Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Xofigo (radium Ra223 dichloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - V10XX03

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsXofigo
ATC-kóðiV10XX03
Efniradium Ra223 dichloride
FramleiðandiBayer AG

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Xofigo 1100 kBq/ml stungulyf, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af lausn inniheldur 1.100 kBq radíum Ra 223 díklóríð (radíum-223 díklóríð) sem jafngildir 0,58 ng af radíum-223 við viðmiðunardagsetningu. Radíum er til staðar í lausninni sem frí jón.

Hvert hettuglas inniheldur 6 ml af lausn (6,6 MBq radíum-223 díklóríð við viðmiðunardagsetningu).

Radíum-223 sendir frá sér alfaeindir og er með helmingunartímann 11,4 daga. Sértæk virkni radíums-223 er 1,9 MBq/ng.

Sex þrepa sundrun radíums-223 í blý-207 verður gegnum afleiður með stuttan líftíma og henni fylgir losun ýmissa alfa-, beta- og gammaeinda með mismunandi orku og losunarmöguleika. Sá hluti orku sem losnar frá radíum-223 og afleiðum þess sem alfaeindir er 95,3% (orkusvið sem nemur 5,0 – 7,5 MeV). Sá hluti sem losnar sem betaeindir er 3,6% (meðalorka er 0,445 MeV og 0,492 MeV) og sá hluti sem losnar sem gammageislun er 1,1% (orkusvið sem nemur 0,01 – 1,27 MeV).

Mynd 1: Radíum-223 keðja sundrunar ásamt eðlisfræðilegum helmingunartíma og sundrunarhætti:

stöðugt

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver ml af lausn inniheldur 0,194 mmól (sem jafngildir 4.5 mg) af natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær, litlaus, jafnþrýstin lausn með pH gildi á milli 6,0 og 8,0.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Xofigo er ætlað til meðferðar á fullorðnum körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli sem ekki svarar hormónahvarfsmeðferð, með meinvörp í beinum sem valda einkennum, og engin þekkt meinvörp í innyflum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Xofigo skal aðeins gefið af einstaklingum sem hafa heimild til að meðhöndla geislavirk lyf við tilteknar klínískar aðstæður (sjá kafla 6.6) og eftir að sérhæfður læknir hefur metið ástand sjúklings.

Skammtar

Skammtaáætlun fyrir Xofigo er 55 kBq virkni á kg líkamsþyngdar, gefið með 4 vikna millibili í 6 inndælingum.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi og verkun við meira en 6 inndælingar af Xofigo.

Sjá nánari leiðbeiningar í kafla 12 um hvernig reikna skuli það magn sem gefa skal.

Aldraðir

Enginn heildarmunur kom fram hvað varðar öryggi eða verkun hjá öldruðum (≥ 65 ára) og yngri sjúklingum (< 65 ára) í fasa III rannsókninni.

Ekki er þörf á aðlögun skammta hjá öldruðum sjúklingum.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi og verkun Xofigo hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Þar sem radíum-223 umbrotnar hvorki í lifur né skilst út með galli er ekki búist við að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf radíum-223 díklóríðs.

Ekki er talin þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Í klínísku fasa III rannsókninni varð ekki vart við marktækan mun á öryggi eða verkun hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi annars vegar (kreatínínúthreinsun [CLCR]: 50 til 80 ml/mín.) og eðlilega nýrnastarfsemi hins vegar. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með í meðallagi skerta (CLCR: 30 til 50 ml/mín.) nýrnastarfsemi. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með alvarlega skerta (CLCR < 30 ml/mín.) nýrnastarfsemi eða nýrnasjúkdóm á lokastigi.

Þar sem útskilnaður með þvagi er lítill og megin brotthvarfsleiðin er með hægðum er hins vegar ekki búist við að skert nýrnastarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf radíum-223 díklóríðs.

Ekki er talin þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Börn

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi og verkun Xofigo hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notkun þessa lyfs sem meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Xofigo er til notkunar í bláæð. Það skal gefa með hægri inndælingu (venjulega allt að 1 mínútu).

Skola þarf innrennslisslöngu eða dælu með jafnþrýstinni natríum klóríð 9 mg/ml (0,9%) lausn til inndælingar fyrir og eftir inndælingu með Xofigo.

Sjá frekari leiðbeiningar um notkun lyfsins í kafla 6.6 og 12.

4.3Frábendingar

Engar þekktar frábendingar eru fyrir notkun Xofigo.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Beinmergsbæling

Tilkynnt hefur verið um beinmergsbælingu, einkum blóðflagnafæð, daufkyrningafæð, hvítkornafæð og blóðkornafæð hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir hafa verið með Xofigo (sjá kafla 4.8).

Því þarf að meta blóðhag sjúklinga í upphafi og í hvert sinn sem nýr skammtur af Xofigo er gefinn. Fyrir fyrstu lyfjagjöf skal heildarfjöldi daufkyrninga (ANC) vera ≥ 1,5 x 109/l, blóðflagnafjöldi ≥ 100 x 109/l og blóðrauði ≥ 10,0 g/dl. Fyrir síðari lyfjagjafir skal ANC vera ≥ 1,0 x 109/l og blóðflagnafjöldi ≥ 50 x 109/l. Ef þessi gildi lagast ekki innan 6 vikna eftir síðustu lyfjagjöf með Xofigo, þrátt fyrir hefðbundna meðferð, skal aðeins halda áfram frekari meðferð með Xofigo að loknu vandlegu mati á ávinningi og áhættu.

Sýna skal aðgát við meðferð sjúklinga með vísbendingar um beinmergsskort, t.d. í kjölfar fyrri frumudrepandi krabbameinslyfjameðferðar og/eða geislameðferðar (EBRT) og sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli og langt gengna dreifða íferð í beinum (EOD4; “ofurskönnun”). Aukin tíðni aukaverkana á blóð, svo sem daufkyrningafæðar og blóðflagnafæðar, sást hjá þessum sjúklingum í III. stigs rannsókninni (sjá kafla 4.8).

Öryggi og virkni frumudrepandi krabbameinslyfjameðferðar eftir meðferð með Xofigo hefur ekki verið staðfest. Takmarkaðar upplýsingar sem fyrir hendi eru, benda til þess að sjúklingar sem fá krabbameinslyfjameðferð eftir Xofigo meðferð hafi verið með svipaðan blóðhag og sjúklingar sem fengu krabbameinslyfjameðferð eftir meðferð með lyfleysu (sjá einnig kafla 5.1).

Crohns sjúkdómur og sáraristilbólga

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi og verkun Xofigo hjá sjúklingum með Crohns sjúkdóm og sáraristilbólgu. Þar sem Xofigo skilst út með hægðum, getur geislunin leitt til versnunar á bráðum bólgusjúkdómi í þörmum. Því skal einungis gefa Xofigo eftir vandlegt mat á áhættu og ávinningi hjá sjúklingum með bráðan bólgusjúkdóm í þörmum.

Þrýstingur á mænu

Hjá sjúklingum með ómeðhöndlaðan, yfirvofandi eða staðfestan þrýsting á mænu, skal ljúka hefðbundinni meðferð, samkvæmt klínískri ábendingu, áður en meðferð með Xofigo er hafin eða hafin að nýju.

Beinbrot

Hjá sjúklingum með beinbrot skal festa brotið með bæklunarskurðaðgerð áður en meðferð með Xofigo er hafin eða hafin að nýju.

Beindrep í kjálka

Ekki er hægt að útiloka aukna hættu á beindrepi í kjálka (ONJ) hjá sjúklingum sem fá meðferð með bisfosfónötum og Xofigo. Greint var frá beindrepi í kjálka í III. stigs rannsókninni hjá 0,67% sjúklinga (4/600) í Xofigo armi, borið saman við 0,33% sjúklinga (1/301) í lyfleysuarmi rannsóknarinnar. Allir sjúklingarnir með beindrep í kjálka höfðu hins vegar fengið eða fengu samhliða bisfosfónöt (t.d. zoledronic sýru) og höfðu gengist undir krabbameinslyfjameðferð (t.d. docetaxel).

Önnur krabbamein

Xofigo eykur uppsöfnun almennrar langtíma geislunarútsetningu sjúklinga. Því getur langtíma uppsöfnun geislunar tengst hugsanlega aukinni hættu á krabbameini og erfðagöllum. Sérstaklega getur verið aukin hætta á beinsarkmeini, mergrangvaxtarheilkenni og hvítblæði. Ekki hefur verð tilkynnt um nein tilvik krabbameins af völdum Xofigo í klínískum rannsóknum við eftirfylgni í allt að þrjú ár.

Eituráhrif á meltingarveg

Xofigo eykur tíðni niðurgangs, ógleði og uppkasta (sjá kafla 4.8) sem getur leitt til vökvaskorts. Fylgjast á vandlega með vökvaneyslu og vökvabúskap sjúklinga. Ráðleggja á sjúklingum að leita læknisaðstoðar ef þeir finna fyrir alvarlegum eða þrálátum niðurgangi, ógleði eða uppköstum.

Sjúklingum sem sýna ummerki eða einkenni vökvaskorts eða of lítils blóðrúmmáls á að veita tafarlausa meðferð.

Hjálparefni með þekkta verkun

Byggt á magninu sem gefið er, getur lyfið innihaldið allt að 2,35 mmól (54 mg) natríum í skammti. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar klínískar rannsóknir á milliverkunum.

Þar sem ekki er hægt að útiloka milliverkanir við kalsíum og fosföt, skal íhuga að taka hlé á þessum viðbótarefnum og/eða D-vítamíni nokkrum dögum áður en Xofigo meðferð er hafin.

Samhliða krabbameinslyfjameðferð með Xofigo kann að auka áhrif beinmergsbælingar (sjá kafla 4.4). Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun samhliða krabbameinslyfjameðferðar með Xofigo.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Getnaðarvarnir hjá körlum

Dýrarannsóknir á eiturverkunum á æxlun hafa ekki verið gerðar með Xofigo.

Vegna hugsanlegra áhrifa á sæðisframleiðslu í tengslum við geislameðferð, skal ráðleggja karlmönnum að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur og allt að 6 mánuðum eftir að meðferð lýkur með Xofigo.

Meðganga og brjóstagjöf

Xofigo er ekki ætlað konum. Xofigo skal ekki nota handa konum sem eru eða kunna að vera þungaðar eða eru með barn á brjósti.

Frjósemi

Engin gögn liggja fyrir um áhrif Xofigo á frjósemi manna.

Byggt á dýrarannsóknum er mögulega hætta á því að geislun frá Xofigo geti haft áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3). Karlkyns sjúklingar ættu að leita ráðlegginga varðandi varðveislu sæðis fyrir meðferð.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Ekki eru nein merki um það eða búist við því að Xofigo hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Upplýsingar um öryggi Xofigo eru byggðar á gögnum 600 sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með Xofigo í fasa III rannsókninni.

Þær aukaverkanir sem oftast varð vart við (≥ 10%) hjá sjúklingum sem fengu Xofigo voru niðurgangur, ógleði, uppköst og blóðflagnafæð.

Alvarlegustu aukaverkanirnar voru blóðflagnafæð og daufkyrningafæð (sjá kafla 4.4 og „Lýsing á völdum aukaverkunum“ hér á eftir).

Tafla yfir aukaverkanir

Þær aukaverkanir sem fram komu við notkun Xofigo koma fram í töflunni hér á eftir (sjá Töflu 1). Þær eru flokkaðar eftir líffæraflokkum. Notast er við mest viðeigandi MedDRA hugtak til að lýsa tiltekinni aukaverkun, samheitum hennar og tengdum kvillum.

Aukaverkanir lyfja úr klínískum rannsóknum eru flokkaðar eftir tíðni. Tíðni er skilgreind sem: mjög algeng (≥ 1/10), algeng (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæf (≥ 1/1.000 til < 1/100).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1: Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um í klínískum rannsóknum á sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með Xofigo

Flokkun eftir líffærum

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

(MedDRA)

algengar

 

 

Blóð og eitlar

Blóðflagnafæð

Daufkyrningafæð,

Eitilfrumnafæð

 

 

Blóðkornafæð,

 

 

 

Hvítkornafæð

 

Meltingarfæri

Niðurgangur,

 

 

 

Uppköst,

 

 

 

Ógleði

 

 

Almennar aukaverkanir

 

Aukaverkanir á

 

og aukaverkanir á

 

stungustað

 

íkomustað

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Blóðflagnafæð og daufkyrningafæð

Blóðflagnafæð (öll stig) kom fram hjá 11,5% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Xofigo og 5,6% sjúklinga sem fengu lyfleysu. Blóðflagnafæð af stigi 3 og 4 kom fram hjá 6,3% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Xofigo og hjá 2% sjúklinga sem fengu lyfleysu (sjá kafla 4.4). Á heildina litið var tíðni blóðflagnafæðar af stigi 3 og 4 minni hjá sjúklingum sem ekki höfðu fengið docetaxel áður (2,8% hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Xofigo samanborið við 0,8% hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu) en hjá sjúklingum sem höfðu fengið docetaxel áður (8,9% hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Xofigo samanborið við 2,9% hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu). Í EOD4 (“ofurskönnun”) sjúklingum, var greint frá blóðflagnafæð (af öllum stigum) hjá 19,6% sjúklinga sem fengu meðferð með Xofigo og hjá 6,7% sjúklinga sem fengu lyfleysu. Stig 3 og 4 af blóðflagnafæð kom fram hjá 5,9% sjúklinga sem fengu meðferð með Xofigo og hjá 6,7% sjúklinga sem fengu lyfleysu (sjá kafla 4.4).

Tilkynnt var um daufkyrningafæð (öll stig) hjá 5% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Xofigo og hjá 1% sjúklinga sem fengu lyfleysu. Daufkyrningafæð af stigi 3 og 4 kom fram hjá 2,2% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Xofigo og hjá 0,7% sjúklinga sem fengu lyfleysu. Á heildina litið var tíðni daufkyrningafæðar af stigi 3 og 4 minni hjá sjúklingum sem ekki höfðu fengið docetaxel áður (0,8% hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Xofigo samanborið við 0,8% hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu) en hjá sjúklingum sem höfðu fengið docetaxel áður (3,2% hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Xofigo samanborið við 0,6% hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu).

Í fasa I rannsókn komu lággildi daufkyrninga- og blóðflagnafjölda fram 2 til 3 vikum eftir lyfjagjöf staks skammts af Xofigo í bláæð.

Aukaverkanir á stungustað

Tilkynnt var um aukaverkanir á stungustað af stigi 1 og 2, svo sem roða, sársauka og þrota hjá 1,2% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með Xofigo og hjá 0% sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Afleidd illkynja æxli

Xofigo stuðlar að útsetningu sjúklings fyrir almennri langtíma uppsöfnun geislunar. Langtímauppsöfnun geislunar tengist hugsanlega aukinni hættu á krabbameini og erfðagöllum. Einkum er aukin hætta á beinsarkmeini, mergmisvaxtarheilkenni og hvítblæði.

Ekki hefur verð tilkynnt um nein tilvik krabbameins af völdum Xofigo í klínískum rannsóknum við eftirfylgni í allt að þrjú ár.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið tilkynnt um ofskömmtun Xofigo fyrir slysni í klínískum rannsóknum.

Ekki er til neitt sérstakt mótefni. Ef um er að ræða ofskömmtun fyrir slysni skal hefja almenna stuðningsmeðferð, þar með talið eftirlit með hugsanlegum eiturverkunum á blóð og meltingarfæri.

Stakir skammtar af Xofigo, með virkni allt að 276 kBq á kg líkamsþyngdar, voru metnir í fasa I klínískri rannsókn og ekki varð vart við neinar eiturverkanir sem kölluðu á takmörkun skammta.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ýmis geislalyf til læknismeðferðar, ATC-flokkur: V10XX03.

Verkunarháttur

Xofigo er lyf til læknismeðferðar sem gefur frá sér alfaeindir.

Virki hluti þess er radíum-223 (sem radíum-223 díklóríð) sem líkir eftir kalsíum og hefur sértæka sækni í bein, einkum svæði þar sem meinvörp eru í beinum, með því að mynda flóka með hýdroxýapatíti, steinefni sem finnst í beinum. Mikill línulegur orkuflutningur efna sem losa alfaeindir (80 keV/µm) leiðir til þess að hátt hlutfall tvíþátta DNA rofnar í nærliggjandi æxlisfrumum, sem veldur öflugum frumudrepandi áhrifum. Viðbótaráhrif á nærumhverfi æxlisins, þ.m.t. beinkímfrumur (osteoblasts) og beinætur (osteoclasts) eiga einnig þátt í virkni lyfsins in vivo. Svið alfaeindarinnar frá radíum-223 er innan við 100 µm (innan við

10 þvermál frumna) sem lágmarkar skemmdir á eðlilegum vef.

Lyfhrif

Samanborið við lyfleysu var verulegur munur, Xofigo í vil, á öllum fimm lífmerkjum í sermi hvað varðar umsetningu beina sem rannsökuð voru í slembiraðaðri II. stigs rannsókn (merki um beinmyndun: alkalín fosfatasi beina [ALP], heildar ALP og prókollagen I N própeptíði [PINP], merki um uppsog beina: krosstengjandi telópeptíð losað af C-enda kollagens af gerð I / krosstengt telópeptíð losað af C-enda kollagens af gerð I í sermi [S-CTX-I] og krosstengt C-telópeptíð úr kollageni af gerð I [ICTP]).

Raflífeðlisfræði hjartans / lenging QT-bils

Engin marktæk lenging QTc sást eftir inndælingu Xofigo í æð, borið saman við lyfleysu, í undirhópi 29 sjúklinga í III. stigs rannsókninni (ALSYMPCA).

Verkun og öryggi

Klínískt öryggi og verkun Xofigo voru metin í tvíblindri, slembiraðaðri, margskammta, fasa III, fjölsetra rannsókn (ALSYMPCA; EudraCT 2007-006195-1)) á sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli sem svarar ekki hormónahvarfsmeðferð með meinvörp í beinum með einkennum. Sjúklingar með meinvörp í innyflum og illkynja eitlastækkanir sem voru stærri en 3 cm voru útilokaðir.

Megin verkunarendapunktur var heildarlifun. Helstu viðbótarendapunktar voru m.a. tími fram að atvikum tengdum beinum (symptomatic skeletal events (SSE)), tími fram að breytingum á gildi alkalísks fosfatasa (ALP), tími fram að breytingum á gildi PSA, viðbrögð við heildargildi ALP og afturhvarf til eðlilegra gilda ALP.

Við lokadagsetningu fyrirfram áætlaðrar bráðabrigðagreiningar (staðfestingargreining) var alls

809 sjúklingum slembiraðað 2:1 til að fá Xofigo 55 kBq/kg í bláæð á 4 vikna fresti í 6 lotur (N=541) auk bestu viðurkenndrar meðferðar, eða samsvarandi lyfleysu og bestu viðurkenndrar meðferðar (N=268). Besta viðurkennda meðferð fól t.d. í sér staðbundna geislameðferð með ytri geislun, bisfofónöt, barkstera, andkarlhormón, estrógen, estramústín eða ketókónasól.

Uppfærð lýsandi greining á öryggi og heildarlifun var framkvæmd á 921 slembiröðuðum sjúklingum áður en sjúklingum var víxlað (þ.e. sjúklingum í lyfleysuhópnum var boðið að fá meðferð með Xofigo).

Lýðfræðileg einkenni og einkenni sjúkdóms í upphafi (þýði bráðabirgðagreiningar) voru svipuð í hópunum sem fengu Xofigo og þeim sem fengu lyfleysu og eru sýnd hér á eftir fyrir Xofigo:

meðalaldur sjúklinga var 70 ár (á bilinu 49 til 90 ára).

87% sjúklinga sem tóku þátt höfðu ECOG frammistöðustig 0-1.

41% fengu bísfosfónöt.

42% sjúklinga höfðu ekki fengið docetaxel áður þar sem það var ekki talið henta þeim eða þeir neituðu að fá docetaxel.

46% sjúklinga fann ekki fyrir neinum sársauka eða af WHO stigi 1 (án einkenna eða með lítil einkenni) og 54% fundu fyrir sársauka af WHO stigi 2-3.

16% sjúklinga voru með <6 meinvörp í beinum, 44% sjúklinga voru með 6 til 20 meinvörp í beinum, 40% sjúklinga voru með fleiri en 20 meinvörp í beinum eða mörg greinileg æxli á myndgreiningu (superscan).

Meðan á meðferð stóð fengu 83% sjúklinga leysiþáttar gulbúskveikju örva (LHRH örva) og 21% sjúklinga fengu samhliða andkarlhormón.

Niðurstöður bæði bráðabirgðagreiningarinnar og uppfærðu greiningarinnar leiddu í ljós að heildarlifun var mun lengri hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Xofigo auk bestu stuðningsmeðferðar en hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með lyfleysu auk bestu stuðningsmeðferðar (sjá töflu 2 og mynd 2). Hærri tíðni dauðsfalla af völdum krabbameina sem ekki voru í blöðruhálskirtli kom fram í

lyfleysuhópi (26/541; 4,8% í Xofigo armi borið saman við 23/268; 8,6% í lyfleysuarmi).

Tafla 2: Lifunarniðurstöður úr fasa III ALSYMPCA rannsókninni

 

Xofigo

Lyfleysa

Bráðabirgðagreining

N = 541

N = 268

Fjöldi (%) dauðsfalla

191 (35,3%)

123 (45,9%)

Miðgildi heildarlifunar (mánuðir) (95% CI)

14,0 (12,1 – 15,8)

11,2 (9,0 – 13,2)

Áhættuhlutfallb (95% CI)

0,695 (0,552 – 0,875)

p-gildia (2-hliða)

 

0,00185

Uppfærð greining

N = 614

N = 307

Fjöldi (%) dauðsfalla

333 (54,2%)

195 (63,5%)

Miðgildi heildarlifunar (mánuðir) (95% CI)

14,9 (13,9 – 16,1)

11,3 (10,4 – 12,8)

Áhættuhlutfallb (95% CI)

0,695 (0,581 – 0,832)

CI = öryggisbil

a Fasa 3 rannsóknin ALSYMPCA var stöðvuð með tilliti til verkunar eftir bráðabirgðagreininguna. Þar sem uppfærða greiningin fylgir aðeins með til lýsingar er ekkert p-gildi gefið upp.

b Áhættuhlutfall (Xofigo fram yfir lyfleysu) < 1 er Xofigo í vil.

Mynd 2: Kaplan-Meier heildarlifunarferlar (uppfærð greining)

Líkur á lifun

 

 

Tími (mánuðir)

 

 

Meðferð

 

 

 

Lyfleysa

Fjöldi sjúklinga í áhættuhóp

Lyfleysa

Niðurstöður bráðabirgðagreiningarinnar og uppfærðu greiningarinnar sýndu einnig verulega framför hvað varðar alla helstu viðbótar endapunkta í Xofigo arminum samanborið við lyfleysuarminn (sjá töflu 3). Gögn sem sýna tíma fram að atviki í tengslum við framgang ALP sýndu tölfræðilega marktæka yfirburði hvað varðar nálgun eðlilegs gildis ALP og ALP svörun í viku 12.

Tafla 3: Aðrir verkunarendapunktar úr fasa III ALSYMPCA rannsókninni (uppfærð greining)

 

 

 

Nýgengi

Greining á tíma fram að atviki (95% CI)

 

 

 

 

[fjöldi (%) sjúklinga]

[miðgildi fjölda mánaða]

Áhættuhlutfall

 

 

 

 

Xofigo

Lyfleysa

Xofigo

Lyfleysa

< 1 Xofigo í vil

p-gildi

 

 

 

 

 

 

 

N = 541

N = 268

N = 541

N = 268

 

 

(SSE)

Endapunktur SSE

13,5

8,4

0,610

0,00046

samsetningarinnara

(24,4%)

(30,6%)

(12,2–19,6)

(7,2 – NE)b

(0,461 – 0,807)

 

 

Geislameðferð

17,0

10,8

0,649

0,00375

Atvik tengd beinum

 

með ytri geislun til

(22,6%)

(26,9%)

(12,9–NE)

(7,9 – NE)

(0,483 – 0,871)

 

SSE hlutar

verkjarstillingar

 

 

 

 

 

 

Þrýstingur á

NE

NE

0,443

0,01647

mænu

(3,1%)

(6,0%)

(0,223 – 0,877)

 

 

 

 

Inngrip með

NE

NE

0,801

0,69041

skurðaðgerð

(1,7%)

(1,9%)

(0,267 – 2,398)

 

 

 

 

Beinbrot

NE

NE

0,450

0,01255

 

(3,7%)

(6,7%)

(0,236 – 0,856)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heildar framgangur

NE

3,7

0,162

< 0,00001

ALPc

 

(14,6%)

(43,3%)

 

(3,5 – 4,1) (0,120 – 0,220)

 

Framgangur PSAd

3,6

3,4

0,671

< 0,00015

 

 

 

(53,2%)

(52,6%)

(3,5 – 3,7)

(3,3 – 3,5) (0,546 – 0,862)

 

ALP = alkalín fosfatasi; CI = öryggisbil; NE = ekki hægt að meta; PSA = sérstakur mótefnavaki blöðruhálskirtils; SSE = atvik tengd beinum

aSkilgreint sem atvik einhvers eftirfarandi: Geislameðferð með ytri geislun til verkjastillingar, eða stakt beinbrot, eða þrýstingur á mænu, eða bæklunarskurðaðgerð í tengslum við æxli.

b ekki hægt að meta vegna ónógs fjölda atvika eftir miðgildi

c Skilgreint sem ≥ 25% aukning miðað við grunnviðmið/lággildi.

d Skilgreint sem ≥ 25% aukning og aukning á heildargildi sem nemur ≥ 2 ng/ml miðað við grunnviðmið/lággildi.

Lifunargreining hjá undirhópi

Lifunargreining hjá undirhópi sýndi stöðugan ávinning hvað varðar lifun með meðferð með Xofigo, óháð heildar alkalín fosfatasa (ALP), samhliða notkun bifosfónata í upphafi og fyrri notkun docetaxels.

Lífsgæði

Heilsutengd lífsgæði (HRQOL, Health Related Quality of Life) voru metin í III. stigs ALSYMPCA rannsókninni með sértækum spurningalistum: EQ-5D (almennt mælitæki) og FACT-P (sértækt mælitæki fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein). Báðir hópar upplifðu skerðingu á lífsgæðum. Skerðing á lífsgæðum var hægari í hópnum sem fékk Xofigo borið saman við lyfleysu, meðan á meðferð stóð, mælt með EQ-5D nytjastigi (-0,04 samanborið við -0,109; p = 0,001), EQ-5D VAS stig (Visual Analogue health status scores) sem einstaklingar tilkynntu sjálfir um (-2,661 samanborið við -5,860; p = 0.018) og FACT-P heildarstig (-3,880 samanborið við -7,651; p = 0,006) en náði ekki mikilvægum lágmarks mun sem hefur verið birtur. Takmarkaðar vísbendingar eru um að seinkun á heilsutengdum lífsgæðum haldist lengur en meðferðartímabilið.

Verkjastilling

Niðustöður úr III. stigs ALSYPMCA rannsókninni varðandi tíma fram að geislameðferð með ytri geislun (EBRT) til verkjarstillingar og fækkun sjúklinga sem tilkynna beinverki sem aukaverkun í Xofigo hópnum bendir til jákvæðra áhrifa á beinverki.

Síðari notkun frumudrepandi efna

Meðan á 2:1 slembiröðuðu ALSYMPCA rannsókninni stóð fengu 93 (15,5%) sjúklingar í Xofigo hópnum og 54 (17,9%) sjúklinga í lyfleysuhópnum frumudrepandi krabbameinslyfjameðferð á mismunandi tímum eftir síðustu meðferð. Enginn greinilegur munur kom fram á rannsóknargildum blóðs hjá hópunum tveimur.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Xofigo hjá öllum undirhópum barna við krabbamein í blöðruhálskirtli (nema rákavöðvasarkmeini) (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Almennt

Upplýsingar varðandi lyfjahvörf, dreifingu í líkamanum og geislunarmælingar voru fengnar úr þremur I. stigs rannsóknum. Upplýsingar varðandi lyfjahvörf voru fengnar hjá 25 sjúklingum við skammta með

virkni á bilinu 51 til 276 kBq/kg. Upplýsingar um lyfjahvörf, dreifingu í líkamanum og geislunarmælingar voru fengnar hjá 6 sjúklingum við skammt með virkni sem nam 110 kBq/kg, gefinn tvisvar með 6 vikna millibili, og hjá 10 sjúklingum við skammt með virkni sem nam 55, 110 eða 221 kBq/kg.

Frásog

Xofigo er gefið með inndælingu í bláæð og hefur því 100% aðgengi.

Dreifing og upptaka í líffæri

Í kjölfar inndælingar í bláæð fer úthreinsun radíums-223 hratt fram úr blóðinu og það berst að mestu leyti í bein og meinvörp í beinum, eða skilst út um þarma.

Fimmtán mínútum eftir inndælingu voru u.þ.b. 20% þeirrar virkni sem sprautað hafði verið enn til staðar í blóðinu. Eftir 4 klst. voru u.þ.b. 4% þeirrar virkni sem sprautað hafði verið enn til staðar í blóðinu og hún var komin niður í innan við 1% 24 klst. eftir inndælingu. Dreifingarrúmmálið var meira en blóðmagnið, sem gefur til kynna dreifingu í úthólf.

10 mínútum eftir inndælingu kom fram virkni í beinum og þörmum. 4 klst. eftir inndælingu var að meðaltali u.þ.b. 61% af geislavirkum skammti til staðar í beinum og u.þ.b. 49% í þörmum.

Ekki varð vart við neina marktæka upptöku í öðrum líffærum, svo sem hjarta, lifur, nýrum, þvagblöðru eða milta, 4 klst. eftir inndælingu.

Umbrot

Radíum-223 er samsæta sem sundrast og umbrotnar ekki.

Brotthvarf

Útskilnaður í hægðum er megin brotthvarfsleiðin úr líkamanum. U.þ.b. 5% skiljast út með þvagi og engin merki eru um útskilnað um lifur með galli.

Mælingar á líkamanum í heild 7 dögum eftir inndælingu (eftir leiðréttingu vegna sundrunar) gefa til kynna að 76% gefinnar virkni skiljist að meðaltali út úr líkamanum. Brotthvarfstíðni radíum-223 díklóríðs úr meltingarvegi verður fyrir áhrifum af miklum breytileika í viðverutíma í þörmum hjá heildarþýði, en eðlileg tíðni hægða eru frá einu sinni á dag til einu sinni í viku.

Línulegt/ólínulegt samband

Lyfjahvörf radíum-223 díklóríðs voru línuleg á virknibilinu sem rannsakað var (51 til 276 kBq/kg).

Frekari upplýsingar um sérstaka sjúklingahópa

Börn

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á öryggi og verkun Xofigo hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

5.3Forklínískar upplýsingar

Almennar aukaverkanir

Í rannsóknum á eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta hjá rottum voru megin niðurstöðurnar minnkuð þyngdaraukning, breytingar á blóðgildum, minnkun alkalín fosfatasa í sermi og breytingar á beinmerg í smásjá (eyðing blóðmyndandi frumna, trefjun), milta (viðbótar blóðfrumnamyndun utan beinmergs) og beinum (eyðing beinfrumna, beimyndunarfrumna, beinátfrumna, mein í trefja- og beinvef, röskun/skemmd í köstum/vaxtarlínu). Þessar niðurstöður tengdust skerðingu á myndun blóðfrumna af völdum geislunar og minnkaðri beinmyndun og komu fram frá og með minnsta skammti með virkni sem nam 22 kBq á kg líkamsþyngdar (0,4 sinnum ráðlagður klínískur skammtur).

Hjá hundum varð vart við blóðfræðilegar breytingar frá og með minnsta skammti með virkni sem nam

55 kBq/kg, sem var ráðlagður klínískur skammtur. Vart varð við eiturverkanir á merg hjá hundum sem urðu til þess að takmarka þurfti skammta eftir staka lyfjagjöf með 497 kBq radíum-223 díklóríði á kg líkamsþyngdar (9 sinnum ráðlagður klínískur virkniskammtur).

Eftir endurtekna gjöf á klínískt ráðlögðum skammti með virkni sem nemur 55 kBq á hvert kg líkamsþyngdar einu sinni á 4 vikna fresti í 6 mánuði, fengu tveir hundar brot í mjaðmagrind án tilfærslu. Vegna beineyðingar í bjálkabeini á öðrum stöðum í beinagrind dýranna í mismiklu magni, er ekki hægt að útiloka skyndilegt brot vegna beineyðingar. Klínískt mikilvægi þessara uppgötvana er ekki ljós.

Sjónulos kom fram hjá hundum í kjölfar stakrar inndælingar með skömmtum með virkni sem nam 166 og 497 kBq á kg líkamsþyngdar (3 og 9 sinnum ráðlagður klínískur skammtur), en ekki í kjölfar endurtekinnar lyfjagjafar með ráðlagðum klínískum skammti með virkni sem nam 55 kBq á kg líkamsþyngdar einu sinni á 4 vikna fresti í 6 mánuði. Nákvæmur verkunarháttur sjónuloss er ekki þekktur en heimildir gefa til kynna að upptaka radíums fari einkum fram í glærvoð (tapetum lucidum) í augum hunda. Þar sem menn hafa ekki glærvoð er klínísk þýðing þessara niðurstaðna fyrir menn ekki ljós. Ekki hefur verið tilkynnt um nein tilvik sjónuloss í klínískum rannsóknum.

Ekki varð vart við neinar vefjafræðilegar breytingar í líffærum sem höfðu með útskilnað radíum-223díklóríðs að gera.

Vart varð við sarkmein í beinum, sem eru þekkt áhrif beinsækinna geislavirkra kjarnategunda, við skammta sem höfðu klíníska þýðingu hjá rottum 7 – 12 mánuðum eftir að meðferð var hafin. Ekki varð vart við sarkmein í beinum í rannsóknum á hundum. Ekki hefur verið tilkynnt um nein tilvik sarkmeina í beinum í klínískum rannsóknum á Xofigo. Hættan á því að sjúklingar fái sarkmein í bein við útsetningu fyrir radíum-223 er ekki ljós eins og er. Einnig var tilkynnt um æxlisbreytingar, aðrar en sarkmein í beinum í langtíma (12 til 15 mánuðir) rannsóknum á eiturverkunum hjá rottum (sjá kafla 4.8).

Eiturverkanir á fóstur/ Eiturverkanir á æxlun

Ekki hafa verið framkvæmdar rannsóknir á eiturverkunum á æxlun og þroska. Yfirleitt valda geislavirkar kjarnategundir áhrifum á æxlun og þroska.

Mjög lítill fjöldi afbrigðilegra sáðfrumna kom fram í fáeinum sáðpíplum í eistum karlkyns rotta í kjölfar stakrar lyfjagjafar með ≥ 2270 kBq/kg líkamsþyngdar af radíum-223 díklóríði (≥ 41 sinnum ráðlögð klínísk virkni). Að öðru leyti virtust eistun virka eðlilega og eðlilegt magn sáðfrumna var í eistnalyppum. Separ í legi (í stoðvef legslímu) komu fram hjá kvenkyns rottum í kjölfar stakrar eða endurtekinnar lyfjagjafar með ≥ 359 kBq/kg líkamsþyngdar af radíum-223 díklóríði (≥ 6,5 sinnum ráðlögð klínísk virkni).

Þar sem radíum-223 dreifist að mestu leyti í bein er mjög lítil hætta á aukaverkunum í kynkirtlum karlmanna hjá krabbameinssjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli sem svarar ekki hormónahvarfsmeðferð, en ekki er hægt að útiloka þær (sjá kafla 4.6).

Eiturverkanir á erfðaefni/Krabbameinsvaldandi áhrif

Rannsóknir á stökkbreytandi og krabbameinsvaldandi áhrifum Xofigo hafa ekki verið framkvæmdar. Almennt er talið að geislavirkar kjarnategundir valdi eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum.

Lyfjafræðilegt öryggi

Ekki varð vart við marktæk áhrif á mikilvæg líffærakerfi, þ.e. hjarta og æðakerfi (hundar), öndunarfæri eða miðtaugakerfi (rottur), í kjölfar lyfjagjafar með stökum virkniskömmtum frá 497 til 1100 kBq á kg líkamsþyngdar (9 [hundar] til 20 [rottur] sinnum ráðlögð klínísk virkni).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Vatn fyrir stungulyf

Natríum sítrat

Natríum klóríð

Saltsýra, þynnt

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

28 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

Geyma skal Xofigo samkvæmt reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig um geislavirk efni.

6.5Gerð íláts og innihald

Litlaust hettuglas úr gleri af gerð I með gráum brómóbútýl gúmmítappa með málmklæddri þynnu úr etýlentetraflúoretýlen (ETFE) og álinnsigli, sem inniheldur 6 ml af stungulyfi, lausn.

Hettuglasið er geymt í blýpotti.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Almennar leiðbeiningar

Geislavirk lyf skulu aðeins móttekin, notuð og gefin af einstaklingum sem hafa heimild til meðhöndlunar þeirra við skilgreindar klínískar aðstæður. Móttaka þeirra, geymsla, notkun, flutningur og förgun Xofigo eru háð reglum og/eða viðeigandi leyfum til þess bærs opinbers aðila.

Xofigo skal meðhöndlað af notanda á þann hátt að það standist bæði kröfur um öryggi varðandi geislavirkni og gæðastaðla fyrir lyf. Viðhafa skal viðeigandi varúðarráðstafanir varðandi smitgát.

Geislavarnir

Gamma geislunin í tengslum við sundrun radíum-223 og afleiður þess gerir það kleift að mæla geislavirkni Xofigo og greina mengun með hefðbundnum tækjum.

Lyfjagjöf geislavirkra lyfja tengist hugsanlegri hættu fyrir aðra einstaklinga vegna utanaðkomandi geislunar eða mengunar af völdum líkamsvessa, svo sem vegna snertingar við þvag, hægðir eða uppköst. Því þarf að viðhafa varúðarráðstafanir vegna geislunar samkvæmt reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig og á hverjum stað. Gæta skal varúðar þegar hlutir sem komist hafa í snertingu við slíka líkamsvessa eru handleiknir, svo sem rúmföt. Þó radíum-223 losi fyrst og fremst alfaeindir hefur gamma og beta geislun verið sett í samhengi við sundrun radíum-223 og geislavirkar samsætur sem það leiðir af sér. Útsetning fyrir ytri geislun í tengslum við meðhöndlun skammta sjúklings er mun lægri en tíðkast með önnur geislalyf til lækninga þar sem sú geislavirkni sem er gefin er yfirleitt undir 8 MBq. Samkvæmt ALARA („As Low As Reasonably Achievable“) reglunni varðandi það að draga sem mest úr áhrifum er hins vegar ráðlagt að lágmarka viðverutíma á geislunarsvæðum, hámarka fjarlægð frá geislunarvöldum og nota viðeigandi hlífðarbúnað.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða efnum sem notuð eru í tengslum við undirbúning eða lyfjagjöf í samræmi við gildandi reglur og meðhöndla sem geislavirkan úrgang. Öll efni og áhöld sem notuð eru til undirbúnings Xofigo lyfjagjafar skal meðhöndla sem geislavirkan úrgang.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/873/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 13. nóvember 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

11.GEISLUNARMÆLINGAR

Móttekinn geislaskammtur var reiknaður út byggt á klínískum gögnum um dreifingu í líkamanum. Mótteknir skammtar voru reiknaðir út með OLINDA/EXM (Organ Level INternal Dose Assessment/EXponential Modeling), sem er hugbúnaður byggður á MIRD algríminu (Medical Internal Radiation Dose) sem er víða notað fyrir viðurkenndar geislavirkar kjarnategundir sem gefa frá sér beta og gamma geisla. Hvað varðar radíum-223, sem losar fyrst og fremst alfaeindir, voru gefnar frekari forsendur hvað varðar þarma, rauðan merg og beinfrumur/beinmyndandi frumur, til þess að veita sem nákvæmasta útreikninga á mótteknum skömmtum Xofigo, með tilliti til þess sem komið hefur fram um dreifingu þess í líkamanum og sértækra einkenna (sjá töflu 4).

Tafla 4: Útreiknaður móttekinn geislaskammtur á líffæri

Marklíffæri

Alfa1

Beta

Gamma

Heildar-

Fráviks-

 

geislun

geislun

geislun

skammtur

stuðull

 

(Gy/MBq)

(Gy/MBq)

(Gy/MBq)

(Gy/MBq)

(%)

 

 

 

 

 

Nýrnahettur

0,00000

0,00002

0,00009

0,00012

Heili

0,00000

0,00002

0,00008

0,00010

Brjóst

0,00000

0,00002

0,00003

0,00005

Gallblöðruveggur

0,00000

0,00002

0,00021

0,00023

Neðri ristilveggur2

0,00000

0,04561

0,00085

0,04645

Smáþarmaveggur

0,00319

0,00360

0,00047

0,00726

Magaveggur

0,00000

0,00002

0,00011

0,00014

Efri ristilveggur3

0,00000

0,03149

0,00082

0,03232

Hjartaveggur

0,00161

0,00007

0,00005

0,00173

Nýru

0,00299

0,00011

0,00011

0,00321

Lifur

0,00279

0,00010

0,00008

0,00298

Lungu

0,00109

0,00007

0,00005

0,00121

--4

Vöðvar

0,00000

0,00002

0,00010

0,00012

Eggjastokkar

0,00000

0,00002

0,00046

0,00049

Bris

0,00000

0,00002

0,00009

0,00011

Rauður mergur

0,13217

0,00642

0,00020

0,13879

Beinmyndandi frumur

1,13689

0,01487

0,00030

1,15206

Húð

0,00000

0,00002

0,00005

0,00007

Milta

0,00000

0,00002

0,00007

0,00009

Eistu

0,00000

0,00002

0,00006

0,00008

Hóstarkirtill

0,00000

0,00002

0,00003

0,00006

Skjaldkirtill

0,00000

0,00002

0,00005

0,00007

Þvagblöðruveggur

0,00371

0,00016

0,00016

0,00403

Leg

0,00000

0,00002

0,00023

0,00026

Líkaminn í heild

0,02220

0,00081

0,00012

0,02312

1Þar sem engin upptaka radíums-223 átti sér stað í flestum mjúkvefjum sem skoðaðir voru var alfa hluti heildarskammts á líffæri skráður sem núll fyrir þessi líffæri

2LLI: neðri ristilveggur

3ULI: efri ristilveggur

4Gögn um dreifingu skammts til lungna byggjast á líkanaútreikningum sem notast við uppsafnaða virkni í blóði yfir tíma hjá öllum þátttakendum

Tíðni og alvarleiki aukaverkana á blóð sem fram komu í klínískum rannsóknum á Xofigo eru mikið minni en búast mætti við með tilliti til útreiknaðra skammta á rauðan merg. Þetta kann að tengjast dreifingu geislunar alfaeinda þar sem geislunarskammtur á rauðan merg er ekki samfelldur.

12.LEIÐBEININGAR UM BLÖNDUN GEISLAVIRKRA LYFJA

Skoða skal lyfið fyrir notkun. Xofigo er tær, litlaus lausn og ekki skal nota hana ef hún er upplituð, ef agnir koma fram eða ef ílátið er gallað.

Xofigo er lausn sem er tilbúin til notkunar og ekki skal þynna hana eða blanda við aðrar lausnir.

Hvert hettuglas er aðeins einnota.

Reikna skal út það magn sem gefa skal viðkomandi sjúklingi með hliðsjón af eftirfarandi:

-Líkamsþyngd sjúklings (kg)

-Skammtur (55 kBq/kg líkamsþyngdar)

-Geislavirknistyrkur lyfsins (1100 kBq/ml) á viðmiðunardegi. Viðmiðunardagsetningin kemur fram á hettuglasinu og áletrun blýílátsins.

Magn sem á að gefa (ml)

-Stuðull til leiðréttingar á sundrun (DK, decay correction) til að leiðrétta raunverulega sundrun radíums-223. Tafla yfir sundrunarstuðla fylgir hverju hettuglasi sem hluti af bæklingi (á undan fylgiseðli).

Staðfesta skal magn geislavirkni í gefnu magni með mælingu í viðeigandi kvörðuðum virknikvarða. Heildarmagn sem á að gefa sjúklingi er reiknað sem hér segir:

= Líkamsþyngd (kg) virkni (55 kBq/kg líkamsþyngdar) sundrunarstuðull 1100 kBq/ml

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf