Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zoely (nomegestrol acetate / estradiol) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03AA14

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZoely
ATC-kóðiG03AA14
Efninomegestrol acetate / estradiol
FramleiðandiTeva B.V.

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Zoely 2,5 mg/1,5 mg filmuhúðaðar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Virkar hvítar filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg nomegestról acetat og 1,5 estradíól (sem hemihydrat).

Gular filmuhúðaðar lyfleysutöflur: Taflan inniheldur ekki virk efni.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver hvít filmuhúðuð tafla inniheldur 57,71 mg af laktósaeinhýdrati.

Hver gul filmuhúðuð tafla inniheldur 61,76 mg af laktósaeinhýdrati.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla).

Virkar filmuhúðaðar töflur: hvítar, kringlóttar og merktar með „ne“ á báðum hliðum. Filmuhúðaðar lyfleysutöflur: gular, kringlóttar og merktar með „p“ á báðum hliðum.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Getnaðarvarnartöflur til inntöku.

Við ákvörðun um að ávísa Zoely skal taka tillit til núverandi áhættuþátta konunnar, sérstaklega varðandi bláæðasegarek (VTE) og hvernig hættan á bláæðasegareki með Zoely er samanborið við aðrar samsettar hormónagetnaðarvarnir (sjá kafla 4.3 og 4.4).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Taka skal eina töflu á dag í 28 daga samfleytt. Í þynnupakkningunni á að byrja á 24 hvítum virkum töflum og í lokin koma 4 gular lyfleysutöflur. Þegar þynnupakkningin er búin er haldið áfram með næstu pakkningu án þess að gera hlé á inntöku taflnanna og án tillits til þess hvort tíðablæðingar standa yfir eða eru ekki hafnar. Tíðablæðingar hefjast að jafnaði 2 til 3 dögum eftir að síðasta hvíta taflan er tekin og kunna að standa yfir enn þegar byrjað er á næstu þynnupakkningu. Sjá einnig „Stjórn á tíðahring“ í kafla 4.4.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Þó að upplýsingar hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi liggi ekki fyrir er ólíklegt að skert nýrnastarfsemi hafi áhrif á brotthvarf nomegestról acetats og estradíóls.

Skert lifrarstarfsemi

Klínískar rannsóknir á sjúklingum með lifrarbilun hafa ekki verið gerðar. Þar sem umbrot sterahormóna gæti verið skert hjá sjúklingum með alvarlegan lifrarsjúkdóm er Zoely ekki ætlað þessum konum meðan gildi prófa á lifrarstarfsemi eru ekki orðin eðlileg (sjá kafla 4.3).

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Hvernig taka á Zoely

Töflu á að taka á svipuðum tíma á hverjum degi án tillits til máltíða. Töflurnar á að taka með dálitlum vökva, ef þörf er á, í þeirri röð sem þynnan sýnir. Límmiðar auðkenndir með 7 dögum vikunnar fylgja með. Konan á að velja límmiðann sem byrjar á þeim degi sem hún byrjar að taka töflurnar og líma hann á þynnupakkninguna.

Hvernig byrjað er að taka Zoely

Ef ekki hefur verið notuð hormónagetnaðarvörn (mánuðinn áður)

Byrja á að taka töflurnar á 1. degi tíðahrings (þ.e. á fyrsta degi tíðablæðinga). Ef það er gert þarf ekki að nota aðra getnaðarvörn.

Þegar skipt er frá annarri tegund samsettra hormónagetnaðarvarna (samsettra getnaðarvarnartaflna, skeiðarhring eða forðaplástri)

Konan á helst að byrja að taka Zoely daginn eftir síðustu virku getnaðarvarnartöflu (síðasta taflan sem inniheldur virku efnin) af fyrri tegund getnaðarvarnartaflna eða í síðasta lagi daginn eftir venjulegt töfluhlé eða lyfleysutöflutímabil fyrri tegundarinnar. Ef notaður hefur verið skeiðarhringur eða forðaplástur á konan að hefja notkun Zoely sama dag og getnaðarvörnin er fjarlægð en í síðasta lagi þegar komið er að næstu ísetningu.

Við skipti frá hreinum gestógenlyfjum (míni-pillu, vefjalyfi (implant), stungulyfi) eða hormónalykkju í legi

Konan má skipta frá míni-pillu hvaða dag sem er og byrja á Zoely daginn eftir. Fjarlægja má vefjalyf (implant) eða lykkju í legi hvaða dag sem er og byrja á Zoely sama dag. Þegar skipt er frá stungulyfi skal byrja á Zoely þegar gefa ætti stungulyfið næst. Í öllum þessum tilvikum er ráðlagt að nota einnig getnaðarvörn án hormóna fyrstu 7 dagana sem hvítu virku töflurnar eru teknar samfellt.

Eftir fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu

Hægt er að byrja að taka töflurnar strax. Sé það gert er ekki nauðsynlegt að nota aðra getnaðarvörn samtímis.

Eftir fæðingu eða fósturlát á öðrum þriðjungi meðgöngu

Ráðlagt er að byrja notkun lyfsins á 21.-28. degi eftir fæðingu eða fósturlát á öðrum þriðjungi meðgöngu. Þegar byrjað er að nota lyfið seinna er jafnframt ráðlagt að nota getnaðarvörn án hormóna þar til hvítu töflurnar hafa verið teknar samfleytt í 7 daga. Hafi konan haft samfarir skal útiloka þungun áður en byrjað er að taka samsettu getnaðarvarnartöflurnar eða bíða eftir fyrstu blæðingum. Konur með barn á brjósti – sjá kafla 4.6.

Ef gleymist að taka töflu

Eftirfarandi ráðleggingar eiga einungis við ef gleymist að taka hvítu virku töflurnar:

Ef töku virku töflunnar seinkar um minna en 24 klst., dregur það ekki úr getnaðarvörninni. Konu ber að taka töfluna strax og hún man eftir því og að taka næstu töflu á venjulegum tíma.

Þegar töku virku töflunnar seinkar um 24 klst. eða meira getur það dregið úr getnaðarvörninni. Hafa má þessar tvær grundvallarreglur í huga þegar gleymst hefur að taka töflu:

Það þarf að taka hvítu virku töflurnar í 7 daga samfleytt til að ná nægilegri bælingu undirstúku- heiladinguls-eggjakerfis-öxuls.

Eftir því sem fleiri hvítar virkar töflurnar gleymast og því nær sem þær eru 4 gulu lyfleysutöflunum aukast líkur á þungun.

Konan á að taka síðustu hvítu töfluna sem gleymdist strax og hún man eftir því, jafnvel þótt þurfi að taka tvær töflur á sama tíma. Síðan heldur hún áfram að taka töflurnar á venjulegum tíma. Að auki skal nota getnaðarvörn án hormóna t.d. smokk þar til hvítu töflurnar hafa verið teknar samfleytt í 7 daga. Hafi hún haft samfarir á síðustu 7 dögum ber að íhuga hvort hún geti verið þunguð.

Dagur 8-17

Konan á að taka síðustu hvítu töfluna sem gleymdist strax og hún man eftir því, jafnvel þótt þurfi að taka tvær töflur á sama tíma. Síðan heldur hún áfram að taka töflurnar á venjulegum tíma. Ekki er nauðsynlegt að nota aðra getnaðarvörn að því tilskildu að konan hafi tekið töflurnar rétt í 7 daga áður en fyrsta taflan gleymdist. Ef konan hefur hinsvegar gleymt að taka fleiri en 1 töflu er ráðlagt að nota að auki aðra getnaðarvörn þar til hvítu töflurnar hafa verið teknar samfleytt í 7 daga.

Dagur 18-24

Hætta er á að öryggi minnki þegar nær dregur tímabilinu með gulu lyfleysutöflunum. Þó má, með því að aðlaga töflutökuna, koma í veg fyrir að það dragi úr getnaðarvörn. Með því að nota annan af eftirfarandi valmöguleikum er engin þörf á auka getnaðarvörn, að því tilskildu að konan hafi tekið töflurnar rétt í 7 daga áður en fyrsta taflan gleymdist. Ef svo er ekki skal hún fylgja fyrri valmöguleikanum og nota einnig auka getnaðarvörn næstu 7 daga.

1Konan á að taka síðustu töfluna sem gleymdist strax og hún man eftir því, jafnvel þótt þurfi að taka tvær töflur á sama tíma. Síðan heldur hún áfram að taka töflurnar á venjulegum tíma þar til hún hefur klárað virku töflurnar. Fleygja skal 4 lyfleysutöflunum úr síðustu röðinni. Byrja verður strax á næstu þynnupakkningu. Konan fær sennilega ekki tíðablæðingar fyrr en hún er búin með virku töflurnar á seinni þynnupakkningunni en blettablæðingar eða milliblæðingar

geta orðið meðan á töku taflnanna stendur.

2.Einnig má ráðleggja konunni að hætta að taka virku töflurnar úr þynnupakkningunni sem verið er að nota. Hún á þá að taka lyfleysutöflur úr síðustu röðinni í að hámarki 3 daga þannig að heildarfjöldi lyfleysutaflna og hvítu virku taflanna sem gleymdust sé ekki meira en 4, og því næst að halda áfram með næstu þynnupakkningu.

Ef konan gleymdi að taka töflur og hefur síðan ekki tíðablæðingar á lyfleysutímabilinu skal íhuga hvort hún geti verið þunguð.

Athugið: Ef konan er ekki viss um fjölda eða lit taflnanna sem hún gleymdi að taka eða hvaða ráðleggingum á að fylgja, skal nota hindrandi getnaðarvörn þar til hvítu virku töflurnar hafa verið teknar samfleytt í 7 daga

Gular lyfleysutöflur gleymast

Ekki hefur dregið úr getnaðarvörninni. Sleppa má gulu töflunum úr síðustu röðinni (4. röð) á þynnupakkningunni. Samt sem áður á að farga töflunum sem gleymdust til að forðast að lengja lyfleysutöflutímabilið.

Leiðbeiningar þegar um truflanir í meltingarfærum er að ræða

Ef alvarlegar truflanir í meltingarfærum koma fram (t.d. uppköst eða niðurgangur) getur verið að töflurnar hafi ekki frásogast fullkomlega og þá þarf að gera frekari ráðstafanir til getnaðarvarna.

Ef uppköst verða innan 3-4 klukkustunda frá töku hvítrar töflu skal gera ráð fyrir að taka töflunnar hafi brugðist og skal taka nýja töflu eins fljótt og auðið er. Taka skal nýju töfluna innan 24 klst. frá venjulegum töflutökutíma ef mögulegt. Taka á næstu töflu á venjulegum töflutökutíma. Ef 24 klst. eða lengra er liðið frá því að tafla var seinast tekin skal fylgja ráðleggingum um töflur sem gleymst hefur að taka í kafla 4.2, „Ef gleymist að taka töflu“. Ef konan óskar ekki eftir að breyta töflutöku verður að taka hvíta(r) aukatöflu(r) af annarri þynnupakkningu.

Tíðablæðingum flýtt eða frestað

Ef fresta á tíðablæðingum skal halda áfram að taka töflur af annarri þynnupakkningu af Zoely án þess að taka gulu lyfleysutöflurnar úr fyrri pakkningunni. Fresta má blæðingum eins lengi og óskað er þar til lokið hefur verið við virku hvítu töflur af seinni pakkningunni. Regluleg notkun Zoely hefst síðan aftur eftir að gulu lyfleysutöflurnar úr seinni pakkningunni hafa verið teknar. Við frestun á blæðingum geta orðið milliblæðingar eða blettablæðingar.

Ef óskað er eftir að skipta um byrjunardag tíðablæðinga er ráðlagt að stytta tímabilið sem gulu lyfleysutöflurnar eru teknar um að hámarki 4 daga. Því styttra sem tímabilið er því meiri líkur eru á því að engar tíðablæðingar verði og milli- og blettablæðingar gætu orðið við notkun næstu þynnupakkningu (eins og þegar blæðingum er frestað).

4.3Frábendingar

Ekki má nota samsetta hormónagetnaðarvörn í eftirfarandi tilvikum. Þar sem engar faraldsfræðilegar upplýsingar liggja enn fyrir um samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur 17β-estradíól eru frábendingar varðandi samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur etinýlestradíól einnig taldar eiga við um Zoely. Komi einhver tilvik fyrst fram við notkun Zoely skal hætta notkun lyfsins tafarlaust.

Segarek í bláæðum (VTE) eða hætta á því.

o Segarek í bláæðum – yfirstandandi bláæðasegarek (á segavarnarlyfjum) eða slík saga (t.d. segamyndun í djúplægum bláæðum eða lungnasegarek).

o Þekkt arfgeng eða áunnin tilhneiging til segareks í bláæðum, svo sem þol gegn virkjuðu C-próteini (Activated Protein C) (þar með talið þáttur V Leiden), skortur á

andtrombíni III, skortur á C-próteini, skortur á S-próteini.

o Stór skurðaðgerð með langvarandi hreyfingarleysi (sjá kafla 4.4).

o Mikil hætta á segareki í bláæðum vegna fleiri en eins áhættuþáttar (sjá kafla 4.4).

Segarek eða hætta á segareki í slagæðum (ATE).

o Segarek í slagæðum – núverandi segarek í slagæðum, saga um segarek í slagæðum (t.d. hjartadrep) eða fyrirboði um slíkt (t.d. hjartaöng).

o Heilaæðasjúkdómur – yfirstandandi heilaslag, saga um heilaslag eða fyrirboði heilaslags (t.d. skammvinnt blóðþurrðarkast, TIA).

o Þekkt arfgeng eða áunnin tilhneiging til segareks í slagæðum, svo sem of mikið hómósystín í blóði (hyperhomocysteinaemia) og andfosfólípíðmótefni (mótefni andkardíólípíns (anticardiolipin antibodies), lúpusandstorkuþáttur (lupus anticoagulant)).

o Saga um mígreni með staðbundnum taugaeinkennum.

o Mikil hætta á segareki í slagæðum vegna fleiri en eins áhættuþáttar (sjá kafla 4.4) eða ef til staðar er einn alvarlegur áhættuþáttur svo sem:

sykursýki með æðaeinkennum

alvarlegur háþrýstingur

alvarleg hækkun fitupróteina í blóði.

Brisbólga eða saga um hana samhliða alvarlegri hækkun á þríglýseríðum í blóði.

Alvarlegur lifrarsjúkdómur eða saga um slíkt séu gildi lifrarstarfsemi ekki komin í eðlilegt horf.

Lifraræxli (góðkynja eða illkynja) eða saga um slíkt.

Illkynja kynhormónatengdur sjúkdómur (t.d. í kynfærum eða brjóstum) eða grunur um slíkt.

Blæðingar frá leggöngum sem ekki hafa verið sjúkdómsgreindar.

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Varnaðarorð

Ef einhver eftirtalinna sjúkdóma eða áhættuþátta er fyrir hendi skal ræða við konuna hvort Zoely henti henni.

Ef ástand versnar eða fyrstu merki um eitthvert eftirtalið ástand eða áhættuþætti koma fram skal ráðleggja konunni að hafa samband við lækninn til að meta hvort notkun Zoely skuli hætt. Allar upplýsingar hér að neðan eru byggðar á faraldsfræðilegum upplýsingum um notkun samsettra hormónagetnaðarvarna sem innihalda etinýlestradíól. Zoely inniheldur 17β-estradíól. Þar sem engar faraldsfræðilegar upplýsingar liggja enn fyrir um samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur estradíól eru varnaðarorðin einnig talin eiga við um notkun Zoely.

Hætta á segareki í bláæðum (VTE)

Notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar eykur hættu á segareki í bláæðum samanborið við enga notkun. Lyf sem innihalda levónorgestrel, norgestimat eða norethisterón eru tengd við minnstu hættu á segareki í bláæðum. Ekki er enn vitað hvernig áhættan við notkun Zoely er samanborið við þessi hættuminni lyf. Ákvörðunin um að nota hvaða lyf sem er annað en það sem þekkt er að hafi minnstu hættu á segareki í bláæðum skal aðeins tekin eftir umræðu með konunni til að tryggja að hún skilji hættuna á segareki í bláæðum tengda samsettri hormónagetnaðarvörn, hvernig núverandi áhættuþættir hennar hafa áhrif á áhættuna og að áhætta hennar vegna segareks í bláæðum er mest fyrsta ár fyrstu notkunar. Einnig liggja fyrir nokkrar vísbendingar um að áhættan aukist þegar notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar er hafin á ný eftir notkun hefur verið hætt í 4 vikur eða lengur.

Hjá konum sem nota ekki samsetta hormónagetnaðarvörn og eru ekki barnshafandi munu u.þ.b. 2 af hverjum 10.000 fá segarek í bláæðum á ári. Hjá sumum konum getur áhættan þó verið mun meiri, háð undirliggjandi áhættuþáttum (sjá eftirfarandi).

Faraldsfræðilegar rannsóknir hjá konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn með litlum skömmtum (< 50 míkróg etinýlestradíól) hafa sýnt að af 10.000 konum munu 6 til 12 fá segarek í bláæðum á ári.

Talið er að af 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur levónorgestrel, muni 61 fá segarek í bláæðum á ári.

Ekki er enn vitað hvernig hættan á segareki í bláæðum hjá samsettri hormónagetnaðarvörn sem inniheldur nomegestról acetat í samsetningum með estradíóli er í samanburði við áhættuna hjá samsettri hormónagetnaðarvörn með litlu magni af levónorgestrel.

Fjöldi tilvika segareks í bláæðum á ári með lágskammta samsettri hormónagetnaðarvörn er lægri en búast má við hjá barnshafandi konum eða á tímabilinu rétt eftir barnsburð.

Segarek í bláæðum getur verið banvænt í 1-2% tilvika.

Örsjaldan hefur verið greint frá segamyndun í öðrum æðum, t.d. bláæðum eða slagæðum lifrar, garnahengis, nýrna eða sjónu, hjá þeim sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn.

Áhættuþættir segareks í bláæðum (VTE)

Hættan á fylgikvillum tengdum segareki í bláæðum hjá þeim sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn getur aukist verulega hjá konu með aðra áhættuþætti, sérstaklega ef þeir eru margir (sjá töflu).

Ekki má nota Zoely ef kona hefur fleiri en einn áhættuþátt sem setja hana í aukna hættu á að fá segamyndun í bláæðum (sjá kafla 4.3). Ef konan hefur fleiri en einn áhættuþátt getur verið að aukningin í áhættu sé meiri en samanlögð áhætta einstakra þátta. Í slíku tilviki ætti að hafa í huga heildarhættu hennar á að fá segarek í bláæð. Ef vegið mat ávinnings og áhættu er talið neikvætt á ekki að ávísa samsettri hormónagetnaðarvörn (sjá kafla 4.3).

1 Miðgildi bilsins 5-7 tilvik af hverjum 10.000 kvenárum, byggt á hlutfallslegri áhættu samsettrar hormónagetnaðarvarnar sem inniheldur levónorgestrel, samanborið við u.þ.b. 2,3 til 3,6 hjá þeim sem ekki nota lyfin.

Tafla: Áhættuþættir segareks í bláæðum (VTE)

Áhættuþáttur

Athugasemd

Offita (líkamsþyngdarstuðull yfir 30 kg/m2)

Áhætta vex verulega með hækkandi

 

líkamsþyngdarstuðli.

 

Sérstaklega mikilvægt að hafa í huga ef aðrir

 

áhættuþættir eru einnig til staðar.

 

 

Langvarandi hreyfingarleysi, stór skurðaðgerð,

Í þessum tilvikum er ráðlegt að hætta notkun

hvaða skurðaðgerð sem er á fótleggjum eða

pillunnar (a.m.k. fjórum vikum fyrir áformaða

grindarholi, taugaskurðaðgerð eða alvarlegir

skurðaðgerð) og hefja ekki notkun fyrr en tveimur

áverkar.

vikum eftir fulla virkni. Aðra getnaðarvörn skal

Athugið: Tímabundið hreyfingarleysi, þar með

nota til að forðast ótilætlaða þungun.

 

talin flugferð > 4 klst. getur einnig verið

Íhuga skal segavarnandi meðferð ef notkun Zoely

áhættuþáttur segareks í bláæðum, sérstaklega hjá

hefur ekki verið hætt fyrirfram.

konum með aðra áhættuþætti.

 

 

 

Fjölskyldusaga (segarek í bláæðum einhvern

Ef grunur er um arfgenga tilhneigingu skal

tímann hjá systkini eða foreldri, sérstaklega við

konunni vísað til ráðgjafar hjá sérfræðingi áður en

tiltölulega ungan aldur, t.d. fyrir 50 ára aldur)

ákvörðun er tekin um notkun hvaða samsettrar

 

hormónagetnaðarvarnar sem er.

 

 

Annað sjúkdómsástand tengt segareki í bláæðum

Krabbamein, rauðir úlfar,

(VTE)

blóðlýsuþvageitrunarheilkenni, langvinnur

 

bólgusjúkdómur í þörmum, (Crohns sjúkdómur

 

eða sáraristilbólga) og sigðfrumublóðleysi.

 

 

Hækkandi aldur

Sérstaklega yfir 35 ára aldur.

 

 

Ekki liggur fyrir samdóma álit um það hvort æðahnútar og segabláæðabólga í grunnlægum æðum hafi hlutverki að gegna við upphaf eða þróun segamyndunar í bláæðum.

Íhuga verður aukna hættu á segareki á meðgöngu og sérstaklega á 6 vikna tímabili eftir barnsburð (sjá upplýsingar í kafla 4.6, „Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf“).

Einkenni segareks í bláæðum (VTE) (segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegarek)

Ef einkenni koma fram skal konum ráðlagt að leita til læknis strax og láta heilbrigðisstarfsmanninn vita að hún sé að taka samsetta hormónagetnaðarvörn.

Einkenni segamyndunar í djúplægum bláæðum (DVT) geta verið:

-þroti á öðrum fótleggnum og/eða fætinum eða eftir bláæð á fótlegg;

-verkur eða eymsli í fótlegg sem gæti einungis fundist við stöðu eða gang;

-aukin hitatilfinning í fótleggnum; roði eða litabreyting í húð fótleggjar.

Einkenni lungnasegareks (PE) geta verið:

-skyndileg og óútskýrð andnauð eða ör andardráttur;

-skyndilegur hósti sem gæti verið með blóði í munnvatni;

-nístandi brjóstverkur;

-svimi eða sundl;

-hraður eða óreglulegur hjartsláttur.

Sum þessara einkenna (t.d. „andnauð“, „hósti“) eru ekki sértæk og gætu mistúlkast sem almennari og minna hættuleg tilvik (t.d. öndunarfærasýkingar).

Önnur einkenni stíflu í bláæðum geta verið: skyndilegur verkur, þroti og örlítill blámi á útlim.

Ef teppan verður í auga geta einkenni verið frá sársaukalausri þokusýn sem getur þróast í sjóntap. Stundum getur sjóntap orðið nærri fyrirvaralaust.

Áhætta á segareki í slagæðum (ATE)

Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa tengt notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar við aukna hættu á segareki í slagæðum (hjartadrep) eða heilaslag (t.d. skammvinnt blóðþurrðarkast, heilaslag). Segarek í slagæðum getur verið banvænt.

Áhættuþættir fyrir segarek í slagæðum (ATE)

Hættan á fylgikvillum tengdum segareki í slagæðum eða á heilaslagi hjá þeim sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn eykst hjá konum með áhættuþætti (sjá töflu). Ekki má nota Zoely ef kona hefur einn alvarlegan eða fleiri en einn áhættuþátt sem setja hana í aukna hættu á að fá segamyndun í slagæðum (sjá kafla 4.3). Ef kona hefur fleiri en einn áhættuþátt getur verið að aukningin í áhættu sé meiri en samanlögð áhætta einstakra þátta. Í slíku tilviki skal hafa í huga heildaráhættu hennar. Ef vegið mat ávinnings og áhættu er talið neikvætt á ekki að ávísa samsettri hormónagetnaðarvörn (sjá kafla 4.3).

Tafla: Áhættuþættir segareks í slagæðum (ATE)

Áhættuþáttur

Athugasemd

Hækkandi aldur

Sérstaklega yfir 35 ára aldur

 

 

Reykingar

Ráðleggja skal konum að reykja ekki ef þær óska

 

að nota samsetta hormónagetnaðarvörn. Konum

 

eldri en 35 ára sem halda áfram að reykja skal

 

sterklega ráðlagt að nota aðra getnaðarvörn.

 

 

Háþrýstingur

 

 

 

Offita (líkamsþyngdarstuðull yfir 30 kg/m2)

Áhætta vex verulega með hækkandi

 

líkamsþyngdarstuðli

 

Sérstaklega mikilvægt að hafa í huga ef aðrir

 

áhættuþættir eru einnig til staðar.

 

 

Fjölskyldusaga (segarek í slagæðum einhvern

Ef grunur er um arfgenga tilhneigingu skal

tímann hjá systkini eða foreldri, sérstaklega við

konunni vísað til ráðgjafar hjá sérfræðingi áður en

tiltölulega ungan aldur, t.d. fyrir 50 ára aldur)

ákvörðun er tekin um notkun hvaða samsettrar

 

hormónagetnaðarvarnar sem er.

 

 

Mígreni

Aukin tíðni eða alvarleiki mígrenis meðan á

 

notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar

 

stendur (sem getur verið fyrirboði heilablóðfalls)

 

getur verið ástæða til að stöðva notkun tafarlaust.

 

 

Annað sjúkdómsástand tengt meintilvikum í

Sykursýki, of mikið hómósystín í blóði,

bláæðum

lokusjúkdómur í hjarta og gáttatif, hækkun

 

fitupróteina í blóði og rauðir úlfar.

 

 

Einkenni segareks í slagæðum (ATE)

Ef einkenni koma fram skal konum ráðlagt að leita til læknis strax og láta heilbrigðisstarfsmanninn vita að hún sé að taka samsetta hormónagetnaðarvörn.

Einkenni heilaslags geta verið:

-skyndilegur doði eða máttleysi í andliti, handleg eða fótlegg, sérstaklega á annarri hlið líkamans;

-skyndileg vandkvæði við gang, sundl, jafnvægistap eða skortur á samhæfingu;

-skyndileg ringlun, vandkvæði við tal og skilning;

-skyndileg vandkvæði við að sjá með öðru auga eða báðum;

-skyndilegur, alvarlegur eða langvinnur höfuðverkur án þekktrar ástæðu;

-meðvitundartap eða yfirlið með eða án flogs.

Skammtímaeinkenni benda til að um sé að ræða skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA).

Einkenni hjartadreps geta verið;

-verkur, óþægindi, þrýstingur, þyngsli, tilfinning herpings eða þrengsla fyrir brjósti, í handlegg eða undir bringubeini;

-óþægindi sem leiða út í bak, kjálka, háls, handlegg, kvið;

-mettunartilfinning, meltingarónot eða köfnunartilfinning;

-aukin svitamyndun, ógleði, uppköst eða sundl;

-verulegt máttleysi, kvíði eða andnauð;

-hraður eða óreglulegur hjartsláttur.

Æxli

Í faraldsfræðilegum rannsóknum hefur verið greint frá aukinni hættu á leghálskrabbameini við langtímanotkun samsettra getnaðarvarnartaflna (>5 ár), hinsvegar er ennþá deilt um að hve miklu leyti má rekja þessa niðurstöðu til áhrifa kynhegðunar og annarra þátta svo sem vörtuveiru í mönnum (Human Papillomavirus - HPV). Engar faraldsfræðilegar upplýsingar liggja fyrir um hættu á leghálskrabbameini hjá notendum Zoely.

Við notkun stærri skammta samsettra getnaðarvarnartaflna (50 míkróg etinýlestradíól) dregur úr hættunni á krabbameini í legslímu og eggjastokkum. Eftir er að staðfesta hvort þetta eigi einnig við um samsettar getnaðarvarnartöflur sem innihalda 17β-estradíól.

Heildargreining úr 54 faraldsfræðilegum rannsóknum hefur sýnt að konur sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur eru í heldur meiri hættu (RR=1,24) á að greinast með brjóstakrabbamein. Þessi aukna áhætta minnkar stig af stigi á 10 árum eftir að hætt er að nota samsettar getnaðarvarnartöflur. Þar sem brjóstakrabbamein er sjaldgæft hjá konum undir fertugu er aukningin á fjölda greindra tilfella brjóstakrabbameins lítil hjá þeim sem nú nota samsettar getnaðarvarnartöflur eða hafa notað þær samanborið við hættuna á að fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. Í þeim tilvikum sem brjóstakrabbamein greindist var sjúkdómurinn ekki eins langt genginn hjá þeim sem einhvern tíma notuðu samsettar getnaðarvarnartöflur og þeim sem notuðu þær ekki. Sú aukna áhætta sem sást, getur stafað af því að brjóstakrabbamein greinist fyrr hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur, líffræðilegri verkun taflnanna eða báðum þessum atriðum til samans.

Einstaka sinnum hefur verið greint frá góðkynja lifraræxlum og enn sjaldnar illkynja lifraræxlum hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur. Í örfáum tilvikum hafa þessi æxli leitt til lífshættulegra blæðinga í kviðarholi. Því ber að hafa lifraræxli í huga við mismunagreiningu við mikla verki ofarlega í kvið, við lifrarstækkun eða blæðingu í kviðarholi hjá konum sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur.

Lifrarbólga C

Í klínískum rannsóknum á samsettu lyfjameðferðinni ombitasvír/paritaprevír/ritonavír með eða án dasabuvírs við lifrarbólgu C, voru ALT-hækkanir sem voru meira en 5-föld eðlileg efri mörk, marktækt algengari hjá konum sem notuðu lyf sem innihalda etinýlestradíól eins og t.d. samsettar hormónagetnaðarvarnir. Konur sem nota lyf sem innihalda önnur estrógen en etinýlestradíól, eins og t.d. estradíól, voru með svipaða tíðni ALT-hækkana og konur sem fengu engin estrógen. Hinsvegar, þar sem að takmarkaður fjöldi kvenna tók önnur estrógen, skal gæta varúðar við samhliðagjöf með samsettu lyfjameðferðinni ombitasvír/paritaprevír/ritonavír með eða án dasabuvírs. Sjá kafla 4.5.

Aðrir sjúkdómar

Konur með þríglýseríðahækkun í blóði eða fjölskyldusögu um slíkt geta verið í aukinni hættu á að fá brisbólgu þegar þær taka samsettar getnaðarvarnartöflur.

Þótt greint hafi verið frá lítils háttar blóðþrýstingshækkun hjá mörgum konum sem taka samsettar getnaðarvarnartöflur er blóðþrýstingshækkun sem hefur klínísk áhrif sjaldgæf. Ekki hefur verið sýnt fram á samhengi milli notkunar samsettra getnaðarvarnartaflna og háþrýstings. Ef háþrýstingur með klínísk áhrif kemur fram við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna er þó skynsamlegast að hætta töku taflnanna og meðhöndla háþrýstinginn. Meðferð með samsettum getnaðarvarnartöflum má síðan hefja aftur þegar blóðþrýstingur er aftur orðinn eðlilegur eftir

blóðþrýstingslækkandi meðferð.

Greint hefur verið frá að eftirfarandi sjúkdómseinkenni geti komið fram eða versnað bæði á meðgöngu og við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna en engar vísbendingar eru um tengsl við notkun samsettra getnaðarvarnartaflna: Gula og/eða kláði í tengslum við gallteppu; gallsteinamyndun; porfýría; rauðir úlfar; blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (hemolytic uraemic syndrome); rykkjadans (Sydenham’s chorea); herpessýking í meðgöngu (herpes gestationis); skert heyrn vegna kölkunar í miðeyra

Hjá konum með arfgengan ofnæmisbjúg geta utanaðkomandi estrógen valdið því að ofnæmisbjúgur kemur fram eða versnar.

Bráðar eða langvinnar truflanir á lifrarstarfsemi geta gert það að verkum að nauðsynlegt er að hætta notkun samsettra getnaðarvarnartaflna þar til lifrargildin eru komin í eðlilegt horf. Við endurtekna gallteppugulu, sem fyrst kom fram á meðgöngu eða við fyrri notkun kynhormóna, verður að hætta notkun samsettra getnaðarvarnartaflna.

Þrátt fyrir að samsettar getnaðarvarnartöflur geti haft áhrif á insúlínnæmi og sykurþol bendir ekkert til þess að breyta þurfi meðferðarskömmtum hjá sykursýkisjúklingum sem nota lágskammta samsettar getnaðarvarnartöflur (sem innihalda minna en 0,05 mg af etínýlestradíóli). Þó á að fylgjast vel með sykursýkisjúklingum meðan á notkun samsettra getnaðarvarnartaflna stendur, einkum á fyrstu mánuðum notkunar.

Crohns sjúkdómur, sáraristilbólga og versnun þunglyndis hafa tengst notkun samsettra getnaðarvarnartaflna.

Þungunarfrekna hefur stöku sinnum orðið vart, einkum hjá konum með sögu um slíkt á meðgöngu (chloasma gravidarum). Konur með tilhneigingu til þungunarfrekna ættu að forðast sólarljós eða útfjólubláa geislun meðan þær taka samsettar getnaðarvarnartöflur.

Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

Læknisskoðun/-viðtal

Áður en notkun Zoely er hafin eða hafin á ný skal taka tæmandi sjúkrasögu (þar með talið fjölskyldusögu) og útiloka þungun. Mæla skal blóðþrýsting og framkvæma læknisskoðun á grundvelli frábendinga (sjá kafla 4.3) og varnaðarorða (sjá kafla 4.4). Það er mikilvægt að vekja athygli konunnar á upplýsingum um segamyndun í bláæðum og slagæðum, þar með talið áhættu af notkun Zoely samanborið við aðrar samsettar hormónagetnaðarvarnir, einkennum segareks í bláæðum og slagæðum, þekktum áhættuþáttum og hvað gera skal vakni grunur um segamyndun.

Einnig skal segja konunni að lesa vandlega fylgiseðilinn og fylgja gefnum ráðleggingum. Tíðni og eðli skoðana skal grundvallað á viðteknum meðferðarleiðbeiningum og sniðið að þörfum hverrar konu.

Konum skal bent á að hormónagetnaðarvarnir eru ekki vörn gegn HIV-smiti (AIDS/alnæmi) eða öðrum kynsjúkdómum.

Minni verkun

Verkun samsettra getnaðarvarnartaflna getur minnkað ef töflur gleymast (sjá kafla 4.2), við truflanir í meltingarfærum á meðan virku töflurnar eru teknar (kafla 4.2) eða ef önnur lyf eru tekin samtímis sem draga úr plasmastyrk nomegestról acetats og/eða estradíóls (sjá kafla 4.5).

Stjórn á tíðahring

Við notkun allra samsettra getnaðarvarnartaflna geta blæðingar orðið óreglulegar (blettablæðingar og milliblæðingar), einkum fyrstu mánuðina. Því er óraunhæft að leggja mat á óreglulegar blæðingar fyrr en eftir um 3 tíðahringja aðlögunartíma. Hlutfall kvenna sem notuðu Zoely og fengu milliblæðingar eftir aðlögunartímann var á bilinu 15-20 %.

Ef óregla á blæðingum heldur áfram eða kemur fram eftir reglulega tíðahringi, skal íhuga hvort eitthvað annað en hormón geti verið ástæðan og gera viðeigandi ráðstafanir varðandi greiningu til að útiloka að um illkynja sjúkdóm sé að ræða eða þungun. Til að ganga úr skugga um þetta getur þurft að

framkvæma útskröpun.

Tímalengd tíðablæðinga hjá konum sem tóku Zoely er að meðaltali 3-4 dagar. Það getur verið að tíðablæðingar verði ekki hjá konum sem taka Zoely meðan á töku gulu lyfleysutaflnanna stendur þrátt fyrir að vera ekki þungaðar. Í klínískum rannsóknum komu tíðablæðingar ekki fram í 1-12. tíðahring hjá 18 % til 32 % kvenna. Í slíkum tilvikum voru ekki tengsl á milli þess að tíðablæðingar urðu ekki og að tilfellum milliblæðinga/blettablæðinga í síðari tíðahringjum fjölgaði. 4,6 % kvenna fengu ekki tíðablæðingar í fyrstu þremur tíðahringjunum og hátt hlutfall þessa hóps fékk ekki tíðablæðingar í síðari tíðahringjum, á bilinu 76 % til 87 % kvenna. 28 % kvenna fengu ekki tíðablæðingar í a.m.k. einum af tíðahringjum 2, 3 og 4 ásamt hærri tíðni þess að ekki komu tíðablæðingar í síðari hringjum notkunar, á bilinu 51 % til 62 %.

Ólíklegt er að um þungun sé að ræða þegar tíðablæðingar verða ekki og Zoely hefur verið tekið samkvæmt leiðbeiningunum sem lýst er í kafla 4.2. Hafi Zoely ekki verið tekið samkvæmt leiðbeiningunum, eða ef tvennar tíðablæðingar bregðast, á þó að ganga úr skugga um að ekki sé um þungun að ræða áður en haldið er áfram að taka Zoely.

Börn

Ekki er vitað hvort magn estradíóls í Zoely sé nægjanlegt til að viðhalda viðunandi gildum estradíóls hjá unglingum, sérstaklega fyrir uppsöfnun beinmassa (sjá kafla 5.2).

Rannsóknaniðurstöður

Notkun hormóna til getnaðarvarna kann að hafa áhrif á ákveðnar rannsóknaniðurstöður, þar með talið lífefnafræðilegar mælingar á starfsemi lifrar, skjaldkirtils, nýrnahettna og nýrna; plasmagildi (flutnings)-próteina, t.d. barksterabindandi glóbúlín og lípíð/fitupróteinþætti; mælieiningar fyrir kolvetnisumbrot, storknun og fíbrínsundrun. Frávikin eru yfirleitt innan eðlilegra marka.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Milliverkanir

Athugið: Skoða skal lyfjaupplýsingar þeirra lyfja sem notuð eru samhliða til að kanna hugsanlegar milliverkanir.

Áhrif annarra lyfja á Zoely

Milliverkanir milli getnaðarvarnarlyfja til inntöku og lyfja sem örva ensím geta leitt til milliblæðinga og/eða að getnaðarvörn bregðist.

Umbrot í lifur: Milliverkanir geta komið fram við virk efni sem virkja CYP450 ensím, sem valda minni þéttni kynhormóna og minni verkun samsettra getnaðarvarnarlyfja til inntöku, Zoely meðtalið. Þessi virku efni er aðallega að finna í flogaveikilyfjum (t.d. karbamazepín, tópíramat, fenýtóín, fenóbarbital, prímidón, oxkarbazepín, felbamat); sýkingalyfjum (t.d. rífampicín, rifabútín, gríseófúlvín); jóhannesarjurt; bosentan og HIV eða lifrarbólgu C (HCV) próteasahemlum (t.d. ritonavír, boceprevír, telaprevír) og bakritahemlum (NNRTI) sem eru ekki núkleósíð (t.d. efavírenz).

Ensímvirkjun getur komið fram eftir nokkurra daga meðferð. Hámarksensímvirkjun kemur venjulega fram innan nokkurra vikna. Eftir að meðferð er hætt getur ensímvirkjun varað í u.þ.b. 28 daga.

Einnig skal nota getnaðarvörn án hormóna meðan á annarri samtímis ensímvirkjandi lyfjagjöf stendur og í 28 daga eftir að henni er hætt. Hjá konum á langtímameðferð með lyfjum sem virkja lifrarensím skal íhuga að nota aðra getnaðarvarnarmeðferð.

Ef samhliða lyfjagjöf stendur fram yfir töku virku taflnanna í þynnupakkningunni sem þá er í notkun, skal byrja strax á næstu þynnupakkningu án hefðbundins tímabils með lyfleysutöflum.

Samhliða gjöf öflugra (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómycín) eða miðlungsöflugra (t.d. flúkónazól, diltíazem, erytrómycín) CYP3A4 hemla getur aukið þéttni estrógens eða prógestógens í sermi.

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum með Zoely en tvær rannsóknir með rífampicini og ketókónazóli voru gerðar með stærri skammti af nomegestról acetat og estradíól samsetningu (nomegestról acetat 3,75 mg + 1,5 mg estradíól) hjá konum fyrir tíðahvörf. Samtímis notkun rífampicíns minnkar AUC0-∞ nomegestról acetats um 95 % og eykur AUC0-tlastestradíóls um 25 %. Samtímis notkun ketókónazóls (200 mg stakur skammtur) hefur ekki áhrif á umbrot estradíóls

en aukning á hámarksþéttni (85 %) og AUC0-∞ (115 %) nomegestról acetats var ekki klínískt marktæk. Búist er við að svipuðum niðurstöðum hjá konum á barneignaraldri.

Áhrif Zoely á önnur lyf

Getnaðarvarnarlyf sem innihalda etinýlestradíól geta minnkað þéttni lamotrigíns um u.þ.b. 50%. Sýna skal árvekni hjá konum sem náð hafa jafnvægi í meðferð með lamotrigíni, sérstaklega þegar ávísað er samsettu getnaðarvarnarlyfi, jafnvel þeim sem innihalda estradíól.

Aðrar milliverkanir

Í klínískum rannsóknum á samsettu lyfjameðferðinni ombitasvír/paritaprevír/ritonavír með eða án dasabuvírs við lifrarbólgu C, voru ALT hækkanir sem voru meira en 5-föld eðlileg efri mörk marktækt algengari hjá konum sem notuðu lyf sem innihalda etinýlestradíól eins og t.d. samsettar hormónagetnaðarvarnir. Konur sem nota lyf sem innihalda önnur estrógen en etinýlestradíól eins og t.d. estradíól, voru með svipaða tíðni ALT hækkana og konur sem fengu engin estrógen. Hinsvegar, þar sem að takmarkaður fjöldi kvenna tók önnur estrógen, skal gæta varúðar við samhliðagjöf með samsettu lyfjameðferðinni ombitasvír/paritaprevír/ritonavír með eða án dasabuvírs.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki skal taka Zoely á meðgöngu.

Verði kona þunguð meðan hún er á Zoely á að stöðva töku lyfsins. Flestar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa hvorki sýnt fram á aukna hættu á fæðingargöllum hjá ungabörnum kvenna sem tóku getnaðarvarnartöflur sem innihalda etinýlestradíól fyrir þungunina né vansköpun þegar getnaðarvarnartöflur sem innihalda etinýlestradíól voru fyrir vangá teknar inn snemma á meðgöngu.

Klínískar rannsóknir á takmörkuðum fjölda meðgangna sýndu engin alvarleg áhrif Zoely á fóstur eða nýbura.

Dýrarannsóknir á samsetningunni nomegestról acetat / estradíól hafa sýnt fram á eiturverkanir á æxlun (sjá forklínískar upplýsingar í kafla 5.3).

Þegar meðferð með Zoely er hafin að nýju þarf að taka tillit til aukinnar hættu á segareki í bláæðum (VTE) á tímabilinu eftir fæðingu (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Brjóstagjöf

Hormón til getnaðarvarna og/eða umbrotsefni þeirra geta skilist út í brjóstamjólk í litlu magni en ekkert bendir til þess að það hafi skaðleg áhrif á heilsu barnsins.

Samsettar getnaðarvarnartöflur geta haft áhrif á brjóstagjöf þar sem þær geta dregið úr magni og breytt samsetningu brjóstamjólkur. Því er almennt ekki mælt með notkun samsettra getnaðarvarnartaflna fyrr en móðirin hefur vanið barnið alveg af brjósti og mælt er með að konur sem vilja gefa brjóst noti aðra getnaðarvörn án hormóna.

Frjósemi

Zoely er ætlað til að koma í veg fyrir þungun. Fyrir upplýsingar um endurkomu frjósemi, sjá kafla 5.1.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Zoely hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Öryggi Zoely var metið í sex fjölsetra klínískum rannsóknum sem stóðu í allt að eitt ár. Samtals voru 3.434 konur á aldrinum 18-50 ára rannsakaðar og luku þær 33.828 tíðahringjum.

Tafla yfir aukaverkanir

Hugsanlega lyfjatengdar aukaverkanir sem greint hefur verið frá í klínískum rannsóknum eða við notkun eftir markaðssetningu Zoely koma fram í töflunni hér fyrir neðan.

Allar aukaverkanir eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni; mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar ( 1/1.000 til < 1/100) og mjög sjaldgæfar ( 1/10.000 til < 1/1.000).

Líffærakerfi

Aukaverkanir samkvæmt MedDRA tíðniflokkun1

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

 

algengar

 

 

 

Efnaskipti og næring

 

 

Aukin matarlyst,

Minnkuð

 

 

 

vökvasöfnun.

matarlyst.

Geðræn vandamál

 

Minnkuð

 

Aukin kynhvöt.

 

 

kynhvöt,

 

 

 

 

þunglyndi/depurð,

 

 

 

 

skapsveiflur.

 

 

Taugakerfi

 

Höfuðverkur,

 

Heilaslag,

 

 

mígreni.

 

skammvinnt

 

 

 

 

blóðþurrðarkast,

 

 

 

 

einbeitingarskortur.

Augu

 

 

 

Augnlinsur þolast

 

 

 

 

illa/augnþurrkur.

Æðar

 

 

Hitakóf.

Segarek í

 

 

 

 

bláæðum.

Meltingarfæri

 

Ógleði.

Uppþemba.

Munnþurrkur.

Lifur og gall

 

 

 

Gallsteinar,

 

 

 

 

gallblöðrubólga.

Húð og undirhúð

Þrymlabólur.

 

Ofsviti, skalli,

Þungunarfreknur,

 

 

 

kláði,

mikill hárvöxtur.

 

 

 

húðþurrkur, flasa.

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Þyngslatilfinning.

 

Æxlunarfæri og brjóst

Óeðlilegar

Milliblæðingar, of

Tíðabrestur, þroti

Lykt frá

 

tíðablæðingar.

miklar blæðingar,

í brjóstum,

leggöngum,

 

 

verkur í brjóstum,

mjólkurseyting,

óþægindi í

 

 

verkir í

krampi í legi,

kynfærum.

 

 

grindarholi.

fyrirtíðaspenna,

 

 

 

 

hnútar í brjóstum,

 

 

 

 

sársauki við

 

 

 

 

samfarir, þurrkur

 

 

 

 

í kynfærum.

 

Almennar

 

 

Pirringur, bjúgur.

Svengd.

aukaverkanir og

 

 

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

Rannsóknarniðurstöður

 

Þyngdaraukning.

Hækkuð

 

 

 

 

lifrarensím.

 

1Þau hugtök samkvæmt MedDRA sem eiga best við til að lýsa ákveðnum aukaverkunum eru talin upp. Samheiti eða skyld einkenni eru ekki í töflunni, en hafa ætti þau í huga.

Auk framangreindra aukaverkana hefur verið greint frá ofnæmisviðbrögðum hjá notendum Zoely (tíðni ekki þekkt).

Lýsing á völdum aukaverkunum

Komið hefur í ljós aukin hætta á segamyndun og segareki í slagæðum og bláæðum, þar með talið á hjartadrepi, heilaslagi, skammvinnu blóðþurrðarkasti, segamyndun í bláæðum og lungnasegareki hjá konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn, sem er nánar lýst í kafla 4.4.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Allt að fimmfaldir dagskammtar af Zoely og stakir skammtar af allt að 40 földum dagskömmtum af nomegestról acetati hafa verið notaðir hjá konum án skaðlegra áhrifa. Miðað við almenna reynslu af getnaðarvarnartöflum með blöndu hormóna eru eftirfarandi einkenni möguleg í slíku tilfelli: Ógleði, uppköst og smávægileg blæðing frá leggöngum hjá ungum stúlkum. Ekkert mótefni er þekkt og miða ber meðferð við einkennin hverju sinni.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, blöndur af prógestógeni og östrógeni, ATC flokkur: G03A A014.

Verkunarháttur

Nomegestról acetat er mjög sértækt prógestógen sem er prógesterónafleiða prógesterón hormónsins sem líkaminn framleiðir. Nomegestról acetat hefur mikla tilhneigingu til að bindast og örva prógesterónviðtaka í mönnum og hefur and-gónadótrópínverkun, prógesterónviðtakamiðlaða and-estrógenverkun, í meðallagi mikla and-andrógenverkun og enga estrógen-, sykurstera- eða salthrífandi barksteraverkun.

Zoely inniheldur estrógenið 17β-estradíól, náttúrulegt estrógen sem er eins og 17β-estradíól sem líkaminn framleiðir hjá mönnum.

Verkun Zoely sem getnaðarvörn byggist á ýmsum samverkandi þáttum en mikilvægastir eru hindrun á egglosi og breytingar á slímu í leghálsi.

Verkun og öryggi

Fleiri en 3.200 konur, sem tóku þátt í tveimur opnum, slembiröðuðum, samanburðarrannsóknum á öryggi og verkun, fengu Zoely í 13 tíðahringi samfellt og fleiri en 1.000 konur fengu

drospirenón 3 mg-etínýlestradíól 30 míkróg (21/7 meðferð).

15,4 % kvenna í Zoely hópnum greindu frá þrymlabólum (samanborið við 7,9 % í samanburðarhópnum), 8,6 % kvenna greindu frá þyngdaraukningu (samanborið við 5,7 % í samanburðarhópnum) og 10,5 % kvenna greindu frá óeðlilegum tíðablæðingum (aðallega skortur á tíðablæðingum) (samanborið við 0,5 % í samanburðarhópnum).

Í klínísku rannsókninni sem gerð var með Zoely í Evrópusambandinu voru eftirfarandi Pearl Index reiknaðir fyrir aldurshópinn 18-35 ára:

Meðferð brást: 0,40 (efri mörk 95 % öryggisbil 1,03)

Meðferð og notandi brást: 0,38 (efri mörk 95 % öryggisbil 0,97)

Í klínísku rannsókninni sem gerð var með Zoely í Bandaríkjunum voru eftirfarandi Pearl Index reiknaðir fyrir aldurshópinn 18-35 ára:

Meðferð brást: 1,22 (efri mörk 95 % öryggisbil 2,18)

Meðferð og notandi brást: 1,16 (efri mörk 95 % öryggisbil 2,08)

Í slebiraðaðaðri, opinni rannsókn fengu 32 konur Zoely í 6 tíðahringi.

Eftir að notkun Zoely var hætt fengu 79 % kvenna egglos aftur á fyrstu 28 dögunum eftir að síðasta taflan var tekin.

Vefjafræðilegir eiginleikar legslímu voru rannsakaðir í undirhópi kvenna (n=32) í kjölfar 13 meðferðarlotna í klínískri rannsókn. Engar afbrigðilegar niðurstöður komu í ljós.

Börn

Engar upplýsingar liggja fyrir er varða öryggi og verkun hjá unglingum yngri en 18 ára. Upplýsingar er liggja fyrir um lyfjahvörf er lýst í kafla 5.2.

5.2Lyfjahvörf

Nomegestról acetat

Frásog

Nomegestról acetat frásogast hratt eftir inntöku.

Þegar stakur skammtur er tekinn næst hámarksstyrkur nomegestról acetats í sermi, u.þ.b. 7 nanóg/ml 2 klst. eftir inntöku. Heildaraðgengi nomegestról acetats eftir stakan skammt er 63 %. Samtímis neysla fæðu hefur ekki klínísk áhrif á aðgengi nomegestról acetats.

Dreifing

Nomegestról acetat er mikið bundið albúmíni (97-98 %) en binst hvorki kynhormónabindandi glóbúlíni (SHBG) né barksterabindandi glóbúlíni (CBG). Sýnilegt dreifingarrúmmál nomegestról acetats við jafnvægi er 1,645 ± 576 l.

Umbrot

Nomegestról acetat umbrotnar í nokkur óvirk hýdroxiltengd umbrotsefni með cýtókróm P450 ensímum í lifur, aðallega CYP3A4 og CYP3A5 og mögulega CYP2C19 og CYP2C8. Nomegestról acetat og hýdroxíltengd umbrotsefni þess verða fyrir miklu 2. stigs umbroti til að mynda súlfat- og glúkúróníðsamtenginga. Úthreinsun er um 26 l/klst.

Brotthvarf

Helmingunartími á útskilnaði (t½) er 46 klst. (frá 28-83 klst.) við jafnvægi. Helmingunartími á útskilnaði umbrotsefna var ekki ákvarðaður.

Nomegestról acetat skilst út með þvagi og hægðum. Um 80 % af heildarskammti skilst út innan 4 daga með þvagi og hægðum. Útskilnaði nomegestról acetats var að mestu lokið eftir 10 daga og útskilnaðar var meiri í hægðum en í þvagi.

Línulegt samband

Línulegt samband skammta var við 0,625–5 mg (metið hjá konum sem voru frjóar og eftir tíðahvörf).

Jafnvægi (steady state)

SHBG hefur ekki áhrif á lyfjahvörf nomegestról acetats. Jafnvægi næst eftir 5 daga. Hámarksplasmaþéttni nomegestról acetats sem er u.þ.b. 12 ng/ml næst 1,5 klst. eftir að skammtur er tekinn. Meðalplasmaþéttni við jafnvægi er 4 ng/ml.

Milliverkanir

Nomegestról acetat hvetur hvorki né hemur cýtókróm P450 ensím in vitro og hefur engin marktæk áhrif á P-gp flutningsprótein.

Estradíól

Frásog

Estradíól umbrotnar talsvert eftir inntöku í fyrstu umferð. Heildaraðgengi er u.þ.b. 1 %. Fæða hafði engin klínísk áhrif á aðgengi estradíóls.

Dreifing

Dreifing utanaðkomandi estradíóls og estradíóls sem líkaminn framleiðir er svipað. Estrogen dreifist vel um vefi líkamans og finnst almennt í meiri styrk í marklíffærum sem kynhormón hafa áhrif á. Estradíól er bundið SHBG (37 %) og albúmíni (61 %) í blóði og einungis 1-2 % er óbundið.

Umbrot

Estradíól sem tekið er inn umbrotnar mikið. Umbrot utanaðkomandi og estradíóls sem líkaminn framleiðir er svipað. Estradíól umbreytist hratt í meltingarvegi og lifur í nokkur umbrotsefni, aðallega estrón sem samtengist og fer í garnalifrarhringrás. Það er jafnvægi á milli estradíóls, estróns og estrón- súlfats vegna mismunandi ensímvirkni, m.a. estradíól-dehýdrógenasa, súlfótransferasa og aryl- súlfatasa. Oxun estróns og estradíóls er af völdum cýtókróm P450 ensíma, einkum CYP1A2, CYP1A2 (sérstaklega í lifur), CYP3A4, CYP3A5 og CYP1B1 og CYP2C9.

Brotthvarf

Estradíól útskilst hratt úr blóðrásinni. Vegna umbrota og lifrarhringrásar er talsvert magn estrógensúlfats og glúkúróníðs í blóðrás. Því er helmingunartími estradíóls, leiðréttur miðað við upphafsgildi, mjög breytilegur, þ.e. 3,64 ± 1,5 klst. eftir inndælingu í bláæð.

Jafnvægi

Hámarksþéttni estradíóls í sermi er u.þ.b. 90 pg/ml og næst 6 klst. eftir gjöf lyfsins. Meðalþéttni í sermi er 50 pg/ml og þessi þéttni er sambærileg þéttni í byrjun og lok tíðahrings kvenna.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Lyfjahvörf nomegestról acetats (aðal rannsóknarefnisins) eftir stakan skammt til inntöku af Zoely hjá heilbrigðum unglingsstúlkum sem eru byrjaðar að hafa tíðablæðingar og fullorðnum einstaklingum voru svipuð. Eftir stakan skammt til inntöku af estradíól þættinum (auka rannsóknarefnis) var útsetningin hinsvegar 36 % minni hjá unglingum samanborið við fullorðna einstaklinga. Klínískt mikilvægi þessarar niðurstöðu er óþekkt.

Áhrif á skerta nýrnastarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta áhrif nýrnasjúkdóma á lyfjahvörf Zoely.

Áhrif á skerta lifrarstarfsemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta áhrif lifrarsjúkdóma á lyfjahvörf Zoely. Þó getur verið að sterahormón umbrotni að litlu leyti hjá konum með skerta lifrarstarfsemi.

Kynþættir

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta lyfjahvörf hjá mismunandi kynþáttum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Rannsóknir á eiturverkunum við endurtekna skammta, estradíóls, nomegestról acetats þegar þau eru notuð ein og sér eða í samsetningu, benda til estrógen- og gestagen áhrifa.

Rannsóknir með samsetningunni á eiturverkunum á æxlun hafa sýnt eiturverkun á fóstur sem er í samræmi við útsetningu fyrir estradíóli.

Rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum voru ekki gerðar með samsetningunni. Nomegestról acetat veldur ekki eiturverkunum á erfðaefni.

Hinsvegar skal hafa í huga að kynhormón geta stuðlað að vexti ákveðinna hormónaháðra vefja og æxla.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni (hvítar virkar töflur og gular filmuhúðaðar lyfleysutöflur) Mjólkursykurseinhýdrat

Örkristallaður sellulósi (E460) Crospovidon (E1201)

Talkúm (E553b) Magnesíumsterat (E572) Vatnsfrí kísilkvoða

Töfluhúð (hvítar virkar filmuhúðaðar töflur)

Polyvinylalkóhól (E1203)

Títantvíoxíð (E171)

Macrogol 3350

Talkúm (E553b)

Töfluhúð (gular filmuhúðaðar lyfleysutöflur)

Polyvinylalkóhól (E1203)

Títantvíoxíð (E171)

Macrogol 3350

Talkúm (E553b)

Gult járnoxíð (E172)

Svart járnoxíð (E172)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

PVC/ ál þynnupakkning sem inniheldur 28 filmuhúðaðar töflur (24 hvítar filmuhúðaðar töflur og 4 gular filmuhúðaðar töflur).

Pakkningastærð: 28, 84, 168 og 364 filmuhúðaðar töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Ekki skal farga samsettum getnaðarvarnartöflum (þ.m.t. Zoely töflum) sem ekki er þörf á lengur í skólplagnir. Virku hormónin í töflunni geta haft skaðleg áhrif ef þau berast í vatn í náttúrulegu umhverfi. Töflunum á að skila í apótekið eða farga á annan öruggan hátt í samræmi við gildandi reglur. Þessar aðgerðir eru til þess að vernda umhverfið.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Teva B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/690/001

EU/1/11/690/002

EU/1/11/690/003

EU/1/11/690/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 27. júlí 2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. apríl 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf