Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Xadago (safinamide methanesulfonate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N04B

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsXadago
ATC-kóðiN04B
Efnisafinamide methanesulfonate
FramleiðandiZambon SpA

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Xadago 50 mg filmuhúðaðar töflur

Xadago 100 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Xadago 50 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur safinamíðmetansúlfónat sem jafngildir 50 mg af safinamíði.

Xadago 100 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur safinamíðmetansúlfónat sem jafngildir 100 mg af safinamíði.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla)

Xadago 50 mg filmuhúðaðar töflur

Appelsínugul til koparlituð, kringlótt, tvíkúpt filmuhúðuð tafla, 7 mm í þvermál með málmgljáa og styrkleikann „50“ upphleyptan á annarri hlið töflunnar.

Xadago 100 mg filmuhúðaðar töflur

Appelsínugul til koparlituð, kringlótt, tvíkúpt filmuhúðuð tafla, 9 mm í þvermál með málmgljáa og styrkleikann „100“ upphleyptan á annarri hlið töflunnar.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Xadago er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með sjálfvakta Parkinsons-veiki (PD) á mið- og síðari-stigum sjúkdóms sem fá stöðugan skammt af levódópa (L-dópa) einan sér eða í tengslum við önnur PD-lyf, og sýna breytilega svörun við lyfjagjöf.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Hefja skal meðferð með Xadago með 50 mg á sólarhring. Dagskammtinn má auka upp í 100 mg/sólarhring í samræmi við klínískar þarfir einstaklingsins.

Ef gleymist að taka inn skammt, skal taka inn næsta skammt á sama tíma daginn eftir.

Aldraðir

Engra breytinga er þörf á skammtastærðum hjá öldruðum sjúklingum.

Reynsla af notkun safinamíðs hjá sjúklingum eldri en 75 ára er takmörkuð.

Skert lifrarstarfsemi

Xadago skal ekki nota hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi. Lægri skammtastærðin 50 mg/sólarhring er ráðlögð hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi. Ef ástand sjúklings þróast úr miðlungs yfir í alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi skal hætta notkun Xadago (sjá kafla 4.4).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á neinni aðlögun skammtastærðar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun safinamíðs hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Xadago skal taka inn með vatni.

Xadago má taka inn með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Samhliðameðferð með öðrum mónóamínoxídasa (MAO)-hemlum (sjá kafla 4.4 og 4.5). Samhliðameðferð með petidíni (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Notkun hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2).

Notkun sjúklinga með litarleysi (albinismus), hrörnun sjónu, æðahjúpsbólgu, erfðan sjónukvilla eða alvarlegan og versnandi sykursýkissjónukvilla (sjá kafla 4.4 og 5.3).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almenn varnaðarorð

Almennt má nota Xadago með sérhæfðum serótónínendurupptökuhemlum (SSRI-hemlum) í lægsta virka skammti þegar varúðar er gætt vegna serótónvirkra einkenna. Einkum skal forðast samhliðanotkun Xadago með flúoxetíni eða flúvoxamíni, en ef samhliðameðferð er nauðsynleg skal nota þessi lyf í litlum skömmtum (sjá kafla 4.5). Íhuga skal útskolunartímabil áður en meðferð með Xadago hefst, sem samsvarar fimmföldum helmingunartíma þeirra SSRI-hemla sem áður voru notaðir.

Líða verða a.m.k. 7 dagar frá því að hætt var að taka Xadago og þar til meðferð með MAO-hemlum er hafin (sjá kafla 4.3 og 4.5).

Skert lifrarstarfsemi

Gæta skal varúðar þegar meðferð með Xadago er hafin hjá sjúklingum með miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Ef ástand sjúklings þróast úr miðlungs yfir í alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi skal hætta notkun Xadago (sjá kafla 4.2, 4.3 og 5.2).

Hugsanleg sjónhimnuhrörnun hjá sjúklingum með núverandi/fyrri sögu um sjónhimnusjúkdóm

Ekki skal gefa Xadago sjúklingum með sögu um augnkvilla sem gætu aukið hættuna á hugsanlegum áhrifum á sjónhimnu (t.d. sjúklingum með litarleysi, fjölskyldusögu um arfgenga sjónhimnusjúkdóma, sjónufreknur, virka sjónukvilla eða æðahjúpsbólgu, sjá kafla 4.3 og 5.3.

Hvataröskun (impulse control disorder, ICD)

Hvataröskun getur komið fram hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dópamínörvandi lyfjum og/eða í dópamínvirkri meðferð. Greint hefur verið frá hvataröskun eftir gjöf annarra MAO-hemla. Safinamíð-meðferð hefur ekki verið tengd við aukningu á hvataröskun.

Sjúklingar og umönnunarfólk ættu að vera meðvitað um hegðunarleg einkenni hvataröskunar sem fram koma hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með MAO-hemlum, þar á meðal tilfelli áráttu, þráhyggjuhugsunar, sjúklegrar spilafíknar, aukinnar kynhvatar, kynferðislegrar ofvirkni, hvatvísrar hegðunar og áráttukenndrar eyðslu og innkaupa.

Dópamínvirkar aukaverkanir

Safinamíð gefið samhliða levódópa getur eflt aukaverkanir levódópa og sú hreyfibilun sem fyrir er getur orðið verri, sem krefst minnkunar á skammti levódópa. Þessi áhrif var ekki að sjá þegar safinamíð var notað samhliða dópamínörvandi lyfjum hjá sjúklingum með Parkinsons-veiki á upphafsstigi.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

In vivo og in vitro lyfjamilliverkanir

MAO-hemlar og petidín

Xadago má ekki gefa með öðrum MAO-hemlum (þ.m.t. móklóbemíði) þar sem hætta getur verið á ósértækri MAO-hömlun sem getur leitt til háþrýstingskreppu (sjá kafla 4.3).

Tilkynnt hefur verið um alvarlegar aukaverkanir við samhliðanotkun petidíns og MAO-hemla. Þar sem áhrifin geta tengst öllum lyfjaflokknum (class effect) er samhliðagjöf Xadago og petidíns frábending (sjá kafla 4.3).

Tilkynnt hefur verið um milliverkanir við samhliðanotkun MAO-hemla og adrenvirkra lyfja. Í ljósi MAO-hamlandi virkni safinamíðs skal gæta varúðar við samhliðagjöf Xadago og adrenvirkra lyfja eins og þeirra sem eru í lyfjum til notkunar í nef eða munn og draga úr þrota eða bólgum, eða kveflyfjum sem innihalda efedrín eða pseudóefedrín (sjá kafla 4.4).

Dextrómetorfan

Tilkynnt hefur verið um lyfjamilliverkanir við samhliðanotkun dextrómetorfans og ósérhæfðra MAO-hemla. Í ljósi MAO-hamlandi virkni safinamíðs er ekki mælt með samhliðagjöf Xadago og dextrómethorfans, en ef samhliðameðferð er nauðsynleg skal nota það með varúð (sjá kafla 4.4).

Þunglyndislyf

Forðast skal samhliðanotkun Xadago og flúoxetíns eða flúvoxamíns (sjá kafla 4.4), þessi varúðarráðstöfun stafar af alvarlegum aukaverkunum sem hafa komið fram í sjaldgæfum tilvikum (t.d. serótónínheilkenni) þegar SSRI-hemlar og dextrómetorfan hefur verið notað með MAO-hemlum. Ef nauðsyn krefur skal gefa minnsta virka skammt við samhliðanotkun þessara lyfja. Íhuga skal útskolunartímabil áður en meðferð með Xadago er hafin, sem samsvarar fimmföldum helmingunartíma þeirra SSRI-hemla sem áður voru notaðir.

Tilkynnt hefur verið um alvarlegar aukaverkanir við samhliðanotkun sértækra serótónínendurupptökuhemla (SSRI), serótónín noradrenalín endurupptökuhemla (SNRI), þríhringlaga/fjórhringlaga geðdeyfðarlyfja og MAO-hemla (sjá kafla 4.4). Í ljósi hinnar sértæku og afturkræfu MAO-B tálmandi virkni safinamíðs má gefa geðdeyfðarlyf en nota skal lægsta nauðsynlega skammt.

Milliverkun týramíns/safinamíðs

Niðurstöður ögrunarrannsókna á týramíngjöf með einni inndælingu í bláæð og tveggja skammtíma inngjafar um munn, sem og niðurstöður úr heimamælingum á blóðþrýstingi eftir máltíðir hjá sjúklingum með Parkinsons-veiki við langtíma lyfjagjöf í tveimur rannsóknum, sýndu ekki neina klínískt mikilvæga hækkun blóðþrýstings. Þrjár lyfjarannsóknir gerðar hjá sjúklingum með Parkinsons-veiki án nokkurra takmarkana á týramíni leiddu ekki neinnar virknisaukningar týramíns. Nota má Xadago á öruggan hátt án takmarkana á týramíni í mataræði.

In vivo og in vitro lyfjahvarfamilliverkanir

Ekki komu fram nein áhrif á úthreinsun safinamíðs hjá sjúklingum með Parkinsons-veiki sem fengu safinamíð sem viðbótarmeðferð við langtímameðferð með L-dópa og/eða DA-örvum og meðferð með safinamíði breytti ekki lyfjahvörfum L-dópa við samhliðagjöf.

In vivo rannsókn á lyfjamilliverkunum sem gerð var með ketókónasóli, sýndi ekki neina klínískt mikilvæga milliverkun á magni safinamíðs. Rannsóknir á mönnum sem meta milliverkun safínamíðs við CYP1A2 og CYP3A4 hvarfefni (koffín og mídasólamín) sýndu ekki fram á nein klínískt marktæk áhrif á lyfjahvörf safinamíðs. Þetta er í samræmi við niðurstöður in vitro-prófana þar sem ekki varð vart við mikilvæga CYP-virkjun eða -hömlun vegna safinamíðs og sýndu þær að CYP-ensím gegna litlu hlutverki í umbroti safinamíðs (sjá kafla 5.2).

Safinamíð getur in vitro tímabundið hamlað BCRP (breast cancer resistance protein). Hins vegar komu engar marktækar milliverkanir fram í rannsókn á lyfjamilliverkunum við díklófenak hjá mönnum. Því er ekki nauðsynlegt að gera neinar varúðarráðstafanir þegar safinamíð er tekið með lyfjum sem eru hvarfefni BCRP (t.d. pítavastatín, pravastatín, síprófloxasin, metótrexat, tópótekan, díklófenak eða glýbúríð).

Safinamíð er nær eingöngu skilið út með umbroti, einkum fyrir tilstilli afkastamikilla amíðasa sem hefur ekki enn verið lýst. Safinamíð skilst út aðallega í þvagi. Í lifrarfrymisögnum manna (human liver microsomes, HLM) virðist N-alkýlsviptingin vera hvötuð af CYP3A4, þar sem ketókónasól hamlaði úthreinsun safinamíðs í HLM um 90%. Engin lyf eru á markaðinum sem eru þekkt fyrir að valda klínískt marktækum milliverkunum lyfja með hömlun eða virkjun amíðasaensíma.

Safinamíð hindrar OCT1 in vitro í þéttni sem samsvarar þéttni í portæð við klíníska notkun. Því er nauðsynlegt að gæta varúðar þegar safinamíð er tekið samhliða lyfjum sem eru OCT1 hvarfefni og með svipað Tmax og safinamíð (2 klukkustundir) (t.d. metformín, acíklóvír, gancíklóvír) þar sem útsetning fyrir þessum hvarfefnum kann að aukast í kjölfarið.

Umbrotsefnið NW-1153 er hvarfefni fyrir OAT3 við klíníska viðeigandi þéttni.

Lyf sem eru hemill á OAT3 og sem gefin eru samhliða safinamíði geta dregið úr úthreinsun NW-1153 og geta því aukið almenna útsetningu þess. Almenn útsetning NW-1153 er lítil (1/10 af móðurefni safinamíðs). Þessi hugsanlega aukning hefur mjög líklega ekkert klínískt vægi þar sem NW-1153, fyrsta efnið í umbrotaferlinu, er umbreytt frekar í annars- og þriðja stigs umbrotsefni.

Börn

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Ekki má nota Xadago hjá konum á barneignaraldri nema notuð sé örugg getnaðarvörn.

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun safinamíðs á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á aukaverkanir þegar safinamíð er notað á meðgöngu eða við brjóstagjöf (sjá kafla 5.3). Ráðleggja skal konum á barneignaraldri að forðast þungun meðan á meðferð með safinamíð stendur. Ekki má nota Xadago á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Gert er ráð fyrir að safinamíð skiljist út í brjóstamjólk þar sem aukaverkanir hafa komið í ljós hjá rottuungum sem hafa fengið það í mjólk (sjá kafla 5.3). Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Konur sem hafa barn á brjósti eiga ekki að nota Xadago.

Frjósemi

Dýrarannsóknir benda til þess að meðferð með safinamíði tengist skaðlegum áhrifum á æxlunargetu kvenrotta og gæði sæðis. Hefur ekki áhrif á frjósemi karlrotta (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Xadago hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. En sjúklingar skulu gæta varúðar við notkun hættulegra véla, þar á meðal ökutækja, þar til þeir eru nokkuð vissir um að Xadago hafi ekki neikvæð áhrif á þá.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit öryggissniðsins

Heildaröryggissnið Xadago er byggt á klínískri þróunaráætlun sem gerð var á yfir 3.000 sjúklingum, þar af 500 sem meðhöndlaðir voru lengur en 2 ár.

Vitað er að alvarlegar aukaverkanir geta átt sér stað með samhliðanotkun SSRI, SNRI, þríhringlaga/fjórhringlaga geðdeyfðarlyfja og MAO-hemla, svo sem háþrýstingskreppa (hár blóðþrýstingur, lost), illkynja sefunarheilkenni (rugl, sviti, vöðvastífleiki, ofurhiti, aukning á CPK), serótónínheilkenni (rugl, háþrýstingur, vöðvastífni, ofskynjanir), lágþrýstingur. Með MAO-hemlum hefur verið tilkynnt um lyfjamilliverkanir með samhliðanotkun adrenvirkra lyfja.

Hvataröskun; sjúkleg spilafíkn, aukin kynhvöt, kynferðisleg ofvirkni, áráttukennd eyðsla og innkaup, ofát og áráttukennt át geta komið upp hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dópamínörva og/eða fá aðrar dópamínvirkar meðferðir.

Listi í töflu yfir aukaverkanir

Taflan hér á eftir sýnir allar tilkynntar aukaverkanir í klínískum samanburðarrannsóknum þar sem álitið var að tengsl væru á milli aukaverkananna.

Aukaverkanir eru flokkaðar samkvæmt eftirfarandi tíðniflokkun: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma

örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

 

algengar

 

 

 

Sýkingar af

 

 

Þvagfærasýking

Berkjulungnabólga,

völdum sýkla og

 

 

 

blóðkýli,

sníkjudýra

 

 

 

nefkoksbólga,

 

 

 

 

graftarhúðkvilli,

 

 

 

 

nefslímubólga,

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

 

Sjaldgæfar

 

Mjög sjaldgæfar

 

algengar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

tannsýking,

 

 

 

 

 

 

veirusmitun

Æxli, góðkynja

 

 

 

Grunnfrumukrabbamein

 

Húðsepi,

og illkynja (einnig

 

 

 

 

 

sortuæxli,

blöðrur og separ)

 

 

 

 

 

ellivörtur,

 

 

 

 

 

 

totuvarta á húð

Blóð og eitlar

 

 

 

Blóðleysi,

 

Eósínfíklager,

 

 

 

 

hvítfrumnafæð,

 

eitilfrumnafæð

 

 

 

 

rauð blóðkorn óeðlileg

 

 

Efnaskipti og

 

 

 

Minni matarlyst,

 

Kröm,

næring

 

 

 

þríglýseríðhækkun,

 

blóðkalíumhækkun

 

 

 

 

aukin matarlyst,

 

 

 

 

 

 

kólesterólhækkun,

 

 

 

 

 

 

blóðsykurshækkun,

 

 

Geðræn vandamál

 

Svefnleysi

 

Ofskynjanir,

 

Árátta,

 

 

 

 

þunglyndi,

 

óráð,

 

 

 

 

óeðlilegir draumar,

 

vistarfirring,

 

 

 

 

kvíði,

 

skynvilla,

 

 

 

 

óráð,

 

hvatvís hegðun,

 

 

 

 

geðsveiflur,

 

kyndeifð,

 

 

 

 

aukin kynhvöt,

 

þráhyggjuhugsanir,

 

 

 

 

geðtruflun,

 

vænisýki,

 

 

 

 

eirðarleysi,

 

ofbrátt sáðlát,

 

 

 

 

svefnröskun

 

svefnflog,

 

 

 

 

 

 

félagsfælni,

 

 

 

 

 

 

sjálfsmorðshugsanir

Taugakerfi

 

Hreyfitruflun

 

Náladofi,

 

Samhæfing óeðlileg,

 

 

svefnhöfgi,

 

jafnvægisröskun,

 

truflun á athygli,

 

 

sundl,

 

tilfinningarvannæmi,

 

bragðskynstruflun,

 

 

höfuðverkur,

 

trufluð vöðvaspenna,

 

vanviðbrögð,

 

 

Parkinsons-veiki

 

höfuðóþægindi

 

rótarverkur,

 

 

 

 

tormæli,

 

fótaóeirð,

 

 

 

 

yfirlið,

 

slæving

 

 

 

 

vitsmunaröskun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Augu

 

Drer

 

Óskýr sjón,

 

Sjóndepra,

 

 

 

 

sjónsviðseyða,

 

litskynvilla,

 

 

 

 

tvísýni,

 

sykursýkissjónukvilli,

 

 

 

 

ljósfælni,

 

sjónroði,

 

 

 

 

sjónuröskun,

 

augnblæðing,

 

 

 

 

tárubólga,

 

augnverkur,

 

 

 

 

gláka

 

bjúgur í augnlokum,

 

 

 

 

 

 

fjarsýni,

 

 

 

 

 

 

glærubólga,

 

 

 

 

 

 

aukin táramyndun,

 

 

 

 

 

 

náttblinda,

 

 

 

 

 

 

doppubjúgur,

 

 

 

 

 

 

ellifjarsýni,

 

 

 

 

 

 

rangeygð

Eyru og

 

 

 

Svimi

 

 

völundarhús

 

 

 

 

 

 

Hjarta

 

 

 

Hjartsláttarónot,

 

Hjartadrep

 

 

 

 

hraðsláttur,

 

 

 

 

 

 

sínushægsláttur,

 

 

 

 

 

 

hjartsláttartruflun

 

 

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

 

algengar

 

 

 

Æðar

 

Réttstöðublóðþr

Háþrýstingur,

Slagæðakrampi,

 

 

ýstingsfall

lágþrýstingur,

æðakölkun,

 

 

 

æðahnútur

háþrýstingskreppa

Öndunarfæri,

 

 

Hósti,

Berkjukrampi,

brjósthol og

 

 

andþrengsli,

raddtruflun,

miðmæti

 

 

nefrennsli

verkir í munni og koki

 

 

 

 

krampi í munni og

 

 

 

 

koki

Meltingarfæri

 

Ógleði

Hægðartregða,

Ætisár,

 

 

 

meltingartruflanir,

uppsala,

 

 

 

uppköst,

blæðing í efri hluta

 

 

 

þurr munnur,

meltingarvegar

 

 

 

niðurgangur,

 

 

 

 

kviðverkur,

 

 

 

 

magabólga,

 

 

 

 

vindgangur,

 

 

 

 

þaninn kviður,

 

 

 

 

aukin munnvatnsmyndun,

 

 

 

 

vélindabakflæðissjúkdómur,

 

 

 

 

munnangursbólga

 

Lifur og gall

 

 

 

Gallrauðadreyri

Húð og undirhúð

 

 

Ofsvitnun,

Skalli,

 

 

 

almennur kláði,

blöðrur,

 

 

 

ljósofnæmisexem,

snertiofnæmi,

 

 

 

hörundsroði

húðsjúkdómur,

 

 

 

 

blóðhlaup,

 

 

 

 

hornlagsskæningur,

 

 

 

 

nætursviti,

 

 

 

 

húðverkur,

 

 

 

 

litunarröskun,

 

 

 

 

sóri,

 

 

 

 

flösuexem

 

 

 

 

 

Stoðkerfi og

 

 

Bakverkur,

Hryggikt,

stoðvefur

 

 

liðverkur,

verkur í huppi,

 

 

 

vöðvakrampi,

liðabólga,

 

 

 

vöðvastífleiki,

verkir í stoðkerfi,

 

 

 

verkir í útlimum,

vöðvaþrautir,

 

 

 

vöðvaslappleiki,

hálsverkir,

 

 

 

tilfinning fyrir þyngslum

liðahrörnun,

 

 

 

 

hálahimnubelgur

Nýru og þvagfæri

 

 

Næturmiga,

Aðkallandi þvaglát,

 

 

 

þvaglátstregða

ofsamiga, graftarmiga,

 

 

 

 

þvagteppa

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri og

 

 

Risvandamál

Góðkynja

brjóst

 

 

 

hvekksstækkun,

 

 

 

 

brjóstsýking,

 

 

 

 

brjóstverkur

Almennar

 

 

Þreyta,

Minnkun á verkun

aukaverkanir og

 

 

þróttleysi,

lyfs,

aukaverkanir á

 

 

gangtruflun,

lyfjaóþol,

íkomustað

 

 

útlægur bjúgur,

kuldatilfinning,

 

 

 

verkur,

lympa,

 

 

 

hitatilfinning

sótthiti,

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

 

algengar

 

 

 

 

 

 

 

vefþurrkur,

Rannsóknaniðurst

 

 

Þyngdartap,

Lækkað kalsíum í

öður

 

 

þyngdaraukning,

blóði,

 

 

 

blóðkreatínkínasi

lækkað kalíum í blóði,

 

 

 

aukning á þríglýseríði í

lækkað kólesteról í

 

 

 

blóði,

blóði,

 

 

 

hækkaður blóðsykur,

hækkun á líkamshita

 

 

 

aukning á þvagefni í blóði,

hjartaóhljóð,

 

 

 

aukning á alkalískum

óeðlilegt áreynslupróf

 

 

 

fosfasata

á hjartaf,

 

 

 

aukning á bíkarbónati í

minnkun á

 

 

 

blóði,

blóðkornaskilum,

 

 

 

aukning á kreatíníni í blóði,

minnkun á blóðrauða,

 

 

 

lengt QT-bil í hjartalínuriti,

minni

 

 

 

óeðlileglifrarpróf,

INR-storknunartími

 

 

 

þvaggreining óeðlileg,

lækkaður,

 

 

 

hækkaður blóðþrýstingur,

fækkun eitilfrumna,

 

 

 

lækkaður blóðþrýstingur,

fækkun blóðflagna,

 

 

 

óeðlileg augngreining

aukning á mjög lágu

 

 

 

 

þéttnifituprótíni (LDL)

Áverkar og

 

Byltur

Fótabreinbrot

Mar,

eitranir

 

 

 

fitublóðrek,

 

 

 

 

höfuðáverkar,

 

 

 

 

munnáverkar,

 

 

 

 

áverkar á beinagrind

 

 

 

 

 

Félagslegar

 

 

 

Spilafíkn

aðstæður

 

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum (ADR)

Hreyfitruflun var algengasta aukaverkunin hjá sjúklingum sem tóku safinamíð þegar það var notað með L-dópa eitt og sér eða í sambandi við aðrar meðferðir við Parkinsons-veiki. Hreyfitruflun kom snemma fram í meðferðinni og var metin „alvarleg“, og gerði það að verkum að mjög fáir sjúklingar hættu í meðferðinni (um það bil 1,5%), og ekki reyndist þörf á minnkun á skammti hjá nokkrum sjúklingi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Tilkynnt var um rugl, syfju, gleymsku og útvíkkuð sjáöldur hjá einum sjúklingi sem grunur leikur á að hafi tekið meira en daglega ávísaða skammtinn 100 mg í einn mánuð. Þessi einkenni gengu til baka þegar hætt var inntöku lyfisins, án afleiðinga.

Áætluð atvik eða einkenni eftir viljandi eða óviljandi ofskömmtun Xadago tengjast lyfhrifum þess: MAO-B hömlun með virkniháðri hömlun Na+ ganga. Einkenni mikillar MAO-B hömlunar (aukningar á dópamínmagni) geta verið háþrýstingur, stöðubundinn lágþrýstingur, ofskynjanir, æsingur, ógleði, uppköst og hreyfitruflanir.

Ekkert þekkt mótefni er til við safinamíð eða sérstök meðferð við ofskömmtun safinamíðs. Ef veruleg ofskömmtun Xadago á sér stað, skal stöðva meðferðina og veita stuðningsmeðferð samkvæmt

klínískum ábendingum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við Parkinsonssjúkdómi, mónóamín oxidasa-B-hemlar, ATC-flokkur: N04BD03.

Verkunarháttur

Safinamíð verkar fyrir tilstilli dópamínvirks og ekki-dópamínvirks verkunarmáta. Safinamíð er mjög sértækur og afturkræfur MAO-B hemill sem veldur aukningu utanfrumumagns af dópamíni í rákakjarna. Safinamíð tengist ástandsháðri hömlun spennustýrðra natríum (Na+) ganga og temprun á örvaðri losun glútamats. Ekki hefur verið sýnt fram á að hve miklu leyti ekki-dópamínvirk áhrif stuðli að heildaráhrifum.

Lyfhrif

Líkan fyrir lyfjahvörf þýðis sem þróað var út frá rannsóknum á sjúklingum með Parkinsons-veiki benda til þess að lyfjahvörf og lyfhrif safinamíðs séu ekki háð aldri, kyni, þyngd, nýrnastarfsemi og útsetningu fyrir levódópa, sem gefur til kynna að ekki sé nauðsynlegt að breyta skömmtum samkvæmt þessum breytum.

Sameiginleg greining á aukaverkunum úr klínískum samanburðarrannsóknum á sjúklingum með Parkinsons-veiki bendir til þess að samhliðagjöf safinamíðs með breiðum flokki algengra lyfja í þessum sjúklingahópi (blóðþrýstingslækkandi lyfjum, beta-blokkum, kólesteróllækkandi lyfjum, bólgueyðandi lyfjum sem ekki eru sterar, prótónupumpuhemlum, þunglyndislyfjum o.s.frv.) tengist ekki aukinni hættu á aukaverkunum. Rannsóknir voru ekki lagskiptar fyrir samlyfjameðferð og engar slembiraðaðar rannsóknir á milliverkunum voru framkvæmdar fyrir þessi lyf.

Verkun

Rannsóknir á sjúklingum með Parkinsons-veiki á mið- og síðara-stigi

Verkun Xadago sem viðbótarmeðferð fyrir sjúklinga með Parkinsons-veiki á mið- og síðari stigum og með sveiflur í hreyfifærni sem taka L-dópa eitt og sér eða í samsettri meðferð með öðrum Parkinsons- lyfjum var metið í tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu. Rannsókn SETTLE (rannsókn 27919; 50-100 mg/dag; 24 vikur) og rannsókn 016/018 (50 og 100 mg/dag; 2 ára tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu).

Helsti mælikvarðinn á verkun var breyting frá upphafsgildi til endapunktar á „ON-tímabil (einkennalaus) án óþægilegrar hreyfitruflunar“.

Aukamælikvarði á verkun innihélt „OFF-tímabil“ (með einkennum), UPDRS II og III (Unified Parkinson’s Disease Rating Scale – kafla II og III), og CGI-C (Clinical Global Impression of Change)

Bæði SETTLE og 016/018 rannsóknirnar sýndu mikilvæga yfirburði safinamíðs í samanburði við lyfleysu við markskammt 50 og 100 mg/dag fyrir aðal- og aukaverkunarbreytur, eins og tekið er saman í töflunni hér fyrir neðan. Áhrif „ON“-tímabilsins var viðhaldið við lok 24 mánaða tvíblinds meðferðartímabils fyrir báða safinamíð-skammta borið saman við lyfleysu.

Rannsókn

 

 

 

016/018

 

27919 (SETTLE)

 

(24 vikur)

 

 

(2 ár)

 

(24 vikur)

Skammtur

Lyfleysa

Safinamíð

Lyfleysa

Safinamíð

Lyfleysa

Safinamíð

(mg/dag) (a)

50-100 (d)

Slembiraðað

Aldur (ár) (b)

59,4 (9,5)

60,1

60,1

59,4

60,1

60,1

62,1 (9,0)

61,7 (9,0)

 

 

(9,7)

(9,2)

(9,5)

(9,7)

(9,2)

 

 

Tímalengd

 

7,9

 

 

 

 

 

 

Parkinsons-

8,4 (3,8)

8,2 (3,8)

8,4 (3,8)

7,9 (3,9)

8,2 (3,8)

9,0 (4,9)

8,9 (4,4)

veiki (í

(3,9)

 

 

 

 

 

 

 

árum) (b)

 

 

 

 

 

 

 

 

„ON“-tímabil

með hreyfitruflunum

sem ekki

eru óþægileg (klst.)

(c)

 

 

Upphafsgildi

9,3 (2,2)

9,4

9,6 (2,5)

9,3 (2,2)

9,4 (2,2)

9,6 (2,5)

9,1 (2,5)

9,3 (2,4)

(b)

(2,2)

 

 

 

 

 

 

 

Breyting LSM

0,5 (0,2)

1,0

1,2 (0,2)

0,8 (0,2)

1,4 (0,2)

1,5 (0,2)

0,6 (0,1)

1,4 (0,1)

(SE)

(0,2)

 

 

 

 

 

 

 

LS mism. á

 

0,5

0,7

 

0,6

0,7

 

0,9

móti lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[0,1,

[0,3, 1,0]

 

[0,1, 1,0]

[0,2,

 

[0,6, 1,2]

95% CI

 

0,9]

 

1,1]

 

 

 

 

 

 

 

p-gildi

 

0,0054

0,0002

 

0,0110

0,0028

 

<0,0001

„OFF“-tímabil

(klst.) (c)

 

 

 

 

 

 

 

Upphafsgildi

5,3 (2,1)

5,2

5,2 (2,2)

5,3 (2,1)

5,2 (2,2)

5,2 (2,1)

5,4 (2,0)

5,3 (2,0)

(b)

(2,0)

 

 

 

 

 

 

 

Breyting LSM

-0,8

-1,4

-1,5

-1,0

-1,5

-1,6

-0,5

-1,5

(SE)

(0,20)

(0,20)

(0,20)

(0,20)

(0,19)

(0,19)

(0,10)

(0,10)

LS mism. á

 

-0,6

-0,7

 

-0,5

-0,6

 

-1,0

móti lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[-0,9,

[-1,0,

 

[-0,8,

[-0,9,

 

[-1,3,

95% CI

 

-0,3]

-0,4]

 

-0,2]

-0,3]

 

-0,7]

p-gildi

 

0,0002

<0,0001

 

0,0028

0,0003

 

<0,0001

UPDRS III (c)

 

 

 

 

 

 

 

 

Upphafsgildi

28,6

27,3

28,4

28,6

27,3

28,4

23,0

22,3

(b)

(12,0)

(12,8)

(13,5)

(12,0)

(12,8)

(13,5)

(12,8)

(11,8)

Breyting LSM

-4,5

-6,1

-6,8

-4,4

-5,6

-6,5

-2,6

-3,5

(SE)

(0,83)

(0,82)

(0,82)

(0,85)

(0,84)

(0,84)

(0,34)

(0,34)

LS mism. á

 

-1,6

-2,3

 

-1,2

-2,1

 

-0,9

móti lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[-3,0,

[-3,7,

 

[-2,6,

[-3,5,

 

[-1,8,

95% CI

 

-0,2]

-0,9]

 

0,2]

-0,6]

 

0,0]

p-gildi

 

0,0207

0,0010

 

0,0939

0,0047

 

0,0514

UPDRS II (c)

 

 

 

 

 

 

 

 

Upphafsgildi

12,2 (5,9)

11,8

12,1

12,2

11,8

12,1

10,4 (6,3)

10,0 (5,6)

(b)

(5,7)

(5,9)

(5,9)

(5,7)

(5,9)

 

 

 

Breyting LSM

-1,2 (0,4)

-1,9

-2,3

-1,4

-2,0 (0,3)

-2,5

-0,8 (0,2)

-1,2 (0,2)

(SE)

 

(0,4)

(0,4)

(0,3)

 

(0,3)

 

 

LS mism. á

 

-0,7

-1,1

 

-0,6

-1,1

 

-0,4

móti lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

[-1,3,

[-1,7,

 

[-1,3,

[-1,8,

 

[-0,9,

95% CI

 

-0,0]

-0,5]

 

0,0]

-0,4]

 

0,0]

p-gildi

 

0,0367

0,0007

 

0,0676

0,0010

 

0,0564

Greining svaranda (post-hoc) (c)

 

 

 

 

 

 

„ON“-tímabil,

aukning ≥60

(43,9)

(54,8)

(56,0)

(47,2)

(57,6)

(54,2)

(42,5)

(56,3)

mínútur

 

 

 

 

 

 

 

 

p-gildi

 

0,0233

0,0122

 

0,0308

0,1481

 

0,0013

Rannsókn

 

 

 

016/018

 

27919 (SETTLE)

 

 

(24 vikur)

 

 

(2 ár)

 

(24 vikur)

Skammtur

Lyfleysa

 

Safinamíð

Lyfleysa

Safinamíð

Lyfleysa

Safinamíð

(mg/dag) (a)

 

50-100 (d)

≥60 mínútna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

aukning á

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„ON“-tímabili

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og minnkun á

32 (15,1)

 

56 (25,9)

43 (19,8)

24 (8,8)

49 (18,1)

„OFF“-tímabil

 

(24,0)

(13,2)

(19,4)

i og ≥ 30%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

framför á

 

 

 

 

 

 

 

 

 

UPDRS III

 

 

 

 

 

 

 

 

 

p-gildi

 

 

0,0216

0,0061

 

0,0671

0,0827

 

0,0017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

CGI-C:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sjúklingum

 

 

 

 

 

 

sem fór fram /

42 (19,8)

 

78 (36,1)

62 (28,6)

26 (9,5)

66 (24,4)

 

(33,2)

(21,7)

(29,6)

fór mjög mikið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

fram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

p-gildi (e)

 

 

0,0017

0,0002

 

0,0962

0,0575

 

<0,0001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(a) Daglegur markskammtur, (b) meðal (SD), (c) greiningarþýði (mITT); MMRM-líkan fyrir breytingu frá upphafsgildi til endapunktar inniheldur meðferð, svæði og vitjun sem föst áhrif, og gildi upphafsgildis sem skýribreyta; (d) markskammtur 100 mg/dag; (e) greiningarþýði (mITT); gögn framsett sem fjöldi (hundraðshluti) sjúklinga í hverjum hópi sem ná skilgreiningunni á svörun; (f) kí-kvaðrat gildi á gagnlíkindahlutfalli meðferðarhópsins miðað við lyfleysu með því að nota líkan aðfallsgreiningu hlutfalla með föst áhrif fyrir meðferð og land.

SE Stöðluð villa, SD Staðlað frávik, LSM Meðaltal minnstu fervika, LS mismunur minnstu fervika á móti lyfleysu

mITT-þýði: Rannsókn 016/018 - lyfleysa (n = 212), safinamíð 50 mg/dag (n = 217) og 100 mg/dag (n = 216), og SETTLE - lyfleysa (n = 270), safinamíð 5-100 mg/dag (n = 273).

Börn

Lyfhrif safinamíðs hafa ekki verið metin hjá börnum og unglingum.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Frásog safinamíð er hratt eftir staka og endurtekna skammta til inntöku og nær Tmax á tímabilinu 1,8 - 2,8 klst. eftir skammtagjöf á fastandi maga. Heildaraðgengi er mikið (95%), sem sýnir að safinamíð frásogast nánast að fullu eftir inntöku og fyrstu umferðar umbrot um lifur er óverulegt. Vegna hins mikla frásogs er safinamíð skilgreint sem mjög gegndræpt efni.

Dreifing

Dreifingarrúmmálið (Vss) er u.þ.b. 165 l sem er 2,5-falt líkamsrúmmál sem gefur til kynna mikla dreifingu safinamíðs utan æðakerfis. Heildarúthreinsun var ákvörðuð 4,6 l/klst. og er safinamíð því skilgreint sem efni með litla úthreinsun.

Plasmapróteinbinding safinamíðs er 88–90%.

Umbrot

Hjá mönnum verður brotthvarf safinamíðs nær eingöngu með umbroti (útskilnaður óbreytts safinamíðs í þvagi var <10%) einkum fyrir tilstilli afkastamikilla amíðasa sem hafa enn ekki verið skilgreindir. In

vitro-rannsóknir gefa til kynna að hömlun amíðasa í lifrarfrumum manna leiddu til fullkominnar hindrunar á myndun NW-1153. Amíðasi í blóði, plasma, sermi, hermimagavökva og hermiþarmavökva sem og mennsku carboxylesterase hCE-1 og hCE-2 eru ekki ábyrg fyrir umbrotum á safinamíði til NW-1153. Amíðasinn FAAH gat hvatað myndun NW-1153 í aðeins litlu hlutfalli. Því eru aðrir amíðasar líklegir til að taka þátt í umbreytingunni til NW-1153. Umbrot safinamíðs er ekki háð sýtókróm P450 (CYP) byggðum ensíum.

Greining á uppbyggingu umbrotsefna leiddi í ljós þrjá umbrotaferla safinamíðs. Helsta ferlið felur í sér vatnsrofsoxun amíðhlutans sem leiðir til helsta umbrotsefnisins, „safinamíðsýru“ (NW-1153). Annað ferli felur í sér oxunarklofnun á etertengjum sem mynda „O-debensýlað safinamíð“ (NW-1199). Að lokum myndast „N-dealkýluð sýra“ (NV-1689) með oxunarklofnun á amíntengi, annaðhvort í safinamíði (litlu) eða megin umbrotsefni safinamíðsýru (NV-1153) (stóru). „N-dealkýlaða

sýran“ (NV-1689) tengist glúkúrónsýru og myndar asýlglúkúróníð. Ekkert þessara umbrotsefna eru lyfjafræðilega virk.

Safinamíð virðist ekki örva eða hamla ensímum eða flutningspróteinum við klíniska mikilvæga þéttni í líkamanum. In vitro-rannsóknir á efnaskiptum hafa gefið til kynna að engin mikilvæg virkun eða hömlun á cýtókróm P450, CYP2A6, 2B6, 2C8, 2C9, 2C19, 2D6, 2E1 og 3A3/5 við þéttni sem skiptir máli (Cmax af lausu safinamíði 0,4 µM við 100 mg/dag) í manninum. Sértækar rannsóknir á milliverkunum lyfja sem gerðar voru með ketókónasóli, L-dópa, CYP1A2 og CYP3A4 hvarfefnum (koffíni og mídasólami) greindu engin klínískt marktæk áhrif á lyfjahvörf safinamíðs, L-dópa, koffíns eða mídasólams.

Rannsókn á massajafnvægi sýndi fram á að plasma AUC0-24 klst. fyrir óbreytta 14C-safinamíðið bar ábyrgð á u.þ.b. 30% af heildar geislavirkni AUC0-24 klst., sem bendir til umfangsmikilla umbrota.

Ferjur

Bráðabirgðarannsóknir in-vitro sýndu að safinamíð er hvorki hvarfefni fyrir ferjurnar P-gp, BCRP, OAT1B1, OAT1B3, OATP1A2 né OAT2P1. Umbrotsefnið NW-1153 er ekki hvarfefni fyrir OCT2 eða OAT1 en það er hvarfefni fyrir OAT3. Þessi milliverkun hefur burði til að draga úr úthreinsun NW-1153 og auka útsetningu þess. En kerfisbundin útsetning á NW-1153 er lítil (1/10 af móðurefni safinamíðs) og þar sem það umbrotnar í annars- og þriðja stigs umbrotsefni, er ólíklegt að það sé klínískt marktækt.

Safinamíð hamlar BCRP tímabundið í smáþörmunum (sjá kafla 4.5). Safinamíð hamlar OATP1A2 og OATP2P1 við þéttni að 50 µM. Viðeigandi plasmaþéttni safinamíðs er verulega lægri, því eru klínískt mikilvægar milliverkanir ólíklegar við samhliða inntöku hvarfefna þessara ferja. NW-1153 er ekki hemill á OCT2, MATE1 eða MATE2-K upp að þéttni að 5 µM.

Línulegt/ólínulegt samband

Lyfjahvörf safinamíðs eru línulaga eftir stakan skammt og endurtekna skammta. Þau voru ekki tímaháð.

Brotthvarf

Safinamíð gengur í gegnum nánast fullkomið efnaskiptaumbrot (<10% af gefnum skammti fannst óbreytt í þvagi). Efnatengd geislavirkni skildist að mestu út með þvagi (76%) og aðeins að litlum hluta út í hægðum (1,5%) eftir 192 klst. Endanlegur helmingunartími brotthvarfs heildar geislavirkni var um það bil 80 klst.

Helmingunartími brotthvarfs safinamíðs er 20–30 klukkustundir. Stöðugt ástand er náð innan viku.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Útsetning safinamíðs hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi jókst lítillega (30% í flatarmáli

undir blóðþéttniferli (AUC)), en hjá sjúklingum með miðlungs skerta lifrarstarfsemi jókst útsetningin um um það bil 80% (sjá kafla 4.2).

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Miðlungs eða alvarlega skert lifrarstarfsemi hafði ekki áhrif á útsetningu fyrir safinamíði samanborið við heilbrigða einstaklinga (sjá kafla 4.2).

5.3Forklínískar upplýsingar

Sjónhimnuhrörnun kom fram hjá nagdýrum eftir endurtekna gjöf safinamíðs og leiddu til almennrar útsetningar sem var lægri en áætluð almenn útsetning hjá sjúklingum sem fengu hámarks lækningalegan skammt. Engin sjónhimnuhrörnun kom fram hjá öpum þrátt fyrir meiri almenna útsetningu en hjá nagdýrum eða hjá sjúklingum sem fengu hámarks skammta fyrir menn.

Langtímarannsóknir hjá dýrum hafa sýnt fram á krampa (1,6 - 12,8-föld klínísk útsetning hjá mönnum, miðað við AUC í plasma). Lifrarstækkun og fitubreytingar komu fram í lifur nagdýra við svipaða útsetningu og hjá mönnum. Uppsöfnun fosfólípíða fannst aðallega í lungum nagdýra (við útsetningu sem var svipuð og hjá mönnum) sem og öpum (er var 12 sinnum meiri en hjá mönnum).

Safinamíð olli ekki eiturverkunum á erfðaefni í in vivo og í nokkrum in vitro kerfum með bakteríum eða spendýrafrumum.

Niðurstöðurnar sem fengust úr rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá músum og rottum sýndu engin merki um æxlismyndun sem tengdist safinamíði við almenna útsetningar við allt að 2,3 - 4,0 sinnum hver um sig, áætlaða útsetningu hjá sjúklingum sem fengu hámarks lækningalegan skammt.

Rannsóknir á frjósemi hjá kvenkyns rottum sýndu fram á minnkaðan fjölda hreiðranna og gulbúa við útsetningu umfram 3 sinnum áætlaða útsetningu hjá mönnum. Hjá karlkyns rottum kom fram örlítið óeðlileg formgerð og minni hraði sæðisfruma, við útsetningu sem var meira en 1,4 sinnum áætluð útsetning hjá mönnum. Hafði ekki nein áhrif á frjósemi karlrotta.

Írannsóknum á þroska fósturvísa og fóstra hjá rottum og kanínum voru vanskapanir framkallaðar við útsetningu safinamíðs sem var 2 og 3-falt hærri en klínísk útsetning hjá mönnum, í þeirri röð. Samhliðagjöf safinamíðs og levódópa/karbídópa sýndi fram á samlegðaráhrif í rannsóknum á þroska fósturvísis og fósturs með hærri tíðni afbrigðileika í beinagrind fósturs en fram kemur í hvorri meðferðinni fyrir sig.

Írannsókn á þroska fyrir og eftir fæðingu hjá rottuungum kom fram aukin dánartíðni, skortur á mjólk í maganum og eiturverkanir á lifur hjá nýfæddum ungum við skammta sem eru svipaðir áætlaðri klínískri útsetningu. Eiturverkanir á lifur og einkenni sem fylgja, svo sem gul/appelsínugul húð og höfuðkúpa hjá ungum sem eru útsettir fyrir safinamíði meðan á brjóstagjöf stendur verða aðallega fyrir útsetningu í móðurlífinu, þar sem útsetning í gegnum brjóstamjólk hafði einungis lítil áhrif.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni

Örkristallaður sellulósi Krospóvídón, gerð A Magnesíumsterat Vatnsfrí kísilkvoða

Töfluhúð

Hýprómellósi

Pólýetýlenglýkól 6000

Títantvíoxíð (E171)

Járnoxíð, rautt (E172)

Gljásteinn (E555)

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

36 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

PVC/PVDC/álþynnupakkningar með 14, 28, 30, 90 og 100 töflum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Zambon S.p.A.

Via Lillo del Duca 10 20091 Bresso (MI) - Ítalía sími: +39 02 665241 bréfasími: +39 02 66501492

netfang: info.zambonspa@zambongroup.com

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Xadago 50 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/14/984/001

EU/1/14/984/002

EU/1/14/984/003

EU/1/14/984/004

EU/1/14/984/005

Xadago 100 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/14/984/006

EU/1/14/984/007

EU/1/14/984/008

EU/1/14/984/009

EU/1/14/984/010

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 24. febrúar 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf