Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Thyrogen (thyrotropin alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - H01AB01

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsThyrogen
ATC-kóðiH01AB01
Efnithyrotropin alfa
FramleiðandiGenzyme Europe B.V.

1.HEITI LYFS

Thyrogen 0,9 mg stungulyfsstofn, lausn.

2.VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR

Hvert hettuglas af Thyrogen inniheldur thyrotropin alfa 0,9 mg.

Eftir blöndun inniheldur hvert hettuglas af Thyrogen 0,9 mg af thyrotropin alfa í 1,0 ml.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn, lausn

Hvítt til beinhvítt frostþurrkað þurrefni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Thyrogen er ætlað til notkunar við mælingar á thyroglobulini (Tg) í sermi, með eða án myndgreiningar með geislavirku joði, til greiningar á skjaldkirtilsleifum og vel þroskuðu (well differentiated) skjaldkirtilskrabbameini hjá sjúklingum sem hafa gengist undir skjaldkirtilsbrottnám og eru á skjaldkirtilshormónabælandi viðhaldsmeðferð.

Sjúklingum, sem eru í lítilli áhættu og eru með vel þroskað (well differentiated) skjaldkirtilskrabbamein, með ómælanlega sermisþéttni Tg á skjaldkirtilshormónabælandi viðhaldsmeðferð, án rh TSH (recombinant human TSH) örvaðrar aukningar á Tg þéttni, má fylgja eftir með mælingum á rh TSH örvaðri þéttni Tg.

Thyrogen er ætlað til örvunar fyrir meðferð samhliða skammti á bilinu 30 mCi (1,1 GBq) til 100 mCi (3,7 GBq) af geislavirku joði til eyðingar skjaldkirtilsvefjaleifa hjá sjúklingum þar sem allur eða því sem næst allur skjaldkirtill hefur verið fjarlægður vegna vel þroskaðs skjaldkirtilskrabbameins og sem eru ekki með merki um fjarlæg meinvörp skjaldkirtilskrabbameins (sjá kafla 4).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferðin á að vera undir yfirumsjón læknis með sérþekkingu á skjaldkirtilskrabbameini.

Skammtar

Ráðlögð skömmtun er tveir 0,9 mg skammtar af thyrotropin alfa, gefnir með 24 klst. millibili, einungis má gefa lyfið með inndælingu í vöðva.

Börn

Vegna þess að ekki liggja fyrir upplýsingar um notkun Thyrogen handa börnum, skal ekki nota Thyrogen handa börnum nema í sérstökum undantekningartilvikum.

Aldraðir

Niðurstöður samanburðarrannsókna sýna ekki fram á að neinn munur sé á öryggi og verkun Thyrogen hjá sjúklingum undir 65 ára aldri annars vegar og yfir 65 ára aldri hins vegar, þegar Thyrogen er notað til sjúkdómsgreiningar.

Ekki er þörf á skammtabreytingum hjá öldruðum (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar með skerta nýrna-/lifrarstarfsemi

Upplýsingar sem fengnar hafa verið með lyfjagát eftir markaðssetningu, sem og birtar upplýsingar, gefa til kynna að brotthvarf Thyrogen sé marktækt hægara hjá sjúklingum sem eru háðir skilun og eru með nýrnasjúkdóm á lokastigi, sem veldur viðvarandi aukinni þéttni TSH (thyroid stimulating hormone) í nokkra daga eftir meðferð. Þetta getur valdið aukinni hættu á höfuðverk og ógleði. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á annarri skömmtun Thyrogen hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi, sem gætu verið leiðbeinandi varðandi minnkun skammta hjá þessum hópi.

Hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi skal sérfræðingur í geislalækningum gæta sérstakrar varúðar við ákvörðun virkni geislavirks joðs.

Notkun Thyrogen handa sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi kallar ekki á sérstakar ráðstafanir.

Lyfjagjöf

Eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf, er 1,0 ml af lausn (thyrotropin alfa 0,9 mg) gefinn með inndælingu í rassvöðva. Varðandi leiðbeiningar um blöndun lyfsins fyrir lyfjagjöf, sjá kafla 6.6.

Við myndgreiningu eða til eyðingar með geislavirku joði skal gefa geislavirkt joð 24 klst. eftir seinni inndælingu Thyrogen. Skann (scintigraphy) til greiningar á að fara fram 48 til 72 klst. eftir gjöf geislavirks joðs, en fresta má skanni eftir eyðingu um nokkra daga til viðbótar á meðan dregur úr bakgrunnsvirkni.

Við mælingar á thyroglobulini (Tg) í sermi til greiningar eftir meðferð skal taka sermissýni

72 klst. eftir seinni inndælingu Thyrogen. Notkun Thyrogen við Tg mælingar við eftirfylgni hjá sjúklingum sem hafa gengist undir skjaldkirtilsbrottnám og voru með vel þroskað (well-differentiated) skjaldkirtilskrabbamein, skal vera í samræmi við opinberar leiðbeiningar.

4.3 Frábendingar

• Ofnæmi fyrir skjaldkirtilsörvandi hormóni af nautgripa- eða mannauppruna eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

• Meðganga (sjá kafla 4.6).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki má gefa Thyrogen í bláæð.

Þegar lyfið er notað í stað þess að hætta notkun skjaldkirtilshormóna felst næmasta greining á skjaldkirtilsleifum eða krabbameini í því að bæði skanna (scintigraphy) líkamann allan og mæla Tg eftir notkun Thyrogen. Falskar, neikvæðar niðurstöður geta komið fram við notkun Thyrogen. Ef áfram leikur ríkur grunur á sjúkdómi með meinvörpum skal íhuga að hætta notkun skjaldkirtilshormóna og skanna líkamann allan og mæla Tg til staðfestingar.

Gera má ráð fyrir tilvist Tg sjálfsmótefna hjá 18-40% sjúklinga með þroskað skjaldkirtils- krabbamein og slíkt getur valdið fölskum neikvæðum niðurstöðum mælinga á Tg í sermi. Þess vegna þarf að mæla bæði TgAb og Tg.

Meta skal vandlega hlutfallið milli áhættu og ávinnings við notkun Thyrogen hjá öldruðum sjúklingum í áhættuhópi sem eru með hjartasjúkdóm (t.d. hjartalokukvilla, hjartavöðvakvilla, kransæðasjúkdóm og eru eða hafa verið með hraðsláttarglöp, m.a. gáttatif) og hafa ekki gengist undir brottnám skjaldkirtils.

Þekkt er að Thyrogen valdi tímabundinni en marktækri aukningu á þéttni skjaldkirtilshormóna í sermi þegar það er gefið sjúklingum sem eru enn með talsverðan skjaldkirtilsvef til staðar (in situ). Því er nauðsynlegt að meta vandlega áhættu og ávinning hjá hverjum og einum sjúklingi sem er með umtalsverðar skjaldkirtilsvefjaleifar.

Langtímaupplýsingar í tengslum við lága skammta af geislavirku joði liggja enn ekki fyrir.

Áhrif á æxlisvöxt og/eða æxlisstærð

Hjá sjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein hefur verið greint frá nokkrum tilvikum um örvaðan æxlisvöxt, þegar notkun skjaldkirtilshormóna er hætt til að rannsóknir geti farið fram, sem hefur verið tengt langvarandi hækkun á þéttni TSH sem fylgir.

Fyrir hendi er sá fræðilegi möguleiki að þegar notkun Thyrogen er hætt, líkt og þegar notkun skjaldkirtilshormóns er hætt, geti slíkt örvað æxlisvöxt. Í klínískum rannsóknum á thyrotropin alfa, sem hefur í för með sér skammtíma aukningu á þéttni TSH, hefur ekki verið greint frá neinu tilviki um æxlisvöxt.

Vegna aukinnar þéttni TSH eftir notkun Thyrogen kann að vera að hjá sjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein með meinvörpum, einkum í þröngu rými t.d. heila, mænu og augntótt eða með íferðarsjúkdóm í hálsi, komi fram staðbundinn bjúgur eða staðbundnar blæðingar þar sem þessi meinvörp eru, sem leiðir til aukinnar æxlisstærðar. Þetta getur leitt til bráðaeinkenna sem fara eftir því hvar í líkamanum vefurinn er, t.d. hefur verið greint frá helftarlömun, helftarslekju og blindu hjá sjúklingum með meinvörp í miðtaugakerfi. Eftir gjöf Thyrogen hefur einnig verið tilkynnt um bjúg í barkakýli, andnauð sem krefst barkaskurðar og staðbundna verki þar sem meinvörp eru. Mælt er með því að íhuguð sé formeðferð með barksterum handa sjúklingum þegar staðbundin stækkun æxla getur skaðað mikilvæg líffæri.

Natríum

Þetta lyf inniheldur innan við 1 mmól af natríum (23 mg) í hverri inndælingu, þ.e. lyfið er nánast natríumfrítt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa farið fram formlegar rannsóknir á milliverkunum Thyrogen og annarra lyfja. Í klínískum rannsóknum sáust engar milliverkanir Thyrogen og skjaldkirtilshormónanna triiodothyronins (T3) og thyroxins (T4) við samhliða notkun.

Notkun Thyrogen gerir myndgreiningu með geislavirku joði mögulega hjá sjúklingum með eðlilega starfsemi skjaldkirtils (euthyroid) vegna skjaldkirtilshormónabælandi meðferðar. Upplýsingar um lyfjahvörf geislavirks joðs benda til þess að úthreinsun geislavirks joðs sé um það bil 50% meiri hjá sjúklingum með eðlilega starfsemi skjaldkirtils en við vanstarfsemi skjaldkirtils þegar nýrnastarfsemi er skert, sem leiðir til þess að minna er af geislavirku joði í

líkamanum þegar myndgreining fer fram. Þetta skal haft í huga þegar valin er heildar geislavirkni geislavirks joðs til notkunar við myndgreiningu með geislavirku joði.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Æxlunarrannsóknir með Thyrogen hafa ekki verið gerðar hjá dýrum.

Hvorki er þekkt hvort Thyrogen getur skaðað fóstur þegar það er gefið þunguðum konum né hvort Thyrogen getur haft áhrif á æxlun.

Ekki má nota Thyrogen á meðgöngu samhliða geislavirku joði þegar allur líkaminn er skannaður (scintigraphy) í sjúkdómsgreiningarskyni (sjá kafla 4.3), vegna þess að notkun lyfsins hefur í för með sér útsetningu fósturs fyrir stórum skammti af geislavirku efni.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort thyrotropin alfa / umbrotsefni skiljist út með brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka að barnið sem er á brjósti sé í áhættu. Ekki skal nota Thyrogen við brjóstagjöf.

Frjósemi

Ekki er þekkt hvort Thyrogen geti haft áhrif á frjósemi hjá mönnum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Thyrogen getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla vegna þess að greint hefur verið frá sundli og höfuðverk.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt var um voru ógleði, hjá u.þ.b. 11% sjúklinga, og höfuðverkur, hjá u.þ.b. 6% sjúklinga.

Tafla yfir aukaverkanir

Í töflunni hér á eftir koma fram aukaverkanir sem greint var frá í sex framsýnum klínískum rannsóknum (N=481) og aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið til Genzyme eftir veitingu markaðsleyfis fyrir Thyrogen.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Tíðni er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

MedDRA

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

líffæraflokkur

algengar

 

 

 

Sýkingar af völdum

 

 

inflúensa

 

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

Æxli, góðkynja,

 

 

 

æxli, verkir

illkynja og ótilgreind

 

 

 

vegna meinvarpa

(einnig blöðrur og

 

 

 

 

separ)

 

 

 

 

Taugakerfi

 

sundl, höfuðverkur

bragðskynsmissir,

Heilablóðfall,

 

 

 

bragðskynstruflun,

skjálfti

 

 

 

náladofi

 

Hjarta

 

 

 

hjartsláttarónot

Æðar

 

 

 

roði

Öndunarfæri,

 

 

 

mæði

brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

Meltingarfæri

ógleði

uppköst

niðurgangur

 

Húð og undirhúð

 

 

ofsakláði, útbrot

kláði, ofsvitnun

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

hálsverkur,

liðverkir,

 

 

 

bakverkur

vöðvaverkir

Almennar

 

þreyta, þróttleysi

inflúensulík

óþægindi, verkur,

aukaverkanir og

 

 

einkenni, hiti,

kláði, útbrot og

aukaverkanir á

 

 

kuldahrollur,

ofsakláði á

íkomustað

 

 

hitatilfinning

stungustað í

 

 

 

 

vöðva

Rannsóknaniðurstöður

 

 

 

Minnkun TSH

Lýsing á völdum aukaverkunum

Örsjaldan hefur sést skjaldvakaofseyting eða gáttatif þegar Thyrogen 0,9 mg hefur verið gefið sjúklingum sem eru með annaðhvort hluta af skjaldkirtli eða allan skjaldkirtilinn.

Ísjaldgæfum tilvikum hefur verið greint hefur verið frá ofnæmiseinkennum, bæði í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu. Um var að ræða ofsakláða, útbrot, kláða, roða og öndunartengd einkenni.

Íklínískum rannsóknum hjá 481 sjúklingi hefur enginn sjúklinganna myndað mótefni fyrir thyrotropin alfa, hvorki eftir notkun lyfsins einu sinni eða endurtekna takmarkaða notkun

(27 sjúklingar). Ekki er mælt með því að mæla TSH eftir gjöf Thyrogen. Ekki er unnt að útiloka myndun mótefna sem truflað gætu mælingar sem framkvæmdar eru við reglubundið eftirlit, á TSH sem líkaminn myndar sjálfur.

Stækkun skjaldkirtilsvefjaleifa og meinvarpa geta komið fram í kjölfar meðferðar með Thyrogen. Þetta getur leitt til bráðra einkenna, sem ráðast af staðsetningu meinsins. Til dæmis hafa helftarlömun, helftarslekja eða sjónmissir komið fram hjá sjúklingum með meinvörp í miðtaugakerfi. Einnig hefur verið tilkynnt um bjúg í barkakýli, andnauð sem krafðist barkaskurðar og verki á meinvarpastöðum eftir gjöf Thyrogen. Mælt er með því að íhuguð sé formeðferð með barksterum hjá sjúklingum þar sem staðbundin stækkun æxla getur skaðað mikilvæg líffæri.

Örsjaldan hefur verið greint frá heilablóðfalli hjá kvenkyns sjúklingum eftir markaðssetningu á heimsvísu. Tengsl við notkun Thyrogen eru óþekkt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Upplýsingar varðandi útsetningu fyrir hærri skömmtum en ráðlagðir eru, takmarkast við klínískar rannsóknir og sérstaka meðferðaráætlun. Þrír sjúklingar í klínískum rannsóknum og einn sjúklingur í sérstakri meðferðaráætlun fengu einkenni eftir að hafa fengið stærri skammta af Thyrogen en ráðlagðir eru. Tveir sjúklingar fundu fyrir ógleði eftir 2,7 mg skammt í vöðva og þessu fylgdi einnig slappleiki, sundl og höfuðverkur hjá öðrum þeirra. Þriðji sjúklingurinn fékk ógleði, uppköst og hitakóf eftir 3,6 mg skammt í vöðva. Í sérstöku meðferðaráætluninni fékk

77 ára sjúklingur með skjaldkirtilskrabbamein með meinvörpum, sem ekki hafði gengist undir skjaldkirtilsnám, 4 skammta af 0,9 mg Thyrogen á 6 dögum. Hann fékk gáttatif, hjartabilun og banvænt hjartadrep 2 dögum síðar.

Einn sjúklingur til viðbótar sem tók þátt í klínískri rannsókn fékk einkenni eftir að hafa fengið Thyrogen í bláæð. Þessi sjúklingur fékk 0,3 mg af Thyrogen sem stakan hleðsluskammt í bláæð og 15 mínútum síðar fékk hann verulega ógleði, uppköst, svitamyndun, lágþrýsting og hraðtakt.

Meðferð sem lögð er til við ofskömmtun felst í því að koma að nýju á vökvajafnvægi og einnig má íhuga að gefa uppsöluhemjandi lyf.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Hormónar heiladinguls og undirstúku og hliðstæður; Hormónar, framhluta heiladinguls og hliðstæður. ATC flokkur: H01AB01.

Verkunarháttur

Thyrotropin alfa (manna TSH [thyroid stimulating hormone], framleitt með raðbrigðaerfðatækni) er sykruprótein sem er misleit tvennd (heterodimer), framleidd með raðbrigðaerfðatækni. Það er gert úr tveimur undireiningum sem tengdar eru saman með tengingu sem ekki er samgild (non-covalent). cDNA sameindirnar kóða fyrir alfa undireiningu sem er 92 amínósýruleifar og inniheldur tvö N-tengd sykruset og beta undireiningu sem er 118 amínósýruleifar og inniheldur eitt N-tengt sykruset. Það hefur sambærilega lífefnafræðilega eiginleika og náttúrulegt manna TSH. Binding thyrotropin alfa við TSHviðtaka á þekjufrumum í skjaldkirtli örvar upptöku og nýtingu (organification) joðs, og nýmyndun og losun thyroglobulins, triiodothyronins (T3) og thyroxins (T4).

Hjá sjúklingum með vel þroskað skjaldkirtilskrabbamein er allur eða því sem næst allur skjaldkirtillinn fjarlægður með skurðaðgerð. Til að ná hámarks greiningarárangri á skjaldkirtilsleifum eða krabbameini með annaðhvort myndgreiningu með geislavirku joði eða mælingu á thyroglobulini og meðhöndlun skjaldkirtilsleifa með geislavirku joði, þarf háa

sermisþéttni TSH til að örva annaðhvort upptöku geislavirks joðs og/eða losun thyroglobulins. Hefðbundin aðferð til að auka þéttni TSH hefur verið sú að stöðva skjaldkirtilshormónabælandi meðferð, sem yfirleitt leiðir til þess að sjúklingar fá einkenni vanstarfsemi skjaldkirtils. Með því að nota Thyrogen næst sú TSH örvun sem er nauðsynleg til upptöku geislavirks joðs og losunar thyroglobulins, meðan starfsemi skjaldkirtils er haldið eðlilegri hjá sjúklingunum með skjaldkirtilshormónabælandi meðferð og þannig er komist hjá þeim sjúkdómum sem fylgja vanstarfsemi skjaldkirtils.

Verkun og öryggi

Notkun til greiningar

Ítveimur rannsóknum var sýnt fram á verkun og öryggi Thyrogen til notkunar við myndgreiningu með geislavirku joði ásamt mælingu á sermisþéttni thyroglobulins til greiningar á skjaldkirtilsleifum og krabbameini. Í annarri rannsókninni var tvenns konar skömmtun könnuð: Tveir 0,9 mg skammtar í vöðva með 24 klst. millibili (2x0,9 mg) og þrír 0,9mg skammtar í vöðva með 72 klst. millibili (3x0,9 mg). Báðir skömmtunarhættir voru árangursríkir og þeir voru ekki tölfræðilega frábrugðnir því að hætta notkun skjaldkirtilshormóna til að örva upptöku geislavirks joðs til myndgreiningar. Báðir skömmtunarhættir höfðu í för með sér aukið næmi, nákvæmni og neikvætt forspárgildi Thyrogen-örvaðs thyroglobulins eins og sér eða ásamt myndgreiningu með geislavirku joði, samanborið við mælingar sem gerðar voru hjá sjúklingum sem ekki voru teknir af skjaldkirtilshormónum.

Íklínískum rannsóknum, sem gerðar voru til að greina skjaldkirtilsleifar eða krabbamein hjá sjúklingum sem gengist hafa undir skjaldkirtilsnám, þar sem notuð var mæliaðferð fyrir thyroglobulin með neðri greiningarmörk 0,5 ng/ml, svaraði Thyrogen-örvuð þéttni thyroglobulins sem var 3 ng/ml, 2 ng/ml og 1 ng/ml til þéttni thyroglobulins eftir að notkun skjaldkirtilshormóna var hætt, þ.e. 10 ng/ml, 5 ng/ml og 2 ng/ml, tilgreint í sömu röð. Í þessum rannsóknum reyndust mælingar á thyroglobulini við notkun Thyrogen vera næmari en mælingar á thyroglobulini þegar notkun skjaldkirtilshormóna er hætt. Sér í lagi í III.stigs rannsókn, sem 164 sjúklingar tóku þátt í, var greiningarhlutfall fyrir skjaldkirtilsvef, við Thyrogen thyroglobulin mælingu, á bilinu 73-87% en var hins vegar 42-62% þegar notað var thyroglobulin og notkun skjaldkirtilshormóna hætt, fyrir sömu takmörk (cut-off values) og sambærilega viðmiðunarstaðla.

Meinvörp voru staðfest með skönnun eftir meðferð eða með sýnatöku úr eitlum, hjá

35 sjúklingum. Thyrogen-örvuð þéttni thyroglobulins var yfir 2 ng/ml hjá öllum 35 sjúklingunum en thyroglobulin þegar notkun skjaldkirtilshormóna er hætt var yfir 2 ng/ml hjá 79% þessara sjúklinga.

Örvun fyrir meðferð

Í samanburðarrannsókn hjá 60 sjúklingum sem hægt var að meta, var hlutfall árangursríkrar eyðingar skjaldkirtilsleifa með 100 mCi/3,7 GBq (± 10%) af geislavirku joði hjá sjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein, sem höfðu gengist undir skjaldkirtilsbrottnám, sambærilegt hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir eftir að skjaldkirtilshormónameðferð var hætt, samanborið við sjúklinga sem voru meðhöndlaðir eftir að þeim var gefið Thyrogen. Sjúklingarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru fullorðnir (>18 ára) með nýlega greint þroskað totukrabbamein í skjaldkirtli eða skjaldbúskrabbamein (differentiated papillary or follicular thyroid carcinoma), þar með talið totu-skjaldbús-afbrigði, sem einkenndist einkum (54 af 60) af T1-T2, N0-N1, M0 (TNMflokkun). Árangur við eyðingu leifa var metinn með myndgreiningu með geislavirku joði og með mælingum á sermisþéttni thyroglobulins 8 ± 1 mánuðum eftir meðferð. Hjá öllum

28 sjúklingunum (100%) sem voru meðhöndlaðir eftir að skjaldkirtilshormónabælandi meðferð var hætt og öllum 32 sjúklingunum (100%) sem voru meðhöndlaðir eftir að þeim var gefið Thyrogen var annaðhvort engin sýnileg upptaka geislavirks joðs á skjaldkirtilsstað eða, ef hún var

sýnileg, þá var upptaka í skjaldkirtilsstað <0,1% af gefinni virkni geislavirks joðs. Árangur við eyðingu skjaldkirtilsleifa var einnig metinn á grundvelli Thyrogen örvaðrar sermisþéttni Tg <2 ng/ml átta mánuðum eftir eyðingu, en einungis hjá sjúklingum sem ekki voru með truflandi and-Tg mótefni. Með því að nota þetta Tg skilmerki náðist árangursrík eyðing skjaldkirtilsleifa

hjá 18/21 sjúklingum (86%) í hópnum þar sem skjaldkirtilshormónabælandi meðferð var hætt og hjá 23/24 sjúklingum (96%) í hópnum sem fékk Thyrogen.

Marktækt dró úr lífsgæðum eftir að meðferð með skjaldkirtilshormónum var hætt en þau héldust óbreytt við hvora skömmtunina af Thyrogen sem var og fyrir báðar ábendingarnar.

Gerð var eftirfylgnirannsókn hjá sjúklingum sem höfðu áður lokið við fyrstu rannsóknina og gögn eru til fyrir 51 sjúkling. Meginmarkmið eftirfylgnirannsóknarinnar var að staðfesta eyðingu skjaldkirtilsleifa með því að nota myndgreiningu á hálsi (static neck imaging) með geislavirku joði eftir örvun með Thyrogen í kjölfar 3,7 ára eftirlits að meðaltali (á bilinu 3,4 til 4,4 ár) eftir eyðingu með geislavirku joði. Einnig var gerð prófun á thyroglóbúlíni með Thyrogen örvun.

Eyðing var talin hafa heppnast ef engin sjáanleg upptaka var við skönnun þar sem skjaldkirtillinn hafði verið eða ef sjáanleg upptaka var minni en 0,1%. Hjá öllum sjúklingum sem álitið var að eyðing hefði tekist hjá í fyrstu rannsókninni var eyðing staðfest í eftirfylgnirannsókninni. Auk þess voru engin ótvíræð merki um að meinið hefði tekið sig upp hjá neinum sjúklinganna á

3,7 ára tímabili eftirlitsrannsóknarinnar. Á heildina litið voru engin merki hjá 48/51 sjúklingi (94%) um að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur, hjá einum sjúklingi var hugsanlegt að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur (þó ekki hafi verið ljóst hvort krabbameinið hafi raunverulega tekið sig upp aftur hjá þessum sjúklingi eða hann verið með þrálátt æxli vegna staðbundna sjúkdómsins sem var greindur við upphaf fyrstu rannsóknarinnar) og tvo sjúklinga var ekki unnt að meta.

Meginniðurstaðan úr lykilrannsókninni og eftirfylgnirannsókninni er að notkun Thyrogen var ekki síðri en að hætta notkun skjaldkirtilshormóna til að hækka TSH-gildi til örvunar fyrir meðferð, samhliða geislavirku joði til eyðingar skjaldkirtilsvefjaleifa eftir skurðaðgerð.

Tvær stórar framsýnar, slembiraðaðar rannsóknir, HiLo rannsóknin (Mallick) og ESTIMABL rannsóknin (Schlumberger), báru saman aðferðir við eyðingu skjaldkirtilsleifa hjá sjúklingum með þroskað skjaldkirtilskrabbamein sem höfðu farið í skjaldkirtilsbrottnám. Í báðum rannsóknunum var sjúklingum slembiraðað í einn af fjórum meðferðarhópum: Thyrogen + 30 mCi 131-I, Thyrogen + 100 mCi 131-I, notkun skjaldkirtilshormóna hætt + 30 mCi 131-I eða notkun skjaldkirtilshormóna hætt + 100 mCi 131-I, og sjúklingar voru skoðaðir u.þ.b. 8 mánuðum síðar. HiLo rannsóknin slembiraðaði 438 sjúklingum (æxli á stigunum T1-T3, Nx, N0 og N1, M0) á 29 stöðvum. Samkvæmt skoðun með myndgreiningu með geislavirku joði og örvaðri Tg þéttni (n = 421), var árangur við eyðingu u.þ.b. 86% fyrir alla fjóra meðferðarhópana og enginn tölfræðilegur munur á árangri á milli hópanna fjögurra. Greining á T3 sjúklingum og N1 sjúklingum leiddi í ljós að árangur í þessum undirhópum var jafn og hjá sjúklingum í lægri áhættuflokki. ESTIMABL rannsóknin slembiraðaði 752 sjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein með lítilli áhættu (æxli á stigunum pT1 < 1 cm og N1 eða Nx, pT1 >1-2 cm og hvaða N stig, eða pT2 N0, allir sjúklingar M0) á 24 stöðvum. Byggt á 684 sjúklingum sem hægt var að greina, var heildarárangur sem var metinn með ómskoðun á hálsi og örvun á Tg þéttni 92%, og enginn tölfræðilegur munur á árangri á milli hópanna fjögurra. Með tilliti til gerð þessara tveggja rannsókna skal haft í huga að langtímaupplýsingar (lengri en u.þ.b. 9 mánuðir) í tengslum við lága skammta af geislavirku joði liggja enn ekki fyrir. Sameiginlega benda þessar rannsóknir til þess að lágir skammtar af geislavirku joði ásamt thyrotropin alfa sé árangursrík meðferð (og felur í sér minni váhrif af völdum geislunar) og að notkun Thyrogen var ekki síðri en að hætta notkun

skjaldkirtilshormóna til örvunar fyrir meðferð, samhliða geislavirku joði til eyðingar skjaldkirtilsvefjaleifa eftir skurðaðgerð.

5.2 Lyfjahvörf

Lyfjahvörf Thyrogen voru rannsökuð hjá sjúklingum með vel þroskað krabbamein í skjaldkirtli, eftir staka inndælingu 0,9 mg í vöðva. Eftir inndælingu náðist hámarksþéttni (Cmax) sem var að meðaltali 116±38 mu/l og kom hún fram um það bil 13 ± 8 klst. eftir inndælingu. Helmingunartími brotthvarfs var 22 ± 9 klst. Helsta brotthvarfsleið thyrotropin alfa er talin vera um nýru og í minna mæli um lifur.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar eru takmarkaðar en benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól

Natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat

Tvínatríumhýdrógenfosfatsjöhýdrat

Natríumklóríð

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf í sömu inndælingu, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Órofin hettuglös 3ár.

Geymsluþol eftir blöndun

Mælt er með því að Thyrogen lausn sé gefin með inndælingu innan þriggja klst.

Geyma má fullbúna lausnina í allt að 24 klst. í kæli (við 2°C 8°C), varða gegn ljósi og þannig að komið sé í veg fyrir örverumengun.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Geymið hettuglasið í ytri umbúðunum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

5 ml hettuglös úr gegnsæju gleri af gerð I. Hettuglösunum er lokað með tappa úr silikonhúðuðu bútýlgúmmíi og með innsiglissmelluloki. Hvert hettuglas inniheldur thyrotropin alfa 1,1 mg. Eftir blöndun með 1,2 ml af vatni fyrir stungulyf, er 1,0 ml af lausn (jafngildir Thyrogen 0,9 mg) dreginn upp og gefinn sjúklingnum.

Til að gefa nægilegt rúmmál til að gera nákvæma skömmtun mögulega er hvert hettuglas með Thyrogen framleitt þannig að það innihaldi 0,2 ml yfirmagn.

Pakkningastærð: Eitt eða tvö hettuglös í hverri öskju.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Nota skal vatn fyrir stungulyf til að leysa stungulyfsstofninn upp. Aðeins þarf að nota eitt hettuglas við hverja inndælingu. Hvert hettuglas af Thyrogen er einnota.

Leysa skal lyfið upp að viðhafðri smitgát.

Bætið 1,2 ml af vatni fyrir stungulyf út í Thyrogen þurrefnið í hettuglasinu. Hvirflið innihaldi hettuglassins varlega þar til allt þurrefnið er uppleyst. Hristið ekki lausnina. Þegar þurrefnið er uppleyst er heildarrúmmál lausnarinnar í hettuglasinu 1,2 ml. Sýrustig Thyrogen lausnarinnar er um það bil 7,0.

Skoðið Thyrogen lausnina í hettuglasinu, með tilliti til agna og mislitunar. Thyrogen lausnin á að vera tær og litlaus. Ekki má nota hettuglös ef í lausninni eru agnir, hún er skýjuð eða lituð.

Dragið 1,0 ml af Thyrogen lausn úr hettuglasinu. Þetta jafngildir 0,9 mg af thyrotropin alfa sem gefa á með inndælingu.

Thyrogen inniheldur ekki rotvarnarefni. Tafarlaust skal farga leifum af lausninni. Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

Gefa á Thyrogen lausnina með inndælingu innan þriggja klst. en Thyrogen lausnin er hins vegar efnafræðilega stöðug í allt að 24 klst. ef hún er geymd í kæli (við 2°C til 8°C). Mikilvægt er að hafa í huga að örverufræðilegt öryggi er háð smitgátaraðstæðum við blöndun lausnarinnar.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V.,

Gooimeer 10,

1411 DD Naarden,

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/99/122/001

EU/1/99/122/002

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 9. mars 2000.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 9. mars 2010.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf