Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Xydalba (dalbavancin hcl) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J01XA04

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsXydalba
ATC-kóðiJ01XA04
Efnidalbavancin hcl
FramleiðandiAllergan Pharmaceuticals International Ltd

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Xydalba 500 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur dalbavancin hýdróklóríð sem jafngildir 500 mg af dalbavancini.

Eftir blöndun inniheldur hver ml 20 mg af dalbavancini.

Þynnta innrennslislausnin skal hafa lokaþéttnina 1 til 5 mg/ml af dalbavancini (sjá kafla 6.6).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn (stofn fyrir innrennslisþykkni).

Hvítt til beinhvítt til fölgult duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Xydalba er ætlað til meðferðar við bráðum bakteríusýkingum í húð og tengdum vefjum (acute bacterial skin and skin structure infections (ABSSSI)) hjá fullorðnum (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Taka skal mið af opinberum leiðbeiningum um rétta notkun sýklalyfja.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur og meðferðartími fyrir fullorðna

Ráðlagður skammtur af dalbavancini hjá fullorðnum sjúklingum með ABSSSI er 1.500 mg gefinn sem stakt 1.500 mg innrennsli eða sem 1.000 mg og viku síðar 500 mg (sjá kafla 5.1 og 5.2).

Aldraðir

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 30 til 79 ml/mín.). Ekki þarf skammtaaðlögun hjá sjúklingum sem fara reglulega í blóðskilun (3 sinnum/viku) en gefa má dalbavancin án tillits til tímasetningar blóðskilunarmeðferðar.

Hjá sjúklingum með langvinna skerðingu á nýrnastarfsemi með kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín. og sem ekki fara reglulega í blóðskilun skal minnka ráðlagðan skammt niður í annaðhvort 1.000 mg gefinn sem stakt innrennsli eða 750 mg og í framhaldi í 375 mg skammt viku síðar (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er mælt með skammtaaðlögun dalbavancins hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh A). Gæta skal varúðar þegar dalbavancini er ávísað sjúklingum með í meðallagi mikla eða alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh B og C) þar sem engar upplýsingar eru fyrirliggjandi til grundvallar ákvörðun viðeigandi skammta (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun dalbavancins hjá börnum frá fæðingu til < 18 ára aldurs. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Gjöf í bláæð

Blanda þarf Xydalba og síðan þynna fyrir gjöf með innrennsli í bláæð á 30 mínútum. Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmisviðbrögð

Gæta skal varúðar þegar Xydalba er gefið sjúklingum sem vitað er að eru með ofnæmi fyrir öðrum glýkópeptíðum því víxlofnæmi getur komið upp. Ef upp koma ofnæmisviðbrögð við Xydalba skal hætta lyfjagjöf og hefja viðeigandi meðferð við ofnæmisviðbrögðunum.

Clostridium difficile-tengdur niðurgangur

Tilkynnt hefur verið um sýklalyfjatengda ristilbólgu og sýndarhimnuristilbólgu við notkun á nánast öllum sýklalyfjum en alvarleiki getur verið á bilinu vægur til lífshættulegur. Þess vegna er mikilvægt að íhuga þessa greiningu hjá sjúklingum sem fá niðurgang meðan á meðferð með dalbavancini stendur eða í kjölfar hennar (sjá kafla 4.8). Við slíkar kringumstæður skal íhuga að stöðva notkun dalbavancins og beita stuðningsaðgerðum ásamt því að veita sértæka meðferð við Clostridium difficile. Þessa sjúklinga má aldrei meðhöndla með lyfjum sem bæla þarmahreyfingar.

Innrennslistengd viðbrögð

Xydalba skal gefa með innrennsli í bláæð og heildarinnrennslistími skal vera 30 mínútur til að lágmarka hættu á viðbrögðum vegna innrennslisgjafar. Of hröð gjöf innrennslis glýkópeptíð sýklalyfja getur valdið viðbrögðum sem líkjast „Red-Man heilkenni“, sem lýsir sér með roða á efri hluta líkamans, ofsakláða, kláða og/eða útbrotum. Með því að stöðva eða hægja á innrennslisgjöf geta þessi viðbrögð horfið.

Skert nýrnastarfsemi

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um verkun og öryggi dalbavancins hjá sjúklingum með kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín. Samkvæmt hermilíkani er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum

með langvinna skerðingu á nýrnastarfsemi með kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín. og sem ekki fara reglulega í blóðskilun (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Blandaðar sýkingar

Þegar um er að ræða blandaðar sýkingar og grunur er um Gram-neikvæðar bakteríur skal einnig meðhöndla sjúklinga með viðeigandi sýklalyfi (-lyfjum) gegn Gram-neikvæðum bakteríum (sjá kafla 5.1).

Ónæmar lífverur

Notkun sýklalyfja getur stuðlað að ofvexti ónæmra örvera. Ef til ofanísýkingar kemur meðan á meðferð stendur skal grípa til viðeigandi ráðstafana.

Takmarkaðar klínískar upplýsingar

Takmarkaðar upplýsingar eru um öryggi og verkun dalbavancins þegar það er gefið í fleirum en tveimur skömmtum (með viku millibili). Þær stóru rannsóknir á ABSSSI-sýkingum sem meðhöndlaðar voru, takmörkuðust við húðbeðsbólgu/heimakomu, kýli og sýkingar í sárum. Engin reynsla er af dalbavacini við meðferð sjúklinga með verulega ónæmisbælingu.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Niðurstöður úr skimunarrannsókn á viðtökum in vitro benda ekki til milliverkunar við önnur meðferðarviðföng eða möguleika á klínískt mikilvægum milliverkunum lyfhrifa (sjá kafla 5.1).

Ekki hafa verið gerðar klínískar rannsóknir með dalbavancini á milliverkunum lyfja.

Möguleikar á því að önnur lyf hafi áhrif á lyfjahvörf dalbavancins.

Dalbavancin umbrotnar ekki fyrir tilverknað CYP-ensíma in vitro. Því er ólíklegt að CYP-virkjar eða hemlar sem gefnir eru samhliða, hafi áhrif á lyfjahvörf dalbavancins.

Ekki er vitað hvort dalbavancin er hvarfefni fyrir lifrarupptöku- og útflæðisferjur. Samhliða gjöf hemla þessara ferja getur aukið útsetningu fyrir dalbavancini. Dæmi um slíka ferjuhemla eru örvaðir próteasahemlar, verapamíl, kínidín, ítrakónazól, klaritrómýsín og sýklósporín.

Möguleikar á því að dalbavancin hafi áhrif á lyfjahvörf annarra lyfja.

Ætla má að litlir möguleikar séu á að dalbavancin geti milliverkað við lyf sem umbrotna fyrir tilverknað CYP-ensíma þar sem það er hvorki hemill né virki CYP-ensíma in vitro. Engin gögn liggja fyrir um dalbavancin sem hemil á CYP2C8.

Ekki er þekkt hvort dalbavancin er hemill á ferjur. Ekki er hægt að útiloka aukna útsetningu fyrir ferjuhvarfefnum sem næm eru fyrir hömlun ferjustarfsemi, svo sem statínum og digoxínum, ef þau eru gefin í samsetningu með dalbavancini.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun dalbavancins á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3).

Xydalba er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort dalbavancin skilst út í brjóstamjólk. Dalbavancin skilst þó út í mjólk mjólkandi rotta og kann að skiljast út í brjóstamjólk. Dalbavancin frásogast ekki vel við inntöku. Þó er ekki hægt að útiloka áhrif á þarmaflóruna eða munnflóruna hjá brjóstmylkingum. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Xydalba.

Frjósemi

Dýrarannsóknir hafa sýnt minnkaða frjósemi (sjá kafla 5.3). Áhætta fyrir menn er óþekkt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Xydalba getur haft væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla, því tilkynnt hefur verið um sundl hjá fáum sjúklingum (sjá kafla 4.8).

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Í klínískum 2./3. stigs rannsóknum fengu 2.473 sjúklingar dalbavancin, gefið sem stakt 1.500 mg innrennsli eða sem 1.000 mg og viku síðar 500 mg. Algengustu aukaverkanir sem komu fyrir hjá ≥ 1% sjúklinga sem fengu meðferð með dalbavancini voru ógleði (2,4%), niðurgangur (1,9%) og höfuðverkur (1,3%), en voru yfirleitt vægar eða í meðallagi alvarlegar.

Tafla yfir aukaverkanir (tafla 1)

Vart varð við eftirfarandi aukaverkanir í klínískum 2./3. stigs rannsóknum með dalbavancini. Aukaverkanir eru flokkaðar eftir líffærakerfi og tíðni. Tíðni er flokkuð samkvæmt eftirfarandi venju:

Mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000).

Tafla 1

Flokkun eftir líffærum

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Sýkingar af völdum sýkla

 

sveppasýking í sköpum og leggöngum,

 

og sníkjudýra

 

þvagfærasýking, sveppasýking,

 

 

 

Clostridium difficile ristilbólga,

 

 

 

hvítsveppasýking í munni

 

Blóð og eitlar

 

blóðleysi, blóðflagnafjölgun,

 

 

 

eósínfíklager, hvítfrumnafæð,

 

 

 

daufkyrningafæð

 

Ónæmiskerfi

 

 

bráðaofnæmislík

 

 

 

viðbrögð

Efnaskipti og næring

 

minnkuð matarlyst

 

Geðræn vandamál

 

svefnleysi

 

Taugakerfi

höfuðverkur

breyting á bragðskyni, sundl

 

Æðar

 

andlitsroði, bláæðabólga

 

Öndunarfæri, brjósthol og

 

hósti

berkjukrampi

miðmæti

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

ógleði,

hægðatregða, kviðverkir,

 

 

niðurgangur

meltingartruflanir, óþægindi í kviði,

 

 

 

uppköst

 

Húð og undirhúð

 

kláði, ofsakláði, útbrot

 

Æxlunarfæri og brjóst

 

kláði í sköpum og leggöngum

 

Almennar aukaverkanir og

 

innrennslistengd viðbrögð

 

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Rannsóknaniðurstöður

 

hækkun laktatdehýdrógenasa í blóði,

 

 

 

hækkun alanín amínótransferasa,

 

 

 

hækkun aspartat amínótransferasa,

 

 

 

hækkun þvagsýru í blóði, óeðlileg

 

 

 

lifrarpróf, hækkun amínótransferasa,

 

 

 

hækkun alkalísks fosfatasa í blóði,

 

 

 

aukinn blóðflagnafjöldi, hækkun

 

 

 

líkamshita, hækkun lifrarensíma,

 

 

 

hækkun gamma-glútamýl transferasa

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Aukaverkanir sem tengjast lyfjaflokki

Eiturverkun á heyrnartaug eða innra eyra hefur verið tengd notkun glýkópeptíða (vankómýsín og teikoplanín). Sjúklingar sem fá samhliða meðferð með lyfi sem hefur áhrif á heyrnartaug eða innra eyra, svo sem með amínóglýkósíði, geta verið í aukinni áhættu.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki liggja fyrir sérstakar upplýsingar um meðferð við ofskömmtun dalbavancins, því ekki hefur orðið vart við skammtatakmarkandi eiturverkun í klínískum rannsóknum. Í 1. stigs rannsóknum voru heilbrigðum sjálfboðaliðum gefnir stakir skammtar allt að 1.500 mg og uppsafnaðir skammtar allt að 4.500 mg á tímabili allt að 8 vikum án nokkurra merkja um eiturverkun eða rannsóknarniðurstöður sem skiptu máli klínískt. Í 3. stigs rannsóknum voru sjúklingum gefnir stakir skammtar allt að 1.500 mg.

Meðferð við ofskömmtun dalbavancins ætti að felast í eftirliti og almennum stuðningsráðstöfunum. Þótt engar upplýsingar liggi fyrir sérstaklega varðandi notkun á blóðskilun til meðferðar við ofskömmtun skal þess getið að í 1. stigs rannsókn hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi höfðu minna en 6% af ráðlögðum dalbavancin-skammti verið fjarlægð eftir 3 klst. blóðskilunarmeðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Bakteríulyf til altækrar notkunar (systemic use), glýkópeptíð sýklalyf, ATC-flokkur: J01XA04.

Verkunarháttur

Dalbavancin er bakteríudrepandi lípóglýkópeptíð.

Verkunarháttur þess gegn næmri Gram-jákvæðri bakteríu felst í að trufla myndun frumuveggjar með því að bindast D-alanýl-D-alanín hópnum á enda peptíðkeðjanna í peptíðóglýkani frumuveggjar sem er í myndun og kemur þannig í veg fyrir krosstengingar (transpeptidation og transglycosylation) undireininga tvísykra sem leiðir til dauða bakteríufrumunnar.

Ónæmismyndun

Allar Gram-neikvæðar bakteríur búa yfir eðlislægu ónæmi fyrir dalbavancini.

Ónæmi fyrir dalbavancini hjá Staphylococcus spp. og Enterococcus spp. verður fyrir tilstilli VanA, arfgerð sem veldur breytingu á markpeptíði í frumuvegg í myndun. Verkun dalbavancins verður ekki fyrir áhrifum af öðrum flokkum ónæmra vankómýsín-gena samkvæmt in vitro rannsóknum.

Lágmarksheftistyrkur dalbavancins er hærri fyrir stafýlókokka með minnkað næmi fyrir vankómýsíni (VISA) en fyrir stofnum með fullt næmi fyrir vankómýsíni. Ef stofnar með hærri lágmarksheftistyrk fyrir dalbavancini eru stöðugar svipgerðir og fylgni er við ónæmi við öðrum glýkópeptíðum, er líklegt að fjöldi markglýkópeptíða í peptíðóglýkani í myndun aukist.

Krossónæmi milli dalbavancins og annarra flokka sýklalyfja sást ekki í in vitro rannsóknum. Metisillín ónæmi hefur engin áhrif á virkni dalbavancins.

Milliverkanir við önnur sýklalyf

Í in vitro rannsóknum sást engin mótverkun milli dalbavancins og annarra algengra sýklalyfja (t.d. cefepim, ceftazidim, ceftriaxon, imipenem, meropenem, amikacin, aztreonam, ciprofloxacin, piperacillin/tazobactam og trimethoprim/sulfamethoxazol), við prófun gegn 12 tegundum Gram-neikvæðra sjúkdómsvalda (sjá kafla 4.5).

Næmisprófunarmörk

Lágmarksheftistyrkur (MIC) sem EUCAST (Evrópunefnd um prófanir á næmi gegn sýklalyfjum ) ákvarðar, er:

 

Staphylococcus spp.: Næmi ≤ 0,125 mg/l; Ónæmi > 0,125 mg/l,

 

Beta-hemólytískir streptókokkar af flokkum A, B, C, G: Næmi ≤ 0,125 mg/l; Ónæmi

 

> 0,125 mg/l,

 

Viridans streptókokkar (Streptococcus anginosus hópur eingöngu): Næmi ≤ 0,125 mg/l; Ónæmi

 

> 0,125 mg/l.

Samband lyfjahvarfa/lyfhrifa

Verkun gegn stafýlókokkum in vitro er tímaháð við svipaða sermisþéttni dalbavancins og fæst við ráðlagðan skammt hjá mönnum. In vivo samband lyfjahvarfa/lyfhrifa dalbavancins fyrir S. aureus var rannsakað með því að nota daufkyrningafæðarlíkan af dýrasýkingu sem sýndi að hrein minnkun log10 gerlaklasamyndunar (CFU) var mest þegar stærri skammtar voru gefnir sjaldnar.

Verkun gegn tilteknum sjúkdómsvöldum

Sýnt hefur verið fram á verkun í klínískum rannsóknum gegn sjúkdómsvöldum sem skráðir eru að valdi ABSSSI sem voru næmir fyrir dalbavancini in vitro:

Staphylococcus aureus,Streptococcus pyogenes,Streptococcus agalactiae,

Streptococcus dysgalactiae,

Streptococcus anginosus hópur (þ.m.t. S. anginosus, S. intermedius og S. constellatus).

Virkni gegn öðrum viðeigandi bakteríum sem valda sýkingum

Ekki hefur verið sýnt fram á verkun gegn eftirfarandi sjúkdómsvaldandi bakteríum þótt in vitro rannsóknir gefi til kynna að þeir myndu vera næmir fyrir dalbavancini þegar ekki er til staðar áunnið ónæmi:

 

Streptókokkar flokkur G

 

Clostridium perfringens,

 

 

Peptostreptococcus spp.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Xydalba hjá öllum undirhópum barna við ABSSSI (sjá upplýsingar í kafla 4.2 og 5.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörfum dalbavancins hjá heilbrigðum einstaklingum, sjúklingum og sérstökum sjúklingahópum hefur verið lýst. Altæk útsetning fyrir dalbavancini er í réttu hlutfalli við gjöf stakskammta á bilinu 140 til 1.120 mg, sem bendir til þess að lyfjahvörf dalbavancins séu línuleg. Ekki varð vart við uppsöfnun dalbavancins eftir fjölda innrennslisgjafa í bláæð einu sinni í viku í allt að 8 vikur

(1.000 mg á 1. degi og síðan allt að 7 vikulegir 500 mg skammtar) hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum.

Meðal helmingunartími brotthvarfs (t1/2) var 372 (á bilinu 333 til 405) klst. Lyfjahvörfum dalbavancins er best lýst með því að nota þriggja hólfa líkan (α og β dreifingarfasar og lokabrotthvarfsfasi á eftir).

Þannig var helmingunartími dreifingar (t1/2β), sem nær yfir megnið af klínískt mikilvægu þéttni-tíma línuriti, frá 5 til 7 dagar og var stöðugur við skömmtun einu sinni í viku.

Áætlaðar lyfjahvarfabreytur dalbavancins eftir meðferðaráætlun með tveimur skömmtum og meðferðaráætlun með stökum skammti, í þeirri röð, koma fram í töflu 2 hér að neðan.

Tafla 2

Meðal (SD) lyfjahvarfabreytur dalbavancins með greiningu á lyfjahvörfum þýðis1

Breyta

Meðferðaráætlun með

Meðferðaráætlun með

tveimur skömmtum2

stökum skammti3

 

Cmax (mg/l)

Dagur 1: 281 (52)

Dagur 1: 411 (86)

 

Dagur 8: 141 (26)

 

AUC0-dagur14

18100 (4600)

20300 (5300)

(mg•klst./l)

 

 

CL (l/klst.)

0,048 (0,0086)

0,049 (0,0096)

1Heimild: DAL-MS-01.

21.000 mg á degi 1 + 500 mg á degi 8; rannsókn DUR001-303 einstaklingar með mælanlegt lyfjahvarfasýni.

31.500 mg; rannsókn DUR001-303 einstaklingar með mælanlegt lyfjahvarfasýni.

Þéttni-tími dalbavancins í plasma eftir meðferðaráætlun með tveimur skömmtum og meðferðaráætlun með stökum skammti, í þeirri röð, er sýndur á mynd 1.

Mynd 1. Plasmaþéttni dalbavancins á móti tíma hjá dæmigerðum ABSSSI sjúklingi (hermilíkan sem notar líkan fyrir lyfjahvörf þýðis), bæði fyrir skammtaáætlanir með einum og tveimur skömmtum.

Dreifing

Úthreinsun og dreifingarrúmmál við jafnvægi eru sambærileg milli heilbrigðra einstaklinga og sjúklinga með sýkingar. Dreifingarrúmmál við jafnvægi var svipað rúmmáli utanfrumuvökva. Dalbavancin er bundið plasmapróteini manna með afturkræfum hætti, einkum albúmíni.

Plasmapróteinbinding dalbavancins er 93% og breytist ekki fyrir áhrif lyfjaþéttni, vanstarfsemi nýrna eða lifrar. Eftir gjöf á stökum 1.000 mg skammti hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var AUC vökva í blöðrum á húð (bundið og óbundið dalbavancin) u.þ.b. 60% af plasma AUC á 7. degi eftir skammt.

Umbrot

Umbrotsefni hafa ekki sést í marktæku magni í plasma manna. Umbrotsefnin hýdroxýdalbavancin og mannosýlaglýkon hafa fundist í þvagi (< 25% af gefnum skammti). Umbrotsleiðir sem leiða til myndunar þessara umbrotsefna hafa ekki fundist. Ekki er þó búist við milliverkun lyfja vegna hömlunar eða virkjunar umbrota dalbavancins vegna þess að umbrot gegna tiltölulega litlu hlutverki í heildarniðurbroti dalbavancins. Hýdroxýdalbavancin og mannósýlaglýkón hafa mun minni virkni gegn bakteríum samanborið við dalbavancin.

Brotthvarf

Eftir gjöf á stökum 1.000 mg skammti hjá heilbrigðum einstaklingum skildist að meðaltali 19% til 33% af gefnum dalbavancin skammti út í þvagi sem dalbavancin og 8% til 12% sem umbrotsefnið hýdroxý dalbavancin. Um það bil 20% af gefnum skammti skildist út í hægðum.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Lyfjahvörf dalbavancins voru metin hjá 28 einstaklingum með mismunandi mikið skerta nýrnastarfsemi og hjá 15 samsvarandi viðmiðunareinstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Eftir stakan 500 mg eða 1.000 mg skammt af dalbavancini minnkaði meðalúthreinsun (CLT) í plasma um 11%, 35% og 47% hjá sjúklingum með væga (CLCR 50 - 79 ml/mín), í meðallagi mikla

(CLCR 30 - 49 ml/mín) og alvarlega (CLCR < 30 ml/mín) skerta nýrnastarfsemi, í þeirri röð, samanborið

við einstaklinga með eðlilega nýrnastarfsemi. Meðal AUC hjá sjúklingum með kreatínínúthreinsun

< 30 ml/mín var u.þ.b. 2-falt hærra. Ekki hefur verið sýnt fram á klínískt mikilvægi minnkunarinnar á meðal CLT í plasma og tengdrar hækkunar á AUC0-∞ sem tekið var eftir í lyfjahvarfarannsóknum á dalbavancini hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Lyfjahvörf dalbavancins hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi, sem voru í reglubundinni skilunarmeðferð (3 sinnum/viku), voru svipuð því sem sást hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi mikið skerta nýrnastarfsemi. Búið var að fjarlægja minna en 6% af gefnum skammti 3 klst. eftir blóðskilunarmeðferð. Sjá leiðbeiningar í kafla 4.2 varðandi skömmtun handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Lyfjahvörf dalbavancins voru metin hjá 17 einstaklingum með væga, í meðallagi mikla eða alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og borin saman við 9 samsvarandi einstaklinga með eðlilega lifrarstarfsemi. Meðal AUC var óbreytt hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi samanborið við sjúklinga með eðlilega lifrarstarfsemi. Þó minnkaði meðal AUC um 28% og 31%, í þeirri röð, hjá sjúklingum sem voru með í meðallagi mikla og alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Ástæður og klínískt mikilvægi minnkaðrar útsetningar hjá einstaklingum með í meðallagi mikla og alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi eru óþekkt. Sjá leiðbeiningar í kafla 4.2 varðandi skömmtun handa sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Kyn

Ekki hefur sést klínískt marktækur, kynbundinn munur á lyfjahvörfum dalbavancins hjá heilbrigðum einstaklingum eða hjá sjúklingum með sýkingar. Ekki er mælt með skammtaaðlögun eftir kynjum.

Aldraðir

Lyfjahvörf dalbavancins breyttust ekki marktækt eftir aldri. Þess vegna er ekki þörf á skammtaaðlögun eftir aldri (sjá kafla 4.2). Reynsla af dalbavancini hjá öldruðum er takmörkuð: 276 sjúklingar ≥ 75 ára tóku þátt í klínískum 2./3. stigs rannsóknum þar sem 173 fengu dalbavancin. Sjúklingar allt að 93 ára að aldri hafa tekið þátt í klínískum rannsóknum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Xydalba hjá börnum frá fæðingu til < 18 ára aldurs.

Alls 10 börnum á aldrinum 12 til 16 ára með sýkingar sem voru að ganga til baka voru gefnir stakir skammtar af dalbavancini, ýmist 1.000 mg (líkamsþyngd ≥ 60 kg) eða

15 mg/kg (líkamsþyngd < 60 kg).

Meðal plasmaþéttni dalbavancins miðað við AUCinf (17.495 µg•klst./ml og 16.248 µg •klst./ml) og Cmax (212 µg/ml og 191 µg/ml) var svipuð, hvort sem það var gefið börnum (12-16 ára) sem vógu

> 60 kg ( 61,9 - 105,2 kg) sem 1.000 mg eða börnum sem vógu < 60 kg (47,9-58,9 kg) sem 15 mg/kg. Helmingunartími (t½) virtist svipaður fyrir 1.000 mg og 15 mg/kg dalbavancin-skammta þar sem meðalgildin voru 227 og 202 klst., í þeirri röð. Í rannsókninni var öryggi dalbavancins hjá sjúklingum á aldrinum 12 til 16 ára í samræmi við öryggi sem sást hjá fullorðnum sem fengu meðferð með dalbavancini.

5.3Forklínískar upplýsingar

Eiturverkanir dalbavancins hafa verið metnar eftir daglega gjöf í bláæð í allt að 3 mánuði hjá rottum og hundum. Skammtaháðar eiturverkanir tóku meðal annars til sermisefnafræðilegra og vefjafræðilegra vísbendinga um vefjaskemmdir í nýrum og lifur, minnkaðra rauðkornabreyta og ertingar á stungustað. Það sáust eingöngu skammtaháð viðbrögð hjá hundum við innrennsli, sem einkenndust af húðþrota og/eða roða (ekki í tengslum við stungustað), slímhúðarfölva, munnvatnsrennsli, uppköstum, slævingu og lítilsháttar blóðþrýstingslækkun og aukinni hjartsláttartíðni. Viðbrögðin við innrennslinu voru skammvinn (gengu yfir á innan við 1 klst.) og voru

rakin til histamínlosunar. Eiturverkanir dalbavancins hjá ungum rottum voru í samræmi við það sem áður sást hjá fullorðnum rottum við sömu skammtastærðir (mg/kg/dag).

Rannsóknir á eiturverkunum á æxlun hjá rottum og kanínum gáfu ekki til kynna nein vanskapandi áhrif. Hjá rottum minnkaði frjósemi og tíðni fósturvísadauða jókst, það dró úr fósturþyngd og beinmyndun og nýburadauði jókst við styrk sem var u.þ.b. 3-falt yfir klínískum styrk. Fósturlát varð hjá kanínum í tengslum við eiturverkun á móður undir meðferðarútsetningu hjá mönnum.

Ekki hafa farið fram langtímarannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum. Dalbavancin olli hvorki stökkbreytingum né litningabrenglun í röð in vitro og in vivo rannsókna á eiturverkun á erfðaefni.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól (E421)

Laktósaeinhýdrat

Saltsýra (til að stilla sýrustig)

Natríumhýdroxíð (til að stilla sýrustig)

6.2Ósamrýmanleiki

Natríumklóríðlausnir geta valdið útfellingum og má ekki nota til blöndunar eða þynningar (sjá kafla 6.6).

Ekki má blanda þessu lyfi við önnur lyf eða innrennslislausnir en þær sem nefndar eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

Þurrt duft: 4 ár.

Sýnt hefur verið fram á að efnafræðilegan og eðlisfræðilegan stöðugleika Xydalba eftir að það hefur verið tekið í notkun, bæði blandað þykkni og þynnta lausn í 48 klst. við eða undir 25°C. Heildartími frá blöndun til gjafar má ekki vera lengri en 48 klst.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið þegar í stað. Ef það er ekki notað þegar í stað eru geymslutími og geymsluskilyrði fyrir notkun á ábyrgð notanda og ættu venjulega ekki að vera lengri en 24 klst. við 2 til 8°C nema blöndun/þynning hafi farið fram við stýrðar og gildaðar aðstæður að viðhafðri smitgát. Má ekki frjósa.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins fyrir notkun, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Einnota 48 ml hettuglas úr gleri af gerð I með með tappa úr gúmmílíki og grænu smelluinnsigli.

Hver pakkning inniheldur 1 hettuglas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Blanda skal Xydalba með sæfðu vatni fyrir stungulyf og síðan þynna með 50 mg/ml (5%) af glúkósalausn til innrennslis.

Xydalba hettuglös eru eingöngu einnota.

Leiðbeiningar um blöndun og þynningu

Viðhafa skal smitgát við blöndun og þynningu Xydalba.

1.Innihald hvers hettuglass skal blandað með því að bæta rólega við 25 ml af vatni fyrir stungulyf.

2.Hristið ekki. Til að komast hjá froðumyndun skal skipta á milli þess að hringsnúa og hvolfa hettuglasinu varlega uns innihaldið er fullkomlega uppleyst. Blöndun getur tekið allt að

5 mínútum.

3.Blandaða þykknið í hettuglasinu inniheldur 20 mg/ml af dalbavancini.

4.Blandaða þykknið skal vera tær, litlaus til gul lausn án sýnilegra agna.

5.Blandaða þykknið skal þynnt enn frekar með 50 mg/ml (5%) af glúkósalausn til innrennslis.

6.Til að þynna blandaða þykknið skal færa viðeigandi rúmmál af 20 mg/ml þykkni frá hettuglasinu yfir í innrennslispoka eða -flösku sem inniheldur 50 mg/ml (5%) glúkósalausn til innrennslis. Til dæmis: 25 ml af þykkninu innihalda 500 mg af dalbavancini.

7.Eftir þynningu skal innrennslislausnin hafa lokaþéttnina 1 til 5 mg/ml af dalbavancini.

8.Innrennslislausnin skal vera tær, litlaus til gul lausn án sýnilegra agna.

9.Ef lausnin inniheldur agnir eða er mislit skal farga henni.

Xydalba má ekki blanda við önnur lyf eða innrennslislausnir. Natríumklóríðlausnir geta valdið útfellingum og má EKKI nota til blöndunar eða þynningar. Eingöngu hefur verið sýnt fram á samrýmanleika blandaðs Xydalba þykknis með 50 mg/ml (5%) glúkósalausn til innrennslis.

Förgun

Farga skal leifum blönduðu lausnarinnar.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Allergan Pharmaceuticals International Ltd., Clonshaugh Industrial Estate, Coolock, Dublin 17,

Írland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/986/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. febrúar 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf