Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zyclara (imiquimod) – Samantekt á eiginleikum lyfs - D06BB10

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZyclara
ATC-kóðiD06BB10
Efniimiquimod
FramleiðandiMeda AB

1.HEITI LYFS

Zyclara 3,75% krem

2.INNIHALDSLÝSING

Hver skammtapoki innheldur 9,375 mg af imiquimodi í 250 mg af kremi (3,75%). Hvert gramm af kremi inniheldur 37,5 mg af imiquimodi.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Methýlparahýdroxýbensóat (E 218) 2,0 mg/g af kremi

Própýlparahýdroxýbensóat (E 216) 0,2 mg/g af kremi

Cetýlalkóhól 22,0 mg/g af kremi

Sterýlalkóhól 31,0 mg/g af kremi

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Krem.

Einsleitt hvítt/gulleitt krem.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Zyclara er ætlað til staðbundinnar meðferðar á klínískt dæmigerðri sýnilegri eða áþreifanlegri geislunarhyrningu (actinic keratosis) án ofþykknunar húðar (nonhyperkeratotic) og án ofvaxtar (nonhypertrophic), í öllu andlitinu eða í hársverði þar sem um skalla er að ræða, hjá fullorðnum einstaklingum með heilbrigt ónæmiskerfi þegar frábending er við annarri staðbundinni meðferð eða aðrir meðferðarmöguleikar eiga síður við.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Zyclara skal bera á húðsvæðið sem á að meðhöndla einu sinni á sólarhring fyrir svefn, (hvert skipti: allt að 2 skammtapoka, 250 mg eru af imiquimod kremi í hverjum skammtapoka) í tveimur 2 vikna meðferðarlotum með, 2 vikna millibili án meðferðar, eða samkvæmt fyrirmælum læknis.

Meðferðarsvæðið er allt andlitið eða hársvörður þar sem um skalla er að ræða.

Búast má við staðbundnum viðbrögðum á meðferðarsvæðinu sem eru algeng vegna verkunarháttar lyfsins (sjá kafla 4.4). Gera má hlé á meðferðinni í nokkra daga ef þörf er á vegna óþæginda sjúklings eða vegna mikilla staðbundinna húðviðbragða. Hins vegar má ekki lengja 2 vikna meðferðarloturnar, vegna skammta sem hafa fallið niður eða vegna þess að hlé hafi verið gert á meðferðinni.

Tímabundin aukning á fjölda húðskemmda (svæða geislunarhyrningar) gæti átt sér stað meðan á meðferð stendur vegna þess að líklegt er að imiquimod hafi þau áhrif að húðskemmdir sem ekki hafa valdið einkennum áður verði sýnilegri um leið og þær eru meðhöndlaðar. Ekki er hægt að meta svörun við meðferð á fullnægjandi hátt fyrr en staðbundin húðviðbrögð eru gengin yfir. Sjúklingar eiga að halda meðferðinni áfram samkvæmt fyrirmælum læknis. Halda skal meðferðinni áfram allt meðferðartímabilið jafnvel þó að geislunarhyrning virðist vera horfin.

Klínískan árangur meðferðar þarf að meta eftir að húðin á meðferðarsvæðunum hefur endurnýjað sig, um það bil 8 vikum eftir að meðferð er lokið, og með viðeigandi millibili skv. klínísku mati eftir það. Húðskemmdir sem hafa ekki svarað meðferð fullkomlega 8 vikum eftir að síðari meðferðarlotunni lauk skal endurmeta vandlega og endurskoða meðferðina.

Skert lifrar- eða nýrnastarfsemi

Sjúklingar með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi tóku ekki þátt í klínískum rannsóknum. Reyndur læknir skal hafa náið eftirlit með þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun imiquimod við geislunarhyrningu hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Zyclara er eingöngu til útvortis notkunar. Forðast ber snertingu við augu, varir og nasir. Ekki skal setja plástur eða aðrar umbúðir á meðferðarsvæðið.

Læknirinn sem ávísar lyfinu skal útskýra fyrir sjúklingnum hvernig bera skal kremið rétt á til þess að hámarka ávinning af Zyclara meðferð.

Zyclara á að bera á húðsvæðið sem skal meðhöndla, einu sinni á sólarhring fyrir svefn og kremið á að vera á húðinni í um það bil 8 klukkustundir. Á þeim tíma á hvorki að fara í sturtu né bað. Áður en kremið er borið á eiga sjúklingar að þvo meðferðarsvæðið með vatni og mildri sápu og þurrka síðan vandlega. Zyclara á að bera á allt meðferðarsvæðið í þunnu lagi og nudda á kreminu inn í húðina þar til það er horfið. Nota má allt að 2 skammtapoka af Zyclara á meðferðarsvæðið (allt andlitið eða hársvörð, en ekki bæði) við hverja daglega notkun. Skammtapokum sem hafa verið notaðir að hluta til skal fleygja. Ekki skal nota krem úr skammtapoka sem hefur verið notaður áður. Zyclara á að vera á húðinni í um það bil 8 klukkustundir. Að þeim tíma liðnum er nauðsynlegt að fjarlægja kremið með því að þvo meðferðarsvæðið og hendurnar með vatni og mildri sápu.

Hendur á að þvo vandlega fyrir og eftir að kremið er borið á.

Ef skammtur gleymist

Ef skammtur gleymist eiga sjúklingar að bíða til næsta kvölds með að nota Zyclara og halda síðan áfram samkvæmt áætlun. Ekki á að nota kremið oftar en einu sinni á sólarhring. Ekki á að lengja meðferðarloturnar umfram 2 vikur vegna skammta sem hafa gleymst eða vegna þess að hlé hafi verið gert á meðferðinni.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennar leiðbeiningar varðandi meðferð

Tekin skulu vefsýni úr vefskemmdum, sem eru ekki dæmigerð fyrir geislunarhyrningu eða sem vekja grunsemdir um illkynja meinsemd, til að ákveða megi viðeigandi meðferð. Forðast ber snertingu við augu, varir og nasir þar sem notkun imiquimods m.t.t. meðferðar á

geislunarhyrningu á augnlokum, innanverðum nösum eða eyrum eða á roðasvæði varanna hefur ekki verið metin.

Ekki er mælt með notkun imiquimod krems fyrr en húðin hefur gróið eftir fyrri lyfjameðferð eða aðgerðir. Ef kremið er borið á rofna húð getur það leitt til aukins almenns frásogs imiquimods og leitt til aukinnar hættu á aukaverkunum (sjá kafla 4.8 og 4.9).

Vegna mögulega aukinnar hættu á sólbruna er hvatt til notkunar sólarvarnar og ættu sjúklingar að lágmarka eða forðast sólarljós og ljósameðferð (ljósabekki eða UVA/B meðferð) meðan á meðferð með Zyclara stendur. Verja skal yfirborð húðarinnar á meðferðarsvæðinu fyrir sólarljósi.

Ekki er mælt með því að nota imiquimod krem við meðferð geislunarhyrningar ef hún einkennist af greinilegri ofþykknun í hornhúð og ofvexti eins og í húðhornum (cutaneous horns).

Staðbundin viðbrögð í húð

Líklegt er að húðin á meðferðarsvæðinu verði talsvert frábrugðin eðlilegri húð að útliti meðan meðferð varir og þar til húðin er að fullu gróin. Staðbundin áhrif á húð eru algeng en þau dvína venjulega eftir því sem líður á meðferðina og hverfa eftir að meðferð með imiquimod kremi er hætt. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur mikil staðbundin bólgusvörun komið fyrir, þ. á m. að það seytli frá húðinni eða fleiður myndist eftir að imiquimod krem hefur verið borið á húðina í aðeins nokkur skipti. Tengsl eru milli algerrar lækningar og umfangs staðbundinna viðbragða í húð (t.d. hörundsroði). Hugsanlegt er að þessi áhrif tengist örvun staðbundinna ónæmisviðbragða. Enn fremur hefur imiquimod tilhneigingu til þess að auka á bólguástand húðarinnar. Ef þessi viðbrögð valda verulegum óþægindum eða ef þau eru alvarleg má gera nokkurra daga hlé á meðferðinni. Meðferð með imiquimod kremi getur síðan haldið áfram þegar áhrif á húð hafa hjaðnað. Staðbundin viðbrögð í húð eru yfirleitt vægari í síðari meðferðarlotunni með Zyclara en í þeirri fyrri.

Almenn einkenni

Flensulík almenn einkenni geta fylgt, eða jafnvel komið á undan, sterkum staðbundnum viðbrögðum í húð og geta m.a. verið þreyta, ógleði, hiti, vöðvaverkir, liðverkir og kuldahrollur. Íhuga skal að taka hlé á meðferðinni eða aðlaga skammta (sjá kafla 4.8).

Reyndur læknir skal hafa náið eftirlit með sjúklingum með lækkuð blóðgildi (sjá kafla 4.8).

Sérstakir hópar

Í klínískum rannsóknum voru sjúklingar með skerta starfsemi hjarta, lifrar eða nýrna ekki hafðir með. Reyndur læknir skal hafa náið eftirlit með þessum sjúklingum.

Notkun hjá ónæmisbældum sjúklingum og/eða sjúklingum með sjálfsofnæmissjúkdóma Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Zyclara á ónæmisbældum sjúklingum (t.d.

líffæraþegum) og/eða sjúklingum með sjálfsofnæmissjúkdóma. Því skal nota imiquimod krem með varúð hjá slíkum sjúklingum (sjá kafla 4.5). Meta verður ávinning af imiquimod meðferð fyrir sjúklinginn annars vegar og hins vegar hugsanlega hættu á líffærahöfnun, hýsilssótt (graft-versus-host disease) eða á versnun sjálfsofnæmissjúkdóms.

Endurtekin meðferð

Engar upplýsingar liggja fyrir um endurtekna meðferð á geislunarhyrningu sem hefur alveg horfið eftir tvær meðferðarlotur en síðan tekið sig upp aftur.

Hjálparefni

Sterýlalkóhól og cetýlalkóhól geta valdið staðbundinni bólgusvörun í húð (t.d. snertiexemi). Hjálparefnin metýlparahýdroxýbensóat (E218) og própýlparahýdroxýbensóat (E216) geta valdið ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðkomnum).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf, þar með talið ónæmisbælandi lyf, hafa ekki verið rannsakaðar; ætla má að milliverkanir við lyf með altæka verkun séu sjaldgæfar vegna mjög takmarkaðs frásogs imiquimod krems um húð.

Vegna ónæmishvetjandi eiginleika imiquimod krems, á að nota það með varúð hjá sjúklingum sem nota ónæmisbælandi lyf (sjá kafla 4.4).

Forðast skal samhliða notkun Zyclara og annars imiquimod krems á sama meðferðarsvæði þar sem þau innihalda sama virka efnið (imiquimod) og geta aukið hættu á staðbundnum viðbrögðum í húð og gert þau verri.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun imiquimods á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísi-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Gæta skal varúðar þegar Zyclara er ávísað á meðgöngu.

Zyclara skal eingöngu notað á meðgöngu ef væntanlegur ávinningur réttlætir hugsanlega áhættu fyrir fóstrið.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort imiquimod/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti.

Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Zyclara.

Frjósemi

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir, hugsanleg áhætta fyrir menn er óþekkt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Zyclara hefur engin eða hverfandi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi:

Upplýsingarnar hér að neðan endurspegla útsetningu fyrir Zyclara eða kremgrunni hjá 319 sjúklingum sem teknir voru inn í tvær tvíblindar rannsóknir. Einstaklingarnir báru innihald allt að tveggja skammtapoka af 3,75% Zyclara kremi eða kremgrunni daglega á viðkomandi húðsvæði (ýmist allt andlitið eða hársvörð þar sem um skalla er að ræða, en ekki bæði) í tveimur 2 vikna meðferðarlotum með 2 vikna millibili án meðferðar.

Hjá flestum sjúklingum í klínískum rannsóknum (159/160) sem notuðu Zyclara til meðferðar við geislunarhyrningu koma fram staðbundin viðbrögð í húð (algengust eru roði, hrúður og flögnun/húðþurrkur) á meðferðarsvæðinu. Hins vegar þurftu aðeins 11% (17/160) sjúklinga í klínískum rannsóknum á Zyclara hvíldartíma (hlé á meðferðinni) vegna staðbundinna aukaverkana. Nokkrar almennar aukaverkanir, þ.m.t. höfuðverkur 6% (10/160) og þreyta 4% (7/160) komu einnig fram hjá sjúklingum á meðferð með Zyclara í klínískum rannsóknum.

Tafla yfir aukaverkanir

Upplýsingar í eftirfarandi töflu endurspegla:

-útsetningu fyrir Zyclara eða kremgrunni í ofangreindum rannsóknum (aukaverkanir voru allt frá því að vera mjög algengar til þess að vera sjaldgæfar og af hærri tíðni af kremgrunninum).

-reynslu af notkun 5% imiquimod krems.

Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar (≥1/10); Algengar (≥1/100 til <1/10); Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100);

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000);

Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Algengar

Áblástur (Herpes simplex)

sníkjudýra

Sjaldgæfar

Sýking

 

 

Graftarbólur

 

Tíðni ekki þekkt

Húðsýking

Blóð og eitlar

Algengar

Eitlastækkanir

 

Tíðni ekki þekkt

Hemóglóbínlækkun

 

 

Fækkun hvítra blóðkorna

 

 

Fækkun daufkyrninga

 

 

Blóðflagnafækkun

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar

Versnun sjálfsofnæmis

Efnaskipti og næring

Algengar

Lystarleysi

 

 

Blóðsykurshækkun

Geðræn vandamál

Algengar

Svefnleysi

 

Sjaldgæfar

Þunglyndi

 

 

Skapstyggð

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

 

 

Sundl

Augu

Sjaldgæfar

Erting í augnslímhúð

 

 

Bjúgur í augnlokum

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Sjaldgæfar

Nefslímhúðarbólga

 

 

Verkur í koki og barkakýli

Lifur og gall

Tíðni ekki þekkt

Hækkun lifrarensíma

Meltingarfæri

Algengar

Ógleði

 

 

Niðurgangur

 

 

Uppköst

 

Sjaldgæfar

Munnþurrkur

Húð og undirhúð

Mjög algengar

Roði

 

 

Hrúður

 

 

Flögnun húðar

 

 

Bjúgur í húð

 

 

Sár í húð

 

 

Vanlitun húðar

 

Algengar

Húðbólga

 

Sjaldgæfar

Bjúgur í andliti

 

Mjög sjaldgæfar

Viðbrögð í húð annars staðar en á

 

 

meðferðarsvæði

 

Tíðni ekki þekkt

Hármissir

 

 

Regnbogaroðasótt

 

 

Stevens Johnson heilkenni

 

 

Rauðir úlfar í húð

 

 

Oflitun húðar

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar

Vöðvaverkir

 

 

Liðverkir

 

Sjaldgæfar

Bakverkir

 

 

Útlimaverkir

Almennar aukaverkanir og

Mjög algengar

Roði á meðferðarsvæði

aukaverkanir á íkomustað

 

Hrúðurmyndun á meðferðarsvæði

 

 

Flögnun á meðferðarsvæði

 

 

Þurrkur á meðferðarsvæði

 

 

Bjúgur á meðferðarsvæði

 

 

Sár á meðferðarsvæði

 

 

Útferð á meðferðarsvæði

 

Algengar

Viðbrögð á meðferðarsvæði

 

 

Kláði á meðferðarsvæði

 

 

Verkur á meðferðarsvæði

 

 

Þroti á meðferðarsvæði

 

 

Sviði á meðferðarsvæði

 

 

Erting á meðferðarsvæði

 

 

Útbrot á meðferðarsvæði

 

 

Þreyta

 

 

Hiti

 

 

Flensulík einkenni

 

 

Verkur

 

 

Brjóstverkur

 

Sjaldgæfar

Húðbólga á meðferðarsvæði

 

 

Blæðing á meðferðarsvæði

 

 

Bólur á meðferðarsvæði

 

 

Húðskynstruflanir á meðferðarsvæði

 

 

Ofurnæmt húðskyn á meðferðarsvæði

 

 

Bólga á meðferðarsvæði

 

 

Örmyndun á meðferðarsvæði

 

 

Fleiður á meðferðarsvæði

 

 

Blöðrur á meðferðarsvæði

 

 

Hiti á meðferðarsvæði

 

 

Þróttleysi

 

 

Kuldahrollur

 

 

Drungi

 

 

Óþægindi

 

 

Bólga

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

Blóð

Hemóglóbínlækkun og fækkun hvítra blóðkorna, heildarfjölda daufkyrninga og blóðflagna hefur komið fram í klínískum rannsóknum á notkun 5% imiquimod krems. Þessar niðurstöður eru ekki taldar skipta máli klínískt fyrir sjúklinga með eðlilega blóðmynd. Sjúklingar með lækkuð blóðgildi hafa ekki verið rannsakaðir í klínískum rannsóknum. Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um lækkun á blóðgildum, sem þurft hefur að meðhöndla.

Húðsýkingar

Komið hafa fram húðsýkingar meðan á meðferð með imiquimod stendur. Þrátt fyrir að það hafi ekki leitt til alvarlegra afleiðinga, ætti alltaf að hafa í huga að sýking getur komið í rofna húð.

Vanlitun og oflitun húðar

Greint hefur verið frá tilfellum af staðbundinni vanlitun eða oflitun húðar eftir notkun 5% imiquimod krems. Nánari upplýsingar við eftirfylgni benda til þess að þessar litabreytingar í húð geti verið varanlegar hjá sumum sjúklinganna.

Viðbrögð í húð annars staðar en á meðferðarsvæði

Í klínískum rannsóknum hefur verið greint frá mjög sjaldgæfum viðbrögðum í húð annars staðar en á meðferðarsvæði, þar á meðal regnbogaroðasótt, við notkun 5% imiquimod krems.

Hármissir

Í klínískum rannsóknum á notkun 5% imiquimod krems á geislahyrningu hefur komið fram hárlos á meðferðarsvæðinu eða svæðinu umhverfis það, þar sem tíðnin var 0,4% (5/1214).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Við staðbundna notkun imiquimod krems er lítil hætta á ofskömmtun vegna lítils frásogs um húð. Rannsóknir á kanínum hafa sýnt að banvænn skammtur af imiquimodi sem borinn er á húð er stærri en 5 g/kg. Langvarandi útvortis ofskömmtun af imiquimod kremi gæti valdið verulegum staðbundnum viðbrögðum í húð og getur aukið hættuna á almennum viðbrögðum.

Ef lyfið er tekið inn fyrir slysni getur það valdið ógleði, uppköstum, höfuðverk, vöðvaverkjum og hita eftir einn 200 mg skammt af imiquimodi, sem samsvarar innihaldi meira en 21 skammtapoka af Zyclara.

Alvarlegasta klíníska aukaverkunin sem tilkynnt hefur verið um eftir inntöku margra ≥200 mg skammta var lágur blóðþrýstingur sem lagaðist eftir vökvagjöf annaðhvort með inntöku eða í æð.

Meðhöndla skal ofskömmtun með meðferð við klínískum einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýklalyf (chemotherapeutics) til staðbundinnar útvortis notkunar, veirulyf, ATC-flokkur: D06BB10.

Lyfhrif

Imiquimod breytir ónæmissvörun. Það er helsta efnasamband imidazólínflokksins. Rannsóknir á mettanlegum bindingum benda til þess að himnuviðtakar fyrir imiquimod séu til staðar á frumum sem sýna ónæmissvörun; svokallaðir „toll-like“ viðtakar 7 og 8. Imiquimod örvar losun alfa-interferóns (IFN-α) og annarra cýtókína frá margskonar frumum bæði hjá mönnum og dýrum (t.d. frá einkjörnungum/átfrumum og hornfrumum hjá mönnum). Þegar imiquimod krem var borið útvortis á húð músa in vivo leiddi það til aukinnar þéttni IFN og TNF (tumor necrosis factor) samanborið við húð músa sem ekki fengu meðferð. Þær gerðir cýtókína sem örvaðar eru fer eftir því af hvaða vefjagerð viðkomandi fruma er. Auk þess varð örvun á losun cýtókína, þegar imiquimod var borið á húð eða gefið til inntöku, hjá ýmsum tilraunadýrum sem og í rannsóknum hjá mönnum. Í dýralíkönum er imiquimod virkt gegn veirusýkingum og æxlisvexti fyrst og fremst með því að örva losun alfa-interferóns og annarra cýtókína.

Aukning á blóðþéttni alfa-interferóns og annarra cýtókína eftir staðbundna notkun imiquimods kom einnig fram í rannsóknum hjá mönnum.

Verkun og öryggi

Verkun Zyclara var rannsökuð í tveimur tvíblindum, slembiröðuðum, klínískum samanburðarrannsóknum með kremgrunni. Sjúklingarnir höfðu 5-20 dæmigerðar sýnilegar eða áþreifanlegar húðskemmdir vegna geislunarhyrningar á svæði sem var stærra en 25 cm2 annaðhvort í andliti eða hársverði þar sem um skalla er að ræða. 319 einstaklingar með geislunarhyrningu fengu meðferð með allt að 2 skammtapokum af 3,75% imiquimod kremi einu sinni á sólarhring, eða samsvarandi magni af kremgrunni í tvær 2 vikna meðferðarlotur með 2 vikna millibili án meðferðar. Í báðum rannsóknunum samanlagt var tíðni útrýmingar allrar geislunarhyrningar á öllu andlitinu eða í öllum hársverðinum þar sem um skalla er að ræða 35,6% (57/160 sjúklingum, CI 28,2%; 43,6 %) eftir notkun imiquimod en 6,3% (10/159 sjúklingum, CI 3,1%; 11,3%) eftir notkun kremgrunns, við mat

8 vikum eftir meðferð. Í heild var enginn munur á öryggi eða verkun hjá sjúklingum 65 ára og eldri annars vegar og yngri sjúklingum hins vegar. Greint var frá flöguþekjukrabbameini hjá 1,3% (2/160) sjúklinga sem fengu meðferð með imiquimod, en 0,6% (1/159) sjúklinga sem fengu meðferð með kremgrunni. Munurinn var ekki tölfræðilega marktækur.

Í eftirfylgnirannsókn hjá þeim sjúklingum þar sem geislunarhyrning hafði alveg horfið eftir meðferð með imiquimod og fylgt var eftir í að minnsta kosti 14 mánuði án frekari meðferðar við geislunarhyrningu, var útrýming geislunarhyrningar á öllu meðferðarsvæðinu (annaðhvort öllu andlitinu eða í hársverði) viðvarandi hjá 40,5% sjúklinganna. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um útrýmingu til lengri tíma.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu heur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Zyclara hjá öllum undirhópum barna við geislunarhyrningu (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Innan við 0,9% af stökum skammti af geislamerktu imiquimodi sem borinn var á útvortis frásogaðist um húð hjá mönnum.

Altæk útsetning (frásog um húð) var reiknuð út frá kolefnis-14 [14C] merktu imiquimodi í þvagi og hægðum.

Meðan rannsókn á lyfjahvörfum á imiquimod 3,75% krems stóð, eftir notkun 2 skammtapoka einu sinni á sólarhring (18,75 mg af imiquimodi/sólarhring) í allt að þrjár vikur, á allt andlitið og/eða hársvörð ( um það bil 200 cm2), var altækt frásog imiquimods lítið hjá sjúklingum með geislunarhyrningu. Þéttni náði jafnvægi á 2 vikum og tíminn að hámarksþéttni (Tmax) var á bilinu 6 til 9 klukkustundir eftir síðustu notkun.

Dreifing

Í lok lyfjahvarfarannsóknarinnar var hámarksþéttni imiquimod í sermi að meðaltali 0,323 ng/ml.

Umbrot

Imiquimod til inntöku umbrotnar hratt og ítarlega í tvö meginumbrotsefni.

Brotthvarf

Það litla magn af lyfinu sem frásogaðist inn í blóðrásina skildist strax út í bæði þvagi og saur í hlutfallinu 3:1.

Í lyfjahvarfarannsókninni var greinilegur helmingunartími eftir útvortis notkun 3,75% af imiquimod kremi samkvæmt útreikningum um það bil 29 klukkustundir.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, stökkbreytingum og eituráhrifum á fóstur.

Ífjögurra mánaða langri rannsókn á eituráhrifum á húð rotta varð greinileg lækkun á líkamsþyngd og 0,5 – 2,5 mg/kg aukning varð á þyngd milta; hliðstæðra einkenna varð ekki vart í fjögurra mánaða langri húðrannsókn í músum. Húðerting kom fram hjá báðum dýrategundum, sér í lagi við hærri skammta.

Írannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá músum, sem stóð í 18 mánuði, þar sem kremið var borið á þrisvar í viku komu engin æxli fram á meðferðarsvæðinu. Tíðni lifrarfrumukirtilæxla var örlítið hærri en hjá samanburðarmúsum, en aðeins hjá kvenkyns músum. Tíðnin samræmist vel þeirri sjálfkrafa æxlismyndun sem þekkt er hjá músum og hefur fylgni við aldur. Því eru þessar niðurstöður taldar vera tilviljun. Þar sem frásog imiquimod um húð manna er lítið og það hefur ekki stökkbreytandi áhrif er áhætta fyrir menn ólíkleg með tilliti til almenns aðgengis. Enn fremur komu engin æxli í ljós í rannsókn sem stóð í 2 ár á krabbameinsvaldandi áhrifum imiquimod eftir inntöku í rottum.

Imiquimod krem var metið í rannsóknum (bioassay) á krabbameinsvaldandi áhrifum ljóss (photocarcinogenicity) á hárlausar albínóamýs sem voru útsettar fyrir útfjólublárri geislun sem líktist sólarljósi. Dýrin fengu imiquimod krem þrisvar sinnum í viku og geislun 5 daga í viku í 40 vikur. Fylgst var með músunum í 12 vikur til viðbótar. Æxli komu fyrr fram og oftar í hópnum sem fékk kremgrunninn miðað við hópinn sem útsettur var fyrir litlum skömmtum útfjólublárrar geislunar. Hvaða þýðingu þetta hefur hjá mönnum er ekki þekkt. Staðbundin notkun imiquimod krems hafði enga aukningu á æxlum í för með sér við neinn skammt þegar borið var saman við hópinn sem fékk kremgrunninn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Ísósterínsýra

Bensýlalkóhól

Cetýlalkóhól

Sterýlalkóhól

Hvítt, mjúkt paraffín Pólýsorbat 60 Sorbítansterat Glýseról

Metýlparahýdroxýbensóat (E218) Própýlparahýdroxýbensóat (E216) Xantangúmmí

Hreinsað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

30 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25 °C.

Ekki á að nota krem úr skammtapoka sem hefur verið notaður áður.

6.5Gerð íláts og innihald

Öskjur með 14, 28, og 56 einnota pólýester/hvítu lágþéttni pólýetýlen/álþynnu skammtapokum, sem innihalda 250 mg af kremi.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Meda AB Pipers väg 2A 170 73 Solna Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/12/783/001-003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 23/08/2012

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf