Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Tobi Podhaler (tobramycin) – Fylgiseðill - J01GB01

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTobi Podhaler
ATC-kóðiJ01GB01
Efnitobramycin
FramleiðandiNovartis Europharm Ltd  

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

TOBI Podhaler 28 mg innöndunarduft, hörð hylki

Tobramycin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um TOBI Podhaler og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota TOBI Podhaler

3.Hvernig nota á TOBI Podhaler

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á TOBI Podhaler

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar um notkun fyrir Podhaler innöndunartækið (bakhlið)

1.Upplýsingar um TOBI Podhaler og við hverju það er notað

Upplýsingar um TOBI Podhaler

TOBI Podhaler inniheldur lyf sem kallast tobramycin og er sýklalyf. Þetta sýklalyf tilheyrir flokki lyfja sem kallast amínóglýkósíðar.

Við hverju TOBI Podhaler er notað

TOBI Podhaler er notað hjá sjúklingum 6 ára og eldri sem eru með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis), til að meðhöndla lungnasýkingu af völdum bakteríu sem kallast Pseudomonas aeruginosa.

Til að ná sem bestum árangri af meðferðinni með þessu lyfi skaltu nota það samkvæmt leiðbeiningunum í þessum fylgiseðli.

Hvernig TOBI Podhaler verkar

TOBI Podhaler er innöndunarduft sem er í áfylltum hylkjum. Þegar þú andar að þér TOBI Podhaler fer sýklalyfið beint ofan í lungun til að berjast gegn bakteríunni sem veldur sýkingunni og bætir öndunina.

Hvað er Pseudomonas aeruginosa

Það er mjög algeng baktería sem veldur sýkingu í lungum því sem næst allra með slímseigjusjúkdóm á einhverju tímabili lífs þeirra. Sumir fá ekki þessa sýkingu fyrr en seint á lífsleiðinni á meðan aðrir fá hana mjög ungir. Þetta er ein skaðlegasta bakterían fyrir sjúklinga með slímseigjusjúkdóm. Ef ekki er unnið almennilega á sýkingunni mun hún halda áfram að skemma lungun sem veldur frekari vandamálum hvað varðar öndunina.

2. Áður en byrjað er að nota TOBI Podhaler

Ekki má nota TOBI Podhaler

ef um er að ræða ofnæmi fyrir tobramycini, einhverju sýklalyfi af flokki amínóglýkósíða eða

einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef þetta á við um þig skaltu segja lækninum frá því án þess að nota TOBI Podhaler. Ef þú heldur að þú gætir verið með ofnæmi skaltu ráðfæra þig við lækninn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Segðu lækninum frá því ef þú hefur verið með einhvern eftirtalinna sjúkdóma:

heyrnarvandamál (þar með talið suð fyrir eyrum og sundl)

nýrnasjúkdóm

óvenjulega erfiðleika við öndun ásamt blísturshljóði eða hósta, þyngsli fyrir brjósti

blóð í hráka (því sem þú hóstar upp úr þér)

vöðvaslappleika sem er viðvarandi eða versnar með tímanum, einkenni sem tengjast aðallega

sjúkdómum á borð við vöðvaslen eða Parkinsons sjúkdóm.

Ef eitthvað af framangreindu á við þig, skaltu segja lækninum frá því áður en þú notar TOBI Podhaler.

Ef þú ert 65 ára eða eldri getur verið að læknirinn geri viðbótar prófanir til að ákveða hvort TOBI Podhaler henti þér.

Lyf til innöndunar geta valdið andþyngslum og blísturshljóði við öndun og getur þetta gerst strax eftir innöndun TOBI Podhaler. Læknirinn mun fylgjast með þér meðan þú tekur fyrsta skammtinn af TOBI Podhaler og kannar lungnastarfsemi fyrir og eftir notkun. Verið getur að læknirinn biðji þig að nota önnur viðeigandi lyf áður en þú notar TOBI Podhaler.

Lyf til innöndunar geta einnig valdið hósta og þetta getur fylgt TOBI Podhaler. Ráðfærðu þig við lækninn ef hóstinn er þrálátur og íþyngjandi fyrir þig.

Stofnar Pseudomonas geta með tímanum orðið ónæmir fyrir meðferð með sýklalyfjum. Það þýðir að verið getur að með tímanum verki TOBI Podhaler ekki eins vel og það ætti að gera. Ráðfærðu þig við lækninn ef þú hefur áhyggjur af þessu.

Ef þú ert að nota tobramycin eða annað sýklalyf af flokki amínóglýkósíða sem stungulyf, getur það stundum valdið heyrnartapi, sundli og nýrnaskemmdum.

Börn

Ekki á að nota TOBI Podhaler handa börnum yngri en 6 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða TOBI Podhaler

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Þú átt ekki að nota eftirtalin lyf á meðan þú ert á meðferð með TOBI Podhaler:

Furosemíð eða etakrynsýru, þvagræsilyf

Önnur lyf með þvagræsandi eiginleika, svo sem úrea eða mannitól gefið í bláæð

Önnur lyf sem geta skaðað nýrun eða heyrnina.

Eftirtalin lyf geta aukið líkur á skaðlegum áhrifum ef þau eru gefin samhliða tobramycini eða öðrum sýklalyfjum af flokki amínóglýkósíða á formi stungulyfja:

Amfótericín B, cefalotin, polymyxin (notuð við örverusýkingum), ciclosporin, tacrolimus (notað til að draga úr virkni ónæmiskerfisins). Þessi lyf geta verið skaðleg fyrir nýrun.

Platínusambönd svo sem carboplatin og cisplatin (notuð við sumum tegundum krabbameins). Þessi lyf geta verið skaðleg fyrir nýrun eða heyrnina.

Andkólínesterasar svo sem neostigmin og pyridostigmin (notað við vöðvaslappleika) eða botulinum eitur. Þessi lyf geta valdið því að vöðvaslappleiki kemur fram eða versnar.

Ef þú ert að nota eitt eða fleiri framangreindra lyfja skaltu ræða það við lækninn áður en þú notar TOBI Podhaler.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki er vitað hvort innöndun þessa lyfs á meðgöngu veldur aukaverkunum.

Þegar tobramycin og önnur sýklalyf af flokki amínóglýkósíða eru gefin á formi stungulyfja geta þau skaðað fóstur og valdið til dæmis heyrnartapi.

Ef þú ert með barn á brjósti skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar þetta lyf.

Akstur og notkun véla

TOBI Podhaler hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.Hvernig nota á TOBI Podhaler

Notið TOBI Podhaler alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum.

Umönnunaraðilar eiga að veita börnum aðstoð þegar þau hefja meðferð með TOBI Podhaler, sérstaklega þeim sem eru 10 ára og yngri, og leiðbeina þeim þar til þau geta notað Podhaler innöndunartækið á réttan hátt án hjálpar.

Hve mikið nota á af TOBI Podhaler

Andaðu að þér innihaldinu úr 4 hylkjum tvisvar á sólarhring (4 hylki að morgni og 4 hylki að kvöldi), með því að nota Podhaler innöndunartækið.

Skammturinn er sá sami fyrir alla 6 ára og eldri. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt.

Hvenær nota á TOBI Podhaler

Notaðu hylkin á sama tíma á hverjum degi til að hjálpa þér að muna hvenær á að nota þau. Andaðu að þér innihaldinu úr 4 hylkjum tvisvar á sólarhring samkvæmt eftirfarandi:

Anda skal að sér 4 hylkjum að morgni með Podhaler innöndunartækinu.

Anda skal að sér 4 hylkjum að kvöldi með Podhaler innöndunartækinu.

Best er að láta sem næst 12 klst. líða milli skammta, en það þurfa að vera að minnsta kosti 6 klst.

Ef þú ert að nota önnur lyf til innöndunar og ert á annarri meðferð við slímseigjusjúkdómi skaltu nota TOBI Podhaler síðast. Ráðfærðu þig við lækni um í hvaða röð best sé að nota lyfin.

Hvernig nota á TOBI Podhaler

Einungis til innöndunar.

Ekki gleypa hylkin.

Notaðu hylkin einungis með innöndunartækinu sem fylgir í pakkningunni. Hylkin eiga að vera í hylkjaspjaldinu þangað til þau eru notuð.

Þegar þú byrjar að nota nýja vikupakkningu af hylkjum, skaltu nota nýja innöndunartækið sem fylgir í pakkningunni. Einungis á að nota hvert innöndunartæki í 7 daga.

Lestu leiðbeiningarnar aftast í fylgiseðlinum til að fá nánari upplýsingar um hvernig á að nota innöndunartækið.

Hversu lengi nota á TOBI Podhaler

Þegar þú hefur notað TOBI Podhaler í 28 daga, er gert hlé í 28 daga, þar sem þú notar ekki TOBI Podhaler. Síðan hefst önnur umferð.

Það er mikilvægt að þú notir lyfið tvisvar á sólarhring alla 28 dagana meðan þú ert á meðferð og að þú haldir þig við loturnar sem eru 28 dagar á meðferð, 28 dagar án meðferðar.

Á TOBI Podhaler

EKKI Á TOBI

 

Podhaler

Notið TOBI Podhaler

Ekki nota TOBI

tvisvar á sólarhring, á

Podhaler næstu 28 daga

hverjum degi í 28 daga

 

Lota endurtekin

Haltu áfram að nota TOBI Podhaler samkvæmt ráðleggingum læknis.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þú hefur spurningar um hversu lengi þú eigir að nota TOBI Podhaler.

Ef notaður er stærri skammtur af TOBI Podhaler en mælt er fyrir um

Ef þú andar að þér of miklu af TOBI Podhaler, skaltu láta lækninn vita eins fljótt og hægt er. Hafðu ekki áhyggjur ef TOBI Podhaler er gleypt, en segðu lækninum frá því eins fljótt og hægt er.

Ef gleymist að nota TOBI Podhaler

Ef þú gleymir að nota TOBI Podhaler og það eru að minnsta kosti 6 klst. þangað til þú átt að nota næsta skammt, skaltu taka skammtinn eins fljótt og hægt er. Annars skaltu bíða þar til kemur að næsta skammti. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sjúklingar með slímseigjusjúkdóm eru með mörg einkenni sjúkdómsins. Þau geta enn komið fram þrátt fyrir meðferð með TOBI Podhaler, en þau eiga ekki að koma oftar fram eða vera verri en áður.

Ef undirliggjandi lungnasjúkdómur virðist verri meðan á meðferð með TOBI Podhaler stendur, skaltu segja lækninum tafarlaust frá því.

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar

Óvenjulegir erfiðleikar við öndun ásamt blísturshljóði eða hósta og andþyngslum (algengt) Ef eitthvað af þessu kemur fram skaltu hætta að nota TOBI Podhaler og segja lækninum tafarlaust frá því.

Hóstað upp blóði (mjög algengt)

Skert heyrn (suð fyrir eyrum eru hugsanleg viðvörunarmerki um heyrnartap), óhljóð (svo sem

blístur) fyrir eyrum (algengt)

Ef eitthvað af þessu kemur fram skaltu tafarlaust láta lækninn vita.

Aðrar aukaverkanir geta verið:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Mæði

Hósti, hósti með uppgangi, raddbreytingar (hæsi)

Særindi í hálsi

Hiti

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Blísturshljóð við öndun, hrygluhljóð (brak)

Óþægindi fyrir brjósti, brjóstverkur frá vöðvum eða beinagrind

Stíflað nef

Blóðnasir

Uppköst, ógleði

Niðurgangur

Útbrot

Breytingar á bragðskyni

Raddleysi

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Almenn vanlíðan

Mislitun á því sem hóstað er upp (hráka)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á TOBI Podhaler

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða hylkjaspjaldinu.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Þegar búið er að fjarlægja hylkið úr spjaldinu (þynnunni), skal nota það án tafar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

TOBI Podhaler inniheldur

Virka innihaldsefnið er tobramycin. Hvert hylki inniheldur 28 mg af tobramycini.

Önnur innihaldsefni eru DSPC (1,2-distearoyl-sn-glycero-3-phosphokolin), kalsíumklóríð, brennisteinssýra (til að stilla sýrustig).

Lýsing á útliti TOBI Podhaler og pakkningastærðir

TOBI Podhaler innöndunarduft, hörð hylki, samanstendur af hvítu eða nánast hvítu dufti til innöndunar í glærum hylkjum með „NVR AVCI“ prentuðu með bláu á annan helming hylkisins og

Novartis vörumerkinu prentuðu með bláu bleki á hinn hluta hylkisins.

TOBI Podhaler er í mánaðarpakkningum sem innihalda 4 vikupakkningar og viðbótar Podhaler innöndunartæki í geymsluhulstri.

Hver vikupakkning inniheldur 7 þynnur (hylkjaspjöld) með 8 hylkjum í hverri þynnu og Podhaler innöndunartæki í geymsluhulstri.

Eftirtaldar pakkningastærðir eru fáanlegar:

56 innöndunarduft, hörð hylki og 1 innöndunartæki (vikupakkning)

224 (4 x 56) innöndunarduft, hörð hylki og 5 innöndunartæki (fjölpakkning fyrir einn mánuð) 448 (8 x 56) innöndunarduft, hörð hylki og 10 innöndunartæki (2 x fjölpakkning fyrir einn mánuð vafin í þynnu)

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

Framleiðandi

Novartis Pharma GmbH Roonstrasse 25 D-90429 Nürnberg Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Novartis Pharma N.V.

Novartis Pharma Services Inc.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Tel: +370 5 269 16 50

България

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Pharma N.V.

Тел.: +359 2 489 98 28

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Magyarország

Novartis s.r.o.

Novartis Hungária Kft. Pharma

Tel: +420 225 775 111

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Malta

Novartis Healthcare A/S

Novartis Pharma Services Inc.

Tlf: +45 39 16 84 00

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Nederland

Novartis Pharma GmbH

Novartis Pharma B.V.

Tel: +49 911 273 0

Tel: +31 26 37 82 111

Eesti

Norge

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Norge AS

Tel: +372 66 30 810

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Österreich

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Novartis Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 281 17 12

Tel: +43 1 86 6570

España

Polska

Novartis Farmacéutica, S.A.

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 93 306 42 00

Tel.: +48 22 375 4888

France

Portugal

Novartis Pharma S.A.S.

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

România

Novartis Hrvatska d.o.o.

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel. +385 1 6274 220

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Slovenija

Novartis Ireland Limited

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +353 1 260 12 55

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Novartis Slovakia s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5542 5439

Italia

Suomi/Finland

Novartis Farma S.p.A.

Novartis Finland Oy

Tel: +39 02 96 54 1

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Sverige

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Sverige AB

Τηλ: +357 22 690 690

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

United Kingdom

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +371 67 887 070

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

 

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN PODHALER INNÖNDUNARTÆKISINS

Vinsamlegast lesið eftirfarandi leiðbeiningar um notkun og umönnun Podhaler innöndunartækisins vandlega.

Innihald vikupakkningar af TOBI Podhaler

Í hverri vikupakkningu af TOBI Podhaler eru:

1 innöndunartæki (Podhaler innöndunartækið) og geymsluhulstur fyrir það.

7 hylkjaspjöld (eitt spjald fyrir hvern vikudag).

Hvert hylkjaspjald inniheldur 8 hylki (sem samsvarar dagskammtinum: innihaldi 4 hylkja sem skal anda inn að morgni og innihaldi 4 hylkja sem skal anda inn að kvöldi).

 

 

 

Hylkjaspjald

Innöndunartæki

Geymsluhulstur

Hvernig anda skal inn lyfinu með Podhaler innöndunartækinu

Notaðu eingöngu Podhaler innöndunarhylkið sem er í þessari pakkningu. Notaðu ekki TOBI Podhaler hylki með neinu öðru innöndunartæki og notaðu ekki Podhaler innöndunartækið til að taka neitt annað lyf.

Þegar þú byrjar að nota nýja vikupakkningu af hylkjum, notaðu þá nýja Podhaler innöndunartækið sem er í pakkningunni. Aðeins skal nota hvert Podhaler innöndunartæki í

7 daga. Leitaðu ráða hjá lyfjafræðingnum um hvernig skal farga lyfjum og innöndunartækjum sem ekki þarf að nota lengur.

Ekki gleypa hylkin. Duftið í hylkjunum er til að anda að sér.

Geymdu hylkin ávallt í hylkjaspjaldinu þar til þú notar þau. Ekki taka hylkin úr spjaldinu fyrr en þú notar þau.

Geymdu Podhaler innöndunartækið í vel lokuðu hulstrinu þegar það er ekki í notkun.

1.Þvoðu hendur og þurrkaðu, þar til þær eru alveg þurrar.

2.• Taktu innöndunartækið úr hulstrinu rétt fyrir notkun með því að halda utan um botninn og skrúfa lokið rangsælis af.

Leggðu lokið til hliðar.

Skoðaðu innöndunartækið til þess að tryggja að það sé

ekki skemmt eða óhreint.

Láttu innöndunartækið standa upprétt í botninum á hulstrinu.

3.• Haltu utan um innöndunartækið sjálft og skrúfaðu munnstykkið rangsælis af því.

Leggðu munnstykkið til hliðar á hreint og þurrt yfirborð.

4.Rífðu hylkjaspjaldið sundur eftir rifgataða brotinu, fyrst langsum og síðan þversum, eins og sýnt er á myndum (1) og (2).

5.• Flettu álþynnunni af hylkjaspjaldinu þannig að aðeins eitt hylki komi í ljós.

• Taktu hylkið úr spjaldinu.

6.• Settu hylkið strax í hólfið á innöndunartækinu (1).

Settu munnstykkið aftur á.

Skrúfaðu munnstykkið þétt á þar til það stöðvast. Ekki herða um of (2).

7.• Haltu innöndunartækinu þannig að munnstykkið vísi niður á við.

Gataðu hylkið með því að þrýsta þétt á bláa takkann, með þumalfingri, eins langt inn og hægt er og slepptu honum síðan.

Nú ert þú tilbúin(n) til að anda að þér innihaldi hylkisins í tveimur aðskildum andardráttum (skref 8 og 9).

8.Andaðu að þér innihaldi hylkisins – 1. andardráttur: Andaðu alveg frá þér, fjarri innöndunartækinu, áður en þú setur munnstykkið í munninn.

Legðu varirnar þétt utan um munnstykkið – þannig að ekkert loft komist á milli.

Andaðu duftinu djúpt að þér í einum andardrætti.

Taktu innöndunartækið úr munninum og haltu niðri í þér andanum í um það bil 5 sekúndur.

Andaðu síðan eðlilega frá þér, fjarri innöndunartækinu.

9.Andaðu að þér innihaldi hylkisins – 2. andardráttur:

Andaðu nokkrum sinnum eðlilega fjarri innöndunartækinu.

Þegar þú ert tilbúin(n) andaðu þá aftur að þér lyfinu úr sama hylkinu, með því að endurtaka skref 8.

10.Skrúfaðu munnstykkið af (1) og fjarlægðu hylkið úr hólfinu (2).

11.Skoðaðu notaða hylkið. Það á að vera gatað og tómt.

Ef hylkið er tómt skaltu fleygja því.

Ef hylkið er gatað en inniheldur ennþá duft:

Settu hylkið aftur í innöndunartækið (skref 6). Settu götuðu hlið hylkisins inn fyrst.

Settu munnstykkið aftur á og endurtaktu skref 8, 9 og 10.

Ef hylkið virðist ógatað:

Settu hylkið aftur í innöndunartækið (skref 6)

Settu munnstykkið aftur á og endurtaktu skref 7, 8 og 9.

Ef hylkið er enn fullt eftir þetta og virðist vera ógatað skaltu skipta um innöndunartæki, nota viðbótar- innöndunartækið, og endurtaka skref 2, 3, 6, 7, 8, 9 og 10.

12.Notaðu hin 3 hylkin á sama hátt.

Það er að segja, endurtaktu skref 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11 með hinum hylkjunum.

Fleygðu öllum tómu hylkjunum.

13.• Settu munnstykkið aftur á og skrúfaðu það þétt á þar til það stöðvast. Þegar þú hefur andað að þér öllum skammtinum (4 hylkjum) skaltu þurrka munnstykkið með hreinum, þurrum klúti.

Þvoðu ekki innöndunartækið með vatni.

14.• Settu innöndunartækið aftur í geymsluhulstrið

Skrúfaðu lokið á hulstrið réttsælis þar til það er vel lokað.

MUNDU:

Einungis til innöndunar.

Ekki má gleypa TOBI Podhaler hylki.

Notaðu eingöngu innöndunartækið sem er í þessari pakkningu.

TOBI Podhaler hylkin skal ávallt geyma í hylkjaspjaldinu. Taktu hylki aðeins úr spjaldinu rétt fyrir notkun. Ekki geyma hylkin í innöndunartækinu.

Geymdu TOBI Podhaler hylkin og innöndunartækið ávallt á þurrum stað.

Settu aldrei TOBI Podhaler hylki beint ofan í munnstykkið á innöndunartækinu.

Haltu innöndunartækinu alltaf þannig að munnstykkið vísi niður á við þegar verið er að gata hylkið.

Ekki þrýsta á takkann sem gatar hylkið oftar en einu sinni við hverja notkun.

Blástu aldrei inn í munnstykkið á innöndunartækinu.

Þvoðu innöndunartækið aldrei með vatni. Haltu því þurru og geymdu það í hulstrinu.

Nánari upplýsingar

Einstöku sinnum geta örlitlar agnir úr hylkinu komist í gegnum síuna og upp í munninn.

Ef það gerist gætir þú fundið fyrir þessum ögnum á tungunni.

Það er ekki hættulegt að kyngja eða anda inn þessum ögnum.

Líkurnar á því að hylkið brotni í agnir aukast ef hylkið er í ógáti gatað oftar en einu sinni eða ef innöndunartækinu er ekki haldið þannig að munnstykkið vísi niður á við í skrefi 7.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf