Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Thalidomide Celgene (Thalidomide Pharmion) (thalidomide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L04AX02

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsThalidomide Celgene (Thalidomide Pharmion)
ATC-kóðiL04AX02
Efnithalidomide
FramleiðandiCelgene Europe Limited  

1.HEITI LYFS

Thalidomide Celgene 50 mg hörð hylki

2.INNIHALDSLÝSING

Í hverju hylki eru 50 mg af talidomíði.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hart hylki.

Hvít, mött hylki merkt „Thalidomide Celgene 50 mg“.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Thalidomide Celgene ásamt melfalani og prednisóni er ætlað sem fyrsta meðferð sjúklinga ≥ 65 ára að aldri, með ómeðhöndlað mergæxli (e. multiple myeloma), eða sjúklinga sem geta ekki fengið krabbameinslyfjameðferð í stórum skömmtum.

Thalidomide Celgene er gefið og afgreitt í samræmi við Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunina (sjá kafla 4.4).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Talidomíð meðferð skulu þeir einir mæla fyrir um og hafa eftirlit með, sem eru sérfræðingar í beitingu ónæmisstýrandi lyfja eða krabbameinslyfja og hafa fullan skilning á þeirri áhættu sem fylgir meðferð með talidomíði og kröfum um eftirlit. (sjá kafla 4.4).

Skammtar

Ráðlagður skammtur

Ráðlagður skammtur af talidomíði er 200 mg til inntöku á dag.

Að hámarki á að gefa lyfið í 12 sex vikna (42 daga) lotum.

Tafla 1: Upphafsskammtar talidomíðs í samsettri meðferð með melfalani og prednisóni

Aldu

Heildarfjöldi daufkyrni

 

Blóðflagnafjöl

Talidomíða

Melfalanc,

Prednisó

r

nga (ANC)

 

di (/µl)

,b

d,e

nf

(ár)

(/µl)

 

 

 

 

 

≤ 75

≥ 1.500

OG

≥ 100.000

200 mg á

0,25 mg/kg

2 mg/kg á

 

 

 

 

dag

á dag

dag

≤ 75

< 1.500 en ≥ 1.000

< 100.000 en

200 mg á

0,125 mg/k

2 mg/kg á

 

 

A

≥ 50.000

dag

g á dag

dag

> 75

≥ 1.500

OG

≥ 100.000

100 mg á

0,20 mg/kg

2 mg/kg á

 

 

 

 

dag

á dag

dag

> 75

< 1.500 en ≥ 1.000

< 100.000 en

100 mg á

0,10 mg/kg

2 mg/kg á

 

 

A

≥ 50.000

dag

á dag

dag

aTalidomíð gefið einu sinni á dag á háttatíma á 1. til 42. degi í hverri 42 daga lotu.

bVegna róandi áhrifa talidomíðs er þekkt að gjöf á háttatíma eykur almennt þol.

cMelfalan gefið einu sinni á dag á 1. til 4. degi í hverri 42 daga lotu.

dSkömmtun melfalans: minnka um 50 % við miðlungsmikla (kreatínínúthreinsun: ≥ 30 en < 50 ml/mín) eða verulega (kreatínínúthreinsun: < 30 ml/mín) skerðingu á nýrnastarfsemi.

eHámarksdagskammtur melfalans: 24 mg (einstaklingar ≤ 75 ára) eða 20 mg (einstaklingar > 75 ára).

fPrednisón gefið einu sinni á dag á 1. til 4. degi í hverri 42 daga lotu.

Fylgjast skal með eftirfarandi hjá sjúklingum: blóðsegareki, taugakvillum í úttaugakerfi, útbrotum/viðbrögðum í húð, hægslætti, yfirliði, svefndrunga, daufkyrningafæð og blóðflagnafæð (sjá kafla 4.4 og 4.8). Það kann að þurfa að fresta eða hætta lyfjagjöf, eða minnka skammt, allt eftir eitrunaráhrifum samkvæmt skala NCI CTC (e. National Cancer Institute Common Toxicity Criteria).

Blóðsegarek

Gefa skal lyf til forvarnar gegn blóðsegamyndun a.m.k. fyrstu fimm mánuði meðferðar, einkum hjá sjúklingum með viðbótaráhættuþætti hvað varðar blóðsegamyndun. Mæla skal með fyrirbyggjandi segavarnarlyfjum eins og létt-heparíni eða warfaríni. Ákvörðunin um að gefa fyrirbyggjandi segavarnarlyf skal tekin að loknu vandlegu mati á undirliggjandi áhættuþáttum hvers sjúklings fyrir sig (sjá kafla 4.4, 4.5 og 4.8).

Ef einhver einkenni blóðsegareks koma fram hjá sjúklingnum skal hætta meðferð og hefja staðlaða segavarnarmeðferð. Þegar ástand sjúklings hefur náð jafnvægi með segavarnarmeðferð og náðst hefur stjórn á aukaverkunum af völdum blóðsegareks, má hefja talidomíð-meðferðina að nýju með sömu skammtastærð og áður samkvæmt mati á áhættu og ávinningi sjúklings. Sjúklingurinn skal halda áfram á segavarnarmeðferð meðan á meðferð með talidomíði stendur.

Daufkyrningafæð

Hafa skal reglulegt eftirlit með fjölda hvítra blóðkorna og niðurstöðum deilitalningar í samræmi við leiðbeiningar um krabbameinsmeðferð, sérstaklega hjá sjúklingum sem gætu haft tilhneigingu til daufkyrningafæðar. Það kann að þurfa að fresta eða hætta lyfjagjöf, eða minnka skammt, allt eftir eitrunaráhrifum samkvæmt skala NCI CTC.

Blóðflagnafæð

Hafa skal reglulegt eftirlit með blóðflagnafjölda í samræmi við leiðbeiningar um krabbameinsmeðferð. Það kann að þurfa að fresta eða hætta lyfjagjöf, eða minnka skammt, allt eftir eitrunaráhrifum samkvæmt skala NCI CTC.

Kvillar í úttaugakerfi

Breytingum á skammtastærðum vegna kvilla í úttaugakerfi er lýst í töflu 2.

Tafla 2: Breytingar á skammtastærðum sem mælt er með vegna taugakvilla tengdum Thalidomide Celgene í fyrstu meðferð mergæxla

Alvarleiki taugakvilla

Breyting á skammtastærð og -áætlun

1. stig (náladofi, máttleysi og/eða

Haldið áfram að fylgjast með sjúklingi með

viðbragðsmissir) án skerðingar virkni

klínískum skoðunum. Íhugið að minnka skammt

 

ef einkenni versna. Hins vegar er ekki víst að

 

einkenni minnki þó að skammtur sé lækkaður.

2. stig (truflar virkni en ekki athafnir daglegs

Minnkið skammt eða gerið hlé á meðferð og

lífs)

haldið áfram að fylgjast með sjúklingi með

 

klínískum og taugafræðilegum rannsóknum.

 

Hættið meðferð ef engin merki eru um bata eða

 

ef taugakvillar halda áfram að versna. Ef

 

taugakvillar réna niður á 1. stig eða undir það

 

má hefja meðferð að nýju, ef mat á

 

ávinningi/áhættu er jákvætt.

3. stig (truflar athafnir daglegs lífs)

Hættið meðferð.

4. stig (taugakvillar sem gera fólk óvirkt)

Hættið meðferð.

Aldraðir

Ekki er mælt ákveðinni aðlögun skammta fyrir aldraða ≤ 75 ára. Fyrir sjúklinga > 75 ára er ráðlagður upphafsskammtur talidomíðs 100 mg á dag. Dregið er úr upphafsskammti melfalans hjá öldruðum

> 75 ára í samræmi við beinmergsforða og nýrnastarfsemi við grunngildi. Ráðlagður upphafsskammtur melfalans er 0,1 til 0,2 mg/kg líkamsþyngdar á dag samkvæmt beinmergsforða ásamt frekari skammtalækkun um 50 % við miðlungsmikla (kreatínínúthreinsun: ≥ 30 en

< 50 ml/mínútu) eða verulega (kreatínínúthreinsun: < 30 ml/mínútu) skerðingu á nýrnastarfsemi. Hámarksdagskammtur melfalans er 20 mg hjá sjúklingum > 75 ára (sjá töflu 1).

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Notkun Thalidomide Celgene hefur ekki formlega verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Engar sérstakar ráðleggingar um skammtastærðir eru tiltækar fyrir þessa sjúklingahópa. Sjúklingar með alvarlegar líffærabilanir eiga að vera undir ströngu eftirliti vegna mögulegra aukaverkana.

Börn

Notkun Thalidomide Celgene á ekki við hjá börnum við ábendingunni mergæxli.

Lyfjagjöf

Thalidomide Celgene skal taka sem stakan skammt á háttatíma, til að draga úr áhrifum svefnhöfga. Taka má lyfið með eða án matar.

Mælt er með því að þrýsta eingöngu á annan enda hylkisins þegar það er tekið úr þynnupakkningunni til þess að draga úr hættunni á því að hylkið aflagist eða brotni.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir talidomíði eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Þungaðar konur (sjá kafla 4.6).

Konur sem geta orðið þungaðar, nema öll skilyrði Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunarinnar séu uppfyllt (sjá kafla 4.4 og 4.6)

Sjúklingar sem ekki geta fylgt eða farið eftir þeim getnaðarvarnarráðstöfunum sem krafist er (sjá kafla 4.4).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Vansköpunaráhrif

Talidomíð er öflugur vansköpunarvaldur hjá mönnum, sem veldur hárri tíðni alvarlegra og lífshættulegra fæðingargalla. Konur sem eru þungaðar og konur sem gætu orðið þungaðar mega aldrei nota talidomíð nema öllum skilyrðum Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunarinnar sé fullnægt. Skilyrðum Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunarinnar skal fullnægt fyrir alla sjúklinga, karla og konur.

Viðmiðanir fyrir konur sem ekki geta orðið þungaðar

Kvensjúklingur eða kvenkyns maki karlsjúklings er talin geta orðið þunguð nema hún uppfylli a.m.k. eitt eftirtalinna viðmiða:

Aldur 50 ár og náttúruleg tíðateppa 1 ár*.

Snemmbúin tíðahvörf staðfest af kvensjúkdómalækni.

Brottnám eggjaleiðara- og eggjastokka beggja vegna eða legnám.

XY-arfgerð, Turners-heilkenni, vanþroski legs.

*Tíðateppa í kjölfar krabbameinsmeðferðar útilokar ekki möguleika á þungun.

Leiðbeiningar

Ekki má nota talidomíð hjá konum sem geta orðið þungaðar nema öllum eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

Að konan skilji hættuna á vansköpun hins ófædda barns

Að konan skilji þörfina á skilvirkum getnaðarvörnum samfellt í fjórar vikur áður en meðferð hefst, allan tímann meðan á meðferð stendur og í fjórar vikur eftir að meðferð lýkur

Þó að kona sem getur orðið þunguð hafi tíðateppu, verður hún að fylgja öllum ráðleggingum um skilvirkar getnaðarvarnir

Hún á að geta fylgt skilvirkum ráðstöfunum til getnaðarvarna

Hún er upplýst um og hún skilur mögulegar afleiðingar þungunar og þörfina á því að leita strax ráða ef hætta er á þungun

Hún skilji þörfina á því að hefja meðferð um leið og talidomíð er afgreitt eftir neikvæða niðurstöðu þungunarprófs

Hún skilji þörfina og samþykki að gangast undir þungunarpróf á fjögurra vikna fresti

Hún staðfesti að hún skilji hættuna og þær nauðsynlegu varúðarráðstafanir sem þarf að taka vegna notkunar talidomíðs.

Þar sem talidomíð finnst í sæði, verða karlkyns sjúklingar sem taka talidomíð að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Skilja hættuna á vansköpunaráhrifum ef þeir eiga kynmök við þungaða konu eða konu sem getur orðið þunguð.

Skilja þörfina á því að nota smokk ef þeir eiga kynmök við þungaða konu eða konu sem getur orðið þunguð sem notar ekki skilvirka getnaðarvörn.

Sá sem ávísar lyfinu verður að tryggja að:

Sjúklingurinn fylgi skilyrðum Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunarinnar

Sjúklingurinn staðfesti að hann/hún skilji áðurnefnd skilyrði.

Getnaðarvörn

Konur sem geta orðið þungaðar verða að nota eina skilvirka getnaðarvörn í 4 vikur fyrir meðferð, á meðan á meðferð stendur og í 4 vikur eftir að meðferð með talidomíði lýkur og ennfremur þó hlé verði á lyfjagjöf, nema sjúklingur skuldbindi sig til þess að eiga ekki kynmök á tímabilinu og staðfesti það mánaðarlega. Komi í ljós að sjúklingur notar ekki skilvirka getnaðarvörn, þarf helst að vísa honum til hæfs heilbrigðisstarfsmanns sem veitir ráð um getraðarvarnir svo að hefja megi notkun getnaðarvarnar.

Eftirfarandi eru dæmi um skilvirkar aðferðir við getnaðarvarnir:

Hormónavefjalyf undir húð

Leginnlegg sem losar levonorgestrel

Medroxýprógesterón asetat forðatöflur

Ófrjósemisaðgerð á eggjaleiðurum

Kynmök eingöngu með karlmanni sem hefur gengist undir ófrjósemisaðgerð; ófrjósemisaðgerð verður að staðfesta með tveimur neikvæðum sæðisgreiningum

Pillur sem hindra egglos sem innihalda aðeins prógesterón (þ.e., desogestrel)

Vegna aukinnar hættu á segareki hjá sjúklingum með mergæxli er ekki mælt með samsettum getnaðarvarnarpillum til inntöku (sjá kafla 4.5). Ef sjúklingur tekur samsettar getnaðarvarnarpillur skal hún skipta yfir á eina af þeim skilvirku aðferðum sem taldar eru upp hér að ofan. Hætta á segareki er til staðar í 4-6 vikur eftir að hætt er að taka samsettar getnaðarvarnarpillur.

Þungunarpróf

Gera verður þungunarpróf undir eftirliti læknis með minnst 25 m a.e./ml næmni hjá konum sem geta orðið þungaðar, eins og greint er frá hér á eftir. Þessi krafa nær einnig til kvenna sem geta orðið þungaðar en stunda stöðugt og algert skírlífi.

Áður en meðferð hefst

Gera skal þungunarpróf undir eftirliti læknis í viðtalinu við lækninn, þegar talidomíði er ávísað eða innan 3 daga áður en komið er til læknis sem ávísar lyfinu, þegar sjúklingur hefur notað skilvirka getnaðarvörn í a.m.k. 4 vikur. Prófið á að staðfesta að sjúklingur sé ekki þungaður þegar hann hefur meðferð með talidomíði.

Eftirlit og lok meðferðar

Endurtaka skal þungunarpróf undir eftirliti læknis á fjögurra vikna fresti, þar með talið 4 vikum eftir að meðferð lýkur. Þungunarprófin skal gera sama dag og lyfinu er ávísað eða innan 3 daga áður en komið er til læknis sem ávísar lyfinu.

Karlmenn

Þar sem talidomíð finnst í sæði, verða karlkyns sjúklingar að nota smokka á meðan á meðferðinni stendur og í 1 viku eftir að hlé verður á lyfjagjöf og/eða eftir að meðferð lýkur, ef maki þeirra er þungaður eða getur orðið þungaður og notar ekki skilvirka getnaðarvörn.

Takmarkanir á ávísun og afgreiðslu lyfsins

Hvað varðar konur í barneign skal takmarka ávísað magn af Thalidomide Celgene við 4 vikna meðferð og áframhaldandi meðferð krefst endurnýjunar lyfseðils. Ef vel á að vera eiga þungunarpróf, ávísun lyfs og afgreiðsla að vera sama dag. Afgreiða skal talidomíð eigi síðar en 7 dögum eftir útgáfu lyfseðils.

Hvað varðar alla sjúklinga skal takmarka ávísað magn af Thalidomide Celgene við 12 vikur og áframhaldandi meðferð krefst endurnýjunar lyfseðils.

Viðbótarráðstafanir

Gefa skal sjúklingum fyrirmæli um að láta aldrei aðra fá þetta lyf og að skila til lyfjafræðings ónotuðum hylkjum eftir að meðferð lýkur.

Sjúklingar eiga ekki að gefa blóð eða sæði á meðan á meðferð stendur og í 1 viku eftir að hætt er að taka talidomíð.

Fræðsluefni

Til þess að aðstoða sjúklinga við að koma í veg fyrir að fóstur komist í snertingu við talidomíð og til að koma á framfæri frekari öryggisupplýsingum, mun markaðsleyfishafi lyfsins sjá heilbrigðisstarfsfólki fyrir fræðsluefni. Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunin ítrekar viðvaranir um vansköpunaráhrif af völdum talidomíðs, gefur ráð um getnaðarvarnir áður en meðferð hefst og veitir handleiðslu varðandi nauðsyn þess að framkvæma þungunarpróf. Lækninum ber að gefa konum sem geta orðið þungaðar og eftir því sem við á, karlkyns sjúklingum, tæmandi upplýsingar um hættu á vansköpun og ráðstafanir sem gera þarf til að koma í veg fyrir þungun, í samræmi við Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention áætlunina.

Tíðateppa

Notkun talidomíðs getur verið tengd blæðingaróreglu, þ. á m. tíðateppu. Gera skal ráð fyrir að tíðateppa meðan á meðferð með talidomíði stendur sé af völdum þungunar þar til læknir hefur staðfest að sjúklingurinn sé ekki þungaður. Nákvæmur verkunarmáti þar sem talidomíð getur valdið tíðateppu er ekki ljós. Tilkynningar um aukaverkanir áttu við um ungar (fyrir tíðahvörf) konur (miðgildi aldurs 36 ár) sem fengu talidomíð vegna ábendinga án mergæxlis, áttu sér upphaf innan 6 mánaða frá upphafi meðferðar og gengu til baka þegar inntöku talidomíðs var hætt. Í skráðum tilvikum með hormónamati var tíðateppa tengd við minnkað estradíolmagn og hækkað magn FSH/LH. Í skráðum tilfellum voru andeggjastokkamótefni neikvæð og prólaktíngildi innan eðlilegra marka.

Hjarta- og æðasjúkdómar

Hjartadrep

Greint hefur verið frá hjartadrepi hjá sjúklingum á meðferð með talidomíði, sérstaklega þeim sem hafa þekkta áhættuþætti. Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum sem eru með þekkta áhættuþætti hjartadreps, þ.m.t. sögu um segamyndun, og gera ráðstafanir til þess að reyna að lágmarka alla áhættuþætti sem hægt er að hafa áhrif á (t.d. reykingar, háan blóðþrýsting og há blóðfitugildi).

Segarek í bláæðum og slagæðum

Sjúklingar á meðferð með talidomíði eru í aukinni hættu á segareki í bláæðum (svo sem segamyndun í djúpbláæðum og lungnasegareki) og segareki í slagæðum (svo sem hjartadrepi og heilaslagi) (sjá

kafla 4.8). Hættan virðist mest fyrstu 5 mánuði meðferðar. Ráðleggingar varðandi forvarnir gegn blóðsegamyndun og skömmtun/blóðþynningarmeðferð koma fram í kafla 4.2.

Saga um segarek eða samtímis gjöf rauðkornaörvandi lyfja eða önnur lyfjameðferð á borð við tíðahvarfahormón, getur einnig aukið hættu á segareki hjá þeim sjúklingum. Því á að nota þessi lyf varlega hjá sjúklingum með mergæxli sem fá talidomíð með prednisóni og melfalani. Einkum á að hætta notkun rauðkornaörvandi lyfja ef blóðrauðagildi fara yfir 12g/dl. Gera skal ráðstafanir til þess að reyna að lágmarka alla áhættuþætti sem hægt er að hafa áhrif á (t.d. reykingar, háan blóðþrýsting og há blóðfitugildi).

Sjúklingum og læknum er bent á að fylgjast vel með merkjum og einkennum segareks. Benda skal sjúklingum á að leita læknis ef þeir sýna einkenni á borð við andnauð, verki fyrir brjósti eða bólgur í höndum eða fótum.

Kvillar í úttaugakerfi

Kvillar í úttaugakerfi er mjög algeng og mögulega alvarleg aukaverkun við meðferð með talidomíði sem getur haft í för með sér óbætanlegan skaða (sjá kafla 4.8). Í III. stigs rannsókn var miðgildi tímans fram að fyrsta kvilla í úttaugakerfi 42,3 vikur.

Ef sjúklingurinn fær kvilla í úttaugakerfi skal fylgja leiðbeiningunum um breytingar á skammtastærðum og -áætlunum sem er að finna í kafla 4.2.

Mælt er með nákvæmu eftirliti sjúklinga með tilliti til kvilla í úttaugakerfi. Einkenni eru meðal annars náladofi, tilfinningartruflun, óþægindi, samhæfingartruflanir eða slappleiki.

Mælt er með því að sjúklingar gangist undir klíníska og taugafræðilega skoðun áður en meðferð með talidomíði hefst og að reglubundið eftirlit sé haft með þeim á meðan á meðferð stendur.

Nota skal lyf sem vitað er að tengjast taugakvillum með varúð hjá sjúklingum sem fá talidomíð (sjá kafla 4.5).

Talidomíð getur einnig hugsanlega aukið taugakvilla sem eru til staðar og því á ekki að gefa sjúklingum lyfið sem hafa klínísk merki eða einkenni kvilla í úttaugakerfi nema klínískur ávinningur sé meiri en áhættan.

Yfirlið, hægsláttur og gáttasleglarof

Fylgjast skal með sjúklingum vegna yfirliðs, hægsláttar og gáttasleglarofs; nauðsynlegt getur verið að minnka lyfjaskammtinn eða hætta að gefa lyf.

Lungnaháþrýstingur

Greint hefur verið frá lungnaháþrýstingi, sem í sumum tilvikum leiddi til dauða, hjá sjúklingum á meðferð með talidomíði. Meta skal sjúklinga með tilliti til einkenna um undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma áður en meðferð með talidomíði er hafin og meðan á henni stendur.

Breytingar á blóði

Daufkyrningafæð

Greint hefur verið frá daufkyrningafæð á 3. eða 4. stigi sem aukaverkun og var tíðnin hærri hjá sjúklingum með mergæxli sem fengu MPT (melfalan, prednisón og talidomíð) en hjá þeim sem fengu MP (melfalan og prednisón): 42,7 % á móti 29,5 % (rannsókn IFM 99-06). Greint var frá aukaverkunum af talidomíði eftir markaðssetningu lyfsins, svo sem daufkyrningafæð með hita og blóðfrumnafæð. Hafa skal eftirlit með sjúklingum og þörf getur verið á að fresta, minnka eða hætta lyfjagjöf (sjá kafla 4.2).

Blóðflagnafæð

Greint hefur verið frá aukaverkunum, þ. á m. 3. stigs og 4. stigs blóðflagnafæð hjá sjúklingum með mergæxli sem voru á meðferð með MPT. Hafa skal eftirlit með sjúklingum og þörf getur verið á að fresta, minnka eða hætta lyfjagjöf (sjá kafla 4.2). Sjúklingum og læknum er ráðlagt að athuga öll

einkenni blæðinga, þ.m.t. depilblæðingar, blóðnasir og blæðingar í meltingarvegi, sérstaklega ef um er að ræða samhliða meðferð sem gæti valdið blæðingum (sjá kafla 4.8).

Truflanir á lifrarstarfsemi

Greint var frá truflunum á lifrarstarfsemi, aðallega óeðlilegum niðurstöðum lifrarprófa. Engar sértækar niðurstöður gáfu til kynna hvort um truflun á starfsemi lifrarfrumna eða gallrennslishindrun væri að ræða og í sumum tilvikum var um blandaða birtingarmynd að ræða. Í flestum tilvikum áttu þessi viðbrögð sér stað á fyrstu 2 mánuðum meðferðar og gengu yfir af sjálfu sér án meðferðar, eftir að meðferð með talidomíði var hætt. Hafa skal eftirlit með lifrarstarfsemi hjá sjúklingum, sérstaklega þegar um undirliggjandi lifrarsjúkdóm er að ræða, eða samhliða meðferð með lyfi sem getur valdið truflunum á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.8).

Viðbrögð í húð

Ef fram koma eitrunarviðbrögð í húð hjá sjúklingi, t.d. Stevens-Johnson heilkenni, skal hætta meðferð endanlega.

Svefndrungi

Talidomíð veldur oft svefndrunga. Gefa skal sjúklingum fyrirmæli um að varast kringumstæður þar sem svefndrungi getur verið vandamál og að leita til læknis áður en önnur lyf eru tekin sem vitað er að valda svefndrunga. Fylgjast skal með sjúklingum og hugsanlega þarf að minnka skammta þeirra.

Vara skal sjúklinga við hugsanlegri skerðingu á andlegri og/eða líkamlegri getu til að inna af hendi áhættusamar athafnir (sjá kafla 4.7).

Æxlislýsuheilkenni

Þeir sjúklingar sem eiga æxlislýsuheilkenni á hættu eru þeir sjúklingar sem voru með mikla æxlisbyrði fyrir meðferð. Fylgjast á náið með þessum sjúklingum og grípa til viðeigandi varúðarráðstafana.

Sýkingar

Fylgjast skal með sjúklingum vegna alvarlegra sýkinga, þ.m.t. sýklasóttar og sýklasóttarlosts.

Greint hefur verið frá tilvikum endurvirkjunar veira hjá sjúklingum á meðferð með talidomíði, þ.á m. alvarlegum tilvikum af endurvirkjun herpes zoster veiru og lifrarbólgu B veiru.

Ísumum tilvikum leiddi endurvirkjun herpes zoster veiru til dreifðrar herpes zoster sýkingar svo nauðsynlegt var að hætta meðferð með talidomíði tímabundið og veita fullnægjandi meðferð gegn veirunni.

Ísumum tilvikum olli endurvirkjun lifrarbólgu B veiru bráðri lifrarbilun sem leiddi til þess að meðferð með talidomíði var hætt. Athuga skal hvort lifrarbólgu B veira sé til staðar áður en meðferð með talidomíði er hafin. Hjá sjúklingum sem eru jákvæðir m.t.t. lifrarbólgu B veirusýkingar er mælt með sérfræðiáliti læknis sem hefur reynslu af meðferð lifrarbólgu B.

Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum sem hafa áður sýkst m.t.t. einkenna um endurvirkjun veira, þ.m.t. virkrar lifrarbólgu B veirusýkingar, meðan á meðferð stendur.

Bráðahvítblæði í mergfrumum (e. acute myeloid leukemia (AML)) og mergmisþroskaheilkenni (e. myelodysplastic syndrome (MDS))

Tölfræðilega marktæk aukning á AML og MDS hefur komið fram í yfirstandandi klínískri lyfjarannsókn hjá sjúklingum með mergæxli sem ekki höfðu fengið meðferð áður og fengu samsetta meðferð með melfalani, prednisóni og talidomíði (MPT). Áhættan eykst með tímalengd meðferðar og var um það bil 2 % eftir tvö ár og um það bil 4 % eftir þrjú ár. Aukin tíðni annarra krabbameina hefur einnig komið fram hjá sjúklingum með nýlega greint mergæxli sem fengu lenalídómíð. Meðal annarra ífarandi krabbameina greindust tilvik mergmisþroskaheilkennis/bráðahvítblæðis í mergfrumum hjá sjúklingum sem fengu lenalídómíð í samsettri meðferð með melfalani, eða strax eftir háskammtameðferð með melfalani og samgena stofnfumuígræðslu.

Áður en samsett meðferð með talidomíði, melfalani og prednisóni er hafin verður að hafa ávinning af meðferð með talidomíði og hættu á AML og MDS í huga. Læknar skulu meta sjúklinga vandlega fyrir meðferð og meðan á meðferð stendur með stöðluðum aðferðum til skimunar fyrir öðrum krabbameinum og hefja meðferð eins og við á.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Rannsóknir sem gerðar voru hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með mergæxli benda til þess að að nýrna- eða lifrarstarfsemi hafi ekki umtalsverð áhrif á talidomíð (sjá kafla 5.2). Hins vegar hafa ekki verið gerðar formlegar rannsóknir á þessu hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi; því eiga sjúklingar með verulega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi að vera undir nákvæmu eftirliti með tilliti til allra hugsanlegra aukaverkana.

Ofnæmisviðbrögð

Tilkynnt hefur verið um ofnæmisviðbrögð/ofsabjúg. Hætta skal notkun talidomíðs ef húðútbrot koma fram og aðeins hefja meðferð aftur að undangengnu viðeigandi klínísku mati. Komi fram ofsabjúgur skal ekki hefja aftur meðferð með talidomíði.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Talidomíð er veikt hvarfefni fyrir sýtókróm P450 ísóensím og því eru klínískt mikilvægar milliverkanir við lyf sem eru hemlar og/eða örvar þessa ensíms ólíklegar. Vatnsrof án ensímvirkni á talidomíð, sem er helsti verkunarmáti úthreinsunar, bendir til þess að tilhneiging til milliverkana milli talidomíðs og annarra lyfja sé lítil.

Aukin róandi áhrif annarra lyfja

Talidomíð hefur róandi eiginleika og getur því aukið róandi áhrif sem kvíðalyf, svefnlyf, geðlyf, H1 and-histamínlyf, ópíumskyld lyf, barbítúrlyf og áfengi valda. Varúð skal höfð þegar talidomíð er gefið samhliða lyfjum sem valda höfga.

Hægsláttur

Þar sem talidomíð getur valdið hægslætti, skal gæta varúðar við notkun lyfja sem hafa sömu verkun, eins og virk efni sem vitað er að geta framkallað sleglahraðslátt (torsade de pointes), beta-blokka eða kólínesterasahemla.

Lyf sem vitað er að valda kvillum í úttaugakerfi

Gæta skal varúðar við notkun lyfja sem vitað er að tengjast kvillum í úttaugakerfi (t.d. vincristine og bortezomib) hjá sjúklingum sem taka talidomíð.

Getnaðarvarnarlyf með hormónum

Engin milliverkun er á milli talidomíðs og getnaðarvarnarlyfja með hormónum. Hjá tíu heilbrigðum konum voru lyfjahvörf noretindróns og etinýl estradíóls rannsökuð eftir lyfjagjöf með einum skammti með 1,0 mg af noretindrón asetati og 0,75 mg af etinýl estradíóli. Niðurstöðurnar voru sambærilegar með eða án samhliða lyfgjafar með 200 mg af talidomíði á dag þar til stöðugleika var náð. Hins vegar er ekki mælt með notkun getnaðarvarnarlyfja með hormónum vegna aukinnar hættu á segamyndun og blóðsegareki.

Warfarín

Endurtekin lyfjagjöf með 200 mg af talidomíði á dag í 4 daga hafði engin áhrif á INR-gildi (e. International Normalized Ratio) hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Hins vegar er mælt með því að náið eftirlit sé haft með INR-gildum á meðan á samtímis meðferð með talidomíði og prednisóni stendur og einnig fyrstu vikurnar eftir slíka meðferð, vegna aukinnar hættu á blóðsegamyndun hjá krabbameinssjúklingum og möguleika á hraðari umbrotum warfaríns með barksterum.

Digoxín

Engin milliverkum er á milli talidomíðs og digoxíns. Hjá 18 heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum hafði endurtekin lyfjagjöf með 200 mg af talidomíði engin merkjanleg áhrif á lyfjahvörf eins skammts

af digoxíni. Jafnframt hafði ein lyfjagjöf með 0,5 mg af digoxíni engin merkjanleg áhrif á lyfjahvörf talidomíðs. Ekki er vitað hvort áhrifin verða önnur hjá sjúklingum með mergæxli.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur sem geta orðið þungaðar/getnaðarvarnir hjá körlum og konum

Konur sem geta orðið þungaðar verða að nota eina skilvirka getnaðarvörn í 4 vikur fyrir meðferð, meðan á meðferð stendur og í 4 vikur eftir að meðferð með talidomíði lýkur (sjá kafla 4.4). Ef kona sem fær talidomíðmeðferð verður þunguð, verður að stöðva meðferðina tafarlaust og vísa skal sjúklingi til læknis sem er sérfræðingur í eða hefur reynslu af vansköpun til þess að láta meta stöðuna og fá ráð.

Þar sem talidomíð finnst í sæði verða karlkyns sjúklingar að nota smokka meðan á meðferð stendur og í 1 viku eftir að hlé verður á lyfjagjöf og/eða meðferð lýkur þegar þeir hafa kynmök við þungaða konu eða konu sem getur orðið þunguð og notar ekki skilvirka getnaðarvörn.

Ef maki karlmanns sem tekur talidomíð verður þunguð skal beina henni til læknis með sérfræðiþekkingu eða reynslu í vanskapanafræðum, til mats og ráðgjafar.

Meðganga

Ekki má nota talidomíð á meðgöngu eða hjá konum sem geta orðið þungaðar nema öll skilyrði Thalidomide Celgene Pregnancy Prevention Programme áætlunarinnar séu uppfyllt (sjá kafla 4.3).

Talidomíð er öflugur vansköpunarvaldur hjá mönnum og veldur hárri tíðni (um 30 %) alvarlegra og lífshættulegra fæðingargalla eins og: ectromelia (amelia, phocomelia, hemimelia) á efri og/eða neðri útlimum, smáeyrð með afbrigðileikum á ytri eyrnagöngum (ógreind eða ekki til staðar), skemmdir í mið- og innra eyra (sjaldgæfari), augnskemmdir (anophthalmia, microphthalmia), meðfæddur hjartasjúkdómur, nýrnagallar. Aðrir sjaldgæfari gallar eru einnig þekktir.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort talidomíð skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir hafa sýnt að talidomíð skilst út í mjólk. Því skal stöðva brjóstagjöf meðan á meðferð með talidomíði stendur.

Frjósemi

Rannsókn á kanínum sýndi engin áhrif á frjósemisvísa hjá karl- eða kvendýrum, þó hrörnun eistna hafi komið fram hjá karldýrum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Thalidomide Celgene hefur lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Talidomíð getur valdið þreytu, sundli, svefnhöfga og þokusýn (sjá kafla 4.8). Finni sjúklingar fyrir slíku, skal gefa þeim fyrirmæli um að aka ekki bifreiðum, nota ekki vélar eða sinna hættulegum athöfnum meðan á talidomíðmeðferð stendur.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggislýsingar

Gera má ráð fyrir að flestir sjúklingar sem taka talidomíð finni fyrir aukaverkunum. Algengustu aukaverkanirnar sem fram koma við notkun talidomíðs samhliða melfalani og prednisóni eru: daufkyrningafæð, hvítfrumnafæð, hægðatregða, svefndrungi, náladofi, kvillar í úttaugakerfi, blóðleysi, eitilfrumnafæð, blóðflagnafæð, sundl, tilfinningartruflun, skjálfti og bjúgur í útlimum.

Auk ofangreindra aukaverkana, leiddi notkun talidomíðs samhliða dexametasóni í öðrum klínískum lyfjarannsóknum til eftirfarandi aukaverkana: mjög algengar aukaverkanir: þreyta; algengar aukaverkanir: skammvinnt blóðþurrðarkast, yfirlið, svimi, lágþrýstingur, breytt skaplyndi, kvíði, þokusýn, ógleði og meltingartruflanir; og sjaldgæfar aukaverkanir: heilablóðfall, þarmarof vegna sarpbólgu (e. diverticular perforation), lífhimnubólga, réttstöðuþrýstingsfall og berkjubólga.

Klínískt mikilvægar aukaverkanir tengdar notkun talidomíðs samhliða melfalani og prednisóni eða dexametasóni eru meðal annars: blóðsegamyndun í bláæðum og blóðrek í lungum, kvillar í úttaugakerfi, alvarleg viðbrögð í húð, þar með talið Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardreplos húðþekju, yfirlið, hægsláttur og sundl (sjá kafla 4.2, 4.4 og 4.5).

Tafla yfir aukaverkanir

Í töflu 3 er aðeins að finna aukaverkanir þar sem hægt var að sýna fram á með réttmætum hætti að orsakasamband væri á milli þeirra og lyfjameðferðar. Uppgefin tíðni er byggð á skráningu sem gerð var í klínískri samanburðarlykilrannsókn þar sem áhrif talidomíðs samhliða melfalani og prednisóni voru rannsökuð hjá sjúklingum með ómeðhöndlað mergæxli. Auk þeirra aukaverkana sem fram komu í lykilrannsókninni, komu fram aukaverkanir sem eru byggðar á reynslu af lyfinu eftir markaðssetningu á eftir töflu 3.

Tíðni er skilgreind: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 3: Tíðni aukaverkana þegar talidomíð er gefið samhliða melfalani og prednisóni

Flokkun eftir líffærum

 

Allar aukaverkanir

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

Algengar

 

 

Lungnabólga

 

 

 

Blóð og eitlar

 

Mjög algengar

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

Hvítfrumnafæð

 

 

Blóðleysi

 

 

Eitilfrumnafæð

 

 

Blóðflagnafæð

Geðræn vandamál

 

Algengar

 

 

Ringlun

 

 

Þunglyndi

Taugakerfi

 

Mjög algengar

 

 

Kvillar í úttaugakerfi*

 

 

Skjálfti

 

 

Sundl

 

 

Náladofi

 

 

Tilfinningartruflun

 

 

Svefnhöfgi

 

 

Algengar

 

 

Óeðlileg samhæfing

Hjarta

 

Algengar

 

 

Hjartabilun

 

 

Hægsláttur

Æðar

 

Algengar

 

 

Blóðsegamyndun í bláæðum*

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

Algengar

 

 

 

Blóðrek í lungum*

 

 

Millivefjalungnasjúkdómur

 

 

Lungnaberkjukvilli

 

 

Mæði

Meltingarfæri

 

Mjög algengar

 

 

Hægðatregða

 

 

Algengar

 

 

Uppköst

 

 

Munnþurrkur

Húð og undirhúð

 

Algengar

 

 

Útbrot í húð vegna eitrunar

 

 

Útbrot

 

 

Þurr húð

 

 

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar

 

Bjúgur í útlimum

 

Algengar

 

Sótthiti

 

Máttleysi

 

Lasleiki

* Sjá kafla 4.8 lýsing á völdum aukaverkunum

 

Aðrar aukaverkanir tengdar reynslu af talidomíði eftir markaðssetningu og sem ekki komu fram í þessari lykilrannsókn voru: eitrunardreplos húðþekju (sjá kafla 4.4), garnastífla, vanvirkni skjaldkirtils, kynferðisleg vangeta, æxlislýsuheilkenni (sjá kafla 4.4), rof í meltingarvegi, ofnæmisviðbrögð (ofnæmi, ofsabjúgur/ofsakláði) (sjá kafla 4.4), heyrnarskerðing eða heyrnarleysi, nýrnabilun, hjartadrep (sjá kafla 4.4), versnun einkenna Parkinsons sjúkdóms, alvarlegar sýkingar (t.d. banvæn sýklasótt, þ.m.t. sýklasóttarlost) (sjá kafla 4.4), krampar, gáttatif, gáttasleglarof (sjá kafla 4.4), blæðingaróregla þ.á m. tíðateppa (sjá kafla 4.4), brisbólga, blæðingar í meltingarvegi (sjá kafla 4.4), truflanir á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4), heilkenni afturkræfs aftari heilakvilla (e. posterior reversible encephalopathy syndrome [PRES]), lungnaháþrýstingur (sjá kafla 4.4) og veirusýkingar, þ.m.t. endurvirkjun herpes zoster veiru og lifrarbólgu B veiru (sjá kafla 4.4).

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóð og eitlar

Aukaverkanir við blóðkvilla eru gefnar í samanburði við samberann, þar sem samberinn hefur veruleg áhrif á þessa kvilla (Tafla 4).

Tafla 4: Samanburður á blóðkvillum fyrir samsetningarnar melfalan, prednisón (MP) og melfalan, prednisón, talidomíð (MPT) í rannsókn IFM 99-06 (sjá kafla 5.1)

 

n (% sjúklinga)

 

 

MP (n=193)

MPT (n=124)

 

3. og 4. stig*

 

Daufkyrningafæð

(29,5)

53 (42,7)

Hvítkornafæð

(16,6)

32 (25,8)

Blóðleysi

(14,5)

17 (13,7)

Eitilfrumufæð

(7,3)

15 (12,1)

Blóðflagnafæð

(9,8)

14 (11,3)

* viðmið alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO

Reynsla eftir markaðssetningu talidomíðs hefur sýnt viðbótaraukaverkanir sem ekki komu fram í lykilrannsókninni, en það eru daufkyrningafæð ásamt hita og blóðkornafæð.

Vansköpun

Hætta á fósturláti eða alvarlegum fæðingargöllum, einkum vansköpun útlima (phocomelia), er afar mikil. Talidomíð má aldrei nota á meðgöngu (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Segarek í bláæðum og slagæðum

Greint hefur verið frá aukinni hættu á segareki í bláæðum (svo sem segamyndun í djúpbláæðum og lungnasegareki) og segareki í slagæðum (svo sem hjartadrepi og heilaslagi) hjá sjúklingum sem fá meðferð með talidomíði (sjá kafla 4.4).

Kvillar í úttaugakerfi

Kvillar í úttaugakerfi eru algengir og mögulega mjög alvarleg aukaverkun við meðferð með talidomíði og getur haft í för með sér óafturkvæman skaða (sjá kafla 4.4). Kvillar í úttaugakerfi koma yfirleitt í ljós eftir langvarandi notkun í marga mánuði. En einnig er vitað um tilfelli eftir notkun í tiltölulega stuttan tíma. Tilfelli kvilla í úttaugakerfi sem leiða til þess að hætta verður notkun, minnka skammta eða gera hlé á meðferð, aukast með samanlagðri skammtastærð og lengd meðferðar. Einkenni geta komið fram nokkurn tíma eftir að talidomíðmeðferð hefur verið hætt og horfið hægt eða alls ekki.

Heilkenni afturkræfs aftari heilakvilla (Posterior reversible encephalopathy syndrome [PRES]) / Heilkenni afturkræfs aftari heilahvítukvilla (Reversible posterior leukoencephalopathy syndrome [RPLS])

Greint hefur verið frá tilvikum um PRES/RPLS. Einkennin voru m.a. sjóntruflanir, höfuðverkur, krampar og breytingar á andlegu ástandi, með eða án meðfylgjandi hækkaðs blóðþrýstings. Staðfesta þarf greiningu á PRES/RPLS með myndgreiningu af heila. Í flestum þeirra tilvika sem greint var frá voru þekktir áhættuþættir PRES/RPLS til staðar, þ.m.t. hár blóðþrýstingur, skert nýrnastarfsemi og samhliða notkun stórra skammta af barksterum og/eða krabbameinslyfjameðferð.

Bráðahvítblæði í mergfrumum (AML) og mergmisþroskaheilkenni (MDS)

Í yfirstandandi klínískri rannsókn hefur verið greint frá AML og MDS hjá sjúklingum með mergæxli sem ekki höfðu fengið meðferð áður og fengu samsetta meðferð með melfalani, prednisóni og talidomíði (sjá kafla 4.4).

Aldraðir

Tilkynntar aukaverkanir hjá sjúklingum > 75 ára sem fengu meðferð með talidomíði 100 mg einu sinni á dag voru sambærilegar við þær aukaverkanir sem komu fyrir hjá sjúklingum ≤ 75 ára sem fengu meðferð með talidomíði 200 mg einu sinni á dag (sjá töflu 3). Hins vegar er hugsanlega hætta á hærri tíðni alvarlegra aukaverkana hjá sjúklingum > 75 ára.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Tilkynnt hefur verið um átján tilfelli ofskömmtunar í birtum heimildum um lyfjaskammta allt að 14,4 g. Ekki hefur verið tilkynnt um dauðsföll og allir sjúklingarnir sem fengu ofskömmtun náðu sér án afleiðinga. Ekki er til sérstakt mótlyf við ofskömmtun talidomíðs.. Ef ofskömmtun verður, skal fylgjast með lífsmörkum sjúklings og veita viðeigandi stuðningsmeðferð til að viðhalda blóðþrýstingi og öndun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf til ónæmisbælingar, önnur lyf til ónæmisbælingar, ATC-flokkur: L04AX02.

Talidomíð hefur handhverfa miðju og er notað klínískt sem blanda af (+)-(R)- og (-)-(S)-talidomíði. Verkanir talidomíðs eru ekki að fullu þekktar.

Verkunarháttur

Talidomíð hefur ónæmismótandi, bólgueyðandi og mögulega æxlishemjandi virkni. Gögn úr rannsóknum in vitro og klínískum rannsóknum gefa til kynna að ónæmismótandi, bólgueyðandi og æxlishemjandi áhrif talidomíðs geti verið tengd bælingu of mikillar framleiðslu TNF-alfa, hemlun tiltekinna sameinda fyrir loðun við frumuveggi sem taka þátt í flutningi hvítra blóðkorna og hindrun nýmyndunar æða. Talidomíð er einnig virkt svæfandi og róandi lyf sem inniheldur ekki barbítúrat. Lyfið hefur engin bakteríuhindrandi áhrif.

Verkun og öryggi

Niðurstöður IFM 99-06, III. stigs opinnar fjölsetra slembiraðaðrar rannsóknar á samhliða hópum, hafa sýnt auknar lífslíkur þegar talidomíð er notað samhliða melfalani og prednisóni í 12 sex vikna meðferðarlotum við meðferð sjúklinga sem nýlega hafa greinst með mergæxli. Í þessari rannsókn voru sjúklingar á aldrinum 65-75 ára, og 41 % (183/447) sjúklinga voru 70 ára eða eldri.

Meðalskammtastærð af talidomíði var 217 mg og > 40 % sjúklinga fengu 9 meðferðarlotur. Melfalan og prednisón voru gefin í skammtastærðunum 0,25 mg/kg/á dag og 2 mg/kg/á dag, hvort um sig, á 1. til 4. degi hverrar 6 vikna lotu.

Til viðbótar við greininguna í rannsókninni var IFM 99-06 rannsóknin uppfærð með gögnum fyrir

15 mánuði til viðbótar. Miðgildi lifunar var 51,6 ±4,5 og 33,2 ± 3,2 mánuðir fyrir MPT hópinn annars vegar og MP hópinn hinsvegar (97,5 % öryggismörk 0,42 til 0.84). Þessi 18 mánaða munur varr tölfræðilega marktækur, með áhættuhlutfall minnkaðar hættu á dauða í MPT hópnum upp á 0,59, 95,7 % öryggismörk 0,42-0,84 og p-gildi < 0,001 (sjá mynd 1).

Mynd 1: Heildarlifun eftir meðferð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0,8

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0,6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlutfall

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0,4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðferð

 

 

 

 

 

 

 

 

O/N+

 

 

 

 

 

 

Lifunartími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

miðgil,di ± se (mán)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0,2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MP

128/196

 

 

33,2 ± 3,2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MP-T

62/125

 

 

 

 

51.6 ± 4.5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími frá slembiúrtaki (mán.)

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á talidomíði hjá öllum undirhópum barna við mergæxli (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum)

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Frásog talidomíðs er hægt eftir inntöku. Hámarksstyrkur í blóði náðist 1-5 tímum eftir lyfjagjöf. Samtímis neysla matar seinkaði frásogi en breytti ekki heildaraðgengi.

Dreifing

Fram kom að próteinbinding (+)-(R) og (-)-(S) handhverfanna í blóði var 55 % og 65 %, hvort um sig. Talidomíð finnst í sæði karlkyns sjúklinga í svipuðum styrk og í plasma. Því, og vegna þekktra alvarlegra vansköpunarmyndandi áhrifa lyfsins, verða karlkyns sjúklingar, meðan á meðferð með talidomíði stendur og í 1 viku eftir að meðferð er hætt, að nota smokka ef maki þeirra er barnshafandi eða getur orðið barnshafandi og notar ekki skilvirkar getnaðarvarnir (sjá kafla 4.4). Aldur, kyn, nýrnastarfsemi og efnasamsetning blóðs hafa ekki marktæk áhrif á dreifingu talidomíðs.

Umbrot

Talidomíð umbrotnar nánast eingöngu með vatnsrofi án ensímvirkni. Í plasma eru 80 % talidomíðs á óbreyttu formi. Óbreytt talidomíð var í litlu magni (< 3 % af skammtinum) í þvagi. Auk talidomíðs eru afurðir vatnsrofs N-(o-karboxýbensóýl) glútarimíð og phtalóýl ísóglútamín, sem myndast eftir öðrum leiðum en fyrir tilstilli ensíma, einnig til staðar í plasma og eru í meirihluta í þvagi. Súrefnisháð umbrot eru ekki mikilvægur þáttur í heildarumbrotum talidomíðs. Talidomíð umbrotnar lítillega í lifur af völdum cýtókróm P450 ensíma. Fyrir liggja in vitro gögn sem gefa til kynna að prednisón kunni að valda ensímörvun sem gæti minnkað útsetningu lyfja sem tekin eru samtímis. Mikilvægi þessara niðurstaðna in vivo er ekki þekkt.

Brotthvarf

Meðal helmingunartími brotthvarfs talidomíðs í blóði eftir staka 50 mg til 400 mg skammta um munn var 5,5 til 7,3 klukkustundir. Eftir stakan 400 mg skammt af geislamerktu talidomíði til inntöku, voru heildarendurheimtur að meðaltali 93,6 % af gefnum skammti á 8. degi. Meirihluti geislavirka skammtsins skildist út innan 48 klst. frá inntöku. Útskilnaður var aðallega í þvagi (> 90 %) en útskilnaður í saur var minniháttar.

Línulegt samband er á milli líkamsþyngdar og áætlaðrar talidomíð úthreinsunar. Hjá sjúklingum með mergæxli sem voru 47-133 kg að þyngd var úthreinsun talidomíðs frá u.þ.b. 6 til 12 l/klst. sem sýnir aukningu á úthreinsun talidomíðs um 0,621 l/klst. fyrir hver 10 kg aukinnar líkamsþyngdar.

Línulegt/ólínulegt samband

Heildarútsetning (AUC) er í réttu hlutfalli við skammta þegar gefinn er stakur skammtur. Engin tímaháð lyfjahvörf hafa komið fram.

Skert lifrar- og nýrnastarfsemi

Umbrot talidomíðs í lifur eftir cýtokróm P450 ferlinu er í lágmarki og óbreytt talidomíð skilst ekki út um nýru. Mælingar á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun) og lifrarstarfsemi (blóðrannsóknir) sýna lágmarksáhrif nýrna- og lifrarstarfsemi á lyfjahvörf talidomíðs. Að því leyti er ekki búist við að skert lifrar- eða nýrnastarfsemi hafi áhrif á umbrot talidomíðs. Upplýsingar um sjúklinga með nýrnabilun á lokastigi benda ekki til neinna áhrifa nýrnastarfsemi á lyfjahvörf talidomíðs. Þar sem lyfjafræðilega virk umbrotsefni útskiljast í þvagi skal hins vegar hafa náið eftirlit með sjúklingum sem eru með verulega skerðingu á nýrnastarfsemi með tilliti til allra aukaverkana.

5.3Forklínískar upplýsingar

Eftir ársmeðferð með meira en 1,9 földum þeim skammti sem gefinn er mönnum, komu fram afturkræfar gallstíflur í smágöngum lifrar í karlkyns hundum sem prófaðir voru.

Blóðflögum fækkaði í músa- og rotturannsóknum. Það síðarnefnda virðist tengt talidomíði og kom fram ef gefinn var meira en 2,4 faldur sá skammtur sem gefinn er mönnum. Þessi lækkun leiddi ekki til klínískra einkenna.

Í árslangri hundarannsókn kom fram stækkun og/eða blár litur í mjólkurkirtlum og langvinnar beiðingar í kvendýrum ef gefinn var skammtur sem jafnaðist á við 1,8 faldan þann skammt sem gefinn er mönnum annars vegar og 3,6 faldan skammt hinsvegar. Tengsl þessara niðurstaðna við áhrif í mönnum eru ekki þekkt.

Áhrif talidomíðs á starfsemi skjaldkirtils voru metin bæði hjá rottum og hundum. Engin áhrif komu fram hjá hundum, en hjá rottum kom fram skammtaháð minnkun skjaldkirtilshormóna FT4 og TT4, samfelldara hjá kvendýrinu.

Engin stökkbreytandi áhrif eða erfðaeiturhrif hafa komið fram við hefðbundnar prófanir á erfðaeiturhrifum talidomíðs. Engin merki fundust um krabbameinsvaldandi áhrif við u.þ.b. 15, 13 og 39 sinnum meira klínískt magn (AUC) en ráðlagður upphafsskammtur hjá músum, karlkyns rottum og kvenkyns rottum, hverju um sig.

Dýrarannsóknir hafa sýnt mun á milli dýrategunda varðandi hættu á vansköpunum vegna talidomíðs. Staðfest er að talidomíð veldur vansköpunum í mönnum.

Rannsókn á kanínum sýndi engin áhrif á frjósemisvísa hjá karl- eða kvendýrum, þó hrörnun eistna hafi komið fram hjá karldýrum.

Rannsókn á meðgöngu og fæðingu kanína sem fengu talidomíð í skömmtum allt að 500 mg/kg/dag leiddi í ljós fósturlát, aukningu á andvana fæðingum og minni lífslíkur unga meðan þeir fengu móðurmjólk. Ungar mæðra sem fengu talidomíð þjáðust af auknum fósturlátum, minnkaðri þyngdaraukningu, breytingum á lærdómsgetu og minni, minnkaðri frjósemi og lægri þungunarstuðli.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Innihald hylkis

Forhleypt sterkja

Magnesíumsterat

Hylkisskel

Gelatín

Títandíoxíð (E171)

Prentblek

Gljálakk

Svart járnoxíð (E172)

Própýlenglýkól

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

5 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

PVC/ PCTFE /álþynnupakkningar sem innihalda 14 hylki.

Pakkningastærðir: 28 hylki (tvær þynnupakkningar) í veskisspjaldi.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Hvorki má opna né mylja hylkin. Komist talidomíð duft í snertingu við húð skal þvo húðina tafarlaust og vandlega með sápu og vatni. Komist talidomíð í snertingu við slímhúð skal skola vandlega með vatni.

Öllum ónotuðum hylkjum skal skila í apótek þegar meðferð lýkur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Celgene Europe Limited

1 Longwalk Road

Stockley Park

Uxbridge

UB11 1DB

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/443/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFISINS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16. apríl 2008

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18. desember 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar (www.lyfjastofnun.is).

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf