Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Trevicta (Paliperidone Janssen) (paliperidone palmitate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N05AX13

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTrevicta (Paliperidone Janssen)
ATC-kóðiN05AX13
Efnipaliperidone palmitate
FramleiðandiJanssen-Cilag International NV

1.HEITI LYFS

TREVICTA 175 mg stungulyf, forðadreifa.

TREVICTA 263 mg stungulyf, forðadreifa.

TREVICTA 350 mg stungulyf, forðadreifa.

TREVICTA 525 mg stungulyf, forðadreifa.

2.INNIHALDSLÝSING

175 mg stungulyf, forðadreifa

Hver áfyllt sprauta inniheldur 273 mg paliperidon palmitat sem jafngildir 175 mg af paliperidoni.

263 mg stungulyf,forðadreifa

Hver áfyllt sprauta inniheldur 410 mg paliperidon palmitat sem jafngildir 263 mg af paliperidoni.

350 mg stungulyf, forðadreifa

Hver áfyllt sprauta inniheldur 546 mg paliperidon palmitat sem jafngildir 350 mg af paliperidoni.

525 mg stungulyf, forðadreifa

Hver áfyllt sprauta inniheldur 819 mg paliperidon palmitat sem jafngildir 525 mg af paliperidoni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, forðadreifa.

Dreifan er hvít til beinhvít. Sýrustig dreifunnar er hlutlaust (pH u.þ.b. 7,0).

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

TREVICTA er 3-mánaða inndæling ætluð sem viðhaldsmeðferð við geðklofa hjá fullorðnum sjúklingum sem eru klínískt stöðugir á meðferð með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Hjá sjúklingum sem fá fullnægjandi meðferð með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi (helst í fjóra mánuði eða meira) og ef ekki þarf að aðlaga skammt má skipta yfir í meðferð með TREVICTA.

Notkun TREVICTA á að hefja í stað næsta áætlaða skammts af 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi (± 7 dagar). TREVICTA skammtinn á að byggja á skammti 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs og nota 3,5-falt stærri skammt eins og sýnt er í töflunni hér á eftir:

TREVICTA skammtar fyrir sjúklinga sem hafa fengið fullnægjandi meðferð með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi

Ef síðasti skammtur 1-mánaða paliperidon

Hefja á notkun TREVICTA með eftirfarandi

palmitat stungulyfs er

skammti

50 mg

175 mg

75 mg

263 mg

100 mg

350 mg

150 mg

525 mg

Upplýsingar um TREVICTA skammt sem jafngildir 25 mg skammti af 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi eru ekki fyrir hendi þar sem það hefur ekki verið rannsakað.

Eftir upphafsskammt TREVICTA á að gefa TREVICTA með inndælingu í vöðva á 3 mánaða fresti (± 2 vikur, sjá einnig kaflann Ef skammti er sleppt).

Ef þörf krefur er hægt að aðlaga skammt TREVICTA á þriggja mánaða fresti með því að auka skammtinn smátt og smátt á bilinu 175 mg til 525 mg byggt á einstaklingsbundnu þoli sjúklings og/eða verkun. Vegna langvarandi verkunar TREVICTA er ekki víst að svörun við aðlöguðum skammti verði greinileg fyrr en eftir nokkra mánuði (sjá kafla 5.2). Ef sjúklingur hefur enn einkenni á að meðhöndla þau eins og við á klínískt.

Skipt frá öðru geðrofslyfi

TREVICTA á eingöngu að nota ef sjúklingur hefur fengið fullnægjandi meðferð með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi helst í fjóra mánuði eða meira.

Skipt frá TREVICTA í annað geðrofslyfs

Ef notkun TREVICTA er hætt verður að hafa forðaverkun lyfsins í huga.

Skipt frá TREVICTA í 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf

Þegar skipt er frá TREVICTA í 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf á að gefa 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf næst þegar komið er að gjöf TREVICTA og nota 3,5-falt minni skammt eins og sýnt er í töflunni hér á eftir. Upphafsskömmtun eins henni er lýst í lyfjaupplýsingum fyrir 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf er ekki nauðsynleg. Síðan skal halda áfram gjöf 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs eins og lýst er í upplýsingum um lyfið.

Skammtar 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs hjá sjúklingum sem skipta frá TREVICTA

Ef síðasti skammtur TREVICTA er

Hefja á notkun 1-mánaða paliperidon

 

palmitat stungulyfs 3 mánuðum síðar með

 

eftirfarandi skammti

175 mg

50 mg

263 mg

75 mg

350 mg

100 mg

525 mg

150 mg

Skipt frá TREVICTA í paliperidon forðatöflur til inntöku daglega

Þegar skipt er frá TREVICTA í paliperidon forðatöflur á að hefja notkun paliperidon forðataflna þremur mánuðum eftir síðasta skammt TREVICTA og halda síðan meðferð áfram með paliperidon forðatöflum eins og lýst er í töflunni hér á eftir. Í töflunni eru ráðlagðir aðlögunarskammar til þess að útsetning fyrir paliperidoni með paliperidon forðatöflum verði svipuð hjá sjúklingum sem hafa áður náð jafnvægi með mismunandi skömmtum TREVICTA.

Skammtar paliperidon forðataflna hjá sjúklingum sem skipta frá TREVICTA*

Síðasti TREVICTA

Númer viku eftir síðasta TREVICTA skammt

Vika 12 til og með

Vika 19 til og með

Frá viku 25 og

skammtur (vika 0)

viku 18

viku 24

áfram

 

Dagsskammtur paliperidon forðataflna

175 mg

3 mg

3 mg

3 mg

263 mg

3 mg

3 mg

6 mg

350 mg

3 mg

6 mg

9 mg

525 mg

6 mg

9 mg

12 mg

*Dagsskammtar paliperidon forðataflna eru einstaklingsbundnir og hafa þarf í huga ýmsa þætti t.d. ástæður þess að skipt er um lyfjaform, svörun við fyrri paliperidon meðferð, alvarleika geðrofseinkenna og/eða tilhneigingu til aukaverkana.

Ef skammti er sleppt

Skammtagluggi

TREVICTA á að gefa með inndælingu á 3-mánaða fresti. Til að koma í veg fyrir að skammti TREVICTA sé sleppt má gefa inndælinguna allt að 2 vikum fyrir eða eftir 3-mánaða tímabilið.

 

Skammti sleppt

Ef áætluðum skammti hefur verið

 

Aðgerð

sleppt og tími frá síðustu inndælingu

 

 

er

 

 

> 3½ til allt að 4 mánuðir

 

Inndælinguna á að gefa eins fljótt og hægt er og halda

 

 

síðan áfram 3-mánaða inndælingaráætluninni.

4 til 9 mánuðir

 

Ráðlögð endurtekin upphafsmeðferð samkvæmt töflunni

 

 

hér á eftir.

> 9 mánuðir

 

Hefja aftur meðferð með 1-mánaða paliperidon palmitat

 

 

stungulyfi eins og lýst er í upplýsingum um það lyf.

 

 

Síðan má hefja meðferð með TREVICTA aftur þegar

 

 

sjúklingurinn hefur fengið fullnægjandi meðferð með

 

 

1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi helst í fjóra

 

 

mánuði eða meira.

Ráðlögð endurtekin upphafsmeðferð ef skömmtum TREVICTA hefur verið sleppt í 4 til 9 mánuði

 

Gefa á 1-mánaða paliperidon palmitat

Síðan er TREVICTA

Ef síðasti skammtur

stungulyf, tvo skammta með viku millibili (í

gefið (í axlara -eða

 

axlarvöðva)

þjóvöðva)

TREVICTA var

 

Dagur 1

 

Dagur 8

Einum mánuði eftir

 

 

 

 

 

 

dag 8

175 mg

50 mg

 

50 mg

175 mg

263 mg

75 mg

 

75 mg

263 mg

350 mg

100 mg

 

100 mg

350 mg

525 mg

100 mg

 

100 mg

525 mg

aSjá einnig Upplýsingar ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum fyrir val á nál við inndælingu í axlarvöðva sem byggist á líkamsþyngd.

Sérstakir hópar

Aldraðir

Verkun og öryggi hjá öldruðum > 65 ára hefur ekki verið staðfest.

Almennt er mælt með að TREVICTA skammtar fyrir aldraða sjúklinga með eðlilega nýrnastarfsemi séu þeir sömu og fyrir yngri fullorðna sjúklinga með eðlilega nýrnastarfsemi. Þar sem nýrnastarfsemi getur verið skert hjá öldruðum sjúklingum, sjá Skert nýrnastarfsemi hér á eftir fyrir skammtaráðleggingar fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

TREVICTA hefur ekki verið rannsakað kerfisbundið hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2). Hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun ≥ 50 til < 80 ml/mín.) á að aðlaga skammtinn og jafnvægi komið á með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi og skipt síðan í TREVICTA.

Ekki er mælt með TREVICTA hjá sjúklingum með meðalskerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 50 ml/mín.).

Skert lifrarstarfsemi

TREVICTA hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Samkvæmt reynslu af paliperidoni til inntöku þarf ekki að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt eða meðalskerta lifrarstarfsemi. Þar sem notkun paliperidons hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi er mælt með að gæta varúðar hjá þeim sjúklingum. (Sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun TREVICTA hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

TREVICTA er eingöngu ætlað til notkunar í vöðva. Ekki má gefa það með öðrum leiðum. Eingöngu heilbrigðisstafsmenn mega gefa lyfið þar sem allur skammturinn er gefinn með einni inndælingu. Lyfið á að gefa hægt með inndælingu djúpt í axlar- eða þjóvöðva. Hugleiða ætti að skipta frá þjóvöðva í axlarvöðva (og öfugt) fyrir komandi inndælingar ef óþægindi verða á stungustað (sjá kafla 4.8).

TREVICTA má aðeins gefa með þunnveggja nálunum sem fylgja TREVICTA pakkningunni. Nálar fyrir 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf eða aðrar nálar á markaði má ekki nota við gjöf TREVICTA (sjá Upplýsingar ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum).

Fyrir lyfjagjöf á að skoða innihald áfylltu sprautunnar með tilliti til aðskotaagna og mislitunar.

Mikilvægt er að hrista sprautuna kröftuglega með lausum úlnlið með oddinn upp í a.m.k. 15 sekúndur til að tryggja einsleita dreifu. TREVICTA á að gefa innan 5 mínútna frá því að sprautan var hrist. Ef meira en 5 mínútur líða fram að inndælingu á að hrista sprautuna aftur kröftuglega í a.m.k. 15 sekúndur til að lyfið verði aftur einsleitt (sjá Upplýsingar ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum).

Gjöf í axlarvöðva

Nálin sem notuð er við gjöf TREVICTA í axlarvöðva er ákvörðuð út frá þyngd sjúklings.

Fyrir þá sem eru ≥ 90 kg á að nota þunnveggja 1½ tommu, 22 gauge (0,72 mm x 38,1 mm) nál.

Fyrir þá sem eru < 90 kg á að nota þunnveggja 1 tommu, 22 gauge (0,72 mm x 25,4 mm) nál.

Lyfið á að gefa í miðjan axlarvöðva. Lyfið á að gefa til skiptis í axlarvöðvana tvo.

Gjöf í þjóvöðva

Nálin sem notuð er við gjöf TREVICTA í þjóvöðva er þunnveggja 1½ tommu, 22 gauge

(0,72 mm x 38,1 mm) nál, óháð líkamsþyngd. Lyfið á að gefa í efri-ytri fjórðung þjóvöðva. Lyfið á að gefa til skiptis í þjóvöðvana tvo.

Ófullnægjandi lyfjagjöf

Til að koma í veg fyrir ófullnægjandi lyfjagjöf TREVICTA verður að hrista áfylltu sprautuna kröftuglega í a.m.k. 15 sekúndur innan 5 mínútna fyrir lyfjagjöf til að tryggja einsleita dreifu (sjá

Upplýsingar ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum).

Ef ekki tekst að gefa allan skammtinn á þó ekki að gefa skammtinn sem eftir er í sprautunni og ekki á að gefa annan skammt þar sem erfitt er að meta hve stór skammtur var gefinn. Fylgjast skal náið með sjúklingnum eins og við á klínískt þar til kemur að næstu áætluðu 3-mánaða TREVICTA inndælingu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, risperidoni eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Notkun hjá sjúklingum í bráðu æsingarástandi eða í alvarlegu geðrofsástandi

Ekki á að nota TREVICTA til meðferðar á bráðum æsingi eða alvarlegu geðrofsástandi þegar þörf er á að slá tafarlaust á einkenni.

QT-bil

Gæta skal varúðar þegar paliperidoni er ávísað sjúklingum með þekktan hjarta- og æðasjúkdóm eða fjölskyldusögu um QT-lengingu og við samhliða notkun annarra lyfja sem talið er að geti lengt QT-bil.

Illkynja sefunarheilkenni

Illkynja sefunarheilkenni sem einkennist af ofurhita, vöðvastirðleika, ójafnvægi í ósjálfráða taugakerfinu, breytingu á meðvitund og hækkaðri sermisþéttni kreatínfosfókínasa hefur komið fram í tengslum við paliperidon. Önnur klínísk einkenni geta verið rákvöðvalýsa og bráð nýrnabilun. Fái sjúklingur einkenni sem benda til illkynja sefunarheilkennis skal hætta meðferð með paliperidoni. Hafa skal í huga langverkandi áhrif TREVICTA.

Síðkomin hreyfitruflun

Lyf sem blokka dópamínviðtaka hafa verið tengd síðkomnum hreyfitruflunum sem einkennast af taktföstum, ósjálfráðum hreyfingum, einkum í tungu og/eða í andliti. Við einkenni síðkominna hreyfitruflana skal íhuga að hætta meðferð með öllum geðrofslyfjum þ.m.t. paliperidoni. Hafa skal í huga langverkandi áhrif TREVICTA.

Hvítfrumnafæð, daufkyrningafæð og kyrningahrap

Greint hefur verið frá hvítfrumnafæð, daufkyrningafæð og kyrningahrapi við notkun paliperidons. Á fyrstu mánuðum meðferðar skal fylgjast með sjúklingum með sögu um klínískt marktæka fækkun hvítra blóðkorna eða hvítfrumnafæð/daufkyrningafæð af völdum lyfja og íhuga skal stöðvun meðferðar með TREVICTA við fyrstu vísbendingu um klínískt marktæka fækkun hvítra blóðkorna ef aðrir orsakaþættir eru ekki til staðar. Fylgjast skal náið með sjúklingum með klínískt marktæka daufkyrningafæð með tilliti til hita eða annarra einkenna eða vísbendinga um sýkingu og hefja skjótt meðferð ef slík einkenni eða vísbendingar koma fram. Stöðva skal notkun TREVICTA og fylgjast með fjölda hvítra blóðkorna hjá sjúklingum með alvarlega daufkyrningafæð (heildarfjöldi daufkyrninga < 1 x 109/l) þangað til fjöldi hvítra blóðkorna er orðinn eðlilegur á ný. Hafa skal í huga langverkandi áhrif TREVICTA.

Ofnæmisviðbrögð

Ofnæmisviðbrögð geta komið fram jafnvel hjá sjúklingum sem hafa áður þolað risperidon til inntöku eða paliperidon til inntöku (sjá kafla 4.8).

Blóðsykurshækkun og sykursýki

Við meðferð með paliperidoni hefur verið greint frá blóðsykurshækkun, sykursýki og versnun sykursýki sem þegar er til staðar, þ.m.t. sykursýkisdá og ketónblóðsýring. Mælt er með viðeigandi

klínískri eftirfylgni í samræmi við gildandi leiðbeiningar um meðferð við geðrofi. Fylgjast skal með sjúklingum á meðferð með TREVICTA með tilliti til blóðsykurshækkunar (t.d. ofþorsti, óeðlilega mikil þvaglát, mikil matarlyst og máttleysi) og fylgjast skal reglulega með sjúklingum með sykursýki með tilliti til versnunar á stjórnun glúkósa.

Þyngdaraukning

Greint hefur verið frá verulegri þyngdaraukningu við notkun TREVICTA. Fylgjast skal reglulega með þyngd.

Sjúklingar með prólaktínháð æxli

Vefræktunarrannsóknir gefa til kynna að frumuvöxtur í æxlum í brjóstvef manna geti örvast af prólaktíni. Þótt enn sem komið er hafi ekki verið sýnt fram á bein tengsl við gjöf geðrofslyfja í klínískum og faraldsfræðilegum rannsóknum er ráðlagt að gæta varúðar hjá sjúklingum með viðeigandi sjúkrasögu. Gæta skal varúðar við notkun paliperidons hjá sjúklingum sem eru fyrir með æxli sem geta verið prólaktínháð.

Stöðubundinn lágþrýstingur

Paliperidon getur valdið stöðubundnum lágþrýstingi hjá sumum sjúklingum vegna alfa-blokkandi verkunar þess. Í klínískum rannsóknum með TREVICTA greindu 0,3% þátttakenda frá aukaverkun sem tengist stöðubundnum lágþrýstingi. Gæta skal varúðar við notkun TREVICTA hjá sjúklingum með þekktan hjarta- og æðasjúkdóm (t.d. hjartabilun, hjartadrep eða blóðþurrð í hjarta, leiðslutruflanir), heilaæðasjúkdóm eða ef ástand sjúklings eykur hættu á lágþrýstingi (t.d. vessaþurrð og skert blóðrúmmál).

Flog

TREVICTA á að nota með varúð hjá sjúklingum með sögu um flog eða aðra sjúkdóma sem geta lækkað krampaþröskuld.

Skert nýrnastarfsemi

Plasmaþéttni paliperidons er aukin hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsu ≥ 50 ml/mín. til < 80 ml/mín.) á að aðlaga skammta og koma jafnvægi á hjá sjúklingnum með því að nota 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf og skipta síðan í TREVICTA. Ekki er mælt með TREVICTA hjá sjúklingum með meðalskerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun < 50 ml/mín.). (Sjá kafla 4.2 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með verulega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur C). Gæta skal varúðar ef paliperidon er notað hjá þessum sjúklingum.

Aldraðir sjúklingar með vitglöp

TREVICTA hefur ekki verið rannsakað hjá öldruðum sjúklingum með vitglöp. TREVICTA er ekki ráðlagt til meðferðar hjá öldruðum sjúklingum með vitglöp vegna aukinnar hættu á aukinni heildardánartíðni og aukaverkunum á heilæðar.

Reynsla af notkun risperidons sem vísað er í hér á eftir á einnig við um paliperidon.

Heildardánartíðni

Í safngreiningu á 17 klínískum samanburðarrannsóknum var aukin hætta á dauðsfalli hjá öldruðum sjúklingum með vitglöp sem voru á meðferð með öðrum óhefðbundnum geðrofslyfjum þ.m.t.

risperidon, aripiprazol, olanzapin og quetiapin samanborið við þá sem fengu lyfleysu. Dánartíðni var 4% hjá þeim sem fengu risperidon en 3,1% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Aukaverkanir á heilaæðar

Hjá sjúklingum með vitglöp hefur komið fram u.þ.b. þrefalt meiri hætta á aukaverkunum á heilaæðar í slembuðum, klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu í tengslum við nokkur óhefðbundin geðrofslyf þ.m.t. risperidon, aripiprazol og olanzapin. Verkunarháttur þessarar auknu hættu er ekki þekktur.

Parkinsonsveiki og Lewy body-vitglöp

Læknar eiga að vega áhættu á móti ávinningi þegar TREVICTA er ávísað sjúklingum með Parkinsonsveiki eða Lewy body-vitglöp vegna þess að þessir hópar geta verið í meiri hættu að fá illkynja sefunarheilkenni, auk þess að vera næmari fyrir geðrofslyfjum. Einkenni þessa aukna næmis geta verið ringlun, skert meðvitund og jafnvægistruflun með þeim afleiðingum að viðkomandi dettur oft auk utanstrýtueinkenna.

Sístaða getnaðarlims

Greint hefur verið frá því að geðrofslyf (m.a. paliperidon) sem blokka alfa-adrenvirkni, geti valdið sístöðu getnaðarlims. Upplýsa skal sjúklinga um að leita tafarlaust til læknis ef sístaða getnaðarlims hefur ekki gengið til baka innan 4 klukkustunda.

Stjórnun líkamshita

Geðrofslyf hafa verið tengd röskun á hæfni líkamans til að lækka líkamshita. Gæta skal varúðar þegar TREVICTA er ávísað sjúklingum sem gætu verið í aðstæðum sem stuðlað geta að hækkun líkamshita, t.d. mikil líkamsþjálfun, dvöl í miklum hita, samhliða notkun andkólínvirkra lyfja eða vessaþurrð.

Bláæðasegarek

Greint hefur verið frá bláæðasegareki í tengslum við notkun geðrofslyfja. Þar sem sjúklingar sem fá meðferð með geðrofslyfjum hafa oft áunna áhættuþætti fyrir bláæðasegareki skal greina alla mögulega áhættuþætti bláæðasegareks fyrir meðferð og meðan á meðferð með TREVICTA stendur og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.

Ógleðistillandi áhrif

Í forklínískum rannsóknum á paliperidoni komu ógleðistillandi áhrif fram. Komi slík áhrif fyrir hjá mönnum geta þau dulið einkenni ofskömmtunar nokkurra lyfja auk þess sem þau geta dulið ástand á borð við teppu í meltingarvegi, Reyes heilkenni og heilaæxli.

Lyfjagjöf

Gæta skal varúðar við gjöf TREVICTA til að koma í veg fyrir að lyfinu verði í ógáti dælt í blóðæð.

Heilkenni spennuleysis í lithimnu í aðgerð (Intraoperative Floppy Iris Syndrome (IFIS))

Heilkenni spennuleysis í lithimnu (IFIS) hefur komið fram við dreraðgerðir hjá sjúklingum á meðferð með lyfjum með alfa 1a-adrenblokkandi áhrif eins og TREVICTA (sjá kafla 4.8).

IFIS getur aukið hættu á fylgikvillum í auga meðan á skurðaðgerð stendur og eftir að henni lýkur. Ef lyf með alfa 1a-adrenblokkandi áhrif eru notuð eða hafa einhvern tímann verið notuð á að láta augnlækninn vita áður en aðgerðin fer fram. Hugsanlegur ávinningur af stöðvun alfa 1-blokkandi meðferðar áður en dreraðgerð fer fram hefur ekki verið staðfestur og meta verður hann gegn áhættu af stöðvun geðrofsmeðferðar.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Gæta skal varúðar þegar TREVICTA er ávísað samhliða lyfjum sem vitað er að geta lengt QT-bil t.d. lyfjum við hjartsláttartruflunum í flokki IA (t.d. kínidín, dísópýramíð) og lyfjum við hjartsláttartruflunum í flokki III (t.d. amiodaron, sotalol), nokkrum andhistamínlyfjum, nokkrum sýklalyfjum (t.d. fluoroquinolon), nokkrum öðrum geðrofslyfjum og nokkrum malaríulyfjum (t.d. mefloquin). Þessi listi er leiðbeinandi en ekki tæmandi.

Hugsanleg áhrif TREVICTA á önnur lyf

Ekki er gert ráð fyrir að paliperidon hafi klínískt mikilvægar lyfjahvarfamilliverkanir við lyf sem umbrotna fyrir tilstilli cýtókróm P450 ísóensíma.

Í ljósi þess að paliperidon hefur fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið (sjá kafla 4.8) skal nota TREVICTA með varúð samhliða öðrum lyfjum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið t.d. kvíðastillandi lyfjum, flestum geðrofslyfjum, svefnlyfjum, ópíötum o.s.frv. sem og samhliða áfengi.

Paliperidon getur unnið gegn áhrifum levodopa og annarra dópamínörva. Ef samhliða notkun þessara lyfja er talin nauðsynleg einkum þegar um er að ræða lokastig Parkinsonsveiki skal ávísa minnsta virka skammti hvers lyfs.

Þar sem paliperidon getur valdið stöðubundnum lágþrýstingi (sjá kafla 4.4) geta samlegðaráhrif komið fram þegar TREVICTA er notað samhliða öðrum lyfjum sem geta haft þessi áhrif t.d. öðrum geðrofslyfjum og þríhringlaga þunglyndislyfjum.

Gæta skal varúðar ef paliperidon er notað samhliða öðrum lyfjum sem vitað er að lækka krampaþröskuldinn (t.d. fenotiazin eða butyrofenon, þríhringlaga þunglyndislyf eða serótónín- endurupptöku-hemlar (SSRI), tramadol, meflokin o.s.frv.).

Samhliða gjöf paliperidon forðataflna við jafnvægi (12 mg einu sinni á sólarhring) og divalproex natríum forðataflna (500 mg til 2.000 mg einu sinni á sólarhring) hafði engin áhrif á lyfjahvörf valproats við jafnvægi.

Rannsókn á milliverkun TREVICTA og litíums hefur ekki verið gerð, hins vegar eru lyfjahvarfamilliverkanir ólíklegar.

Hugsanleg áhrif annarra lyfja á TREVICTA

In vitro rannsóknir benda til þess að CYP2D6 og CYP3A4 geti átt óverulegan þátt í umbrotum paliperidons en hvorki in vitro in vivo rannsóknir benda til að þessi ísóensím gegni mikilvægu hlutverki í umbroti paliperidons. Samhliða gjöf paliperidons til inntöku og paroxetins sem er öflugur CYP2D6 hemill leiddi ekki í ljós marktæk klínísk áhrif á lyfjahvörf paliperidons.

Við samhliða gjöf paliperidon forðalyfs til inntöku einu sinni á dag og karbamazepíns 200 mg tvisvar á dag varð u.þ.b. 37% lækkun á meðaltali Cmax við jafnvægi og AUC fyrir paliperidon. Þessi lækkun er að miklu leyti vegna 35% aukningar á úthreinsun paliperidons um nýru sem er líklega afleiðing þess að karbamazepín örvar P-gp í nýrum. Minni háttar minnkun á magni virks efnis sem skilst óbreytt út í þvagi bendir til þess að samhliða gjöf karbamazepíns hafi lítil áhrif á CYP umbrot og aðgengi paliperidons. Meiri lækkun gæti orðið á plasmaþéttni paliperidons með stærri skömmtum karbamazepíns. Við upphaf karbamazepínmeðferðar skal endurmeta skammta TREVICTA og auka ef þörf er á. Þegar meðferð með karbamazepíni er hætt skal hins vegar endurmeta TREVICTA skammt og minnka ef þörf er á. Hafa skal í huga langverkandi eiginleika TREVICTA.

Samhliða gjöf staks skammts 12 mg paliperidon forðatöflu og divalproex natríum forðataflna (tvær 500 mg töflur einu sinni á sólarhring) jók Cmax- og AUC-gildi paliperidons um u.þ.b. 50% líklega vegna aukins frásogs eftir inntöku. Þar sem engin áhrif voru merkjanleg á altæka úthreinsun er ekki

gert ráð fyrir klínískt marktækri milliverkun milli divalproex natríum forðataflna og TREVICTA sem gefið er í vöðva. Þessi milliverkun hefur ekki verið rannsökuð með TREVICTA.

Samhliða notkun TREVICTA og risperidons eða paliperidons til inntöku

Gæta skal varúðar við notkun TREVICTA samhliða risperidoni eða paliperidoni til inntöku til lengri tíma þar sem paliperidon er aðal virka umbrotsefni risperidons. Takmarkaðar upplýsingar um öryggi liggja fyrir varðandi samhliða notkun TREVICTA og annarra geðrofslyfja.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um notkun paliperidons á meðgöngu. Paliperidon palmitat gefið í vöðva og inntaka paliperidons olli ekki fósturskemmdum í dýrarannsóknum en annars konar eiturverkanir á æxlun komu fram (sjá kafla 5.3). Nýburar sem útsettir voru fyrir paliperidoni síðustu þrjá mánuði meðgöngu eru í hættu á að fá aukaverkanir m.a. utanstrýtu- og/eða fráhvarfseinkenni sem geta verið misalvarleg og geta varað mislengi eftir fæðingu. Greint hefur verið frá óróleika, ofstælingu, minnkaðri vöðvaspennu, skjálfta, svefndrunga, andnauð eða fæðsluröskun (feeding disorder). Því skal fylgjast náið með nýburum.

Þar sem paliperidon hefur greinst í plasma allt að 18 mánuðum eftir stakan skammt af TREVICTA skal hafa langverkandi áhrif TREVICTA í huga þar sem útsetning móður fyrir TREVICTA fyrir og á meðgöngu getur valdið aukaverkunum hjá nýburanum.

Brjóstagjöf

Paliperidon skilst út í brjóstamjólk í það miklum mæli að áhrif á brjóstmylking eru líkleg við ráðlagða skammta lyfsins hjá konum með barn á brjósti. Þar sem paliperidon hefur greinst í plasma allt að

18 mánuðum eftir stakan skammt af TREVICTA skal hafa langverkandi áhrif TREVICTA í huga þar sem barn á brjósti getur verið í hættu jafnvel þegar TREVICTA var gefið löngu áður en brjóstagjöf hófst. TREVICTA á ekki að nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Engin þýðingarmikil áhrif komu fram í forklínískum rannsóknum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Paliperidon getur haft væg til í meðallagi mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla vegna hugsanlegra áhrifa á taugakerfi og sjón, eins og slæving, svefnhöfgi, yfirlið, þokusýn (sjá kafla 4.8). Því skal ráðleggja sjúklingum að hvorki aka né nota vélar fyrr en vitað er hvaða einstaklingsbundnu áhrif TREVICTA hefur.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanir sem greint var frá hjá ≥ 5% sjúklinga í tveimur tvíblindum klínískum samanurðarrannsóknum með TREVICTA voru þyngdaraukning, sýking í efri öndunarvegi, kvíði, höfuðverkur, svefnleysi og viðbrögð á stungustað.

Tafla með aukaverkunum

Eftirfarandi eru allar aukaverkanir sem greint var frá við notkun paliperidons flokkaðar eftir tíðni sem áætluð var á grundvelli klínískra rannsókna með TREVICTA og 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi. Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10), algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffærakerfi

 

 

Aukaverkun

 

 

 

 

 

Tíðni

 

 

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

 

þekkta

Sýkingar af

 

sýking í efri

lungnabólga,

sýking í auga,

 

völdum sýkla

 

öndunarvegi,

berkjubólga, sýking í

maurahúðbólga

 

og sníkjudýra

 

þvagfærasýking,

öndunarvegi,

(acarodermatitis),

 

 

 

inflúensa

skútabólga,

ígerð undir húð

 

 

 

 

blöðrubólga, sýking í

 

 

 

 

 

eyra, sýking í

 

 

 

 

 

hálskirtlum,

 

 

 

 

 

naglsveppur,

 

 

 

 

 

húðbeðsbólga

 

 

Blóð og eitlar

 

 

fækkun hvítra

daufkyrningafæð,

kyrningahrap

 

 

 

blóðkorna,

fjölgun eósínfíkla

 

 

 

 

blóðflagnafæð,

 

 

 

 

 

blóðleysi

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

ofnæmi

 

bráðaofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð

Innkirtlar

 

 

prólaktínhækkun í

óviðeigandi seyting

 

 

 

 

blóðib

þvagstemmuvaka,

 

 

 

 

 

glúkósi í þvagi

 

Efnaskipti og

 

blóðsykurshækkun,

sykursýki, of mikið

ketónblóðsýring

vatnseitrun

næring

 

þyngdaraukning,

insúlín í blóði, aukin

vegna sykursýki,

 

 

 

þyngdartap

matarlyst, lystarleysi,

blóðsykurslækkun,

 

 

 

 

minnkuð matarlyst,

ofþorsti

 

 

 

 

þríglýseríðahækkun í

 

 

 

 

 

blóði, kólesterólhækkun

 

 

 

 

 

í blóði

 

 

Geðræn

svefnleysid

æsingur, þunglyndi,

svefntruflanir, minnkuð

geðhæð,

 

vandamál

 

kvíði

kynhvöt, taugaóstyrkur,

ringlunarástand,

 

 

 

 

martröð

tilfinningadoði,

 

 

 

 

 

fullnæging næst ekki

 

Taugakerfi

 

parkinsonsheilkennic,

síðkomin hreyfitruflun,

illkynja sefunar-

sykursýkisdá,

 

 

hvíldaróþolc,

yfirlið, skynhreyfi-

heilkenni, blóðþurrð í

skortur á

 

 

slæving/svefnhöfgi,

ofvirkni, stöðubundið

heila, engin svörun

samhæfingu,

 

 

vöðvaspennutruflunc,

sundl, athyglistruflanir,

við áreiti,

höfuðtin

 

 

sundl, hreyfitruflunc,

þvoglumælgi,

meðvitundarleysi,

 

 

 

skjálfti, höfuðverkur

bragðskynstruflun,

skert meðvitund,

 

 

 

 

snertiskynsminnkun,

krampard,

 

 

 

 

breytt húðskyn

jafnvægistruflun

 

Augu

 

 

þokusýn, tárubólga,

gláka, truflun á

heilkenni

 

 

 

augnþurrkur

augnhreyfingum,

spennuleysis í

 

 

 

 

augu ranghvolfast,

lithimnu

 

 

 

 

ljósfælni, aukin

 

 

 

 

 

táraseyting, blóðsókn

 

 

 

 

 

í auga

 

Eyru og

 

 

svimi, eyrnasuð,

 

 

völundarhús

 

 

eyrnaverkur

 

 

Hjarta

 

hægsláttur, hraðsláttur

gáttasleglarof,

gáttatif,

 

 

 

 

leiðnitruflanir,

gúlssláttarglöp (sinus

 

 

 

 

QT-lenging á

arrythmia)

 

 

 

 

hjartalínuriti, heilkenni

 

 

 

 

 

stöðubundins

 

 

 

 

 

hraðsláttar, óeðlilegt

 

 

 

 

 

hjartalínurit,

 

 

 

 

 

hjartsláttarónot

 

 

Æðar

 

háþrýstingur

lágþrýstingur,

segamyndun í

lungnablóðrek,

 

 

 

stöðubundinn

bláæðum, hörundsroði

blóðþurrð

 

 

 

lágþrýstingur

 

 

Öndunarfæri,

 

hósti, nefstífla

andnauð, verkir í koki

kæfisvefn, blóðsókn í

oföndun,

brjósthol og

 

 

og barka, blóðnasir

lungum (pulmonary

lungnabólga

miðmæti

 

 

 

congestion), teppa í

vegna

 

 

 

 

öndunarvegi,

ásvelgingar,

 

 

 

 

hvæsandi öndun

brakhljóð við

 

 

 

 

 

lungnahlustun,

 

 

 

 

 

raddtruflun

Meltingarfæri

 

kviðverkir, uppköst,

óþægindi í kvið, maga-

brisbólga, bólgin

þrengingar í

 

 

ógleði, hægðatregða,

og garnabólga,

tunga, hægðaleki,

þörmum,

 

 

niðurgangur,

munnþurrkur,

hægðakökkur í

garnastífla

 

 

meltingartruflanir,

vindgangur

endaþarmi,

 

 

 

tannverkur

 

kyngingartregða,

 

 

 

 

 

varaþroti

 

Lifur og gall

 

aukning transamínasa

hækkun gamma-

 

gula

 

 

 

glutamyltransferasa,

 

 

 

 

 

hækkun lifrarensíma

 

 

Húð og

 

útbrot

ofsakláði, kláði, hárlos,

lyfjaútbrot, siggmein,

ofnæmisbjúgur,

undirhúð

 

 

exem, húðþurrkur,

flasa

litabreytingar í

 

 

 

roðaþot, þrymlabólur

 

húð, flösuexem

Stoðkerfi og

 

verkir frá stoðvef og

hækkun kreatín-

bólgnir liðir

rákvöðvalýsa,

stoðvefur

 

stoðkerfi, bakverkur,

fosfókínasa í blóði,

 

óeðlileg

 

 

liðverkir

vöðvakrampar,

 

líkamsstaða

 

 

 

stirðleiki í liðum,

 

 

 

 

 

vöðvamáttleysi, verkur í

 

 

 

 

 

hálsi

 

 

Nýru og

 

 

þvagleki, tíð þvaglát,

þvagteppa

 

þvagfæri

 

 

þvagtregða

 

 

Meðganga,

 

 

 

 

heilkenni

sængurlega og

 

 

 

 

lyfjafráhvarfs hjá

burðarmál

 

 

 

 

nýburum (sjá

 

 

 

 

 

kafla 4.6)

Æxlunarfæri

 

tíðateppa

ristruflanir,

óþægindi í brjóstum,

sístaða

og brjóst

 

 

sáðlátsröskun,

blóðsókn til brjósta

getnaðarlims

 

 

 

tíðaseinkun,

(breast engorgement),

 

 

 

 

tíðatruflanird,

brjóstastækkun, útferð

 

 

 

 

brjóstastækkun hjá

frá leggöngum

 

 

 

 

körlum, mjólkurflæði,

 

 

 

 

 

kynlífstruflun, verkur í

 

 

 

 

 

brjóstum

 

 

Almennar

 

sótthiti, þróttleysi,

andlitsbjúgur, bjúgurd,

lágur líkamshiti,

lækkaður

aukaverkanir

 

þreyta, viðbrögð á

óeðlilegt göngulag,

kuldahrollur,

líkamshiti, drep á

og

 

stungustað

brjóstverkur, óþægindi

hækkaður líkamshiti,

stungustað, sár á

aukaverkanir

 

 

fyrir brjósti, lasleiki,

þorsti, heilkenni lyfja-

stungustað

 

 

herslismyndun

fráhvarfs, ígerð á

 

á íkomustað

 

 

 

 

 

 

stungustað,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

húðbeðsbólga á

 

 

 

 

 

stungustað, blaðra á

 

 

 

 

 

stungustað, margúll á

 

 

 

 

 

stungustað

 

Áverkar og

 

 

dettni

 

 

eitranir

 

 

 

 

 

aEkki er hægt að meta tíðni aukaverkana sem greint var frá eftir markaðssetningu vegna þess að þær eiga rætur að rekja til stakra aukaverkanatilkynninga. Því er tíðni þessara aukaverkana skilgreind sem „ekki þekkt“.

bSjá upplýsingar í „Prólaktínhækkun í blóði“ hér á eftir.

cSjá upplýsingar í „Utanstrýtueinkenni“ hér á eftir.

dSvefnleysi felur í sér: erfiðleika við að festa svefn, erfiðleika með að festa svefn aftur (middle insomnia). Krampar fela í sér: krampa, krampaflog. Tíðatruflanir fela í sér: tíðatruflanir, tíðaseinkun, óreglulegar tíðir, langt á milli tíða. Bjúgur felur í sér: útbreiddan bjúg, bjúg, bjúg á útlimum, potbjúg.

Aukaverkanir sem hafa komið fram við notkun risperidon lyfjaforma

Paliperidon er virkt umbrotsefni risperidons og því eiga aukaverkanir þessara efnasambanda (þ.m.t. lyfjaform til inntöku og inndælingar) við um bæði efnasamböndin.

Lýsing á ýmsum aukaverkunum

Bráðaofnæmisviðbrögð

Eftir markaðssetningu hefur í mjög sjaldgæfum tilvikum verið greint frá bráðaofnæmisviðbrögðum eftir inndælingu 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs hjá sjúklingum sem höfðu áður þolað risperidon til inntöku eða paliperidon til inntöku (sjá kafla 4.4).

Viðbrögð á stungustað

Í klínískum rannsóknum á TREVICTA greindu 5,3% þátttakenda frá aukaverkunum sem tengjast stungustað. Ekkert þessara tilvika var alvarlegt eða varð til þess að hætta þurfti meðferðinni. Byggt á mati rannsakanda var hvorki um herslismyndun, roða né þrota að ræða í ≥ 95% tilvika eða eingöngu væg tilvik. Verkur á stungustað að mati þátttakenda byggt á verkjaskala var lítill og minnkaði enn frekar með tímanum.

Utanstrýtueinkenni

Í klínískum rannsóknum á TREVICTA var greint frá hvíldaróþoli hjá 3,9%, hreyfitruflun hjá 0,8%, vöðvaspennutruflun hjá 0,9%, parkinsonsheilkenni hjá 3,6% og skjálfta hjá 1,4% þátttakenda.

Utanstrýtueinkenni náðu til sameinaðrar greiningar á eftirtöldu: parkinsonsheilkenni (felur í sér utanstrýtutruflun, utanstrýtueinkenni, on/off fyrirbæri, Parkinsonsveiki, bráða hreyfitregðu (parkinsonian crisis), aukna munnvatnsmyndun, stífleika í stoðkerfi, parkinsonsheilkenni, slef, vélrænan stirðleika í hreyfingum (cogwheel rigidity), hægar hreyfingar, vanhreyfni, stífar andlitshreyfingar, vöðvaherping, hreyfitregðu, hnakkastífleika, vöðvastirðleika, parkinsonsgöngulag, óeðlilegt „glabellar“ viðbragð, parkinsonshvíldarskjálfta), hvíldaróþol (felur í sér hvíldaróþol, eirðarleysi, ofhreyfni og fótaóeirð), hreyfitruflun (hreyfitruflun, rykkjabrettur (chorea), hreyfitruflanir, vöðvakippi, fettur og brettur (choreoathetosis), hægfettur (athetosis) og kippaflog (myoclonus)), vöðvaspennutruflun (felur í sér vöðvaspennutruflun, hálskrampa, framspennu (emprosthotonus), augnvöðvaspennutruflun, vöðvaspennutruflun í munni og kjálka (oromandibular dystonia), krampabros (risus sardonicus), stífkrampa, ofstælingu, hallinsvíra (torticollis), ósjálfráðan samdrátt vöðva, vöðvakreppu, hvarmakrampa, augnknattahreyfingar (oculogyration), lömun í tungu, krampa í andliti, raddbandakrampa, vöðvaherping (myotonia), fettikrampa (opisthotonus), krampa í munnkoki, hliðarsveigju á hrygg (pleurothotonus), krampa í tungu og kjálkastjarfa) og skjálfti.

Þyngdaraukning

Í langtíma slembaðri rannsókn (withdrawal study) var greint frá óeðlilegri aukningu ≥ 7% líkamsþyngdar frá tvíblinda upphafspunktinum að tvíblinda endapunktinum hjá 10% þátttakenda í TREVICTA hópnum og 1% þátttakenda í lyfleysuhópnum. Aftur á móti var greint frá óeðlilegri lækkun líkamsþyngdar (≥ 7%) frá tvíblinda upphafspunktinum að tvíblinda endapunktinum hjá 1% þátttakenda í TREVICTA hópnum og 8% þátttakenda í lyfleysuhópnum. Meðalbreyting á líkamsþyngd frá tvíblinda upphafspunktinum að tvíblinda endapunktinum var +0,94 kg hjá TREVICTA hópnum og -1,28 kg hjá lyfleysuhópnum.

Prólaktínhækkun í blóði

Í tvíblinda fasanum í langtíma slembuðu (withdrawal) rannsókninni sást prólaktínhækkun yfir viðmiðunamörkum (> 13,13 ng/ml hjá körlum og > 26,72 ng/ml hjá konum) hjá fleiri körlum og konum í TREVICTA hópnum miðað við í lyfleysuhópnum (9% miðað við 3% og 5% miðað við 1%). Í TREVICTA hópnum var meðalbreyting frá tvíblinda upphafspunktinum að tvíblinda endapunktinum +2,90 ng/ml hjá körlum (miðað við -10,26 ng/ml í lyfleysuhópnum) og +7,48 ng/ml hjá konum (miðað við -32,93 ng/ml í lyfleysuhópnum). Ein kona (2,4%) í TREVICTA hópnum fékk tíðateppu sem aukaverkun en engin aukaverkun sem hugsanlega tengist prólaktíni kom fram hjá konum í lyfleysuhópnum. Í hvorugum hópnum kom aukaverkun sem hugsanlega tengist prólaktíni fram hjá körlum.

Áhrif sem tengjast lyfjaflokki

Lenging QT-bils, sleglatakttruflanir (sleglatif, sleglahraðsláttur), skyndilegur dauði af óþekktri orsök, hjartastopp og Torsade de pointes getur komið fyrir í tengslum við geðrofslyf.

Greint hefur verið frá bláæðasegareki m.a. lungnasegareki og segamyndunar í djúplægum bláæðum í tengslum við geðrofslyf.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Yfirleitt eru þau einkenni sem gera má ráð fyrir að komi fram einkenni sem koma fram vegna óhóflegra lyfhrifa paliperidons sem eru þekkt, þ.e. syfja og slæving, hraðsláttur og lágþrýstingur, lenging QT-bils og utanstrýtueinkenni. Greint hefur verið frá Torsade de pointes og sleglatifi í tengslum við inntöku of stórs skammts af paliperidoni. Við bráða ofskömmtun skal hafa í huga möguleikann á að um mörg lyf getur verið að ræða.

Meðferð

Þegar lagt er mat á meðferðarþörf og bata skal haft í huga forðaverkun lyfsins og langan helmingunartíma paliperidons. Ekkert sértækt mótefni er til við paliperidoni. Veita skal almenna stuðningsmeðferð. Tryggja skal að öndunarvegur séu opinn og halda honum opnum og tryggja nægilegt súrefni og öndun.

Hefja skal tafarlaust eftirlit með hjarta og æðakerfi þ.m.t. sívöktun hjartalínurits með tilliti til hugsanlegra hjartsláttartruflana. Veita skal meðferð við blóðþrýstingslækkun og blóðrásarbilun með viðeigandi hætti t.d. með gjöf vökva í bláæð og/eða með adrenvirkum lyfjum. Komi alvarleg utanstrýtueinkenni fram skal gefa andkólinvirk lyf. Fylgjast skal náið með sjúklingnum þar til hann hefur náð sér.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Geðlyf, önnur geðrofslyf, ATC-flokkur: N05AX13.

TREVICTA inniheldur blöndu af (+) og (-) handhverfum paliperidons.

Verkunarháttur

Paliperidon er sértækur blokki á áhrif mónóamína og verkunarháttur þess er frábrugðinn verkunarhætti hefðbundinna sefandi lyfja. Paliperidon binst kröftuglega við serótónínvirka 5-HT2 og dópamínvirka D2-viðtaka. Paliperidon blokkar einnig alfa 1-adrenvirka viðtaka og blokkar í minna mæli H1-histamínvirka viðtaka og alfa 2-adrenvirka viðtaka. Lyfhrif (+) og (-) handhverfa paliperidons eru eigindlega og megindlega svipuð.

Paliperidon binst ekki kólínvirkum viðtökum. Enda þótt paliperidon sé kröftugur D2-blokki, sem talið er að slái á einkenni geðklofa, veldur það minni dástjarfa og dregur í minna mæli úr hreyfigetu en hefðbundin geðrofslyf. Vera má að yfirgnæfandi blokkun á verkun serótóníns í miðtaugakerfi dragi úr tilhneigingu paliperidons til að valda utanstrýtuaukaverkunum.

Verkun

Sýnt var fram á verkun TREVICTA sem viðhaldsmeðferð við geðklofa hjá sjúklingum sem höfðu fengið fullnægjandi meðferð í a.m.k. 4 mánuði með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi, þar sem síðustu tveir skammtarnir voru af sama styrkleika, og voru metnir í einni langtíma slembaðri (withdrawal) tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu og einni langtíma tvíblindri jafngildisrannsókn (non-inferiority study) með virkum samanburði. Í báðum rannsóknunum voru meginútkomur byggðar á bakslagi.

Í langtíma slembuðu (withdrawal) rannsókninni var 506 fullorðnum sem uppfylltu DSM-IV skilmerki geðklofa raðað í opinn umbreytingarfasa og fengu meðferð með breytilegum skömmtum af 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi gefið í axlar- eða þjóvöðva (50-150 mg) í 17 vikur (skammtar voru aðlagaðir í viku 5 og 9). Síðan fengu alls 379 sjúklingar stakan skammt af TREVICTA í axlar- eða þjóvöðva í opna jafnvægisfasanum (skammturinn var 3,5-faldur síðasti skammtur af 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi). Þátttakendum sem taldir voru í klínísku jafnvægi í lok 12-vikna jafnvægisfasans var síðan slembiraðað 1:1 og fengu TREVICTA eða lyfleysu í tvíblindum fasa af breytilegri lengd (skammtur TREVICTA var sami og síðasti skammtur í jafnvægisfasanum og hélst sá skammtur óbreyttur allan tvíblinda fasann). Á þessu tímabili var 305 sjúklingum, í jafnvægi hvað varðar einkenni, slembiraðað og héldu áfram meðferð með TREVICTA (n = 160) eða lyfleysu

(n = 145) fram að bakslagi, þar til þeir hættu snemma í rannsókninni eða fram að lokum rannsóknarinnar. Aðalverkunarbreyta var tími fram að fyrsta bakslagi. Endir var bundinn á rannsóknina á grundvelli fyrirframáformaðrar bráðabirgðagreiningar sem var gerð þegar 283 þátttakendum hafði verið slembiraðað og 42 tilvik bakslags höfðu komið fram.

Byggt á lokagreiningu (N = 305), fengu 42 þátttakendur (29,0%) í lyfleysuhópnum og 14 þátttakendur (8,8%) í TREVICTA hópnum bakslag í tvíblinda fasanum. Áhættuhlutfallið var 3,81 (95% CI: 2,08; 6,99) sem bendir til 74% minni hættu á bakslagi með TREVICTA miðað við lyfleysu. Kaplan-Meier línurit af tíma að bakslagi eftir meðferðarhópum er sýnt á mynd 1. Marktækur munur (p < 0,0001) var á tíma að bakslagi milli meðferðarhópanna tveggja, TREVICTA í hag. Tíminn að bakslagi hjá lyfleysuhópnum (miðgildi 395 dagar) var marktækt styttri en hjá TREVICTA hópnum (ekki var hægt að meta miðgildi þar sem lítill hluti þátttakenda fékk bakslag [8,8%]).

Metið hlutfall sjúklinga án bakslags

TREVICTA (N=160)

logrank próf, p-gildi < 0,0001

Lyfleysa (N=145)

 

Tími (dagar) frá slembiröðun

Mynd 1: Kaplan-Meier línurit af tíma fram að bakslagi – Lokagreining

Í jafngildisrannsókninni var 1.429 mjög veikum sjúklingum (meðal upphafsheildarskor PANSS: 85,7) sem uppfylltu DSM-IV skilmerki geðklofa raðað í opinn fasa og fengu meðferð með 1-mánaða

Metið hlutfall sjúklinga án bakslags

paliperidon palmitat stungulyfi í 17 vikur. Hægt var að aðlaga skammtinn (þ.e. 50 mg, 75 mg, 100 mg eða 150 mg) í inndælingarviku 5 og 9 og stungustaður gat verið axlar- eða þjóvöðvi. Þeir sem uppfylltu skilmerki fyrir slembival í viku 14 og 17, alls 1.016, var slembiraðað 1:1 og héldu áfram meðferð í 48 vikur með 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi eða skiptu í TREVICTA og fengu skammta sem voru 3,5-faldir skammtar 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs sem gefnir voru í viku 9 og 13. Sjúklingar fengu TREVICTA á 3 mánaða fresti og lyfleysustungulyf hina mánuðina til að viðhalda blindun. Aðalendapunktur verkunar í rannsókninni var hlutfall sjúklinga sem hafði ekki fengið bakslag í lok 48 vikna tvíblinda tímabilsins, byggt á Kaplan-Meier 48-vikna mati (TREVICTA: 91,2%, 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf: 90,0%). Ekki var hægt að meta miðgildistíma fram að bakslagi hjá hópunum vegna lítils hlutfalls sem fékk bakslag. Mismunur (95% CI) á meðferðarhópunum var 1,2% (-2,7%; 5,1%) sem nær jafngildisviðmiðun byggt á -10% fráviki. Þannig að TREVICTA meðferðarhópurinn var jafngildur hópnum sem fékk 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf. Bati varðandi virkni samkvæmt PSP (Personal and Social Performance scale) sem kom fram í opna jafnvægisfasanum var viðhaldið í tvíblinda fasanum hjá báðum meðferðarhópunum.

TREVICTA (N=458)

1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf (N=490)

Tími (dagar) frá slembiröðun

Mynd 2: Kaplan-Meier línurit af tíma fram að bakslagi þar sem gerður er samanburður á TREVICTA og 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfi

Í báðum rannsóknunum var samræmi á verkunarniðurstöðum hjá öllum undirhópunum (kyn, aldur og kynþáttur).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á TREVICTA hjá öllum undirhópum barna við geðklofa. Sjá kafla 4.2 varðandi upplýsingar um notkun hjá börnum.

5.2Lyfjahvörf

Frásog og dreifing

Þar sem paliperidon er mjög lítið vatnsleysanlegt, leysist 3-mánaða paliperidon palmitat lyfjaformið hægt upp eftir inndælingu í vöðva áður en það breytist við vatnsrof í paliperidon og frásogast í blóðrás. Losun virka efnisins byrjar strax á 1. degi og varir a.m.k. 18 mánuði.

Eftirfarandi upplýsingar byggjast á þýðisgreiningu á lyfjahvörfum. Eftir stakan skammt TREVICTA í vöðva eykst þéttni paliperidons í plasma smám saman og nær hámarksplasmaþéttni við Tmax (miðgildi) 30-33 daga. Eftir inndælingu TREVICTA í axlarvöða í skömmtunum 175-525 mg varð Cmax að meðaltali 11-12% hærra samanborið við inndælingu í þjóvöðva. Losunareiginleikar og skammtaáætlun

fyrir TREVICTA leiðir til viðvarandi meðferðarþéttni. Heildarútsetning fyrir paliperidoni eftir gjöf TREVICTA var í réttu hlutfalli við skammt á 175-525 mg skammtabili og Cmax var u.þ.b. í réttu hlutfalli við skammta. Meðalhlutfall há- og lággildis við jafnvægi eftir TREVICTA skammt var 1,6 eftir gjöf í þjóvöðva og 1,7 eftir gjöf í axlarvöðva.

Próteinbinding blöndu handhverfa paliperidons í plasma er 74%.

Eftir gjöf TREVICTA víxlast (+) og (-) handhverfur paliperidons og ná AUC (+) til (-) hlutfallinu u.þ.b. 1,7-1,8.

Umbrot og brotthvarf

Einni viku eftir inntöku staks 1 mg skammts af hraðlosandi 14C paliperidoni höfðu 59% skammtsins skilist út á óbreyttu formi í þvagi sem gefur til kynna að paliperidon umbrotnar ekki mikið í lifur. U.þ.b. 80% geislavirka skammtsins greindist í þvagi og 11% í hægðum. Fjórar umbrotaleiðir hafa verið staðfestar in vivo en hjá engri þeirra er gerð grein fyrir meira en 10% af skammtinum: Alkýlsvipting, hýdroxýtenging, vetnissvipting og benzisoxazolklofningur. Enda þótt in vitro rannsóknir hafi bent til þess að CYP2D6 og CYP3A4 eigi þátt í umbrotum paliperidons liggja engar in vivo upplýsingar um að þessi ísóensím komi með marktækum hætti að umbrotum paliperidons. Þýðisgreiningar á lyfjahvörfum bentu ekki til þess að greinilegur munur væri á úthreinsun paliperidons eftir gjöf paliperidons til inntöku hvort sem um var að ræða einstaklinga með mikil eða lítil umbrot hvarfefna CYP2D6. In vitro rannsóknir með lifrarfrymisögnum úr mönnum leiddu í ljós að paliperidon hamlar ekki í verulegum mæli umbrotum lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli cýtókróm P450 ísóensíma þ.m.t. CYP1A2, CYP2A6, CYP2C8/9/10. CYP2D6, CYP2E1, CYP3A4 og CYP3A5.

Í in vitro rannsóknum hefur verið sýnt fram á að paliperidon er hvarfefni P-gp og veikur hemill P-gp við háa þéttni. Engar in vivo upplýsingar liggja fyrir og klínískt mikilvægi er ekki þekkt.

Byggt á þýðisgreiningu á lyfjahvörfum er miðgildi greinilegs helmingunartíma paliperidons eftir gjöf TREVICTA á skammtabilinu 175-525 mg á bilinu 84-95 dagar eftir gjöf í axlarvöðva og

118-139 dagar eftir gjöf í þjóvöða.

Langverkandi 3-mánaða paliperidon palmitat inndæling borin saman við önnur lyfjaform paliperidons

TREVICTA er ætlað að skila paliperidoni á 3-mánaðar tímabili en 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyf er gefið mánaðarlega. Þegar TREVICTA er gefið í skömmtum sem eru 3,5-falt stærri en hliðstæður skammtur 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs (sjá kafla 4.2) verður útsetning fyrir paliperidoni svipuð útsetningu eftir mánaðarlega skammta 1-mánaða paliperidon palmitat stungulyfs og samsvarandi skammta paliperidon forðataflna einu sinni á dag. Útsetningarbil fyrir TREVICTA er innan útsetningarbils fyrir viðurkennda skammta paliperidon forðataflna.

Skert lifrarstarfsemi

Paliperidon umbrotnar ekki mikið í lifur. Þótt TREVICTA hafi ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi þarf ekki að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt eða meðalskerta lifrarstarfsemi. Í rannsókn hjá sjúklingum með í meðalskerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur B) var plasmaþéttni óbundins paliperidons sambærileg plasmaþéttni hjá heilbrigðum þátttakendum. Paliperidon hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

TREVICTA hefur ekki verið rannsakað kerfisbundið hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Dreifing staks skammts paliperidons 3 mg forðataflna eftir inntöku var rannsökuð hjá þátttakendum með misskerta nýrnastafsemi. Brotthvarf paliperidons minnkar með minnkandi áætlaðri kreatínínúthreinsun. Heildarúthreinsun paliperidons var minni hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, sem nam að meðaltali 32% við vægt skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun [CrCl] = 50 til < 80 ml/mín.), 64% við meðalskerta nýrnastarfsemi (CrCl = 30 til < 50 ml/mín.) og

71% við verulega skerta nýrnastarfsemi (CrCl = 10 til < 30 ml/mín.) sem samsvarar meðalaukningu á útsetningu (AUCinf) sem var 1,5 föld, 2,6 föld og 4,8 föld, talið í sömu röð, samanborið við hjá heilbrigðum.

Aldraðir

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi ekkert sem benti til aldurstengds muns á lyfjahvörfum.

Líkamsþyngdarstuðull/líkamsþyngd

Lægra Cmax kom í ljós hjá sjúklingum í yfirþyngd og offitusjúklingum. Við greinilegt jafnvægi TREVICTA var lágþéttni svipuð hjá þeim sem voru í eðlilegri þyngd, ofþyngd og offitusjúklingum.

Kynþáttur

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi ekkert sem benti til að munur væri á lyfjahvörfum á milli kynþátta.

Kyn

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi ekkert sem benti til að munur væri á lyfjahvörfum á milli kynja.

Reykingar

Á grundvelli in vitro rannsókna með lifrarensím úr mönnum er paliperidon ekki hvarfefni CYP1A2 og því ættu reykingar ekki að hafa áhrif á lyfjahvörf paliperidons. Áhrif reykinga á lyfjahvörf paliperidons voru ekki rannsökuð með TREVICTA. Þýðisgreining á lyfjahvörfum byggð á upplýsingum um paliperidon forðatöflur sýndi lítið eitt minni útsetningu fyrir paliperidon hjá þeim sem reykja en þeim sem ekki reykja. Ólíklegt er að þetta skipti klínísku máli.

5.3Forklínískar upplýsingar

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurteknar paliperidon palmitat inndælingar í vöðva (1-mánaða lyfjaformið) og paliperidons til inntöku hjá rottum og hundum leiddu aðallega í ljós lyfjafræðileg áhrif eins og slævingu og prólaktínmiðluð áhrif á mjólkurkirtla og kynfæri. Hjá dýrum sem fengu paliperidon palmitat komu bólguviðbrögð fram á stungustað. Stundum myndaðist ígerð.

Í æxlunarrannsóknum með risperidoni til inntöku hjá rottum, sem breytist að mestu leyti í paliperidon hjá rottum og mönnum, komu áhrif á fæðingarþyngd og afkomu afkvæma fram. Ekki varð vart við eiturverkun á fóstur eða vansköpun eftir gjöf allt að stærsta skammts (160 mg/kg/dag) af paliperidon palmitati í vöðva hjá ungafullum rottum sem samsvarar 2,2-faldri útsetningu hjá mönnum við ráðlagðan 525 mg hámarksskammt. Þegar aðrir dópamínblokkar hafa verið gefnir ungafullum dýrum hafa þeir haft neikvæð áhrif á tileinkun atferlis og hreyfiþroska afkvæma.

Paliperidon palmitat og paliperidon höfðu ekki eiturverkanir á erfðaefni. Í rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum risperidons til inntöku hjá rottum og músum kom fram fjölgun kirtilæxla í heiladingli (mýs), kirtilæxla í brisi (rottur) og kirtilæxla í mjólkurkirtlum (báðar dýrategundirnar). Hjá rottum voru krabbameinsvaldandi áhrif paliperidon palmitats til inndælingar metin. Tölfræðilega marktæk aukning varð á kirtilkrabbameini í mjólkurkirtlum í kvenrottum við 10, 30 og 60 mg/kg/mánuði. Hjá karlrottum kom fram tölfræðilega marktæk aukning kirtilæxla og krabbameins í mjólkurkirtlum við 30 og 60 mg/kg/mánuði, sem er 0,6 og 1,2-föld útsetning hjá mönnum við ráðlagðan 525 mg hámarksskammt. Þessi æxli má tengja langvarandi blokkun D2-dópamíns og prólaktínhækkun í blóði. Ekki er þekkt hvaða máli þessi áhrif á nagdýr skipta hvað varðar áhættu fyrir menn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Pólýsorbat 20

Pólýetýlenglýkól 4000

Sítrónusýru einhýdrat

Natríumtvívetnisfosfat einhýdrat

Natríumhýdroxíð (til að stilla pH)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Áfyllt sprauta (cyclic-olefin-copolymer) með stimpli, bakvörn (backstop) og loki (brómóbútýl gúmmí) með þunnveggja 22G 1½ tommu (0,72 mm x 38,1 mm) öryggisnál og þunnveggja 22G 1 tommu (0,72 mm x 25,4 mm) öryggisnál.

Pakkningastærðir:

Pakkning inniheldur 1 áfyllta sprautu og 2 nálar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ítarlegar leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun TREVICTA eru í fylgiseðlinum (sjá Upplýsingar ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum).

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

B-2340 Beerse

Belgía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/971/007

EU/1/14/971/008

EU/1/14/971/009

EU/1/14/971/010

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 5. Desember 2014.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf