Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Xofigo (radium Ra223 dichloride) - V10XX03

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsXofigo
ATC-kóðiV10XX03
Efniradium Ra223 dichloride
FramleiðandiBayer AG

Efnisyfirlit

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Xofigo 1100 kBq/ml stungulyf, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af lausn inniheldur 1.100 kBq radíum Ra 223 díklóríð (radíum-223 díklóríð) sem jafngildir 0,58 ng af radíum-223 við viðmiðunardagsetningu. Radíum er til staðar í lausninni sem frí jón.

Hvert hettuglas inniheldur 6 ml af lausn (6,6 MBq radíum-223 díklóríð við viðmiðunardagsetningu).

Radíum-223 sendir frá sér alfaeindir og er með helmingunartímann 11,4 daga. Sértæk virkni radíums-223 er 1,9 MBq/ng.

Sex þrepa sundrun radíums-223 í blý-207 verður gegnum afleiður með stuttan líftíma og henni fylgir losun ýmissa alfa-, beta- og gammaeinda með mismunandi orku og losunarmöguleika. Sá hluti orku sem losnar frá radíum-223 og afleiðum þess sem alfaeindir er 95,3% (orkusvið sem nemur 5,0 – 7,5 MeV). Sá hluti sem losnar sem betaeindir er 3,6% (meðalorka er 0,445 MeV og 0,492 MeV) og sá hluti sem losnar sem gammageislun er 1,1% (orkusvið sem nemur 0,01 – 1,27 MeV).

Mynd 1: Radíum-223 keðja sundrunar ásamt eðlisfræðilegum helmingunartíma og sundrunarhætti:Lesa meira...

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf