímið sem umbrýtur einnig bradýkínín. Því er ekki búist við að það auki á aukaverkanir sem verða fyrir tilstilli bradýkíníns.

Hjá mönnum kemur 80 mg skammtur af telmisartan nær alveg í veg fyrir blóðþrýstingshækkun af völdum angíótensíns II. Þessi hamlandi áhrif haldast í 24 klst. og eru mælanleg í allt að 48 klst.

Verkun og öryggi

Meðferð háþrýstings

Eftir gjöf fyrsta skammts af telmisartani koma blóðþrýstingslækkandi áhrif smám saman fram innan 3 klst. Hámarks blóðþrýstingslækkun næst venjulega 4 til 8 vikum eftir að meðferð hefst og helst við langtímameðferð.

Blóðþrýstingslækkandi áhrif haldast stöðug í 24 klst. eftir lyfjagjöf og þar með talið eru síðustu 4 klst. fyrir næstu lyfjagjöf eins og hefur sést við sólarhrings blóðþrýstingsmælingu hjá sjúklingum. Þetta er staðfest í samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem hlutfall lágþéttni/háþéttni helst stöðugt yfir 80% eftir 40 mg og 80 mg skammta af telmisartani. Það er greinileg tilhneiging til fylgni skammta við þann tíma sem líður þar til upphafs slagbilsþrýstingur (SBP) næst aftur. Hvað þetta varðar eru upplýsingar um þanbilsþrýsting (DBP) mótsagnakenndar.

Hjá sjúklingum með háþrýsting lækkar telmisartan bæði slagbils- og þanbilsþrýsting án þess að hafa áhrif á hjartsláttarhraða. Það hefur ekki verið skýrt ennþá hvaða hlutverki þvagræsandi og natríumræsandi eiginleikar lyfsins gegna varðandi blóðþrýstingslækkandi áhrif þess. Blóðþrýstingslækkandi áhrif telmisartans eru sambærileg við áhrif efna í öðrum flokkum blóðþrýstingslækkandi lyfja (staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum við amlódipín, atenólól, enalapríl, hýdróklórtíazíð og lisínópríl).

Þegar meðferð með telmisartani er skyndilega hætt breytist blóðþrýstingur smám saman í upphafleg gildi á nokkrum dögum án þess að fram komi viðbragðs háþrýstingur (rebound hypertension).

Þurr hósti kom marktækt sjaldnar fyrir hjá sjúklingum í meðferð með telmisartani en hjá þeim sem voru meðhöndlaðir með ACE-hemlum í klínískum rannsóknum, þar sem beinn samanburður var gerður á þessum tveimur blóðþrýstingslækkandi meðferðum.

Til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma

ONTARGET rannsóknin (ONgoing Telmisartan Alone and in Combination with Ramipril Global Endpoint Trial) bar saman áhrif telmisartans, ramipríls og samsetningu telmisartans og ramipríls á hjarta- og æðasjúkdóma hjá 25.620 sjúklingum 55 ára og eldri með sögu um kransæðasjúkdóma, slag, skammvinna blóðþurrð í heila, útslagæðakvilla eða sykursýki af tegund 2 ásamt einkennum um skemmdir í marklíffærum (t.d. sjónukvilli, stækkun vinstri slegils, makró- eða míkróalbúmínmiga) sem er hópur í áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Sjúklingum var slembiraðað í einn af þremur eftirfarandi meðferðarhópum: telmisartan 80 mg (n=8.542), ramipríl 10 mg (n=8.576) eða samsetningu telmisartans 80 mg og ramipríls 10 mg (n=8.502) og var þeim fylgt eftir í að meðaltali 4,5 ár.

Telmisartan sýndi svipuð áhrif og ramipríl við að lækka samsetta aðalendapunktinn sem samanstóð af dauða vegna hjarta-og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða, slagi sem ekki leiddi til

dauða eða sjúkrahúslegu vegna hjartabilunar. Tíðni aðalendapunktsins var svipuð hjá hópnum sem fékk telmisartan (16,7%) og hópnum sem fékk ramipríl (16,5%). Áhættuhlutfallið fyrir telmisartan á móti ramipríli var 1.01 (97,5% CI 0,93 - 1,10, p (jafngildi) = 0,0019 við skekkjumörk 1,13). Hlutfall dánartíðni af öllum orsökum var 11,6% hjá sjúklingum á meðferð með telmisartani og 11,8% hjá sjúklingum á meðferð með ramipríli.

Í tveimur stórum slembiröðuðum samanburðarrannsóknum, ONTARGET (ONgoing Telmisartan Alone and in combination with Ramipril Global Endpoint Trial) og VA NEPHRON D (The Veterans Affairs Nephropathy in Diabetes) var samsett meðferð með ACE-hemli og angíótensín II viðtakablokka rannsökuð.

ONTARGET rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sögu um hjarta- og æðasjúkdóm eða sjúkdóm í heilaæðum, eða sykursýki af tegund 2 ásamt vísbendingum um skemmdir í marklíffæri.

VA NEPHRON D rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og nýrnakvilla vegna sykursýki.

Þessar rannsóknir sýndu engan marktækan ávinning af meðferð hvað varðar nýru og/eða hjarta- og æðakerfi eða dánartíðni en á hinn bóginn kom fram aukin hætta á blóðkalíumhækkun, bráðum nýrnaskaða og/eða lágþrýstingi samanborið við einlyfjameðferð.

Vegna líkra lyfhrifa þessara lyfja eiga þessar niðurstöður einnig við aðra ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka.

Þess vegna skal ekki nota ACE hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

ALTITUDE (Aliskiren Trial in Type 2 Diabetes Using Cardiovascular and Renal Disease Endpoints) rannsóknin var hönnuð til að kanna ávinnning af því að bæta aliskireni við hefðbundna meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og langvinnan nýrnasjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóm eða hvort tveggja. Rannsóknin var stöðvuð snemma vegna aukinnar hættu á aukaverkunum. Dauðsfall vegna hjarta- og æðasjúkdóms og heilablóðfall voru algengari hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu og oftar var tilkynnt um aukaverkanir og þær alvarlegu aukaverkanir sem sérstaklega var fylgst með (blóðkalíumhækkun, lágþrýstingur og vanstarfsemi nýrna) hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu.

Telmisartan hafði svipuð áhrif og ramipríl á fyrirfram skilgreinda aukaendapunktinn sem samanstóð af dauða vegna hjarta-og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða og slagi sem ekki leiddi til dauða [0,99 (97,5% CI 0,90 - 1,08), p (jafngildi) = 0,0004], aðalendapunkturinn í viðmiðunarrannsókninni HOPE (The Heart Outcomes Prevention Evaluation Study), sem skoðaði áhrif ramipríls borið saman við lyfleysu.

TRANSCEND slembiraðaði sjúklingum sem ekki þoldu ACE hemla með að öðru leyti svipuð viðmið við innskráningu eins og ONTARGET, á telmisartan 80 mg (n=2.954) eða lyfleysu (n=2.972), bæði gefin til viðbótar við venjulega meðferð. Meðaltímalengd eftirfylgni var 4 ár og 8 mánuðir. Enginn tölfræðilega marktækur munur sást á tíðni samsetta aðalendapunktsins (dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadrep sem ekki leiddi til dauða, slag sem ekki leiddi til dauða eða sjúkrahúslega vegna hjartabilunar) [15,7% hjá telmisartan hópnum og 17,0% hjá lyfleysu hópnum með áhættuhlutfalli 0,92 (95% CI 0,81-1,05, p=0,22)]. Sýnt var fram á ávinning af notkun telmisartans miðað við lyfleysu í fyrirfram skilgreinda aukaendapunktinum sem samanstóða af dauða vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða og slags sem ekki leiddi til dauða [0,87 (95% CI 0,76 -1,00, p = 0,048)]. Ekki var sýnt fram á ávinning hvað varðar dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma (áhættuhlutfall 1,03, 95% CI 0,85 - 1,24).

Sjaldnar var greint frá hósta og ofsabjúg hjá sjúklingum á meðferð með telmisartani en hjá sjúklingum á meðferð með ramipríli, aftur á móti var oftar greint frá lágþrýstingi við meðferð með telmisartani.

Samsetning telmisartans og ramipríls hafði ekki í för með sér meiri ávinning en ramipríl eða telmisartan eitt sér. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dánartíðni af öllum orsökum var hærri við notkun samsetningarinnar. Til viðbótar var marktækt aukin tíðni blóðkalíumhækkunar, nýrnabilunar, lágþrýstings og yfirliða hjá hópnum sem fékk samsetninguna. Þess vegna er notkun samsetningar telmisartans og ramipríls ekki ráðlögð hjá þessum sjúklingahópi.

Í PRoFESS rannsókninni (Prevention Regimen For Effectively avoiding Second Strokes) hjá sjúklingum 50 ára og eldri sem nýlega höfðu fengið slag, kom fram aukin tíðni blóðsýkinga við notkun telmisartans miðað við lyfleysu, 0,70% samanborið við 0,49% [RR 1,43 (95% öryggisbil 1,00

– 2,06)]. Tíðni blóðsýkinga sem leiddiu til dauða jókst hjá sjúklingum sem fengu telmisartan (0,33%) samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu (0,16%) [RR 2,07 (95% öryggisbil 1,14 – 3,76)]. Aukin tíðni blóðsýkinga sem komu fram í tengslum við notkun telmisartans getur verið tilviljun eða tengst verkun sem er ekki enn þekkt.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Telmisartan Teva Pharma hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Blóðþrýstingslækkandi verkun tveggja skammta af telmisartani var metin hjá 76 sjúklingum sem voru með háþrýsting og voru mikið yfir kjörþyngd. Sjúklingarnir voru á aldrinum 6 til <18 ára (líkamsþyngd ≥20 kg og ≤120 kg, meðalþyngd 74,6 kg) og fengu 1 mg/kg (n = 29 meðhöndlaðir ) eða 2 mg/kg (n = 31 meðhöndlaðir) af telmisartani á fjögurra vikna meðferðartímabili. Ekki var rannsakað hvort um afleiddan (secondary) háþrýsting væri að ræða. Skammtarnir sem voru notaðir hjá sumum sjúklingum í rannsókninni voru stærri en ráðlagður skammtur til meðferðar við háþrýstingi hjá fullorðnum, en þeir náðu sólarhringsskammti sem var sambærilegur við 160 mg og voru rannsakaðir hjá fullorðnum. Eftir aðlögun að aldurshópi voru áhrif meðalbreytinga á blóðþrýstingi í slagbili frá grunnlínu (meginmarkmið) -14,5 (1,7) mmHg hjá hópnum sem fékk 2 mg/kg af telmisartani,

-9,7 (1,7) mmHg hjá hópnum sem fékk 1 mg/kg af telmisartani og -6,0 (2,4) hjá hópnum sem fékk lyfleysu. Eftir aðlögun voru breytingar á blóðþrýstingi í þanbili frá grunnlínu -8,4 (1,5) mmHg,

-4,5 (1,6) mmHg og -3,5 (2,1) mmHg, talið upp í sömu röð. Breytingin var skammtaháð. Niðurstöður þessarar rannsóknar varðandi öryggi hjá sjúklingum á aldrinum 6 til <18 ára virðast almennt svipaðar og hjá fullorðnum. Ekki var lagt mat á öryggi langtímameðferðar með telmisartani hjá börnum og unglingum.

Fjölgun eósínfíkla sem greint var frá hjá þessum hópi sjúklinga hefur ekki verið skráð hjá fullorðnum. Klínískt mikilvægi og þýðing þess er ekki þekkt.

Á grundvelli þessara klínísku upplýsinga er ekki hægt að draga ályktun um verkun og öryggi telmisartans hjá börnum með háþrýsting.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Telmisartan frásogast hratt en það magn sem frásogast getur verið breytilegt. Meðalgildi heildaraðgengis (absolute bioavailability) telmisartans er um 50%. Þegar telmisartan er tekið inn með

máltíð minnkar flatarmál undir plasmaþéttni-tímaferli (AUC0- ) fyrir telmisartan um 6% (40 mg skammtur) til um 19% (160 mg skammtur). 3 klst. eftir inntöku er plasmaþéttni sú sama hvort sem telmisartan er tekið fastandi eða með fæðu.

Línulegt/ólínulegt samband

Þessi litla minnkun í AUC er ekki talin minnka lyfhrifin. Ekki er línulegt samband milli skammta og plasmagilda. Cmax eykst og í minna mæli AUC, ekki í réttu hlutfalli við skammta stærri en 40 mg.

Dreifing

Telmisartan er í miklum mæli bundið plasmapróteinum (>99,5%), aðallega albúmíni og alfa-1 sýru glýkópróteini. Meðaltal dreifingarrúmmáls (apparent volume of distribution) við jafnvægi (Vdss) er um 500 l.

Umbrot

Telmisartan umbrotnar með samtengingu upprunalega efnisins við glúkúróníð. Lyfhrif hafa ekki sést af völdum samtengda efnisins.

Brotthvarf

Brotthvarf telmisartans einkennist af tveggja veldisstiga (biexponential) lyfjahvörfum með lokahelmingurnartíma brotthvarfs >20 klst. Hámarks plasmaþéttni (Cmax) og í minna mæli flatarmálið

undir plasmaþéttni-tímaferlinu (AUC) eykst ekki í réttu hlutfalli við skammt. Við ráðlagða skammta eru ekki nein merki um uppsöfnun telmisartans sem hefur klíníska þýðingu. Plasmaþéttni var hærri hjá konum en körlum án þess að það hafi þýðingu varðandi verkun.

Eftir gjöf til inntöku (og gjöf í bláæð) skilst telmisartan nær eingöngu út í hægðum og aðallega á óbreyttu formi. Uppsafnaður útskilnaður í þvagi er <1% af skammti. Heildar plasmaúthreinsun (Cltot), er mikil (um 1.000 ml/mín.) samanborið við blóðstreymi um lifur (um 1.500 ml/mín.)

Sérstakir hópar

Börn

Lyfjahvörf tveggja skammta af telmisartani voru metin sem undirmarkmið hjá sjúklingum með háþrýsting (n = 57) á aldrinum 6 til <18 ára eftir inntöku 1 mg/kg eða 2 mg/kg af telmisartani á fjögurra vikna meðferðartímabili. Markmið með rannsókn á lyfjahvörfum var m.a. að ákvarða jafnvægi (steady-state) telmisartans hjá börnum og unglingum og að rannsaka aldurstengdan mismun. Þó að rannsóknin hafi verið of lítil fyrir grundvallarmat á lyfjahvörfum hjá börnum yngri en 12 ára, eru niðurstöðurnar almennt í samræmi við niðurstöður hjá fullorðnum og staðfesta ólínulegt samband lyfjahvarfa telmisartans, sérstaklega fyrir Cmax.

Kyn

Mismunur sást á plasmaþéttni milli kynja, Cmax er um 3 sinnum hærra hjá konum en hjá körlum og AUC um 2 sinnum stærra.

Aldraðir

Lyfjahvörf telmisartans eru eins hjá öldruðum og þeim sem eru yngri en 65 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi og alvarlega skerta nýrnastarfsemi sást tvöföldun á þéttni í plasma. Hins vegar sást lægri plasmaþéttni hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi sem gengust undir himnuskilun. Telmisartan er mikið bundið plasmapróteinum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og ekki er hægt að fjarlægja það með himnuskilun. Helmingunartími brotthvarfs er óbreyttur hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Í rannsóknum á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi var aukning á heildaraðgengi (absolute bioavailability) upp í næstum 100%. Helmingunartími brotthvarfs er óbreyttur hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Í forklínískum rannsóknum á öryggi leiddu skammtar, sem gáfu samsvarandi útsetningu og sést á klínísku skammtabili til lækkunar á rauðkornagildum (rauðkornum, blóðrauða, blóðkornaskilum), breytinga á blóðrás í nýrum (hækkað þvagefni og kreatínín) sem og hækkunar kalíums í sermi hjá dýrum með eðlilegan blóðþrýsting. Hjá hundum sást útvíkkun og visnun í nýrnapíplum. Einnig sást sköddun á magaslímhúð (fleiður, sár eða bólga) hjá rottum og hundum. Hægt var að komast hjá þessum aukaverkunum sem tengjast lyfhrifum og eru þekktar úr forklínískum rannsóknum með bæði ACE-hemla og angíótensín II blokka, með því að gefa að auki jafnþrýstna saltvatnslausn til inntöku.

Hjá báðum dýrategundum sást aukin renínvirkni í plasma og stækkun (hypertrophy/hyperplasia) á nálægum frumum við gaukulfrumur (juxtaglomerular cells). Þessar breytingar, sem eru einkennandi fyrir lyf af flokki ACE-hemla og annarra angíótensín II blokka, virðast ekki hafa klíníska þýðingu.

Engar skýrar vísbendingar um vanskapandi áhrif komu fram en við eitrunarskammta telmisartans komu hins vegar fram áhrif á þroska afkvæmis eftir fæðingu eins og minni líkamsþungi og seinkun á opnun augna.

Engin merki voru um stökkbreytingar eða litningaskemmandi áhrif í in vitro rannsóknum og engin vísbending var um krabbameinsvaldandi áhrif hjá rottum og músum.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Örkristallaður sellulósi (Avicel PH 102) Natríum sterkjuglýcólat (Type A) Póloxamerar

Meglúmín

Póvidón (PVP K-30) Sorbitól (E420) Magnesíumsterat.

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5 Gerð íláts og innihald

Stakskammta ál-álþynnupakkningar með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af og stakskammta ál-álþynnupakkningar með rifgötum.

Þynnupakkningar með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af innihalda 14x1, 28x1, 30x1, 40x1, 56x1, 60x1, 84x1, 90x1, 98x1, 100x1 töflu.

Þynnupakkningar með rifgötum innihalda 14x1, 28x1, 30x1, 40x1, 56x1, 60x1, 84x1, 90x1, 98x1, 100x1 töflu.

Ál-álþynnupakkning : inniheldur 28 og 30 töflur í pakkningu

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/719/041 Öskjur með 14x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/042

Öskjur með 28x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/043

Öskjur með 30x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/044

Öskjur með 40x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/045

Öskjur með 56x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/046

Öskjur með 60x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/047

Öskjur með 84x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/048

Öskjur með 90x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/049

Öskjur með 98x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/050

Öskjur með 100x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

 

sem hægt er að fjarlægja þynnuna af

EU/1/11/719/051

Öskjur með 14x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/052

Öskjur með 28x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/053

Öskjur með 30x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/054

Öskjur með 40x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/055

Öskjur með 56x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/056

Öskjur með 60x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/057

Öskjur með 84x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/058

Öskjur með 90x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/059

Öskjur með 98x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/060

Öskjur með 100x1 töflum í stakskammta ál-álþynnupakkningum með rifgötum

EU/1/11/719/062

Askja með 30 töflum í ál-álþynnupakkningu

EU/1/11/719/065

Askja með 28 töflum í ál-álþynnupakkningu

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 3-10-2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf