Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zavicefta (ceftazidime / avibactam) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J01

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZavicefta
ATC-kóðiJ01
Efniceftazidime / avibactam
FramleiðandiAstraZeneca AB

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Zavicefta 2 g/0,5 g stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur ceftazidim pentahydrat sem jafngildir 2 g ceftazidim og avibactam natríum sem jafngildir 0,5 g avibactam.

Eftir blöndun inniheldur 1 ml af lausn 167,3 mg af ceftazidimi og 41,8 mg af avibactami (sjá kafla 6.6).

Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert hettuglas inniheldur 6,44 mmól af natríum (u.þ.b. 148 mg).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn (þykknisstofn).

Hvítt til gult duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Zavicefta er ætlað til meðferðar á eftirfarandi sýkingum hjá fullorðnum (sjá kafla 4.4 og 5.1):

Flóknum sýkingum í kviðarholi

Flóknum þvagfærasýkingum, þ.m.t. nýra- og nýraskjóðubólga

Lungnabólgu sem smitast hefur á sjúkrahúsi, þ.m.t. öndunarvélatengdri lungnabólgu

Zavicefta er einnig ætlað til meðferðar á sýkingum vegna loftháðra Gram-neikvæðra baktería hjá fullorðnum sjúklingum með takmarkaða meðferðarmöguleika (sjá kafla 4.2, 4.4 og 5.1).

Taka þarf tillit til opinberra leiðbeininga um viðeigandi notkun bakteríulyfja.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Ráðlagt er að nota Zavicefta til meðferðar á sýkingum vegna loftháðra Gram-neikvæðra lífvera hjá fullorðnum sjúklingum með takmarkaða meðferðarmöguleika einungis eftir ráðgjöf læknis með viðeigandi reynslu í meðferð smitsjúkdóma (sjá kafla 4.4).

Skammtar

Í töflu 1 er sýndur ráðlagður skammtur í bláæð fyrir sjúklinga með áætlaða kreatínín úthreinsun (CrCl) ≥51 ml/mín. (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Tafla 1 Ráðlagður skammtur í bláæð fyrir sjúklinga með áætlaða kreatínín úthreinsun ≥51 ml/mín.1

Tegund sýkingar

Skammtur

Tíðni

Innrennslis-

Meðferðarlengd

 

af

 

tími

 

 

ceftazidimi/

 

 

 

 

avibactami

 

 

 

Flóknar sýkingar í

2 g/0,5 g

Á 8 klst.

2 klst.

5-14 sólarhringar

kviðarholi2, 3

 

fresti

 

 

Flóknar þvagfærasýkingar

2 g/0,5 g

Á 8 klst.

2 klst.

5-10 sólarhringar 4

þ.m.t. nýra- og

 

fresti

 

 

nýraskjóðubólga3

 

 

 

 

Lungnabólga sem smitast

2 g/0,5 g

Á 8 klst.

2 klst.

7-14 sólarhringar

hefur á sjúkrahúsi þ.m.t.

 

fresti

 

 

öndunarvélatengd

 

 

 

 

lungnabólga3

 

 

 

 

Sýkingar af völdum

2 g/0,5 g

Á 8 klst.

2 klst.

Fer eftir alvarleika

loftháðra Gram-neikvæðra

 

fresti

 

sýkingar,

baktería hjá sjúklingum með

 

 

 

sýkingarvaldinum og

takmarkaða

 

 

 

klínískri og

meðferðarmöguleika2, 3

 

 

 

bakteríufræðilegri

 

 

 

 

framvindu hjá sjúklingi5

1Kreatínín úthreinsun áætluð með því að nota Cockcroft-Gault formúluna

2Á að nota samhliða metronidazoli þegar þekkt er eða grunur er um að loftfælnir sýkingarvaldar stuðli að sýkingarferlinu

3Á að nota samhliða bakteríudrepandi lyfi gegn Gram-jákvæðum sýklum þegar þekkt er eða grunur er um að þeir stuðli að sýkingarferlinu

4Heildarmeðferðarlengdin sem er sýnd getur falið í sér Zavicefta í bláæð og í kjölfarið viðeigandi meðferð til inntöku

5Mjög takmörkuð reynsla er af notkun Zavicefta lengur en í 14 daga

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá öldruðum sjúklingum (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (áætluð kreatínín úthreinsun ≥ 51 - ≤ 80 ml/mín.) (sjá kafla 5.2).

Í töflu 2 er sýnd ráðlögð skammtaaðlögun hjá sjúklingum með áætlaða kreatínín úthreinsun ≤ 50 ml/mín. (sjá kafla 4.4. og 5.2).

Tafla 2 Ráðlagðir skammtar í bláæð hjá sjúklingum með áætlaða kreatínín úthreinsun (CrCL) ≤50 ml/mín.1

Áætluð CrCL

Skammtur2

Tíðni

Innrennslistími

(ml/mín.)

 

 

 

31-50

1 g/0,25 g

Á 8 klst. fresti

2 klst.

16-30

0,75 g/0,1875 g

Á 12 klst. fresti

2 klst.

6-15

0,75 g/0,1875 g

Á 24 klst. fresti

2 klst.

Með nýrnasjúkdóm á lokastigi

0,75 g/0,1875 g

Á 48 klst. fresti

2 klst.

þ.m.t. í blóðskilun3

 

 

 

1CrCL metið með Cockcroft-Gault aðferð

2Ráðleggingar um skammta eru byggðar á lyfjahvarfalíkani

3Ceftazidim og avibactam skiljast út með blóðskilun (sjá kafla 4.9 og 5.2). Lyfjagjöf Zavicefta á blóðskilunardögum skal fara fram eftir að blóðskilun lýkur.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Zavicefta er gefið með innrennsli í bláæð á 120 mínútum í 100 ml innrennslisrúmmáli.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Ofnæmi fyrir einhverju bakteríulyfi af cefalosporin flokki.

Alvarlegt ofnæmi (t.d. bráðaofnæmisviðbrögð, alvarleg húðviðbrögð) fyrir einhverri annarri tegund beta-laktam bakteríulyfja (t.d. penicillini, monobactami eða carbapenemum).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmisviðbrögð

Alvarleg og stundum banvæn ofnæmisviðbrögð eru hugsanleg (sjá kafla 4.3 og 4.8). Ef ofnæmisviðbrögð koma fyrir skal hætta meðferð með Zavicefta samstundis og hefja viðeigandi bráðameðferð.

Áður en meðferð er hafin skal ganga úr skugga um hvort sjúklingurinn hafi sögu um ofnæmisviðbrögð við ceftazidimi, við öðrum cefalosporinum eða einhverri annarri tegund beta-laktam bakteríulyfja. Gæta skal varúðar ef ceftazidim/avibactam er gefið sjúklingum með sögu um ofnæmi sem ekki er alvarlegt, fyrir penicillinum, monobactamlyfjum eða carbapenemum.

Niðurgangur af völdum Clostridium difficile

Greint hefur verið frá niðurgangi af völdum Clostridium difficile við notkun ceftazidims/avibactams og getur alvarleiki verið á bilinu vægur til lífshættulegur. Hafa skal þessa sjúkdómsgreiningu í huga hjá sjúklingum sem fá niðurgang meðan á eða eftir gjöf Zavicefta (sjá kafla 4.8). Íhuga skal að hætta meðferð með Zavicefta og gefa sértæka meðferð við Clostridium difficile. Ekki má gefa lyf sem hindra þarmahreyfingar.

Skert nýrnastarfsemi

Brotthvarf ceftazidims og avibactams er um nýru, því skal minnka skammtinn í samræmi við hversu mikið skert nýrnastarfsemi er (sjá kafla 4.2). Stöku sinnum hefur verið greint frá taugafræðilegum afleiðingum, þ.m.t. skjálfta, vöðvarykkjakrampa, síflogum án krampa, krampa, heilakvilla og dái, við notkun ceftazidims þegar skammturinn hefur ekki verið minnkaður hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er ráðlagt að fylgjast náið með áætlaðri kreatínínúthreinsun. Hjá sumum sjúklingum getur kreatínínúthreinsun sem er metin út frá kreatíníni í sermi breyst fljótt, sérstaklega snemma í meðferð sýkingarinnar.

Eiturverkanir á nýru

Samhliðameðferð með stórum skömmtum af cefalosporinum og lyfjum sem hafa eiturverkanir á nýru, eins og aminoglycosidum eða öflugum þvagræsilyfjum (t.d. furosemidi), getur haft aukaverkanir á nýrnastarfsemi.

Mótefnavending á beinu andglóbúlínprófi (DAGT eða Coombs próf) og hugsanleg hætta á rauðalosblóðleysi

Notkun ceftazidims/avibactams getur valdið því að beint andglóbúlínpróf verði jákvætt (DAGT eða Coombs próf) sem getur truflað krossprófun á blóði og/eða getur valdið sjálfnæmisrauðalosblóðleysi af völdum lyfja (sjá kafla 4.8). Þó að mótefnavending á beinu andglóbúlínprófi hjá sjúklingum sem fengu Zavicefta væri mjög algeng í klínískum rannsóknum (áætlað bil mótefnavendingar í III. stigs rannsóknum var 3,2% til 20,8% hjá sjúklingum með neikvætt Coombs próf í upphafi og a.m.k eitt próf í eftirfylgni) voru engin merki um blóðlýsu hjá sjúklingum sem mynduðu jákvæð bein andglóbúlínpróf meðan á meðferð stóð. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að rauðalosblóðleysi geti komið fyrir í tengslum við meðferð með Zavicefta. Rannsaka á þennan möguleika hjá sjúklingum þar sem blóðleysi kemur fram meðan á meðferð stendur eða eftir meðferð með Zavicefta.

Takmörkun klínískra gagna

Klínískar rannsóknir á verkun og öryggi Zavicefta hafa verið gerðar á flóknum sýkingum í kviðarholi, flóknum þvagfærasýkingum og lungnabólgu sem smitast hefur á sjúkrahúsi (þ.m.t. öndunarvélatengdri lungnabólgu).

Flóknar sýkingar í kviðarholi

Ítveimur rannsóknum á sjúklingum með flóknar sýkingar í kviðarholi var algengasta greiningin (um það bil 42%) sprunginn botnlangi eða ígerð við botnlanga. Um það bil 87% sjúklinga voru með APACHE II stig ≤ 10 og 4,0% voru með blóðsýkingu (bacteraemia) í upphafi. Dauðsfall varð hjá 2,1% (18/857) sjúklinga sem fengu Zavicefta og metronidazol og hjá 1,4% (12/863) sjúklinga sem fengu meropenem.

Íundirhópi með grunngildi kreatínínúthreinsunar 30 til 50 ml/mín. varð dauðsfall hjá 16,7% (9/54) sjúklinga sem fengu Zavicefta og metronidazol og hjá 6,8% (4/59) sjúklinga sem fengu meropenem. Sjúklingar með kreatínínúthreinsun 30 til 50 ml/mín. fengu lægri skammt af Zavicefta en ráðlagður er hjá sjúklingum í þessum undirhópi.

Flóknar þvagfærasýkingar

Í tveimur rannsóknum á sjúklingum með flóknar þvagfærasýkingar voru 381/1091 (34,9 %) sjúklingar með flóknar þvagfærasýkingar án nýra- og nýraskjóðubólgu í upphafi rannsóknar en 710 (65,1%) voru með bráða nýra- og nýraskjóðubólgu (mMITT þýði). Samtals 81 sjúklingur (7,4%) með flókna þvagfærasýkingu var með blóðsýkingu í upphafi.

Lungnabólga sem smitast hefur á sjúkrahúsi, þ.m.t. öndunarvélatengd lungnabólga

Í einni rannsókn hjá sjúklingum með lungnabólgu sem smitast hefur á sjúkrahúsi voru 280/808 (34,7%) með öndunarvélatengda lungnabólgu og 40/808 (5,0%) voru með blóðsýkingu við upphaf rannsóknar.

Sjúklingar með takmarkaða meðferðarmöguleika

Notkun ceftazidims/avibactams til meðferðar hjá sjúklingum með sýkingar af völdum Gram-neikvæðra loftháðra sýkingarvalda með takmarkaða meðferðarmöguleika er byggð á reynslu af ceftazidimi einu og sér og á greiningu á lyfjahvarfa/lyfhrifa tengslum ceftazidims/avibactams (sjá kafla 5.1).

Virknisvið ceftazidimids/avibactams

Ceftazidim hefur litla eða enga virkni gegn meirihluta Gram-jákvæðra baktería og loftfælinna baktería (sjá kafla 4.2 og 5.1). Nota ætti viðbótar bakteríulyf þegar þekkt er eða grunur er um að þessir sýkingarvaldar stuðli að sýkingarferlinu.

Í hömlunarsviði avibactams eru mörg ensímanna sem óvirkja ceftazidim, þ.á m. beta-laktamasi af Ambler flokki A og beta-laktamasi af flokki C. Avibactam hamlar ekki ensímum af flokki B (málm-beta-laktamasar) og getur ekki hamlað mörgum ensímum af flokki D (sjá kafla 5.1).

Ónæmir sýklar

Langtíma notkun getur leitt til ofvaxtar á ónæmum sýklum (t.d. enterokokkum, sveppum), sem getur gert hlé á meðferð nauðsynlegt eða aðrar viðeigandi aðgerðir.

Milliverkanir við rannsóknastofupróf

Ceftazidim gæti truflað aðferðir sem byggja á afoxun kopars (Benedicts, Fehlings, Clinitest) til að greina sykur í þvagi og gæti valdið fölsku jákvæðu svari. Ceftazidim truflar ekki ensímpróf fyrir sykri í þvagi.

Natríumskert fæði

Hvert hettuglas inniheldur samtals 6,44 mmól af natríum (u.þ.b. 148 mg). Taka þarf tillit til þessa þegar Zavicefta er gefið sjúklingum sem eru á natríumskertu fæði.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

In vitro er avibactam hvarfefni OAT1 og OAT3 ferja sem gæti átt þátt í virkri upptöku avibactams úr blóði og því haft áhrif á útskilnað þess. Probenecid (öflugur OAT hemill) hamlar þessa upptöku um 56% til 70% in vitro og gæti þess vegna breytt brotthvarfi avibactams. Vegna þess að klínískar rannsóknir á milliverkunum avibactams og probenecids hafa ekki verið gerðar er samhliðanotkun avibactams og probenecids ekki ráðlögð.

Avibactam sýndi ekki marktæka hömlun á sýtókróm P450 ensímum in vitro. Avibactam og ceftazidim sýndu ekki örvun á sýtókróm P450 in vitro við klínískt mikilvæga þéttni. Á klínískt mikilvæga útsetningarbilinu hömluðu avibactam og ceftazidim ekki aðalferjum nýrna eða lifrar, því er talinn lítill möguleiki á milliverkunum milli þessara ferla.

Klínísk gögn hafa sýnt fram á að engin milliverkun er milli ceftazidims og avibactams, og milli ceftazidims/avibactams og metronidazols.

Aðrar tegundir milliverkana

Samhliðameðferð með háum skömmtum af cefalosporinum og lyfjum sem hafa eiturverkanir á nýru, eins og aminoglycosidum eða öflugum þvagræsilyfjum (t.d. furosemidi), getur haft aukaverkanir á nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).

Chloramphenicol hemur virkni ceftazidims og annarra cefalosporina in vitro. Ekki er vitað hvort þetta hefur klíníska þýðingu en vegna möguleikans á hamlandi áhrifum in vivo á að forðast samhliðanotkun þessara lyfja.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Dýrarannsóknir með ceftazidimi benda ekki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Dýrarannsóknir með avibactami hafa sýnt eiturverkanir á æxlun án vísbendinga um vanskapandi áhrif (sjá kafla 5.3).

Ceftazidim/avibactam á aðeins að nota á meðgöngu ef mögulegur ávinningur er meiri en möguleg áhætta.

Brjóstagjöf

Ceftazidim skilst út í brjóstamjólk í litlu magni. Ekki er vitað hvort avibactam skilst út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með ceftazidimi/avibactami.

Frjósemi

Áhrif ceftazidims/avibactams á frjósemi manna hafa ekki verið rannsökuð. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi úr dýrarannsóknum með ceftazidimi. Dýrarannsóknir með avibactami benda ekki til skaðlegra áhrifa með tilliti til frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Aukaverkanir geta komið fyrir (t.d. sundl) sem geta haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla eftir lyfjagjöf Zavicefta (sjá kafla 4.8).

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Í sjö II. stigs og III. stigs klínískum rannsóknum fengu 2.024 fullorðnir sjúklingar meðferð með Zavicefta. Algengustu aukaverkanirnar sem komu fram hjá ≥5% sjúklinga sem fengu meðferð með Zavicefta voru jákvæð bein Coombs próf, ógleði og niðurgangur. Ógleði og niðurgangur voru yfirleitt væg eða í meðallagi mikil.

Tafla með aukaverkunum

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum með ceftazidimi einu og sér og/eða í öllum II. stigs og III. stigs rannsóknunum með Zavicefta. Aukaverkanir eru flokkaðar eftir tíðni og líffæraflokki. Tíðniflokkun er fengin frá aukaverkunum og/eða frávikum á rannsóknarstofu sem geta mögulega haft klíníska þýðingu, og er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar (≥1/10)

Algengar (≥1/100 og <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 og<1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 og <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Tafla 3 Tíðni aukaverkana eftir líffæraflokkum

Líffæra-

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Koma örsjaldan

Tíðni ekki þekkt

flokkur

algengar

 

 

fyrir

 

Sýkingar af

 

Hvítsveppasýking

Ristilbólga af

 

 

völdum sýkla

 

(þ.m.t.

völdum

 

 

og sníkjudýra

 

leggangabólga og

Clostridium

 

 

 

 

þruska í munni)

difficile

 

 

 

 

 

Sýndarhimnu-

 

 

 

 

 

ristilbólga

 

 

Blóð og eitlar

Jákvæð

Rauðkyrningager

Daufkyrninga-

 

Kyrningaleysi

 

bein

 

fæð

 

 

 

Coombs

Blóðflagnager

 

 

Rauðalos-blóðleysi

 

próf

Blóðflagnafæð

Hvítfrumna-fæð

 

 

 

 

Fjölgun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

eitilfrumna í

 

 

 

 

 

blóði

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

Bráðaofnæmis-

 

 

 

 

 

viðbrögð

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

Náladofi

 

 

 

 

Sundl

 

 

 

Meltingarfæri

 

Niðurgangur

Bragðskyns-

 

 

 

 

Kviðverkur

truflun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ógleði

 

 

 

 

 

Uppköst

 

 

 

Lifur og gall

 

Hækkun á alanin

 

 

Gula

 

 

aminotransferasa

 

 

 

 

 

Hækkun á aspartat

 

 

 

 

 

aminotransferasa

 

 

 

 

 

Hækkun á

 

 

 

 

 

alkalínskum

 

 

 

 

 

fosfatasa í blóði

 

 

 

 

 

Hækkun á

 

 

 

 

 

gamma-glutamyl-

 

 

 

 

 

transferasa

 

 

 

 

 

Hækkun á laktat

 

 

 

 

 

dehydrogenasa í

 

 

 

 

 

blóði

 

 

 

Húð og

 

Dröfnu-örðu-útbrot

 

 

Eitrunardreplos

undirhúð

 

Ofsakláði

 

 

húðþekju

 

 

 

 

Stevens-Johnson

 

 

 

 

 

 

 

Kláði

 

 

heilkenni

 

 

 

 

 

Regnbogaroðaþot

 

 

 

 

 

Ofnæmisbjúgur

 

 

 

 

 

Lyfjaviðbrögð með

 

 

 

 

 

rauð-kyrningageri

 

 

 

 

 

og altækum

 

 

 

 

 

einkennum

 

 

 

 

 

(DRESS)

 

 

 

 

 

 

Nýru og

 

 

Hækkun á

Píplu- og

 

þvagfæri

 

 

kreatíníni í blóði

millivefs-

 

 

 

 

Hækkun á

nýrnabólga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

þvagefni í blóði

 

 

 

 

 

Bráð nýrnabilun

 

 

 

 

 

 

 

 

Almennar

 

Segamyndun á

 

 

 

aukaverkanir og

 

stungustað

 

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

íkomustað

 

Bláæðabólga á

 

 

 

 

 

stungustað

 

 

 

 

 

Hiti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun með ceftazidimi/avibactami getur haft taugafræðilegar afleiðingar þ.m.t. heilakvilla, krampa og dá, af völdum ceftazidims.

Minnka má sermisþéttni ceftazidims með blóðskilun eða kviðskilun. Á 4 klst. blóðskilunartíma var 55% af avibactamskammti fjarlægður.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Bakteríulyf til altækrar notkunar, ceftazidim, samsetningar, ATC-flokkur: J01DD52

Verkunarháttur

Ceftazidim hindrar myndun peptidoglycan bakteríuveggjar eftir bindingu við penicillin-bindiprótein (PBP), sem leiðir til sundrunar bakteríuveggjar og dauða bakteríunnar. Avibactam er beta-laktamasahemill, ekki af beta-laktamgerð, sem verkar með því að mynda samgild tengi við ensímið sem er stöðugt gegn vatnsrofi. Það hamlar bæði Ambler beta-laktamösum af flokki A og flokki C og sumum ensímum af flokki D, þ.á m. beta-laktamösum með útvíkkað virknisvið (extanded-spectrum beta-lactamases, ESBL), KPC og OXA-48 carbapenemösum og AmpC ensímum. Avibactam hamlar ekki ensímum af flokki B (málm-beta-laktamasar) og getur ekki hamlað mörgum ensímum af flokki D.

Ónæmi

Ónæmisferlar baktería sem geta hugsanlega haft áhrif á ceftazidim/avibactam geta verið stökkbreytt eða áunnin penicillin-bindiprótein, minna gegndræpi ytri himnu fyrir öðru hvoru efnanna, virkt útflæði á öðru hvoru efnanna og beta-laktamasa ensím sem hömlun avibactams verkar ekki á og geta valdið vatnsrofi á ceftazidimi.

Bakteríudrepandi verkun samhliða öðrum bakteríulyfjum

Hvorki var sýnt fram á samverkun né mótverkun í in vitro rannsóknum á samsettri lyfjagjöf ceftacidims/avibactams og metronidazols, tobramysins, levofloxasins, vancomysins, linezolids, colistins og tigecyclins.

Viðmiðunarmörk við næmisprófun

Viðmiðunarmörk lágmarksheftistyrks (Minimum Inhibitory Concentration (MIC)) samkvæmt EUCAST (European Committee on Antimicrobial Susceptibility Testing) fyrir ceftazidim/avibactam eru eftirfarandi:

Bakteríur

Næmi

Ónæmi

Enterobacteriaceae

≤8 mg/l

>8 mg/l

Pseudomonas aeruginosa

≤8 mg/l

>8 mg/l

Samband lyfjahvarfa/lyfhrifa

Örverueyðandi áhrif ceftazidims gegn sérstökum sýklum hafa reynst vera með mesta samsvörun við hlutfall tíma sem þéttni óbundins lyfs er yfir lágmarksheftistyrk ceftazidims/avibactams á skammtabilinu (%fT >MIC af ceftazidim/avibactam). Fyrir avibactam er PK-PD stuðull hlutfall tíma sem þéttni óbundins lyfs er yfir þröskuldsþéttni á skammtabilinu (%fT >CT).

Klínísk verkun gegn tilteknum sýklum

Í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á verkun gegn eftirfarandi sýklum sem voru næmir fyrir ceftazidimi/avibactami in vitro.

Flóknar sýkingar í kviðarholi

Gram-neikvæðar bakteríur

Citrobacter freundii

Enterobacter cloacae

Escherichia coli

Klebsiella oxytoca

Klebsiella pneumoniae

Pseudomonas aeruginosa

Flóknar þvagfærasýkingar

Gram-neikvæðar örverur

Escherichia coli

Klebsiella pneumoniae

Proteus mirabilis

Enterobacter cloacae

Pseudomonas aeruginosa

Lungnabólga sem smitast hefur á sjúkrahúsi, þ.m.t. öndunarvélatengd lungnabólga

Gram-neikvæðar örverur

Enterobacter cloacae

Escherichia coli

Klebsiella pneumoniae

Proteus mirabilis

Serratia marcescens

Pseudomonas aeruginosa

Klínísk verkun hefur ekki verið staðfest gegn eftirvarandi sýklum sem geta átt við samþykktar ábendingar þó að rannsóknir in vitro bendi til þess að þeir geti verið næmir fyrir ceftazidimi/avibactami ef áunnir ónæmisferlar eru ekki til staðar.

Gram-neikvæðar örverur

Citrobacter koseri

Enterobacter aerogenes

Morganella morganii

Proteus vulgaris

Providencia rettgeri

In-vitro upplýsingar benda til þess að eftirfarandi tegundir sé ekki næmar fyrir ceftazidimi/avibactami.

Staphylococcus aureus (sem er næmur og ónæmur fyrir methicillini)

Loftfælnar örverur

Enterococcus spp.

Stenotrophomonas maltophilia

Acinetobacter spp.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Zavicefta hjá einum eða fleiri undirhópum barna á meðferð við sýkingum í kviðarholi, þvagfærasýkingum, lungnabólgu og sýkingum af völdum Gram-neikvæðra baktería (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Dreifing

Próteinbinding ceftazidims hjá mönnum er u.þ.b. 10% og og avibactams u.þ.b. 8%. Dreifingarrúmmál ceftazidims við jafnvægi voru u.þ.b. 22 l og avibactams u.þ.b. 18 l, hjá heilbrigðum fullorðnum eftir marga skammta af 2.000 mg/500 mg ceftazidim/avibactam í innrennsli yfir 2 klst. á 8 klst. fresti. Bæði ceftazidim og avibactam komast í vökva í þekjuvef í berkjum hjá mönnum (human bronchial epithelial

lining fluid, ELF) að sama marki með þéttni u.þ.b. 30% af því sem er í blóðvökva. Tímasnið þéttni í ELF og plasma er svipað.

Ceftazidim kemst illa yfir heilbrigðan blóð-heila-þröskuld. Þéttni ceftazidims er 4 til 20 mg/l eða hærri í heila- og mænuvökva þegar heilahimnurnar eru bólgnar. Klínískar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á hvort avibactam kemst yfir blóð-heila-þröskuld, hins vegar var útsetning í heila- og mænuvökva, hjá kanínum með bólgnar heilahimnur, fyrir ceftazidimi 43% og avibactami 38% af plasma AUC. Ceftazidim fer auðveldlega yfir fylgju og skilst út í brjóstamjólk.

Umbrot

Ceftazidim umbrotnar ekki. Umbrot á avibactam sáust ekki í lifrarsýnum manna (netbólur og

lifrarfrumur). Óbreytt avibactam var stærsti lyfjatengdi þátturinn í mannaplasma og þvagi eftir gjöf [14C]-avibactams.

Brotthvarf

Lokahelmingunartími (t½) fyrir bæði ceftazidim og avibactam er u.þ.b. 2 klst. eftir gjöf í bláæð. Ceftazidim skilst óbreytt út í þvagi með gauklasíun; u.þ.b. 80-90% af skammtinum skilst út í þvagi á innan við 24 klst. Avibactam skilst óbreytt út í þvagi með nýrnaúthreinsun u.þ.b. 158 ml/mín., sem bendir til virkrar pípluseytingar til viðbótar við gauklasíun. U.þ.b. 97% af avibactam skammtinum skilst út í þvagi, 95% á innan við 12 klst. Minna en 1% af ceftazidimi skilst út í galli og minna en 0,25% af avibactami skilst út í hægðum.

Línulegt/ólínulegt samband

Lyfjahvörf bæði ceftazidims og avibactams eru u.þ.b. línuleg á skammtabilinu sem var rannsakað (50 mg til 2.000 mg) í stakri lyfjagjöf í bláæð. Uppsöfnun á ceftazidimi eða avibactami sást ekki að neinu marki eftir mörg innrennsli í bláæð með 2.000 mg/500 mg af ceftazidimi/avibactami á 8 klst. fresti í allt að 11 sólarhringa hjá heilbrigðum fullorðnum með eðlilega nýrnastarfsemi.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Brotthvarf ceftazidims og avibactams er minna hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða verulega skerta nýrnastarfsemi. Meðalaukning á AUC fyrir avibactam eru 3,8-föld og 7-föld hjá einstaklingum með miðlungsmikla eða verulega skerta nýrnastarfsemi, sjá kafla 4.2.

Skert lifrarstarfsemi

Væg til miðlungsmikið skert lifrarstarfsemi hafði ekki áhrif á lyfjahvörf ceftazidims hjá einstaklingum sem fengu 2 g í bláæð á 8 klst. fresti í 5 sólarhringa, svo framarlega sem nýrnastarfsemi var ekki skert. Lyfjahvörf ceftazidims hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi hafa ekki verið staðfest.

Lyfjahvörf avibactams hjá sjúklingum með einhverja skerðingu á lifrarstarfsemi hafa ekki verið rannsökuð.

Vegna þess að ceftazidim og avibactam virðast ekki gangast undir mikil umbrot í lifur er ekki búist við því að skert lifrarstarfsemi hafi marktæk áhrif á altæka úthreinsun á báðum virku efnunum.

Aldraðir sjúklingar (≥65 ára)

Minni úthreinsun á ceftazidimi sást hjá öldruðum sjúklingum sem var fyrst og fremst vegna aldurstengdrar minnkunar á úthreinsun nýrna á ceftazidimi. Meðal helmingunartími brotthvarfs ceftazidims var á bilinu 3,5 til 4 klst. eftir stakan 2 g skammt í bláæð á 12 klst. fresti hjá öldruðum sjúklingum 80 ára eða eldri.

Eftir stakan skammt í bláæð af 500 mg avibactam gefinn sem 30 mínútna inndæling í bláæð var helmingunartími avibactams hjá þeim öldruðu hægari, sem getur verið vegna aldurtengdrar minnkunar á úthreinsun nýrna.

Kyn og kynþáttur

Kyn eða kynþáttur hafa ekki þýðingarmikil áhrif á lyfjahvörf ceftazidims/avibactams.

5.3Forklínískar upplýsingar

Ceftazidim

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á æxlun eða eiturverkunum á erfðaefni. Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa ekki verið gerðar með ceftazidimi.

Avibactam

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta eða eiturverkunum á erfðaefni. Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa ekki verið gerðar með avibactami.

Eiturverkanir á æxlun

Hjá ungafullum kanínum sem fengu avibactam 300 og 1.000 mg/kg/sólarhring var skammtaháð lægri meðalþyngd fósturs og seinkuð beinmyndun, mögulega tengd eituráhrifum á móður. Útsetning í plasma við NOAEL móður og fósturs (100 mg/kg/sólarhring) benda til miðlungsmikilla til lágra öryggismarka.

Hjá rottum sáust engar aukaverkanir á þroska fósturvísis/fósturs eða frjósemi. Eftir lyfjagjöf avibactams á meðgöngu og mjólkurgjafartíma hjá rottum sáust engin áhrif á lifun unga, vöxt eða þroska, en það var aukning á tíðni víkkunar nýrnaskjóðu og þvagpípu hjá færri en 10% rottuunga við útsetningu móður meiri eða jafnt og u.þ.b. 1,5-falda útsetningu hjá mönnum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumkarbónat (vatnsfrítt)

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

Stofn (þurrt duft)

3 ár

Eftir blöndun

Blandað hettuglas á að nota þegar í stað.

Eftir þynningu

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í allt að 24 klst. við 2-8°C og síðan í allt að 12 klst. við lægri hita en 25°C.

Frá örverufræðilegu sjónarhorni á að nota lyfið tafarlaust. Ef það er ekki notað tafarlaust er geymslutími og aðstæður fyrir notkun á ábyrgð notandans og má yfirleitt ekki vera lengri en 24 klst. við 2-8°C, nema blöndun/þynning hafi átt sér stað við stýrðar og gildaðar aðstæður að viðhafðri smitgát.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

20 ml hettuglas úr gleri (gerð I) lokað með gúmmítappa (halobutyl) og álinnsigli með smelluloki.

Lyfið er fáanlegt í pakkningum með 10 hettuglösum.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Stofninn (duftið) verður að blanda með vatni fyrir stungulyf og þykknið sem myndast við það þarf síðan tafarlaust að þynna fyrir notkun. Blönduð lausnin er fölgul lausn og án agna.

Viðhafa skal staðlaðar aðferðir með smitgát við blöndun og lyfjagjöf lausnarinnar.

1.Setjið sprautunálina í gegnum tappann á hettuglasinu og dælið inn 10 ml af vatni fyrir stungulyf.

2.Dragið nálina út og hristið hettuglasið til að fá fram tæra lausn.

3.Ekki má stinga gaslosunarnál í fyrr en lyfið er uppleyst. Stingið gaslosunarnál í gegnum tappann á hettuglasinu til að draga úr þrýstingi.

4.Flytjið tafarlaust allt innihaldið (u.þ.b. 12,0 ml) af tilbúnu lausninni yfir í innrennslispoka. Minni skömmtum má ná með því að flytja viðeigandi rúmmál af tilbúnu lausninni í innrennslispoka, byggt á innihaldi af ceftazidimi 167,3 mg/ml og avibactami 41,8 mg/ml. 1.000 mg/250 mg skammti er náð með 6,0 ml af lausninni og 750 mg/187,5 mg skammti er náð með 4,5 ml af lausninni.

Athugið: Til að viðhalda sótthreinsun lyfsins er mikilvægt að nál til gaslosunar sé ekki stungið í gegnum tappann á hettuglasinu fyrr en lyfið er að fullu uppleyst.

Blanda á hettuglös með ceftazidimi/avibactami dufti með 10 ml af vatni fyrir stungulyf, og hrista þar til innihaldið leysist upp. Innrennslispoki má innihalda eitthvað af eftirfarandi: natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyf, lausn, glúkósa 50 mg/ml (5%) stungulyf, lausn, natríumklóríð 4,5 mg/ml og glúkósa 25 mg/ml stungulyf, lausn (0,45% natríumklóríð og 2,5% glúkósi) eða Ringer-laktatlausn. Nota má 100 ml innrennslispoka til að útbúa innrennslið, miðað við rúmmálsþörf sjúklingsins. Heildartíminn sem má líða frá því blöndun hefst og þar til undirbúningi innrennslis í bláæð er lokið má ekki vera lengri en 30 mínútur.

Hvert hettuglas er einnota.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1109/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

24. júní 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf